Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1988, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1988, Blaðsíða 3
I-EgBáW [mi [ö] [r] [q] [u] [n] [u [2 [a! [mi ® [n ® ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðumyndin er frá hverasvæðinu við Beppu á japönsku eynni Kyushu. Við hverinn stendur rauði demóninn Aka- Oni. Grein Jóhönnu Kristjónsdóttur um Japan er inni í blaðinu. TANGEN Miklar umræður kenndar við Norðmanninn Tangen urðu hérlendis í fyrra þegar hann kvaðst hafa fundið nýjar upplýsingar er gæfu til kynna að Stefán Jóhann Stefánsson hefði gefíð Bandaríkjamönnum óviðeigandi upplýsingar. Fyrri grein dr. Þórs Whitehead er á bls. 4 og sú seinni birtist í næstu viku. ir. lagdi tH véó Slrfán Jóhami: REKTU ERLING OG TERESÍU! Hús skáldsins Guðjón Friðriksson skrifar um hús Hannesar Haf- steins í Reykjavík frá því hann var ungur drengur og til dauðadags. JÓHANNES ÚR KÖTLUM Ég hlakka til Nú hlakka ég til haustsins, það hamingjan veit! Þá flýg ég burt með fuglunum í fagurri sveit. Þá flýg ég burt með fuglunum, og fögnuður minn aldrei verður yndislegri en í þetta sinn. Veturinn er nú vinur minn, og vermir mig bezt, því þá finn ég það aftur, sem þrái ég mest. Þá öðlaðist ég það aftur, sem allra helzt ég vil. — Þó snjórinn verði í höku ég hlakka samt til. Jóhannes úr Kötlum gaf út fyrstu Ijóðabók sína, Bí, bí og blaka, árlö 1926. Hann sendl siðan frá sér fjöldamargar Ijóðabækur og varö eitt virtasta Ijóðskáld samtíðar sinnar. Sú var tíð hér á íslandi, segir gamalt fólk, að það þótti næstum óguðlega léttúðar- fullt að leika sér. Það mátti helzt ekki sjást hjá þeim sem komnir voru af barnsaldri; í mesta lagi að ungir og hraustir menn tækju eina bröndótta, svo sem þjóðaríþróttin var nefnd, - blessuð sé minning hennar. Þó var eitt sport leyfilegt: Löngu fyrir daga nútíma hestamennsku var alltaf einn og einn maður í sveitum, sem átti gæðing og brá sér á bak fyrir ánægjuna eina saman. Það var leyfi- legt. Annars áttu menn að fleygja sér útaf og hvfla sín iúin bein, ef þeim féll verk úr hendi. Og veitti ekki af. Nú er sú breyting á orðin, sem allir þekkjaríþróttir eru fyrirferðarmikill þáttur í nútma þjóðfélagi; þær eru hluti af menn- ingunni og liggur við að þeir einstaklingar séu litnir hornauga með nokkurri vorkunn- semi, sem ekki hafa sinnu á að iðka neins- konar sport. A skólaárum mínum á Laugar- vatni var harðsnúin klíka vinstrisinna mjög á móti íþróttum; þetta voru snargáfaðir menn og.efni í sófakomma, sem töldu að ' orkunni væri ekki eyðandi í svo fávísiega iðju sem sport, enda vissu þeir ekki til þess að Lenin hefði verið i leikfimi eða hand- bolta. Þá þótti fínt að vera „antisportisti" eins og það var nefnt, en nú er öldin önnur. Geysilegur fjöldi fólks glápir ekki bara á keppnisíþróttir afreksmanna en þyrpist í líkamsræktarstöðvar og sund árið um kring, í badminton og á skíði á vetuma og golf á sumrin. Fjöldi manns fer líka á hestbak, sem er hollt og gott fyrir hestana og loks eru þeir, eiga það sameiginlegt með nóbelsskáld- inu okkar, að fara í daglegan göngutúr. Líklega er fátt betra þegar aldurinn færist yfir. Á síðastliðnum vikum Olympíuleikanna hefur komið betur í ljós en nokkru sinni áður, að íþróttir hafa lagt undir sig heiminn og að atvinnumennska í íþróttum er að verða Sportið er hluti af menningunni regla fremur en undantekning, þegar af- reksfólk á í hlut. Þetta helgast af því, sem mörgum finnst óheillaþróun, að frægir kappar taka að sér að auglýsa hin og þessi vörumerki fyrir háar upphæðir. Allt er met- ið til verðs; einni það að keppa á einhverju móti, þar sem verður að borga mönnum ríflega fyrir að vera með. Það sást á mynd- um, að hinn brottrekni og útskúfaði Ben Johnson er ekki fjarhagslega á nástrái; að minnsta kosti ekur hann um á Ferrari sportbfl, sem kostar á við stórt einbýlishús. I ljósi þessa verður áreiðanlega erfítt að útrýma brögðum eins og lyfjanotkun; menn svífast einskis þegar svo