Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1988, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1988, Blaðsíða 12
Guðrún Sigríðw Haraldsdóttír Við erom allskonar á litinn Allt hægt í Nemendaleikhúsi M ig dreymir um að vinna að verki þar sem allir höfundar eru með frá upphafí; höfund- ar texta, leikmynda, búninga, ljósa, tónlist- ar, leikstjóri og leikarar myndu vinna saman og þannig fengi verkið að þróast og allir kraftar væru með frá byrjun og hugmyndir fengju að spinnast þannig saman. Venjulega leiðin er sú að við í leikhúsinu erum að vinna með texta sem búið er að negla niður. Ég get alveg ímyndað mér svona sýningu verða til í fslensku leikhúsi." Guðrún Sigríður Halldórsdóttir leikmyndahönnuður spjallar um leikmyndir, Nemendaleikhús og stóra drauma Viðtal: ELISABET KRISTIN JÖKULSDÓTTIR Guðrún Sigríður Haraldsdóttir leik- myndateiknari gerir leikmynd og búninga við fyrsta verkefni Nemendaleikhússins í ár. Það eru tveir einþáttungar, Smáborgara- brúðkaupið eftir Bertolt Brecht og Sköllótta söngkonan eftir Ionesco. Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir. Guðrún Sigríður hefur gert ótal leikmyndir fyrir leikhús og sjónvarp síðan hún lauk námi í Bretlandi, en eftir námið vann hún í nokkur ár í enskum leik- húsum. Guðrún Sigrfður, eða Gunna Sigga, eins og hún er alltaf kölluð, brosir mikið þegar hún talar og notar hendurnar. Henni liggur margt á hjarta þegar hún talar um leikmyndir og leikhús óg hefur mjög ákveð- inn metnað fyrir hönd sinnar listgreinar. Hún leitar stundum að. orðum þegar hún talar, kannski vegna þess að hún upplifir heiminn betur í litum og formum en orðum. „Oft sé ég fólk í litum þegar það talar. Manneskja getur verið í dökkum fötum, en ég sé hana hins vegar í mjög björtum lit- um," segir hún og hlær. Það er allt á rúi og stúi niðri í Nemenda- leikhúsi. Það er „propsæfing." Saumadót, teikningar, undarleg efni og Guðrún er að yfirdekkja gamlan stól. „Ég komst yfir tvo alveg eins svona gamla stóla," segir hún sigri hrósandi við Bríeti sem er að leita að veskinu sínu. „Þeir bara urðu á vegi mínum." Ég fæ að kíkja á leikmyndina. Áhorfend- ur sitja á þrjá vegu og fyrir framan þá eru niðurbrotnir múrsteinsveggir, ekki ólíkt eins og eftir loftárás. Þannig að við sjáum alveg óvart inná stofugólf hjá ókunnu fólki. Eða er það aiveg óvart? Er það ef til vill leik- myndin sem lætur okkur sjá þannig. En fjórði veggurinn stendur, aldrei þessu vant, heill og óskaddaður. — í báðum einþáttungum eru persónurn- ar lokaðar inni í þröngum heimi, sem hlýtur að vera hvorttveggja hugarheimur þeirra og hinn efnislegi heimur. Það er hvelfing utan um þau, sem þau ná ekki að brjótast út úr. Þannig virkaði fjórði veggurinn fyrir báða þættina, sem annars eru mjög ólíkir. Smáborgarabrúðkaupið eftir Brecht tökum við sem hreinan farsa. Enda eru þetta mjög ýktar og teiknaðar persónur. Smáborgara- brúðkaupið er ein heild, með raunhæft tíma- ferli. Þar Iíður tíminn eftir klukkunni, en í Skðllóttu söngkonunni líður tíminn allskon- ar. Klukkan slær 29 högg á einum stað og það er ekkert athugavert við það. Þannig fundum við tímann sem annað element, sem er sameiginlegt með þáttunum, sem þó virk- ar á ólíkan hátt. Smáborgarabrúðkaupið segir frá ungum brúðhjónum, sem eru að halda brúðkaupsveislu. Brúðkaupið hefur frestast von úr viti, vegna þess að brúð- guminn má ekki til annars hugsa en að smíða sín éigin húsgögn fyrir athöfnina, en það kemur á daginn að það er ýmislegt bogið við húsgögnin. Og vegna þess hversu brúðkaupið eða húsgagnasmíðin hefur dreg- ist á langinn er brúðurin komin 5 eða 7 mánuði á leið og það passar ekki inní þá þröngu ímynd sem þessar persónur búa sér til af heiminum og almennum samskiptum. Á tímabili vorum við að gantast með að hafa gægjugöt fyrir áhorfendur til að undir- strika til fulls þann hugsunarhátt sem ein- kennir persónurnar. í Sköllóttu söngkonunni eru tvö pör, sem sitja inná miðju sviðinu og snúa baki hvort í annað. Það er arinn til beggja hliða, þannig að þau eru eins og spegilmynd hvort af öðru. Við gáfum okkur það að þessi tvö pör geta verið eitt og sama parið, eða öll pör í heimi. AÐÝKJAPERSÓNUR í upphafi voru þessir tveir þættir ekki valdir saman af neinum sérstökum ástæð- um, en við höfum hins vegar fundið ýmsa fleti, sem þeir eiga sameiginlega, eins og innilokun, tíminn o.fl. og þessa fleti höfum við síðan reynt að undirstrika, til að skapa heild fyrir kvöldið. Það eru alltaf ákveðnir erfiðleikar sem fylgja því að taka tvo eða fleiri einþáttunga til sýningar sama kvöldið. I Smáborgarabrúðkaupinu nota ég heita liti í búninga og bý til alveg „ekta" farsabún- inga, nota mikið „bumbur, brjóst, herða- púða" og þess háttar sem ýkir persónumar og reyni um leið að undirstrika ólíkar týpur og reyni að finna út hvernig viðkomandi persóna er í laginu, og hvernig hún er á litinn. Ég tefli saman þessum mjóa og langa og stutta og feita. Þannig verður allt farsa- kenndara. I Sköllóttu söngkonunni nota ég hins vegar gráa litatóna og bý þannig til andstæður. Þetta eru litir sem ég upplifi þegar ég skoða verkin. En sumir krakkarn- ir fá að reyna muninn á því að leika feitan eða grannan persónuleika. Þá verða þau að beita líkamanum mismunandi og nota rödd- ina eftir því. Þetta er í þriðja sinn sem ég vinn með Nemendaleikhúsinu og er mjög gefandi í hvert skipti. Það er alltaf allt hægt. Jafnvel það ómögulega. Það hvarflar aldrei að krökkun- um, að ekki megi leysa vandamál sem koma upp. Eða framkvæma hugmyndir sem við fáum. Þ6 Nemendaleikhúsið sé atvinnuleik- hús, eru ekki til miklir peningar og þess vegna reynir á hugmyndaflugið, þegar að því kemur aðjitfæra dýrar hugmyndir á ódýran hátt. Ég þarf stundum að skrúfa heilabúið alveg í botn. VANDAMÁLAVEGGIR BROTNffi En þetta er skemmtileg glíma og heilmik- il þjálfun. Krakkarnir verða að framkvæma allt sjálf, þannig að hér er ég með hóp af fólki í vinnu, sem er misjafnlega verklagið og atorkusamt. Það tekur á taugarnar og ég er stundum að því komin að „gera þetta allt saman sjálf," en markmiðið með Nem- endaleikhúsi er að þau upplifi framkvæmd- ina og kynnist því hvað liggur að baki heilli leikmynd. Núna tóku stelpurnar ekki í mál að sauma og sníða, heldur vildu smíða og negla, en þegar að því kom voru þær dauð- hræddar við verkfærin, hjólsagir, fræsara o.fl. En þær náðu tökum á því smám saman og þannig var hver múrveggurinn á endan- um brotinn niður. . Verkefnaval í Nemendaleikhúsinu er afar erfitt, því það verður að finna verk, þar sem er tiltölulega jafnt vægi á milli persóna. Þannig að allir fái sinn skerf. Sú aðferð að láta íslenska höfunda skrifa fyrir Nemenda- leikhúsið, eins og tíðkast hefur undanfarin ár, finnst mér mjög góð. Nú er leikmyndin tilbúin næstum því mánuði fyrir frumsýningu, sem er gott, því þau fá að venjast henni og geta einbeitt sér betur að leiklegum þáttum. Það er ef til vill hægt að segja við reyndari leikara: Þarna verður grænn sandur, og hann hefur þá yfir meiri tækni og reynslu að ráða, til að geta tekið það með í reikninginn. Leikmynd og búningar þyrftu að vera tilbúin miklu fyrr en venjan er, það er oft ekki fyrr en viku fyrir frámsýningu að leikmynd er lokið og fram á síðustu stundu er verið að útvega hlutina. Það hlýtur að vera auðveldara fyrir leikara og sýninguna í heild, ¦ef leikmynd er tilbúin fyrr og þá er möguleiki fyrir leik- myndahönnuð að laga og snurfusa. Þetta er skipulagsatriði, sem vel er hægt að kippa í liðinn." PERSÓNUR verða Steinar Ogdýr — Hvernig ferðu að þegar þú byrjar á leikmynd? „Ég reyni að skoða verkið fyrst í sem víðustu samhengi. Reyni að fá heildartilfinn- ingu í ljósum, tónum, lit, áferð og bygg- ingu. Það er kannski hægt að segja að ég byrji utan frá, oft langt f burtu og reyni að þrengja hringinn og fara þannig inní verkið og ná fram ákveðnum kjarna. En smáatriðin koma þannig síðast hjá mér. Sumir leikmyndateiknarar vinna þveröfugt. Þeir hefjast þá handa inni í verkinu og smáatriðin koma fyrst og heildarmyndin eftir á. En ég er oft víðsfjarri öllum öðrum, þegar ég byrja vinnuna og fólk kemur stund- um af fjöllum, þegar ég kynni fyrstu hug- myndir mínar. Persónur fara í gegnum það að verða dýr og blóm og jafnvel steinar. Svipað og leikurinn, sem við lékum þegar við vorum börn: Hvaða dýr myndi hún vera? En ég skoða mikið jarðfræðibækur, krist- alla og náttúruundur og abstraktmálverk. Ég á gfíðarlegt póstkortasafn og úrklippu- safn, sem ég fer í gegnum til að „ná í liti". Svo koma steinar og dýr og element úr list- formum. Ég nota ef til vill bara litinn úr ákveðnum steini í þessa persónu." — En hvað um að nota þessar hráu hug- myndir í sviðsmyndina? „Það finnst mér mjög spennandi, en er ekki hægt með öll verk. En eins og með leikrit Shakespeares t.d., sem hægt er að túlka á marga vegu, gæti það verið gaman. En að setja farsa í abstrakt-uppfærslur er öllu meira mál, þvf þar er textinn og sömu- leiðis hugsunin meira njörvuð niður. Þar sem til dæmis einhver segir Réttu mér glasið. Þar er kannski ekki hægt að nota ekki glas! Því verkið myndi fá allt aðra merkingu fyr- ir vikið, sem eru ekki forsendur fyrir í text- anum. En f leikritum þar sem textinn hefur margar og tvíræðar merkingar er betur 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.