Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1988, Side 15
— Berðu þá saman flokkun þína fyrir
sama persónueinkenni í dálkum C og Cp
og hafðu hliðsjón af mati þínu í dálk B jafn-
framt.
— Hversu „jákvætt“ virðist mat við-
komandi á þér vera?
— Berðu þá saman flokkun viðkomandi
fyrir einkenni í dálk Pc og sama einkenni
í dálkum A (öskamynd) og B (sjálfsmynd).
— Virðist misskilningur vera í gangi á
milli ykkar á vissum sviðum?
— Gáðu hvort þú finnur varðandi einhver
persónueinkenni mikinn mun á skynjun við-
komandi á þér (Pc) og hugmyndum þínum
um skynjun hans/hennar (Cp).
Svo sem sjá má af þessum dæmum getur
úrvinnsla með öðrum gefíð tilefni til ítar-
legra samræðna, og eftir atvikum „hreinsað
loftið" eða dýpkað gagnkvæman skilning.
ÚRVINNSLA í EINRÚMI
Byijað var hér á því að fjalla um úr-
vinnslu með öðrum því spumingagrindin er
hönnuð sem tæki til samskipta í námskeiðs-
hóp. Undir þeim kringumstæðum fer ígrun-
duð skoðun mats þíns á þér Iíka fram eftir
að heim er komið. Þeir sem beita þessu
tæki á eigin vegum byija vitaskuld á því
að athuga niðurstöður sjálfsmats síns áður
en unnið er með öðram.
Eins og fram kemur á vinnublaðinu notar
þú tölur til þess að vigta mat þitt. Þeim
mun hærri tala, þeim mun betur fínnst þér
einkennið eiga við. Aðeins era notaðar töl-
umar 1 til 5, því tilraunir hafa sýnt að
fíngerðari sundurgreining við huglægt mat
af þessu tagi leiðir ekki til meiri nákvæmni
í matinu, gerir það heldur tilviljanakenndara
en hitt. Talan 3 þýðir í meðallagi.
Gildi þessarar vinnuaðferðar felst annars-
vegar í því að þú skoðar sjálfsmynd þína í
ljósi 18 einkenna á skipulegan máta. Hins-
vegar gefur það svo sjálfsskoðuninni aukið
vægi að þú horfír til þriggja mismunandi
átta, óskanna (A), raunsæis (B) og sam-
skipta (C).
Sjálfsmyndin líkist forriti tölvu. Hún ræð-
ur miklu um það hvemig og hvort þú virkj-
ar meðfædda og áunna hæfíleika þína og
eiginleika. Forritun sú sem þú situr uppi
með í kjölfar uppeldis, skólavistar, atvinnu
og annarrar lífsreynslu er oftar en ekki langt
frá þeirri afkastagetu (bæði er varðar magn
og gæði), sem meðfædda lífræna tölvan þín
býður uppá. Forritun þín getur verið í marg-
háttuðu ósamræmi við meðfædd og lítt
breytanleg forrit. Sem bömum er okkur
flestum til dæmis uppálagt að vera stillt,
þrátt fyrir meðfædda þörf fyrir athafnir,
hreyfíngu, myndun hljóða og tjáningu til-
fínninga. Forritun þín getur líka búið yfír
margskonar innra ósamræmi. Úr einni átt
færðu boð um að þú eigir að fyrirgefa óvin-
um þínum, úr annarri að þola ei órétt.
Jákvæð sjálfsmynd gefur í mörgum tilfell-
um aukinn styrk og eykur líkumar á því
að þú virkir hæfileika þína. En sjálfsmyndin
getur verið of jákvæð miðað við þína raun-
veralegu hæfni eða getu. Því greinir þú í
þessari vinnuaðferð milli óskamyndar þinnar
(A) og raunsærri sjálfsmyndar (B). Farðu
niður eftir einkennalistanum' og skrifaðu
fyrir hveija línu muninn í tölum milli mats
þíns samkvæmt A og B. Með því að skoða
þessar tölur getur þú í fljótu bragði séð á
hvaða sviðum er lítinn (0—1) og hvar mik-
inn (3—4) mun að fínna.
Lítill munur þýðir að þú ert ánægð(ur)
með þig að þessu leyti. Mikill munur þýðir
óánægju, annaðhvort af því að þú gerir á
þessu sviði of miklar kröfur til sjálfs þín
eða af því að þú hefur ekki sinnt því að
rækta viðkomandi eiginleika.
Vegna þeirra takmarkana sem ævilengd-
in og þjóðfélagsumhverfíð setja er ekki allt
sem er mögulegt jafnframt gerlegt. Þú þarft
að velja og raða markmiðum þínum eftir
mikilvægi.
