Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 4
Konum drekkt karlmenn höggnir að er vinsæl helgarskemmtun fólks hér sunn- anlands að aka til Þingvalla, drekka þar ef til vill kaffi í Valhöll og ganga svo sér til skemmtunar um hinn forna þingstað. Skammt frá rústum búða hinna ýmsu sýslu- Dauðarefsingar fyrir sifjaspell voru algengar hér á landi á sextándu og sautjándu öld Rætt við Ingu Huld Hákonardóttur um Stóradóm Eftir GUÐRÚNU GUÐLAUGSDÓTTUR manna er nokkuð djúpur hylur og liggur vegurinn meðfram honum. Sumir hafa gert það sér til skemmtunar að kasta ofan í hann peningum. Á tímum hins illræmda Stóradóms var kastað ofan í þennan hyl öðru og dýrmætara en smápeningum. Kon- um var þá drekkt þama til þess að refsa þeim vegna siðferðisbrota. Þær voru settar í poka og bundið fyrir og svo var pokunum kastað út í vatnið. Oftar en ekki var pokun- um haldið níðri í vatninu með broddstaf svo þeir flytu ekki upp. Það hefur varla verið nein skemmtiganga fyrir valdsmenn og betri bændur að flytja þessar ógæfusömu konur á aftökustað til þess að drekkja þeim. En þetta gerðu menn þó til þess að fullnægja því sem talið var réttlæti þá. Þegar konun- um hafði verið drekkt voru hinir brotlegu bamsfeður oft á tíðum höggnir skömmu síðar. Það hlýtur að hafa verið venjulegum mönnum mikil þraut að horfa á menn háls- höggna með bitlausum öxum, en líka það létu þeir sig hafa í nafni réttlætisins. í júní 1650 „kom sú vandræðaskepna Sigríður Einarsdóttir í lögréttu og með- kenndi nú enn að nýju, sem áður fyrri í Snæfellssýslu, að Jón Jónsson, sinn stjúp- faðir, væri faðir að sínum tveimur bömum. Var sameiginlega dæmt og ályktað af lög- mönnum báðum og allri lögréttunni, að hún skyldi missa lífið eftir Stóradómshljóðan, hvað og skeði samstundis." (Úr alþingisbók frá l.júlí 1650.) Seinna um daginn er stjúp- faðirinn „sá vandræðamaður" dæmdur til að höggvast. Þá hefur verið búið að drekkja bamsmóður hans. Jón þessi játaði aldrei söft sína en Sigríður játaði og sagði jafnframt að Jón hefði ráðlagt sér að reyna að nefna til aðra menn sem bamsfeður, sem þó ekki tókst. Það hefði heldur ekki breytt neinu þó Jón hefði tekið á sig alla sök, jafnvel þótt hann hefði játað að hafa nauðgað stjúp- dóttur sinni. Slíkt voru ekki taldar neinar málsbætur á tímum Stóradóms. Þá gátu mál farið þannig að stúlkur yrðu fyrst fóm- arlömb forhertra skyldmenna, sem jafnvel víluðu ekki fyrir sér að beita þær valdi, síðan mætti þeim fordæming umhverfisins og loks sá dómsvaldið um að svipta þær lífi. Bömin smá, sem urðu til við þessar sorlegu aðstæð- ur, ólust svo oftast upp á sveit og má nærri geta hve nærgætið fólk hefur verið þeim. Tímar Stóradóms voru ekki miskunnsamir bömum og munaðarleysingjum. Hvemig stóð á þessari dæmafáu grimmd? Inga Huld Hákonardóttir hefur tekið saman mikinn fróðleik um Stóradóm, sem frásögn- in innan gæsalappa hér að ofan er tekin úr. í samtali við hana kom fram að þessi refsi- harka tengdist þeim fróma tilgangi að styrkja stoðir hjónabandsins. Það var Mar- teinn Lúter sem í siðbót sinni skar upp he- rör gegn ósiðlegu kynlífi. Hann leit svo til að kynlíf ætti eingöngu að stunda innan hjónabands og þá helst í því skyni að geta böm, sem væri guði þóknanlegt. Fyrirmynd að þessum kenningum sótti hann til Ágústínusar kirkjuföður sem hafði boðað slíkt á þrettándu öld. Það var skoðun þess- ara manna að guð liti kynlífið sem slíkt heldur óhýru auga. Á bak við þessar kenn- ingar lágu vitaskuld fjárhagsleg og félags- leg sjónarmið. Lúter og aðrir siðbótarmenn sáu að böm, getin og alin upp af foreldrum í hjónabandi, urðu þjóðfélaginu miklu síður til þyngsla heldur en böm fátækra mæðra sem ekki gátu séð þeim farborða. Miðaldakirkjan boðaði samúð með fátæk- um og snauðum og fátækar mæður virðast ekki hafa verið fordæmdar eins harkalega og gerðist eftir að siðaskiptin gengu í garð. Sú mikla áhersla sem eftir siðaskipti var lögð á hjónabandið leiddi til harðrar fordæm- ingar á öllum ógiftum mæðrum og bitnaði grimmilega á þeim ógæfusömu stúlkum sem þungaðar urðu af völdum skyldmenna eða mága. Þá vofði dauðarefsing yfir. Á miðöld- um voru það mikilsverðar málsbætur í sifja- spellsmálum, konunni til handa, ef henni hafði verið nauðgað. Karlmönnum sem slíkt gerðu var talið það til málsbóta ef sýnt þótti að geðveiki hefði ráðið gerðum þeirra. Á miðöldum var fólk á íslandi ekki líflátið fyrir sifjaspell svo vitað sé, heldur málin útkljáð með skriftum og háum sektum. Öðru máli gegndi eftir siðaskipti. Þá var öllum refsað jafnt hvort sem