Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1988, Side 12
Af Pétri hinum
tékkneska
og fólkinu hans
janúarmánuði 1982 fékk ég óvænt bréf frá Tékkó-
slóvakíu. Það var frá ungum prestnema í presta-
skólanum í Litomérice. Skólabróðir hans, sem vissi
um áhuga hans á íslandi, hafði sýnt honum nafn
mitt og heimilisfang í einhveriu esperantoblaði sem
Hann heillaðist af
íslandi á unga aldri,
lærði íslensku og hefur
átt marga bréfavini hér
á landi, þar á meðal
greinarhöfundinn, sem
heimsótti þennan
íslandsvin árið 1986.
Eftir
TORFA ÓLAFSSON
honum hafði borist í hendur. Bréfið til mín
skrifaði þessi ungi prestlingur, Pétur (Petr)
Dokládal, á ensku. Rithöndin var falleg og
læsileg og hann bað mig að skrifast á við
sig og hjálpa sér því hann væri að læra
ísiensku. Og hann sagði mér söguna af
íslenskuáhuga sínum í stuttu máli.
Pétur fæddist í borginni Jeseník á Mæri
(Tékkóslóvakía nær yfir þijú fyrrverandi
ríki: Bæheim, Mæri og Slóvakíu) árið 1947,
elstur þriggja sona þeirra Frantiseks Doklá-
dals eftiaverkfræðings og Veru konu hans.
Þegar hann var ellefu ára gamall sá hann
danska litkvikmynd um ísland og honum
fannst svo mikið til um það sem hann sá
að hann ákvað að kynna sér þetta fagra
og villta land nánar. Hann hringdi í íslenska
ræðismanninn í Prag og spurði hann, hvem-
ig hann gæti komist í bréfasamband við
íslensk böm og ræðismaðurinn ráðlagði
honum að senda nafn sitt og heimilisfang
til bamablaðsins Æskunnar. Innan skamms
fór hann að fá bréf frá íslenskum bömum
sem sögðu honum frá landinu, íbúum þess,
atvinnuháttum, bókmenntum og listum og
smám saman fór að byggjast upp í huga
hans mynd af þessu kalda, skóglausa landi
en sú mynd dró þó ekki úr áhuga hans
heldur jók hann um allan helming. í fyrsta
bréfi sínu til mín bað hann mig að segja
sér nánar frá Eysteini Ásgrfmssyni, Halli
Ögmundarsyni og fleiri vegsamlegum skáld-
um sögualdarinnar. Það kom einnig fljótt í
ljós í bréfaviðskiptum okkar að hann vissi
líka góð skil á nútímabókmenntum okkar
og tónlist, auk þess sem hann var fjölfróður
um slík mál á Vesturlöndum yfírleitt.
Hann hafði byijað íslenskunám sitt á
„Teach Yourself Icelandic", síðan skrifað
Málaskólanum Mími og fengið frá honum
kennslubækur, bréfavinir hans fræddu
hann, hann komst í samband við séra Kára
Valsson í Hrisey og annað veifið leitaði
hann svara við spumingum sínum hjá Hel-
enu Kadecková við háskólann f Prag, sem
er norrænu- og íslenskufræðingur frá Há-
skóla íslands.
Þegar fundum okkar bar saman nú í
sumar, sýndi hann mér ótrúlega þykkan
stafla af stíla- og glósubókum, þétt skrifuð-
Séra Pétur, nývígður preatur.
um, þar sem íslenska orðið var skrifað
fyrst, síðan tékknesk þýðing þess og loks
ensk þýðing. Einnig á hann nú allmargar
íslenskar bækur, svo og spólur og plötur
með íslenskri tónlist, þar á meðal Bubba
Morthens, Megasi, Bjögga og Mezzóforte
og fleiri nútíma tónlistarmönnum sem ég
vissi naumast nöftiin á, því séra Pétur hefur
jafhmikinn áhuga á nútímatónlist og hinni
eldri. Ég sagði honum að mér fyndist flest-
öll nútímatónlist hundleiðinleg og vitlaus en
hann sagði að þetta væri bara misskilningur
og íhaldssemi hjá mér svo ég lét hann um
sínar skoðanir.