Ofmiklar kröfur til sjálfs sín valda álagi,
skapa streitu og síðan sjúkdóma. Virka oft
líka lamandi á framkvæmdir. Virðingarverð
markmið, séu þau of mörg og/eða of stór
í sniðum, geta snúist upp í öfugmæli saman-
ber hin vísu orð: „ Vegurinn til vítis er varð-
aður fögrum fyrirheitum. “
Á hinn bóginn era óskimar, markmiðin,
vonimar, jákvæður drifkraftur og án þeirra
er stutt yfír í tilgangsleysi, vonleysi og
dauða.
ígrandun þeirra þátta persónu þinnar sem
sýna mikinn mun milli óska þinna og raun-
sæismats leiðir þig þannig að því að hugsa
um það, og ef til vill að endurmati á því,
hvað skiptir á þessu tímabili Iífs þíns raun-
Þannig ímynda fornleifafræðingar sér, að auðugur víkingabær við Lófót haS
litið út. Þar hefur m.a. fundizt sjaldgæft gler, sem sýnir samskipti við fólk við Rín
í Þýzkalandi.
Hið ljúfa líf víkinga
Fornleifafræðingar hafa fundið leifar
höfðingjaseturs á Lófóten í Norður-Noregi
verulegu máli fyrir hamingju þína ogsjálfs-
virðingu. Taktu afstöðu og veldu svo sem
tvo persónuþætti sem þú ákveður að rækta.
Ihugaðu hvemig það val kemur fram í verki
og skrifaðu niðurstöðumar á blað. Fylgdu
svo ætlan þinni eftir.
Raunveruleiki Og
Ímyndanir
Það lifír enginn í raunveraleikanum. Við •
mennimir lifum og hræramst í hugmyndum
okkar um raunveraleika. Skynjanir manna
á umheiminum og sjálfum sér era undir
niðri mjög fjölbreyttar og mismunandi. En
mannleg samskipti og íjölmiðlun hugmynda
leiða til stöðlunar á hugmyndum um þann
félagslega raunveraleika sem við hræramst
í. Nokkurskonar félagslegt samkomulag
myndast um það hvemig „raunveruleik-
inn“ sé. Þetta samkomulag er síðan akker-
að í lögum, samskiptavenjum, fréttamati,
vali námsefnis í skólum og á margan annan
hátt. Einskonar gagnkvæm sefjun, sem á
það til að ganga á skjön við lífrænt eðli
mannsins og starfsemi lífríkisins.
Fólki er annt um raunveraleikatúlkun
sína. Hún skapar öryggistilfínningu og sam-
starfsgrandvöll innan samfélagsins. Við
höfum tilhneigingu til þess að taka ekki
eftir því, sem fellur ekki inn í myndina.
Misræmi vekur óöryggi og ótta, og við af-
neitum jafnvel eða bælum hugsanir, tilfínn-
ingar eða skynjanir, sem ekki virðast falla
að raunveraleikamyndinni.
Sjálfsmynd þín er mjög samofín raun-
veraleikatúlkun þinni. Fólki fellur ekki létt
að tjá skoðanir sínar, allra síst er það sjálft
varðar. Til þess að tjá þig af hreinskilni um
sjálfa(n) þig eða þann hluta af raunvera-
leikamynd þinni sem ekki virðist falla að
hir.íii „almennt viðurkenndu" mynd af raun-
veraleikanum þarftu að yfirstíga þröskuld
óöryggis og ótta. Þessi þröskuldur er ekki
aðeins til staðar í þér, hann er líka tl staðar
í viðmælendum þínum, því aukin hreinskilni
hjá þér skapar þrýsting á aukna hreinskilni
á móti. Gagnkvæmt, þegjandi samkomulag
um yfírborðssamræður, glens eða létt hjal
er algeng, en til lengdar ófullnægjandi,
lausn.
Hvað sjálfsmynd þína varðar leiða þær
kringumstæður sem að framan era raktar
til þess að þú gengur með margháttaðar
ímyndanir og ranghugmyndir í sambandi
við álit annarra á þér. Einfaldlega vegna
upplýsingaskorts um það hvernig þú raun-
veralega virkar á aðra.
Farðu yfír svör þín og skrifaðu inná
spumingagrindina hinn tölulega mun á
mati þínu fyrir B og C annarsvegar og C
og Cp hinsvegar. Athugaðu þau persónuein-
kenni gaumgæfílega þar sem munurinn á
flokkun þinni er umtalsverður (2 eða meira).
Þannig getur þú skoðað þá persónuþætti
sem þér fínnst að þú eigir erfitt með að tjá
gagnvart öðram. Annaðhvort að þú sýnir
öðram yfírleitt ekki þær hliðar á þér (munur-
inn á B og C) eða að þú opnar þig að því
leyti einvörðungu gagnvart nákomnum
(munurinn á C og Cp).
