Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 17
Borgir heimsóttar BÚDAPEST - litla „Parísarborgin“ í A-Evrópu Ungveijaland virðist vera það Austur-Evrópuland sem leggur mesta áherslu á ferðaþjónustu og kynnir hana í vaxandi mæli á Vesturlöndum. Árið 1992 verður alþjóðleg heimssýning í nágrannaborgunum Vín og Búdapest og undirbúningur í fullum gangi. Ferðir til beggja borganna, oftast vikuferðir, eru stöðugt að verða vinsælli firá Norðurlöndum og farið er að bjóða upp á þær héðan. Það er 5 klst. sigl- ing efitir Dóná milli borganna, með elsta gufiuskipi í heimi sem býður útsýni og ævin- týralegt umhverfí, innan þilja sem utan! Vínarborg þekkja margir íslendingar — borgin líka verið kynnt á þessum vettvangi, en Búdapest þekkja færri. Borgarhlutarnir Buda og Pest, sem áður voru sjálfstæðar borgir, eru mjög ólíkir. Kastalahæðin í Buda er síðasti endi Transdanub- ian fjallanna; en í Pest, hinum megin við Dóná, byrja hinar Dúkar seldir og saumaðir á útimarkaði. víðáttumiklu ungversku sléttur. Buda er byggð á miðöldum, með kastala, konungshöll, klaustrum, virkjum og kirkjum frá fortíð. En Pest býr yfír breiðgötum, hringt- orgum, opinberum byggingum og hótelum, sem fylgja öld tækniþró- unar. í Búdapest má segja, að mætist fegurð andstæðna, bæði í landslagi og byggingalist, sem gefur hinni austurrísku systur- borg, Vín, ekkert eftir. En Aust- urríkismenn hafa efni á að hreinsa sínar byggingar, en hér eru því miður margar eldri byggingar svartar af mengun. Það er sorg- legt að sjá stórbrotinn minnis- varða, efst á kastalahæð; er bygg- ir á minni einnar vinsælustu, ung- versku þjóðsögunnar - um kon- unginn og skógardísina — með svargræna mengunartauma. Gömlu smíðajárnsljósin. Hin leynda þrá En fáar þjóðir eru áhugasamari um að taka vel á móti ferðamönn- um og ungverskur málsháttur segir: „A magyarok vendigszereto emberek" eða „Ungverjar elska að taka á móti gestum". Ungverj- ar eru í eðli sínu afar léttir, en undir yfirborðinu leynist angur- vær þrá — að fá að vera fijálsir og lifa samkvæmt vestrænum lífsstíl. Þessi þrá kemur fram, jafnt hjá leigubílstjóra og veit- ingaþjóni, sem og hinum aimenna borgara. Ungveijar hafa komist næst vestrænum lífsstíl af A- Evrópuþjóðum, en samt fínnst þeim enn á brattann að sækja. Götulíf á sagnaríku torgi Á torgi í miðri Evrópu eru sam- ankomnir ferðamenn víða að úr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.