Ég spurði hann hvort hann myndi nöfn
einhverra af þessum gömlu bréfavinum
sfnum sem nú væru fullorðið fólk og eftir
stutta umhugsun þuldi hann upp eftirfar-
andi:
Jóhanna Haraldsdóttir, Laugarvatni; Karl
Siguijónsson, Reykjavík; Ögmundur Helga-
son, Sauðárkróki; Svavar ó Hjartar,
RéyJgavík; Tómas Smith, Tómasarhaga,
Reykjavík; Gísli Mar Gíslason, Vestmanna-
eyjum; Ragna Kristín Guðmundsdóttir,
Hlíðarvegi, Kópavogi; Sigfús Þráinsson,
Kópavogi; Ingibjörg Stefánsdóttir, Akur-
eyri; Hrafnhildur Blöndál, Gufunesi og Stef-
án Hjálmarsson, kennari á Akranesi.
í nóvember 1982 skrifaði Pétur mér
fyrsta bréfkaflann á íslensku og var ég
undrandi á, hversu vel hann komst frá því.
Eftir það fór hann að skrifa mér heil bréf
á íslensku og kom varla fyrir að ég skildi
ekki það sem hann skrifaði þótt íslensk
málfræði reyndist honum nokkuð snúin svo
sem ekki er að furða þar sem um algert
sjálfsnám var að ræða.
Þegar honum varð orðs vant, bjó hann
stundum til samsett orð að íslenskum hætti,
úr orðum sem hann þekkti. Þannig urðu
t.d. til orðin „loftdráttur" fyrir „dragsúg"
og „þjóðdýrablómagarður" sem var þýðing
á „National Park“. Þá skrifaði hann að
„veisla messu" (to celebrate Mass) og sagði
ég honum í næsta bréfi að mig langaði
helst til að taka þetta nýyrði hans inn í
íslenskt mál því okkur vantaði einmitt not-
hæft heiti á þessari athöfn.
29. júní 1985 þáði hann prestvígslu. Á
því ári hætti hann alveg að skrifa mér á
ensku og síðan höfum við eingöngu skrifað
hvor öðrum á íslensku.
Árið 1986 fór séra Pétur að spyija mig
hvort ég sæi mér ekki fært að koma í heim-
sókn til Tékkóslóvakíu áður en langt um
liði. Ég hafði að sjálfsögðu mikinn hug á
að sjá þetta fræga menningar- og iðnaðar-
land sem ég hafði heyrt svo margt um, frá-
bæra náttúrufegurð þess og fagrar borgir.
Það var þó ekki fyrr en á þessu ári sem
Hér er Pétur ásamt foreldrum sínum við sumarbústaðinn þeirra.
ég gat gert þá ósk mína að veruleika.
Mér var boðið að sitja ráðstefnu kaþ-
ólskra friðarsinna frá Evrópulöndum í Aust-
ur-Berlín um mánaðamótin júní-júlí og
spurði ég þá sem buðu mér hvort ég mætti
notfæra mér farmiða þeirra, taka á mig
krók til Tékkóslóvakíu og halda sfðan heim-
leiðis um Berlín. Þeirri ósk var tekið með
vinsemd og þegar ég hafði fengið vegabréf
hjá tékkneska sendiráðinu hér, hófst ferðin.
Ráðstefnunni í Berlín lauk 4. júní. Þar
fékk ég tækifæri til að vera viðstaddur há-
tíðahöld dýradags (Corpus Christi) í St.
Hedwigdómkirkjunni fimmtudaginn 2. júni.
Dómkirkjan var troðfull af fólki bæði uppi
og niðri og varð fjöldi fólks að standa. Eft-
ir messuna, sem Meissner kardináli söng,
var haldið í skrúðgöngu að blómum skreyttu
útialtari, skammt frá kirkjunni, og fór þar
fram u.þ.b. klukkustundar löng guðsþjón-
usta með bænalestri, ritningarlestri og söng.
Næstu götur voru þéttskipaðar fólki sem
greinilega tók mikinn þátt í guðsþjón-
ustunni.
Snemma morguns 5. júní flaug ég síðan
til Prag. Þar var fyrsta undrunarefni mitt
það að farangur minn var ekki skoðaður í
tollinum. Ég var bara spurður hvort ég
hefði nokkuð tollskylt meðferðis og þegar
ég hafði svarað því neitandi og skipt þeim
gjaldeyri í tékkneskar krónur sem tilskilið
er (30 vesturþýskum mörkum fyrir hvem.
dvalardag), var leiðin opin inn í landið. Þar
tóku á móti mér tveir vinir séra Péturs.