þeir áttu sér einhveijar málsbætur eða ekki, jafnvel þó málsbæturnar væru nauðgun eða geðveiki. Þetta gekk almenningi lengi vel illa að skilja og sætta sig við. Kynferðislegt ofbeldi gagn- vart börnum Menn hafa ákveðinn grun um að kynferð- islegt ofbeldi gagnvart bömum, sem nú er mikið rætt um, sé ekki nýtt af nálinni hér á landi. Lengi vel vildi fólk ekki trúa því að slíkt gerðist nú á tímum. En kærur, málarekstur og vitnisburðir, innlendir sem erlendir, vitna um að til er fólk sem er svo undarlega innrætt að það fínnur ekki til eðlilegrar umhyggju og vemdartilfinningar þegar böm eiga í hlut heldur notar þau til þess að fróa sér kynferðislega. Það er æðsta markmið hverrar dýrategundar sem lifir á þessari jörð að varðveita ungviðið svo ætt- bálkurinn lifi. Fólk sem tælir böm og beitir þau valdi gerir sig því bert að því að haga sér verr í þessum efnum en flestar skepnur gera. Heimildir um kynferðislegt ofbeldi gagn- vart börnum eru til frá ýmsum tímum þó þær séu fáar og brotakenndar. Grikkir not- uðu smádrengi sér til fróunar og frægt er bamavændið í hinu siðprúða Englandi á síðustu öld. Sigmund Freud birti um síðustu aldamót gögn um víðtæka misnotkun feðra á dætrum í Vínarborg. Þessar upplýsingar vöktu svo harkaleg viðbrögð að hann sá sig knúinn til að draga gögnin til baka. Það er hins vegar skoðun margra geðlækna og sérfræðinga að þau hafi verið á rökum reist. Á íslandi er ekkert vitað um kynferðislegt ofbeldi gagnvart ungum bömum á fyrri tímum en til eru skjöl um ljót mál frá ýms- um tímum, þar sem t.d. feður hafa nauðgað unglingsdætrum sínum. Skjöl þessi eru ein- göngu um tilvik þar sem stúlkurnar voru orðnar svo stálpaðar að þær urðu þungað- ar. Það má geta sér til um hörmungar þeirra stúlkna sem bjuggu í einangruðum afdölum Islands og urðu að sæta því að hírast í myrkum torfbæjum, ofsóttar af þeim sem helst skyldu vemda og hlífa. Því er ekki að neita að svo virðist sem sifjaspell hafi verið mjög tíð á íslandi. fyrr á öldum, mun tíðari en í nágrannalöndum okkar. Þess ber þó að gæta að orðið sifija- spell var notað þá í miklu víðtækari merk- ingu en nú. Bann við giftingum og bameign- um náði eftir siðaskipti til þremenninga. Sambönd sem nú þættu saklaus og lejrfileg, vörðuðu í þá daga dauðarefsingu. Þess voru dæmi að konum væri drekkt vegna þess að þær höfðu t.d. átt börn með feðgum eða bræðrum. Þá skipti engu máli þó seinni bameigin ætti sér stað eftir að faðir fyrra bams eða bama væri látinn. Stóridómur var refsilöggjöf um kynferðis- mál, harla harðneskjuleg. Löggjöfin var sett á Alþingi árið 1564, skömmu eftir siða- skipti. Jón Espólín skrifar um fyrsta aðdrag- anda Stóradóms: „Friðrik konungur annar hafði spurt það, að hér á landi viðgengist mjög hórdómar, blóðskammir og ímislegt saurlífi, og væri skjaldann hegnt af verald- legu yfirvaldi, heldur hefði biskupar hinir fomu dæmt öll slík mál eptir kristnumrétti og lagt ímsar skriptir á slíka menn, fépínr, útlegð og peningasektir, sem þeim líkadi, enn skjaldann líflát." Að sögn Ingu Huldar virðist svo sem það hafí valdið mikilli hneykslun í Kaupmannahöfn að hér skyldu ekki vera dauðarefsingar fyrir sifjaspell. Úr því bættu yfirvöld með Stóradómi. Þar er innleidd dauðarefsing fyrir bameignir í 17 tilbrigðum af skyldleika og/eða mægð- um. Undir þetta heyrðu feðgin, stjúpfeðgin og systkini, ennfremur tengsl sem nú á dögum þætti lítið athugavert við, svo sem að eignast barn með manni systur sinnar, jafnvel þótt hann væri ekkjumaður. Þessi 17 persóna romsa er oft köliuð blóðskamma- þula, að sögn Ingu Huldar. Þulan er upphaf- lega sótt í Gamla testamentið, átjánda kafla þriðju Mósebókar, en komst þaðan í Kristni- rétt Áma biskups. Þar varðaði brotið útlegð og eignamissi til biskups og konungs. Eins og allar aðrar refsingar í Stóradómi skyldu aftökur jafnt yfir bæði ganga, karl sem konu. Aðeins var gerður greinarmunur á aftökuaðferðinni.,, Karlmenn höggvist, en konur drekkist.“ Stóridómur er vandlega samið skjal og refsingamar fjölbreyttar, sektir, hýðingar, útlegð af landi eða brott- vísan úr héraði. Nákvæmlega er sagt fyrir um hvemig refsa skuli fyrir endurtekna bameign allt upp í þriðja eða fjórða bam og fara viðurlög alltaf harðnandi. Auk sifja- spella er fjallað um hjúskaparbrot. í þeim kafla þykir merkilegt að gerður er munur á einfiildum hórdómi (framhjáhaldi), þar sem annar aðilinn er giftur, og tvöföldum hórdómi, þar sem báðir aðilar em giftir öðrum persónum. Þetta er arfleifð frá gömlu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.