Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1988, Síða 9
Hóll. AUar myndimar eru unnar / olíu á striga.
og Sveaborg, - allir þessir hamrar, klettar
og drangar. En síðan er þetta bara svona
inní hausnum á mér. Ég nota ekkert fyrir-
myndir. Höfuðið á mér er svona að innan.
Ég veit heldur ekki undir hvaða strauma
verk mín flokkast. Þau eru hvorki expressj-
ónísk eða strangflatamyndir.
Ég hef ekki gert mér far um að vera
meðvituð um myndlist mína. Hugsa ekki
útí þær áttir. Ég er lítið meðvituð um sam-
tímaleg áhrif á mig og aðra. Geri litið að
því að leita uppi einkenni og stíla og flokka
niður í deildir. Kannski heitir það að vera
þröngsýnn, þegar maður getur ekki stillt
hlutunum í vítt samhengi. En það er líka
erfitt - og ég held það sé ekki hægt - að
koma sér upp góðu útsýni yfir samtímann.
Maður er inní honum. Hluti af honum. Fast-
ur og getur ekki annað en unnið verk sitt
og skilað sfnu. Kannski þetta sé bara viss
tegund af víðsýni.
- Mér finnst vera mikil gróska hér á landi
í öllum listgreinum. Það er engin kreppa
þar. Það sem setur kannski mark á mynd-
listina er hvað fólk fer mikið til útlanda í
skóla, kemur svo heim og flytur með sér
áhrif héðan og þaðan. Út kemur skemmti-
legur grautur og ekkert nema gott um hann
að segja. Við erum ekki lengur einangrað
land, samt nógu langt í burtu frá stóra
heiminum til að geta kannski soðið úr öllum
áhrifunum ágætis mauk með öðruvísi
bragði, okkar eigin bragði. Sjálf hef ég
ekki verið lengur en nokkra mánuði í einu
erlendis. Hef ekki haft þörf á því. En mér
þykir gott að skipta við og við um umhverfí
í dágóðan tíma og vinna annars staðar en
hér. Það er alveg nauðsynlegt. Þó mér þyki
hversdagsleikinn góður þá þarf maður
stundum að sjá eitthvað annað, eitthvað
nýtt og vera smástund í burtu. Þá er líka
svo gott að koma heim.
- Eg er rólynd manneskja og reyni ekki
að vasast í of mörgu. Ég bý bara til þær
myndir sem mér finnst ég þurfa að gera
og langar til að gera. Held mínu striki og
skemmti mér við það. Reyni að ganga lengra
og takast á við eitthvað meira en síðast.
Það má ekki standa í stað. Það er svo leiðin-
legt. .
En hvað það er sem stjómar leiðinni og
hvemig mitt strik er á litinn ... Ég kæri
mig kannski ekki um að vita það. Það er
ekkert gaman að vita of mikið. Það er allt-
af eitthvað að gerast í manni. Eitthvað
ómeðvitað. Hugarheimur manns er eins og
vél sem snýst ekki bara um eitt tannhjól í
einn og sama hringinn. Það gerist eitthvað
meira þar. Eitthvað sem verður alltaf of-
vaxið skilningi mínum.
Síðan reyni ég að halda mér við efnið
og vinna. Það má ekki gleyma þvf að þetta
er vinna. Ég vinn á hveijum degi J>ó ég sé
kannski ekkert sérstaklega öguð. Eg hugsa
að ég vinni hratt. Mér hefur alltaf gengið
vel að vinna og ég hef ánægju af því.
Það er alltaf eifitt að segja eitthvað um
myndimar sínar, hvað þær tákni, o.s.frv.
Kannski vill maður það ekki. Kannski er
maður hræddur við það. Ég vona fyrst og
fremst að þær geti talað sjálfar. Til fólks.
Þó ekki endilega í orðum. Það er til önnur
tjáning en orð. Og einhvem veginn er ég
vantrúuð á of mikið tal.
[ EJLR E N EEE
rJöj t H uBK£ r
SAUL BELLOW
Litlausar persónur
í litríkum mannraunum
eftir Ágúst Sverrisson
Rithöfundurinn Saul Bellow er af gyð-
ingaættum, fæddur í Kanada en sleit bams-
skónum í Chicago. Hann á að baki nám í
þremur háskólum ^g státar af B.Sc.-gráðu
í fomleifafræði. Ásamt ritstörfum hefur
hann sinnt háskólakennslu í gegnum tíðina.