Hann hafði sagt mér í bréfi að þeir mundu
koma til móts við mig og gæti ég þekkt þá
á því að annar þeirra mundi halda á „rauð-
um glerskáp". Þar sem ég þóttist vita að
þessi ágæti vinur hans mundi varla fara að
rogast með stórt og brothætt húsgagn í
fanginu út á flugvöll, lét ég mér nægja að
svipast um eftir einveiju rauðu í hendi
mannsins enda kom í ljós að rauði „glerskáp-
urinn “ var rautt gleraugnahylki. Séra Pét-
ur hafði ályktað að „skápur" væri hver sú
geymsla sem hlut væri stungið inn í.
Mennimir sýndu mér það sem unnt var
af þessari fögru og frægu borg á þeim tíma
sem við höfðum til umráða og þar eftir fór
ég með áætlunarbíl við Ostrava, 6 klukku-
tíma leið. Þar tók séra Pétur á móti mér.
Þetta urðu mestu fagnaðarfundir eftir sex
ára bréfaviðskipti. Ég var líka fyrsti íslend-
ingurinn sem hann hitti, fyrsti fulltrúi þessa
draumalands hans, tengslin sem hann von-
aði að leiddu til þess að hann mætti sjálfur
stíga á þessa hijóstrugu grund, líta eldfjöll
og jökla, skoða fossandi vatnsföll og fijósöm
engi og jafnvel heyra tónsnillinga og skáld
nútímans, t.d. þá Megas og Bubba, flylja
lög sín og ljóð.
Vinur séra Péturs ók okkur heim til hans
og kom við hjá föður sínum sem þá var
einmitt að halda upp á sjötugsaftnælið sitt
með niðjum sínum og vinum. Var þar gleð-
skapur góður með ágætum veitingum og
söng og þótti mönnum þar merkilegt að
maður norðan frá pól skyldi geta sungið
með þeim á þeirra eigin tungu, söng sem
séra Kári Valsson kenndi okkur, nemendum
í Núpsskóla, fyrir hálfri öld.
Séra Pétur er sóknarprestur í útborg frá
Ostrava sem Stará Bélá nefnist. Hann býr
á prestsetrinu, í stóru húsi með dýrlegum
garði og býr móðir hans hjá honum annað
veifíð og sér um heimilishald fyrir hann.
íslandskort hangir uppi á vegg í skrifstofu
hans, ýmsar myndir og munir frá íslandi
eru hvarvetna og dagatalið er frá Eimskipa-
félaginu. Hann setur spólu í segulbandstæk-
ið, viðtal við séra George, séra Hjalta og
mig f tilefni af komu páfa til íslands á
næsta ári. Hann á líka hljóðritun af messu
í Landakoti.
Sóknarkirkjan stendur rétt hjá prestsetr-
inu, stór og falleg kirlga í barokkstfl með
Maríukapellu til hliðar vinstra megin. Séra
Pétur messar kl. 7 á hveijum morgni og
sækja 30—40 manns þá messu, aðallega
roskið fólk sem komið er á eftirlaun. I sunnu-
dagsmessu er kirkjan fullsetin, varla innan
við 200 manns (sóknin er lítil) og eftir
hveija messu gengur verulegur hluti kirkju-
gesta yfir í Maríukapelluna til bæna.
Allar kirkjur í Tékkóslóvakíu eru starf-
andi og er kirkjusókn mikil. Ýmsar hömlur
eru á starfsemi kirkjunnar en sé farið að
settum reglum fá menn að iðka trú sína í
friði.
Tveir prestaskólar eru í landinu, annar á
Mæri en hinn í Slóvakíu, og verða 40 prest-
ar vígðir frá skólanum á Mæri á þessu ári.
Hinn skólinn er eitthvað stærri. Skólamir
hafa ekki húsrými til að taka við fleiri nem-
endum en nú eru í þeim og er því mikil þörf
á þriðja prestaskólanum.
Hlutfallstala presta hækkar lítið eitt frá
ári til árs en skortur er þó á prestum svo
að margir þjóna 2—3 kirkjum eða fleiri.
Um þriðjungur prestanna er yfir sextugt.
Prestar fá eina kennslustund til kristin-