Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1988, Blaðsíða 13
Á æfingu Nemendaleikhússins á Smáborgarabrúðkaupinu eflir Brecht og Sköll-
óttu söngkonunni eftir Ionesco.
hægt að leika sér. Ég sá tvær mjög ólíkar
uppfærslur á Ríkharði þriðja úti í London,
sem báðar voru feikigóðar. Ralf Koltai gerði
leikmyndina í annarri uppfærslunni þar sem
leikmyndin lék „sóló“ heilu og hálfu senum-
ar, en hin sýningin var ferðaleikhús frá
Rússlandi, sem var sett upp á tímum Rússn-
esku byltingarinnar. Hvort tveggja virkaði
fullkomlega.
Ef Leikmynd Gleypir
Leikrit
Nú vinnum við Bríet saman frá upphafi
og það fínnst mér skilyrði fyrir góðri sýn-
ingu. En hér á landi vill það brenna við að
það er náð í okkur leikmyndahönnuðina á
síðustu stundu. Þannig er það líka oft með
tónlistina, eins og menn ranki við sér á
miðri leið og muni allt í einu eftir því að það
á að nota tónlist í verkinu. En þá er stund-
um orðið of seint að ná í okkur, við erum
ekki það mörg, og búin að ráða okkur ann-
að. Þá er stundum hlaupið til og náð í útlend-
inga, sem em á lausu. Ég er alls ekki á
móti því að fá útlendinga í íslenskt leikhús
en við höfum ekkert að gera við miðlungs
fólk, sem er náð til í harðindum. Við eigum
að fá afbragðs fólk, ég nefni þá Rolf Koltai,
sem með leikmynd sinni að Lé konungi,
hristi upp í mörgum og gaf leikhúsinu ný
viðhorf. Svona fólk eigum við að panta með
eins eða tveggja ára fýrirvara. En ég hef
vissu fyrir því að sumir erlendir leikhús-
menn gantast með það að fara til íslands
og líka til smáborga á Norðurlöndunum.
Þar sé ailt leyfílegt, þeir komist upp með
allskonar tilraunir, enginn sjái útkomuna,
og fái svo allt skráð í afrekaskrána sína."
— Finnst þér þú verða að gera búninga
líka ef þú býrð til sviðsmynd?
„Já, og helst vildi ég gera ljósin líka. Nú
virðist það vera nýjasta aðferðin í Ameríku
að menn eni að vinna að leikmynd ojg bún-
ingum í sitt hvorri heimsálfunni. Eg þoli
ekki tilhugsunina um svoleiðis vinnubrögð.
Hins vegar væri ég tilbúin til að vinna með
öðrum leikmyndateiknara að sömu sýn-
ingu.“
— En hvað viltu segja um leikmyndir þar
sem leikmyndahönnuður er sakaður um að
skapa nánast sjálfstætt listaverk sem lifír
eigin lífi á sviðinu, en „styður ekki við verk-
ið“ eins og það er kallað?
„Þetta er náttúrlega umdeilt og getur
vissulega verið hættulegt. En það er margt
sem spilar inní. Það þýðir ekkert fyrir leik-
myndateiknara að koma með hugmynd, sem
er ekki í samræmi við stefnu leikstjórans.
Útgangspunktar leikstjóra og leikmynda-
teiknara verða að vera hinir sömu alveg frá
upphafi og náin samvinna. Ef leikmynda-
teiknara verður á sú skyssa að búa til leik-
mynd, sem gleypir leikritið, þá er leikstjóri
endanlega ábyrgur fyrir sýningu og hann
verður að geta gripið í taumana. Við getum
litlu breytt eftir að búið er að smíða heila
leikmynd sem ef til vill er ekki tilbúin fyrr
en bara viku fyrir frumsýningu. En leik-
stjóri getur hins vegar breytt ýmsu fram á
síðustu stundu. Yfírleitt er það þannig í
atvinnuleikhúsunum að módel og vinnu-
teikningar verða að vera tilbúnar á fyrsta
samlestri.
GóðLeikmyndEr
Afstætt Hugtak
— Nú eru oft fengnir ýmsir listamenn,
höggmyndarar, listmálarar, til að búa til
leikmynd. Þá er verið að sækjast eftir þeirra
ákveðna stíl upp á sviðið, sem talið er að
henti sýningunni best í því tilfelli. Það er
þó engin trygging fyrir góðri leikmynd.
Þjálfaðir eða/og menntaðir leikmyndahönn-
uðir búa yfir ákveðinni menntun sem aðrir
listamenn hafa ekki. Við erum þjálfuð til
að vinna í þessu formi, lærum að skilgreina
leikrit, lærum ákveðna tækni og vinnu með
ákveðin tól. Ég myndi t.a.m. ekki hlaupa í
að búa til grafík, bara sisona. Bara einfalt
atriði, eins og leður — það virkar eins og
plast uppi á sviði og speglar eru mjög vand-
meðfamir í leikhúsi. Þannig em margir
þættir sem em ekki meðfæddir en krefjast
bæði þekkingar og menntunar. Ég er samt
alls ekki að segja að listmálari geti ekki
búið til góða leikmynd."
— Gerir þú betri leikmyndir við betri leik-
rit?
„Nei, ekkert endilega. Góð leikmynd er
svo hiyllilega afstætt hugtak. Margir segja:
Góð leikmynd er leikmynd sem maður tekur
ekki eftir. Ég skil það ekki almennilega.
