Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1988, Page 17
LESBCK
M O R G U N B L A Ð 11 S
8.0KTÓBER 1988
L
Lystisneklga er siglir um Karabíska hafið.
Glæsiheimur
Þær sigla nokkrar inn í íslenskar hafnir að sumarlagi — snjó-
hvítar og leyndardómsfiillar. Farþegar fara á léttbátum í land
og eyða einum degi á íslenskri grund — hverfa að kvöldi inn í
fljótandi glæsiheim lystisnekkjanna. Áður var þessi heimur okkur
að mestu lokaður, bæði óhóflega dýr og tímafrekur, aðeins mán-
aðalangar siglingar fyrir eldra fólk, sem vissi ekki aura sinna
tal. En nú eru styttri og ódýrari siglingar i boði — íslenskir ferða-
menn farnir að stfga um borð á Miðjarðarhafi, Karabiska hafinu
og eflaust víðar. Þess vegna skulum við skyggnast inn í þennan
sérstaka heim eins elsta samgöngutækisins, sem hefiir mótast i
fljótandi lúxushótel!
Að leggja ferðatöskuna
til hliðar
Við spyrjum þá, sem hverfa
hvað eftir annað inn í þennan
fljótandi heim með spilavítum;
bingóspilum síðdegis; íburðar-
miklum máltíðum; dansleikjum og
nætursýningum; þilfarsstólum og
sundlaugum; fræðslufyrirlestrum
og kynningum á næstu viðkomu-
stöðum; kokkteilveislum hjá skip-
stjóranum — eftir hveiju þeir eru
að sækjast og svarið hjá þeim
flestum er: „Það þarf aðeins að
taka einu sinni upp úr töskunni!"
Ekkjumaður segir, að hann
sækist eftir félagsskapnum um
borð. Og fullorðin kona, sem á
60 slíkar ferðir að baki, segir: „Ég
get gengið um borð í hvaða höfn
sem er og er alltaf velkomin, en
í landi er kona, sem situr ein við
barinn — grunsamleg!" Hjón, sem
eiga 11 ferðir að baki, telja örygg-
ið veigamesta þáttinn: „Oft förum
við jafnvei ekki í land — að yfír-
gefa skipið er eins og að yfírgefa
heimili sitt. En það lærist mikið
á því að heimsækja mörg lönd
samtímis og við erum alveg hætt
að kaupa af farandsölum í höfnum
hitabeltisins — þetta dót er allt
búið til í Hong Kong og flutt um
allan heim!"
Fötluð kona segir: „Það er of
erfítt fyrir mig að eiga við farang-
ur í flughöfnum og rútubflum, en
Akkerum varpað og synt í land.
með skipi get ég ferðast um allt
án erfíðleika." Og það eru margir
sem samsinna þessu. Þessar stóru
listisnekkjur sigla oftast um logn-
kyrr höf suðlægari slóða og öldu-
gangur er fátíður. Þau draga því
til sín eldra fólk, sem hefur tíma
og peninga — margir koma um
Allt mætist í miðju skipsins.
borð í hjólastólum, með hækjur
og önnur hjálpartæki.
Einkennist af tímaleysi
Og fleiri jákvæð viðhorf heyr-
ast, hvað fríið se miklu betra um
borð í skipi. „Á skipinu get ég
gert hvað sem ég vil og hvenær
sem ég vil — fæ nudd — fer á
hárgreiðslustofu. í fríi í landi er
maður alltaf bundinn af klukkunni
— þarft að mæta á flugvelli og
mætir síðasta brottfarartíma hér
og þar. Ferðalög í landi eru hræði-
leg, ferðamönnum er ýtt áfram
til að ná í rútuna á réttum tíma
og fleira."