Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1988, Síða 10
„ ... að losna við einn
myndlistarmann úr
haughúsi Thorsaranna“
Spjallað við Sverrí Ólafsson sem opnar sýningu nú um helgina á Kjarvalsstöðum.
vað ég segi gott? Það fer algerlega eftir því
hvernig á málið er litið, skal ég segja þér.
Ég er á kafí við að undirbúa sýninguna mína
en þarf jafnframt að standa í stríði við borgar-
yfírvöld, aldeilis makalausu stríði. Ef ég
Sverrir Ólafsson.
Fæddur 1948. Nám í
Kennaraháskóla íslands
1964—69. Myndlista- og
handíðaskóla íslands
1973-76. Námí,
Englandi 1980—83.
Fyrsta einkasýningin
1978. Sýninginá
Kjarvalsstöðum sem
opnar nú um helgina er
sjöunda einkasýning
Sverris. Auk þeirra hefur
hann tekið þátt í Qölda
samsýninga, hér heima
og úti.
væri ekki nokkum veginn algert pólitískt
viðrini héldi ég að ég sætti ofsóknum vegna
stjómmálaskoðana. Því er ekki að heilsa.
Jæja, komdu nú og fáðu þér kaffí. Viltu
kannski heldur pilsner? Nú eða Vodka?"
Sverrir lóðsar mig í gegnum vinnustofuna,
ailt er á rúi og stúi við fyrstu 'sýn: stórvirk-
ar vélar, logsuðutæki, einangmnarplast,
koparvírar, verkfæri. Listaverkin heilsa
glaðlega, jafn glaðlega væntan'.ega og á
Kjarvalsstöðum nú um helgina. Sverrir
bendir inn í dálitla skonsu innaf vinnustof-
unni: „Gjörðu svo vel,“ segir hann og svipt-
ir fána breska heimsveldisins frá dymnum.
„Ég notaði bresku duluna fyrst sem rúm-
teppi," segir Sverrir „en það var bara svo
íjári vont að sofa á henni, því miður.“ Upp
á vegg hangir annar fáni. Það er fáni þriðja
ríkisins þýska.
í skonsunni er borðskrifli, lúinn stóll og
rúmbálkur með svampdýnu. Sverrir bregður
sér frá og ég skoða herbergið. Símanúmer
hafa verið skrifuð til minnis upp um alla
veggi, ég kannast við nöfn ýmissa myndlist-
armanna, önnur koma mér spánskt fyrir
sjónir. Nema auðvitað Davíð Oddsson, skrif-
að stórkallalega á vegginn: 18800 og 23856.
Og í herberginu kennir ýmissa annarra
grasa: fomar snjóþrúgur, glæsilegt módel
af flaggskipi Kólumbusar, þrír hárbeittir
goggar, loftbyssa, steinolíuluktir, sjúkra-
kassi, Mein Kamp, bók Hitlers á dönsku (ég
verð að muna að spyija Sverri betur út í
pólitíkina, hugsa ég).
Sverrir kemur aftur og hiammar sér nið-
ur á rúmbálkinn. Ég spyr fyrst um stríð
hans við borgaryfírvöld.
„Forsaga málsins er sú að myndhöggvar-
ar fengu inni á Korpúlfsstöðum fyrir mörg-
um ámm, ég hef t.d. verið héma síðan
1977. Við fengum vinnustofumar með þeim
skilyrðum að við mokuðum út skítnum sem
var í kjallaranum — þetta var upphaflega
Eftir HRAFN
JÖKULSSON
Skúlptúr.
flór fyrir Thorsarabeljumar — og endumýj- i
uðum raflagnir og þess háttar. í staðinn '
þurftum við ekki að borga leigu, en vita-
skuld fylgdu því útgjöld að gera húsnæðið
upp. Það hafði verið að grotna niður áram
saman. Álmuna hér við hliðina þurfti til
dæmis ekki bara að hreinsa, heldur líka
kalka veggina til að drepa bakteríumar.
Við voram með margar og stórar hugmynd-
ir um hvemig hægt væri að nýta Korpúlfs-
staði sem menningarmiðstöð, ekki bara fyr-
ir myndlistarmenn, líka rithöfunda, tónlist-
armenn, kvikmyndagerðarmenn, — í raun-
inni allt galleríið, því aðstaðan er frábær
héma.“ Sverrir þagnar og kveikir í gríðar-
stóram vindli. Blæs frá sér og hálffyllir
kompuna af höfugum reyk. „Nú, nú þegar
við voram búin að gera allt saman upp, kom
reikningur: Gjöra svo vel að borga leigu —
og það tvö ár aftur í tímann! Flestir mynd-
iistarmennimir sögðu nú bara takk fyrir og
fóra, Gunnar Öm, Helgi Gíslason, Veturliði
Gunnarsson. Það er hins vegar ekki hlaupið
að því fyrir myndhöggvara að útvega sér
vinnustofu á viðráðaniegu verði, svo ég
pungaði út fyrir þessu og var áfram. Ég
átti engra kosta völ. Og svo getur þú ímynd-
að þér hvort ég vildi ekki vera um kyrrt í
flómum héma!“ Sverrir hlær prakkaralega.
Verður svo alvarlegur á svip. „Haustið 1986
gerðist það að heitavatnsleiðsla sprakk þeg-
ar ég var í burtu. Nánast allt sem var héma
á verkstæðinu eyðilagðist. Ég þurfti að fara
með á annað hundrað myndir á haugana.
Sömuleiðis eyðilögðust gífurleg verðmæti í
bókum, bæði úr safni föður míns og því sem
ég hafði viðað að mér. Verkfæri, efni, teikn-
ingar, skyssur, verk eftir aðra myndlistar-
menn — nánast allt var ónýtt. Tjónið var
upp á milljónir. Þegar ógæfan skall á var
ég langt kominn með undirbúning að sýn-
ingu í Norræna húsinu. Verkin eyðilögðust
öll meira eða minna. Ég gat ekki gert við
þau, eða búið þau til upp á nýtt. Það hefðu
alltaf orðið önnur verk. Eina nóttina keyrði
ég einn míns liðs út í sveit og gróf þau í
jörðu. Punktur." Hann þagnar og sýpur á
glasinu. Hugsi.
— Hvemig tilfinning fylgir því að urða
eigin verk út í sveit, ónýt og óséð af öðram?
„Hún er ótrúlega skiýtin. Þetta var bæði
ónotaiegt og andstyggilegt. Það er kannski
eins og hvert annað óeðli að vilja láta ann-
að fólk njóta þess sem maður gerir. En
þannig er ég. Og það ekki kemur til greina
Máluð lágmynd.
Málaður skúlptúr.