Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1988, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1988, Blaðsíða 4
Þegar handrítin komuheím íðastliðið vor hófust að nýju nokkrar deilur um hið svokallaða Tangen-mál, sem snerist eins og kunnugt er um fréttir ríkisútvarpsins þess efn- is, að Stefán Jóhann Stefánsson, fyrrum formað- ur Alþýðuflokksins, hefði verið í tygjum við bandarísku leyniþjónustuna í forsætisráð- herratíð sinni. Tilefni þessara deilna var skýrsla, sem menntamálaráðherra lagði fram á Alþingi, en henni fylgdi álitsgerð, sem ég hafði samið um málið. Þegar þessar umræður fóru fram, dvaldist ég í Þýska- landi, en gat þó að nokkru fylgst með því, sem rætt var og ritað um málið. Margt af því gaf vissulega tilefni til andsvara, en ég lét það kyrrt liggja í bili. Kom þar tvennt til, ég var önnum kafinn við að ljúka viða- miklum rannsóknarverkefnum, og taldi mig ekki geta gert málinu fyllilega skil nema með því að glugga í heimildir í Reykjavík. Samning þessarar greinar dróst síðan enn á langinn vegna búferlaflutninga minna og fjölskyldu minnar til íslands eftir nærri tveggja ára dvöl ytra. Þótt heldur sé óskemmtilegt að vekja nú upp slíkan skammdegisdraug sem Tangen-málið er, tel ég það óhjákvæmilegt. Gagnrýni manna á álitsgerð mína beind- ist einkum að tvennu: 1) að hafin skyldi umræða og rannsókn á Tangen-málinu, eft- ir að ríkisútvarpið hafði borið til baka frétt- ir sínar um samband Stefáns Jóh. Stefáns- sonar við bandarísku leyniþjónustuna 2) að Eftirhreytur Tangen-málsins i við samningu álitsgerðarinnar hefði ég gengið framhjá tilteknum heimildum, sem staðfestu eða réttlættu þær ásakanir, sem Norðmaðurinn Dag Tangen bar á Stefán Jóh. Stefánsson og ríkisútvarpið varð vett- vangur fyrir. Ég var sakaður um að hafa dregið starfsmenn ríkisútvarpsins fyrir „rannsóknarrétt", en jafnframt var mér lagt það til lasts að háfa sleppt einum þeirra við þá pínu ásamt sjálfum upphafsmanninum, Tangen. Eins og jafnan gerist á íslandi, þegar rök þrýtur, vógu menn einnig ótæpi- lega að mannorði mínu og starfsheiðri. Þar gengu að vonum lengst fram þeir menn, sem upphaflega ginu við ásökunum Tangens og héldu þeim á lofti. Rakalausum ásökunum þessara manna um þjónslund mína við menntamálaráðherra og illar hvatir, tel ég fráleitt að svara mörgum orðum. Ég held, að ósk um rannsókn hefði alls staðar komið fram í lýðræðisríkjum, þar sem látinn for- sætisráðherra hefði sætt ásökunum á borð við þær, sem ríkisútvarpið flutti og þóttist um tíma geta staðfest með skjölum. Á því stigi málsins hafði reyndar verið vakin umræða um það á Alþingi af Hjörleifi Gutt- ormssyni. Áðumefnd ósk um skýrslu frá menntamálaráðherra, æðsta yfirmanni ríkisútvarpsins, var enda samþykkt sam- hljóða af þingmönnum, svo að það var niður- staða skýrslunnar, en ekki ákvörðunin um gerð hennar, sem fjaðrafokinu olli. Allt um það. I þjóðfélagi sem okkar geta fjölmiðlar ekki skorast undan spurningum um vinnu- brögð sín og vikist undan rökstuddri gagn- rýni með óhróðri um þá, sem henni beita. Síst af öllu hæfir það starfsmönnum ríkisút- varpsins, sem vinna beinlínis á ábyrgð ríkis- valdsins og upp á kostnað skattþegna. Tvímælalaust eiga j)eir að hafa sem víðtæk- ast frelsi til að rækja störf sín, en þeir verða einnig að virða frelsi annarra til að láta uppi skoðun á aðferðum þeirra og efnistök- um. Ég ætla ekki að dæma um þá ákvörðun Birgis ísl. Gunnarssonar, menntamálaráð- herra, að biðja mig um álit á Tangen-mál- inu. Hann gerði það með því að vísa til rannsókna minna á samskiptum Bandaríkja- manna og íslendinga og ég varð við ósk hans á þeim grundvelli. Þegar ég nú fletti Alþingistíðindum og sé þar dálk eftir dálk með fullyrðingum um samsæri mitt og menntamálaráðherra, hlýt ég að gleðjast yfir drættinum, sem orðið hefur á þessu greinarskrifi. Mér virðist málfrelsið á fréttastofunni hafa tórt furðu vel síðan í vor og lítið hafa orðið úr þeim ógnum, sem þá áttu að steðja að útvarps- mönnum úr menntamálaráðuneytinu. Þann- ig endist oftast stutt sá málflutningur, sem byggist á ýkjum og getsökum og hittir að lokum fyrir þá sjálfa, er slíkum vopnum beita. TAPAÐ-FUNDIÐ Þorleifur Friðriksson, höfundur bókarinn- ar Gullna flugan, kom allmjög við sögu Tangen-málsins sl. vetur. í útvarpsþættin- um Dagskrá lét hann að því liggja, að hann hefði heimildir, sem staðfestu ásakanir Tangens. Daginn eftir þennan útvarpsþátt upplýsti fréttaritari Dagblaðsins-Vísis í Ósló, að Tangen hefði engin gögn um fundi hins látna forsætisráðherra með banda- rískum leyniþjónustumönnum. Sama kvöld átti sjónvarpið viðtal við Þorleif Friðriksson, en þá brá svo við, að hann hóf mál sitt með þessum orðum: „Varðandi tengsl Stefáhs Jóhanns við sendimenn frá bandarísku leyni- þjónustunni á þeim árum, sem hann var forsætisráðherra veit ég ekkert." í álitsgerð minni til ráðherra varð ekki hjá því komist að fjalla um þennan þátt Þorleifs í Tangen-málinu, en hann svaraði með stóryrtri grein í Morgunblaðinu 27. apríl sl. Virtist hann þá í fljótu bragði orð- inn mun fróðari um starfsemi bandarísku leyniþjónustunnar á íslandi í ráðherratíð Stefáns Jóhanns og ávítaði mig m.a. svo: Til eru önnur skjöl í bandarískum skjala- söfnum sem Þór Whitehead hefur haft aðgang að og sem hann annaðhvort hef- ur ekki vitað um eða reynt að líta fram- hjá af ásettu ráði [í greiningu á heimild- um Tangens] og hvorugt verður til að auka hróður fræðimannsins, doktorsins og prófessorsins Þórs Whiteheads. Álits- gerð hans ber með sér að hann hafi ekki EftirÞÓR WHITEHEAD Fyrír átta árum birti Elfar Loftasoa gle&ur úr nokkrum bandarískum „Ieym'skjölum" í ÞjódvUjanum, og endursagði emi annarra með sínum hætti. Hvergi var þó geGð í skyn, að Stemn Jóh. Ste&nsson hefði staðið í sambandi við bandarísku leyniþjónustuna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.