miklir fjármunir eru í boði. Jafnframnt hafa íþróttirnar sett niður og grunur leikur á, að fleiri olympí- skir sigurvegarar en Johnson hafi óhreinan skjöld, þótt ekkert mældist. Á sama tíma og Olympíuleikarnir fóru fram, var undirritaður úti á Spáni sem liðs- maður í golflandsliði íslenzkra eldri kylf- inga, 55 ára og þar yfir, sem árlega keppa við 15 Evrópuþjóðir. Við náðum 10. sæti og hefur ékki áður tekizt að bera sigurorð af fimm þjóðum. Það er mikið ævintýri að taka þátt í fjölþjóðlegri keppni á einum glæsiiegasta golfvelli Evrópu, en getur vissulega tekið á taugamar, einkum ef illa gengur. Varla þarf að taka fram, að búið er að vera allt sumarið að koma sér í sem bezta æfíngu fyrir þessi átök, beint eða óbeint, og hefði ugglaust verið hægt að mála fyrir heila sýningu eða skrifa bók á öllum þeim tíma, sem farið hefur í æfingar og leik. Það er líka augljóst mál, að slíkur tæknilegur undirbúningur kemur fyrir lítið, ef taugamar eða sálarástandið verður eins og hjá okkar manni í Seoul, sem sendur var þangað til að kasta kringlu og vissi vart hvað sneri upp og hvað niður fyrir taugaó- styrk, ef marka má orð hans sjálfs. Alltof mikið kapp hefur verið lagt á líkamlega þjálfun og má hiklaust gera því skóna, að á Olympíuleikum vinni þeir, sem halda sinni sálarró í átökunum. Svo er að sjá, að íslenzka handboltaliðið hafí ekki tekið þetta með í reikninginn, eðaöllu heldur, að þjálfar- inn hafi ekki skilið það til fulls. Að loka íþróttafólk inni í einskonar geymslu tímun- um saman fyrir stórátök, er líklega með því óviturlegra sem hægt er að gera, næst því að fara á fyllirý. Þó em til ennþá verri „taugagreinar" en handbolti; spjótkast til dæmis, þar sem andartak útkastsins ræður úrslitum og 100 metra hlaup, þar sem allt getur oltið á viðbragðinu. Það er líka enginn vafi, að óraunhæf bjartsýnisskrif og alltof miklar væntingar, auka á sálræna álagið. í spænska sjónvarpinu blasti við það sem Olympíuleikarnir hafa verið ásakaðir um að vera: Þjóðrembuhátíð. Ef sú útrás kemur að einhveiju leyti í stað blóðugra styijald- arátaka, er einungis gott um hana að segja. En skelfing var lágkúrulegt að sjá ekki annað tímunum saman í spænska sjón- varpinu en fréttir af Spánveijum og enda- laus viðtöl við spænska íþróttamenn, sem höfðu staðið sig svona rétt ámóta og íslend- ingar. Þar fyrir utan er stjömudýrkunin algjör. 100 metra hlaupið var hvað eftir annað sýnt þannig, að ekkert sást annað en andlitin á þeim Carl Lewis og Ben Jo- hnson. Það sást ekki hvemig þeir hlupu og aðrir virtust hreinlega ekki vera með í hlaup- inu. Ég er þess fullviss, að Islendingar hafa fengið miklu betri og almennari fréttir af þessari miklu íþróttahátíð. Að minnsta kosti var var umfjöllun Morgunblaðsins bæði mik- il og góð og sannarlega tilbreyting að fá nokkra daga. þar sem knattspyma og hand- bolti tröllríða ekki gersamlega því, sem á þó að heita umfjöllun um íþróttir. Nú verður í óða önn farið að undirbúa sig undir leikana í Barcelona 1992 og sjáif- ir era Spánveijar á fullu að byggja leik- vanga, - og rannsóknarstofur til að koma upp um dópistana. Sportið gengur á fullu og verður sífellt viðameira. Og endalaust virðist vera hægt að bæta metin. Það er manninum sálræn nauðsyn að hafa eitthvað til að keppa að, en mörg nútima störf eru þess eðlis, að þau hafa í raun ekkert eggj- andi markmið. Menn era þar til þess að eiga salt í grautinn. En þess skulum við minnast, þegar haldið er utan til keppni, hvort sem það er á Olympíuleikum eða ann- arsstaðar, að sá sem er utan vi_ð sig af glímu- skjalfta, á ekkert erindi. Áreiðanlega á nútíma sálfræði einhver hjálparráð, en samt verður að renna blint í sjóinn, því það verð- ur ekki ljóst fyrr en á hólminn kemur, hvort menn hafa til að bera þá rósemi, sem gerir fyllstu einbeitingu mögulega og er forsenda afrekanna. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. OKTÓBER 1988 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.