Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1988, Page 8
Sigrún var við nám í grafík í Myndlista-
og handíðaskóla íslands á árunum 1974-77
og dvaldi ári seinna í Póllandi þar sem hún
læri messótintu (sérstök aðferð í grafík).
Hún hefur haldið sex einkasýningar, tekið
þátt í Qölda samsýninga og er einn af stofn-
endum Gallerís Langbrókar. Sjö bamabæk-
ur hefur hún samið og teiknað, auk þess
að myndskreyta bækur annarra höfunda.
Nú stendur yfir sýning á olíuverkum hennar
á Kjarvalsstöðum.
- Ég hef unnið mest í grafík og teikn-
ingu. Það er eitt og hálft ár síðan ég fór
að mála með olíu og hef verið að því síðan.
Unnið í grafík meðfram því.
í fyrra dvaldi ég fjóra mánuði á Svea-
borg (norrænum gestavinnustofum) í Finn-
landi og það var eiginlega þar sem ég byij-
aði að mála. Þegar ég kem á nýjan stað
þá finnst mér ágætt að byija á einhveiju
nýju.
I grafíkinni er mikill hluti vinnunnar
tæknilegs eðlis. Með þeirri aðferð sem ég
hef mest notað, messótintu, vinnur maður
ekki stórar myndir. Hún er seinlegogvanda-
söm.
Málverkið vinnur maður meira beint. Tjá-
ir sig beint á strigann milliliðalaust og það
hefur verið mér léttir, auk þess að geta
unnið með stærri flöt en í grafíkinni. Síðan
var mig farið að langa til að vinna með liti
en litur í grafík er mjög flókið mál og kost-
ar mikla tæknivinnu. Það ýtti mér útí mál-
verkið.
Og málverkið er skemmtilegt. í grafík-
inni, sem reyndar er skemmtileg líka, liggur
maður meira yfír verkinu, næstum því dútl-
ar. Þar ráða form, ljós og skuggi, en í
málverkinu er það samspil litanna og form-
ið. Málverkið krefst þess að maður hugsi
öðruvísi og það hleypir öðrum takti í vinnu-
brögðin.
Ég held ég hafí bara þurft að fara að
mála, eins og sumir þurfa ítalskt fjallaloft.
- Myndefnið hefíir breyst hjá mér með
nýjum miðli. Grafíkmyndir mínar eru oft
myndir af fólki. í olíumyndunum er líka
fólk en fólkið er meira aukaatriði og um-
hverfí þess hefur stækkað. Manneskjumar
orðnar smávaxnar miðað við umhverfið.
Kannski er ég að horfa á heiminn frá öðm
sjónarhomi. Samt fínnst mér þetta vera í
beinu framhaldi og skylt því sem ég hef
verið að gera.
Hvaðan myndefnið kemur, veit ég ekki.
Það bara kemur. Maður verður náttúrulega
fyrir áhrifum frá lífínu án þess að geta
greint hvað kemur hvaðan. Ég hugsa að
myndimar hér séu ættaðar frá Amarstapa
Björg, gerð 1987.
að eru þúsund og eitthvað málverk í stöfium
heima hjá Sigrúnu Eldjám. Olíumálverk með
litum í:
Þar em klettahnullungar hver ofan á öðr-
um. Sá efsti er að hmni kominn og á næsta
stalli stendur maður, horfír á fljúgandi
mann, óvar um _það að innan stundar detti
á hann bjarg. Ut um allt í loftinu hangir
fólk á þráðum, bleikum, grænum, gulum.
Fjúkandi himinn, nokkrir regndropar og —
Litlar manneskjur í risastóru landslagi og
eitthvað gæti farið að gerast.
Rætt við SIGRUNU
ELDJÁRN
myndlistarkonu, sem
þekktust er fyrir
teikningar sínar og
grafík, en sýnir nú
olíumálverk á
Kjarvalsstöðum.
eftir KRISTÍNU
ÓMARSDÓTTUR
Eins og tennur á risaskepnu, vel lagaðar,
gnæfandi, eins og oddur á skurðhnífi, - það
er landslag og fólk stendur á blábroddi.
Tveir regndropar og blæðir.
Manneskjur fljúga, hanga, standa á loft-
inu, í hrikalegu en stilltu landslagi. Mann-
eskjur í laginu eins og manneskjur á um-
ferðarskiltum. Venjulegar manneskjur í íjar-
lægð, - smávaxnir, litlir dropar - granda-
lausar í gönguferð eða flugferð undir og
umhverfís háskann sem eitt augnablik
geymir það að hiynja.
Sumir eru einir, sumir eru fjölskyldur,
sumir eins og þekkjast og reyna að kallast
á milli klettabjarga, en ekkert heyrist á
þessum venjulega degi í súld.
Það er allt eins og rétt áður en eitthvað
byijar. Enginn veit hvað eða grunar hið
minnsta. Það er rétt áður en eitthvað gerist
sem er mikið stærra, hundrað sinnum, þús-
undfalt stærra en maðurinn veit. A meðan
hangir allt á bláþræði.
Einhvem veginn þannig er hægt að lesa
ný olíumálverk Sigrúnar Eldjám sem hingað
til hefur verið kunn fyrir grafíkmyndir. Nú
hefur myndflöturinn stækkað og manneskj-
una - sem gjaman hefur verið í nærmynd
- hefur hún nú í fjarlægð. Það er komið
landslag, umhverfi, himinn, rok, litir, pensil-
för.
í grafíkmyndum sínum býr Sigrún oft til
ljóðrænu úr smáatriðum vikudaganna, - það
fljúga litlar smekkbuxur hratt úr fjarska
inní mynd. Með olíumyndunum sýnist hún
boða háska.
Drangar, verkið er frá þessu ári.
Manneskjan
í yfirvofandi háska