Bellow hefur hlotið fjölda verðlauna og
viðurkenninga fyrir skáldskap sinn en hæst
ber þar Nóbelsverðlaunin sem honum voru
veitt 1976 og var hann þá fyrsti Bandaríkja-
maðurinn til að hljóta þau síðan John Stein-
beck gerði það 1962. í umsögn sinni um
verðlaunahafann lagði Konunglega sænska
Akademían sérstaka áherslu á hina stuttu
skáldsögu Seize the Day og gaf henni ein-
kunnina klassískt nútímaverk. Umrædd
saga er þó að eins brot af miklu höfundar-
verki Saul Bellows sem hér verður lítillega
stiklað á.
Bókmenntafræðingar hafa gjaman skil-
greint verk Saul Bellows í ljósi tveggja heim-
spekikenninga: Heimspekingurinn Husserl,
sem var brautryðjandi í fyrirbærafræði,
sagði að við rannsókn á innra eðli hluta og
tilgangi, væm fyrirbærin „orsök", „áhrif"
og „aðstæður“ gagnslaus og jafnvel til traf-
ala. Heidegger, höfundur tilvistarstefnunn-
ar, boðaði að sérhver einstaklingur væri í
eðli sínu án persónueinkenna en veldi sér
ómeðvitað persónuleika sinn með röð
ákvarðana á ekki ólíkan hátt og kristið fólk
öðlast trúarhita sinn.
Segja má að hinar óhamingjusömu sögu-
hetjur Bellows séu staddar í einskismanns-
landi milli þessara tveggja kenninga: Þær
em afar litlausar og reyndar svo grámuggu-
legar að telja má það listrænt afrek að
geta látið þær bera uppi heilu sögumar.
Oftar en ekki er um að ræða veiklundaða
meðaljóna sem em óömggir með sjálfa sig
finna ekki tilgang með eigin tilvem.
æntar aðstæður knýja persónumar til
óþægilegrar sjálfskoðunar. Sannarlega ekki
líflegt söguefni atama en Bellow lífgar upp
á texta sinn með því að leiða fram líflegar
aukapersónur sem helst virðast ættaðar úr
b-myndum hvíta tjaldsins, svo sem smá-
glæpamenn, drykkfelld skáld, misheppnaðir
ættingjar og óheiðarlegir lögfræðingar,
jafnframt því sem hann dregur upp óvenju-
legar aðstæður, sem em á skjön við hugs-
anahátt hinna litlausu aðalpersóna. Þessi
frásagnarleið getur verið fijó en stundum
hefur blandan ekki þótt ganga upp þjá
Bellow, a.m.k. ekki í bókinni Henderson the
Rain King, sem flallar um bandarískan
kaupsýslumann er gerist regnkonungur
meðal frumbyggja Afríku. Er sú bók al-
mennt talin eina misheppnaða verk hans til
þessa.
Fyrsta skáldsaga Nóbelsskáldsins, The
Dangling Man (1944), fékk afbragðsvið-
tökur. Hún greinir frá ungum og alvarlega
þenkjandi manni sem í fyrsta sinn á fullorð-
insámm fær tækifæri tíl að gera það sem
hann lystir í nokkra mánuði. Hann bíður
herkvaðningar sem ekki er væntanleg innan
skamms en eiginkona hans ákveður að sjá
þeim báðum farborða þennan biðtíma og
veita bónda sínum þar með langþráð frí til
að sinna hugðarefnum sfnum, iestri og
fræðimennsku. Sagan er látín vera dag-
bókarfærslur mannsins þetta tímabil og
brátt verður ljóst að þær era það eina sem
hann kemur í verk í þessu fríi sfnu. Hann
er nefnilega ekki undir það búinn að upplifa
aðstæður sem þessar og reynist ekki valda
þessu skyndilega frelsi sínu frá hverdags-
amstrinu heldur leiðir það hann útí óþægi-
lega sjálfskoðun og sífellt gagnrýnni afstöðu
tíl lífsins. Verður maðurinn smám saman
svo sjálfhverfúr og sérvitur og um leið svo
gagnrýninn á tilgangsleysi í umhverfinu að
nær dregur mörkum geðveiki. Um það leytí
sem hann finnur að hann er að missa stjóm
á hegðun sinni skráir hann sig sjálfviljugur
í herinn og prísar sig sælan. I lok sögunnar
syngur hann skyldurækninni og daglegu
amstri lof í sjálfhaeðnum tón.