Af þeim persónueinkennum sem þannig
skera sig úr skaltu svo velja tvö og íhuga
hvemig þú getur eflt tjáningu þína eða
hæfni áþví sviði. Skrifaðu niðurstöður þínar
á blað. A hveijum morgni næstu tvær vikur
skaltu taka nokkrar mínútur til þess að
stilla þig inná annað hvort atriðanna og
gera í því að efla tjáningu þína á viðkom-
andi sviði í rás dagsins.
Fólk sem hefur gagnrýni eða tillögur
varðandi áframhaldandi hönnun þessarar
vinnuaðferðar getur komið ábendingum á
framfæri við höfundinn í pósthólf 8109, 128
Reykjavík.
Höfundur er sálfræðingur.
yrzt í Noregi, fyrir
norðan heimskauts-
baug, hefur fomfræð-
ingum loks tekizt eftir
langa leit að finna
menjar um höfðingja-
setur frá víkingaöld.
A stað, sem heitir
Borg á Lófóten, hafa þeir fundið leifar bú-
staðar auðmanns, sem koma heim við þá
lýsingu á slíku setri, sem heimildir era um
frá því um 890. Þar er sagt frá efnuðum
heimsborguram og víkingum, sem höfðu góð
sambönd bæði við sunnanverða Skandinavíu
og England.
Bærinn, sem fomleifafræðingamir hafa
grafíð upp, hefur vafalaust hýst fólk, sem
var bæði ríkt og víðföralt.
Aðalbyggingin hefur verið yfír 30 m löng,
og þama hafa einnig verið tvær minni hlið-
arbyggingar. Þama hafði verið búið í marg-
ar aldir fyrir víkingaöld, en það er frá þeim
tímum, sem auðurinn er.
Á þeim fáu fermetram, sem búið er að
grafa upp, hafa fundizt hlutir, sem benda
til talsverðs munaðar í kulda Norður-Nor-
egs: silfurperla, gullpjátur með þrykktum
myndum, vírsmíði úr gulli og ýmiss konar
glerbrot.
Einna merkilegast þykir glerið, því að
það var afar sjaldgæft í Noregi. Það hafa
fundizt 55 brot úr a.m.k. sjö mismunandi
glerbikuram, sem sumir hafa verið skreyttir
með lituðum glerböndum, en aðrir verið
búnir gullþynnum.
Öll glösin virðast hafa verið framleidd í
Rínarhéruðum, sem íbúarnir á þessum fjar-
læga stað hljóta því að hafa haft samband
við.
Fundur býlisins frá víkingaöld staðfestir
sögu, sem norski höfðinginn Óttar sagði
Alfreð konungi í Englandi, þegar hann heim-
sótti hann um 890.
Óttar var auðugur kaupmaður, sem sigldi
frá Norður-Noregi suður á bóginn með rost-
ungstennur og reipi úr rostungsskinnum
sem og æðardún.
Óttar sagði, að maður gæti siglt á einum
mánuði frá nyrzta hluta Noregs til verzlun-
arstaðarins Kaupangs við OslóQörð. Þaðan
væru fímm dagleiðir til Heiðarbæjar við
Slésvík, sem þá var helzti verzlunarbær á
Norðurlöndum.
Glerbikarar af sömu gæðum og þeir, sem
fundizt hafa á Lófóten, þekkjast annars
aðeins frá þessum verzlunarstöðum í nokkr-
um mæli.
Þessir sjaldgæfu hlutir hljóta að hafa
komizt til Norður-Noregs sömu leið og rost-
ungstennurnar fóra suður á við.
Fundimir á hinum norska víkingabæ era
svo athyglisverðar, að væntanlegir upp-
greftir munu fara fram í norrænni samvinnu
undir stjóm helztu sérfræðinga á Norður-
löndum í víkingaöld.
SIGURÐUR
PÁLSSON
Sumar-
dagurinn
fyrsti
Sumardaginn fyrsta
kemur sólin upp
um flegið hálsmál
austuríjallahringsins
Farfuglamir sönggalnir
í geislum hennar
Upp spretta uppsprettur
og glitrandi þykkir laxar
í glæru stinnu vatni
á fullri ferð
í trylltri Ieit
að uppsprettunni
Á bakkanum hestar
á þögulum ofsahraða
Mannlausir hestar
Upp spretta uppsprettur
sumardaginn fyrsta
og kýmar svífa
Chagalllegar um blámann
Sigurður Pálsson er rithöfundur í Reykjavík.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8.0KTÓBER 1988 15