Mér fínnst það svipað og að segja að maður
taki ekki eftir góðum leik, eða taki ekki
eftir því, ef leikritið er gott. Mér fínnst að
leikhús eigi að vera — eða megi gjaman
vera — annað og meira en einungis bara
textinn og leikarinn, sem venjulega hafa
allt vægið. Við upplifum heiminn ekki bara
í orðum og ef við gemm það, finnst mér allt
í lagi að breyta því, alla vega stundum. En
í leiksýningu þarf allt að renna saman í
fyrir fram ákveðinn farveg og maður þarf
vissulega að vita hvaða áhrif maður ætlar
að hafa.“
— Kemur þá til greina að búa til leiksýn-
ingu, þar sem er leikmynd en enginn texti?
„Éinmitt! Af hveiju ekki? Við prófuðum
það í skólanum, sem ég var í úti í London
og það var æðislegt. Við gerðum leikmynd,
með þijá leikara sem máttu ekki tala og
helst ekki hreyfa sig. Við notuðum öll leik-
myndatrix sem við kunnum þannig að leik-
myndin hreyfði sig í kringum leikarana.
Sýningin var mjög mekanísk og þetta minnti
kannski svolítið á sjónleiki á barokktím-
anum, þegar áhorfendur voru hristir til í
sætunum á meðan var verið að skipta um
leikmyndir á sviðinu.
EkkiAðeins Orð
En það þarf ekki að henda orðinu út. Það
væri gaman að setja upp sýningu þar sem
hægt væri að virkja öll skynfæri áhorfenda.
Það yrði allsheijar upplifun, þar sem tón-
list, litir, áferð, leikur, orð og lykt fengju
að njóta sín.“
Að þessum orðum sögðum ljómar Gunna
Sigga en heldur sfðan áfram: „Annars ætl-
aði ég aldrei að verða leikmynda- eða bún-
ingateiknari. Ég var frekar lítið bókmennta-
lega sinnuð og þekkti leikhúsið ekkert. En
á sínum tíma bauð leikmyndateiknara-skól-
inn upp á breiðustu kennsluna á listasvið-
inu. Þar lærðum við að vinna í þrívídd, teikn
un, málun og unnum með form og rými.
Svo það má eiginlega segja að ég gleymdi
því sem ég ætlaði að verða, því ég sá ekki
út úr augunum ... Það var svo gaman. Svo
leikhúsið tók sjálfkrafa við.“
— Og hvað er svona sérstakt við leikhúsið?
„Leikhúsið er fyrst og fremst góður
mælikvarði og þar fer fram náin samvinna.
Hlutirnir kristallast eiginlega út frá sam
vinnu. Og það er ekki síst áhugavert við
leikhúsið að þar er ég alltaf að vinna með
ólíku fólki, svipað og höggmyndari sem vinn-
ur í ólík efni. Ég lít á leikstjóra sem mismun-
andi tæki og hugsa með mér: Hvað get ég
formað með þetta tæki í höndunum? Þannig
er því líka varið með leikarana. Leikhús
fínnst mér líka hátíðleg upplifun, þetta form,
þegar eitthvað er sett upp á svið og virkar
ekki nema einu sinni. Þú setur kannski upp
skúlptúr og hann er mismunandi við ólíka
birtu eða ólík veður, en skúlptúrinn er og
verður þama. En þessi mynd sem þú ert
að horfa á í leikhúsinu, er augnablikið sjálft.
Það er allt að gerast. Núna.“
ÁSGEIR GUNNARSSON
Angistarnótt
Þú nístandi niðdimma angistardjúp
þú ert napurt sem kolniðarskuggi
mig langar að sveipa þig sólríkum
hjúp
en sjá þó í gegn, þar er gluggi
þá sé ég þig kolsvarta deyðandi djúp
þú ert dulítil þoka í fjarska
hví ertu svo kuldalegt, kalt ekki
hlýtt?
hví ertu ekki fallegt og notalegt,
þýtt?
hví ertu ekki eitt svartnætti, dapurt
og grýtt?
hví ertu ekki blíðlegt og blítt?
þú kannt ekki svaríð, þú sérð ætíð
svart
þú vilt ekki bæta um betur
þú vilt ekki hlýlegt, og alls ekkert
bjart
þú vilt bara ískaldan vetur
Far í friði, Svartnætti!
Gróa og
gjammarinn
Á glerfinu götuhorni
við gjammarar sækjum frið
Ó, gef oss að Guö vor sporni
ei Gróu á Leiti við
Því Gróa er góðleg kelling
er geysist um land og þjóð,
þó blandi hún vondan velling
og vermi á illskuglóð
sem rógburður raunar heitir
og reynist oss aldrei vel
því stöðugt hún velling veitir
er veikir vort hjartaþel
Ef læði hún einu orði
i eyru þessa auma manns
er stendur ei Gróu á sporði
hún greypist í huga hans.
Eitt orð verður saurug saga
er selflytja ég og þú
hún dó ekki í gamla daga
hún deyr ekki frekar nú.
Ef Gróa er lögst í leyni
hún lýgur og bætir við
og mönnum veldur meini
er magnar vorn Ijóta sið
sem einum er landa lagið
að Uggja ei fréttum á
því Gróa er fædd í fagið
að fljótt skuli kjaftað frá
Á meðan svo muni vera
þá mettum við Gróu vel
þvi eitthvað þarf Gróa að gera
er grefur ei orð í hel
Á gleríinu götuhorni
við gjammarar sækjum frið
Ó, gef oss að Guð vor sporni
ei Gróu á Leiti við
Höfundurinn var forstjóri Veltis.
KRISTMANN ERICSON
Um
dauðann
Ásýnd dauðans
er svart tjald.
Við fæðumst
og erum þegar bytjuð
að rekja upp dökka þræðina.
Fáum auðnast
að leysa síðustu lykkjurnar
og deyja
með svarta hnoðra
í skelfdu hjarta.
<
LESBÓK MORGUNBI AFtRINR 1S OKTÓRFR 1BRR 13