The Victim (1947), önnur og nokkuð
lengri skáldsaga, hlaut einnig mikið lof á
sínum tíma og hefur hreint ekki úrelst þá
áratugi sem liðnir em frá útkomu hennar.
SAUL o
BELLOW
'ÖötkwV « íwís tt> iesíore the souíío Attvmcan
iíi&MUHt. itu.'ofí tsvs? i wttsktnff $i0r*€%hat*Htí
tx&pnntu* }*iuu£Uii*tti?**wr
Him With His Foot
InHisMouth
ANl) OTHER STOUIES
Hún segir frá ákaflega óömggum millistétt-
armanni sem þola þarf fáránlegar ásakanir
fyllibyttu sem hann þekkir varla, um að
hann hafi eyðilagt líf rónans með ógætileg-
um orðum við vinnuveitanda hans fyrir
mörgum ámm. Vegna óöryggis síns og
ótryggrar sjálfsmyndar tekst aðalsöguhetj-
unni ekki að hreinsa samvisku sína af þess-
um fáránlegu ásökunum og smám saman
situr hann uppi með hinn uppáþrengjandi
utangarðsmann sem sífellt færir sig upp á
skaptið. Allt þar til okkar maður tekur sér
tak og gerir upp málin af hörku í lokin.
Þessi afbragðsgóða saga hefur mismun-
andi áhrif á lesendur, sumum finnst hún
fyndin, aðra fyUir hún þunglyndi.
Hin örstutta skáldsaga Seize the Day er
álitin meistaraverk og talin hafa fært Bellow
Nóbelsverðlaunin: Segir þar frá miðaldra
manni sem er afar tættur persónuleiki og
tilraunum hans tíl að lynda við ofsafenginn
og hijúfan föður sinn.
Að dómi fræðimannsins Kenneth Mcleish
er skáldsagan Humboldt’s Gift sem út köm
1975 besta verk Bellows til þessa. Mcleish
fellir þessi orð um það verk í uppflettiriti
sínu The Arts in the Twentieth Centuiy:
„Humboldt’s Gift er hápunkturinn á ferli
Saul Btellows til þessa, ekki síst fyrir það að
í henni glæðir hann aðalpersónuna og sögu-
manninn, Chariie Citrine, skemmtilegri
sjálfsmeðaumkun og sérhlífiii, ef þetta væri
kvikmynd en ekki skáldsaga þá léki Jack
Lemmon aðalhlutverkið. Citrine er ringlaður
vegna auðsótts ríkidæmis síns og einnig
hvemig það gengur honum úr greipum svo
greiðlega eftir því sem á bókina líður. Hann
er þjakaður af hæfileikamissi, svikum fólks
við sig, en umfram allt af tvífara sínum og
látnum vini, hinu drykkfellda skáldi, Hum-
boldt Fleish." Humboldt’s Gift hefur sem
sagt meira skemmtanagildi en margar aðrar
bækur Bellows þó að allar séu þær góð
skemmtun sönnu bókmenntafólki.
Þegar verk Bellows hin sfðari ár em skoð-
uð kemur í ljós að hann lætur engan bilbug
á sér finna og aldrei hefur hallað undan
fæti á 40 ára höfundarferli snillingsins.
Þannig segir rithöfundurinn og gagnrýn-
andinn Martin Amis (sem einnig hefur ver-
ið til umfjöllunar í þessum þáttum) að smá-
sagnasafn Bellows, Him with his foot in
his mouth, sé afbragðsgott og að ein sagan
í bókinni sé bæði lengri og betri en Seize
the Day.
Bækur eftir Saul Bellow em fáanlegar í
flestum stærri bókaverslunum í Reykjavík
en greinarhöfundi er ókunnugt um íslenskar
þýðingar á verkum hans.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8-OKTÓBER 1988 9