Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 8
w u R G L A T K 1 S T U N N 1 Þýðingar Stein- gríms á Petöfi Ieina tíð voru Austurríki og Ungverjaland ríkjaheild og er svo hafði verið um skeið þótti mönnum af hinu ungverska þjóðemi, Magyörum, Austurríkismenn verða helst til fyrirferðarmiklir til samstarfs um þjóðlegan þrifnað sinn og vildu segja sig úr ríkjasambandinu. Er ljóst var orðið að Austurríkismenn voru ekki á þeim buxunum að samþykkja slíka skipan mála gerðu Magyarar uppreisn. Rak hver orrustan aðra milli Magyara og Austurríkismanna. Fréttir af hetjudáð- um hinna fyrmefndu, sem vom fámennari, bámst víða og þótti kúguðum minni- hlutahópum á fjarlægum stöðum sem til sín væri talað um að taka ekki rang- læti með þegjandi þögninni. 1 Danmörku höfðu íslenskir menntamenn þá um skeið staðið í málþófi við hin dönsku yfirvöld um aukið fijálsræði til handa sér og sínum og hafði töluvert unnist á. Nú varð uppreisnin í Ungveijalandi þeim brýningu um að vænta enn frekari árangurs í frelsisbaráttu sinni. Þetta var á ámnum um og upp úr 1850. Þeir sem hagmæltir vom meðal Hafnar- íslendinga hylltu Magyara fyrir uppreisnina með kvæðum og gekk Gísli Brynjólfsson svo langt 1860 að fjalla um þessa uppreisn í löngu máli, og ekki annað, með inngangs- orðum að ljóðasafni hans, Benedikts Grön- dals og Steingríms Thorsteinssonar, Svövu, og námu sumir ekki samlíkinguna. Allöngu áður, 1849, féll úr liði Magyara frelsishetjan Alexander Petöfi, í ormstunni við Schassborg 31. júlí, og hafði þá Aust- urríkiskeisari — sem Benedikt Gröndal gerði alræmdan á Islandi með sögu sinni Heljar- slóðarormstu, fengið Rússa til liðs við sig og vom í ormstunni fímm menn hans gegn hveijum Magyara. Petöfi var ekki nema 26 ára gamall þegar hann féll. Gísli Brynjólfs- son orti endalaus kvæði um þennan þjóð- flokk, og Petöfi náði til íslendinga ennfrek- ar en aðrir menn af hans þjóðemi því að hann var ekki einvörðungu uppreisnarsegg- ur, hann var líka stórskáld og þýddu landar einhver ljóða hans þá þegar. Alveg áreiðan- lega kynntist Steingrímur Thorsteinsson skáld ljóðum hans á 6. áratug aldarinnar, á lausamennskuámm sínum í Höfn, en þar bjó hann samfleytt árin 1851—72. Löngu síðar kom í ljós hve samofin hugmyndaheimi hans ljóð-og líf þessa ævintýramanns höfðu orðið, enda framandlegur ástríðubrími, þótt oftast færi leynt, í sál hins mæta þjóðskálds okkar. Fyrir áhrif frá Magyaranum annað- hvort þýddi Steingrímur eða orti fyrsta prósaljóð á íslenska tungu fyrir 1861, og fann þar með skáldskap sínum hljómbotn samræmdrar lífsskoðunar. Þessi lítt um- fjallaði þáttur í skáldskaparferli Steingríms verður kynntur með bók sem kemur út á vegum bókaútgáfunnar Reykholts um þess- ar mundir og þar með hin fyrstu prósaljóð á íslensku ásamt öðrum óbirtum þýðingum skáldsins á sögum og prósaljóðum. Vorið 1842 kom 19 ára unglingur á fund höfuðskálds Ungveija, Vorösmarty, á gat- slitnum stígvélum, með pappírsflibba og hafði fengið kjólföt að láni, þetta var Pet- öfí og erindið að fá hið virta skáld til að lesa ljóð sín. Vorösmarty tók honum fálega í fyrstu en heimilaði honum þó að lesa upp fyrir sig nokkur ljóð. Þau urðu fleiri en útlit var fyrir, á endanum rauk höfuðskáld- ið upp úr sæti sínu og hrópaði: „Þér eruð það besta ljóðskáld sem Ungveijaland nokk- urn tíma hefír átt!“ Mörgum fór svipað eft- ir útgáfu þessara ljóða. Um Petöfi sjálfan Fyrir ástina ef öðlast mætti ég, viljugur gæð 'ég þetta vesla líf. En fyrir frelsi af fusum huga mundi 'ég ást gefa og ekki hika. A.P. Alexander Petöfí Alexander Petöfl var orðinn stórskáld þegar hann féll í orrustu 26 ára gamallárið 1849. Kveðskapur hans fann hljómgrunn hjá íslendingum og á lausamennskuárum sínum í Kaupmannahöfn hefur Steingrímur Thorsteinsson kynnst ljóðum hans. ÞORSTEINN ANTONSSON tók saman Steingrímur Thorsteinson er það að segja að honum svipaði um margt til hinna frönsku forgöngumanna nútíma- skáldskapar um lífemi, ekki síður en skáld- skaparhátt, a.m.k. sumra kvæðanna, eins og sjá má af þeim ljóðum hans sem hér birtast í þýðingu Steingríms Thorsteinsson- ar. Sem bam var Alexander Petöfi (upp- runalegt nafn Petrowisch) talinn bráðefni- legur. Hann var af efnuðu foreldri og settur til náms en reyndist svo baldinn að hann stakk af úr menntaskóla og að heiman, gerðist flakkari og stóð það um nokkurra ára bil, um hríð var hann farandleikari. Faðir hans afneitaði honum með stómm orðum og var þá orðinn öreigi. Petöfi reyndi að læra leiklist á þessum flækingsámm sínum og hann lagði stund á hermennsku en reyndist þá til hvomgs fallinn. Eftir út- komu ljóða hans batnaði hagur hans til muna, eins og við er að búast, og urðu af- köst hans, þrátt fyrir skammlífi, óhemju mikil. Segir í heimild að eftir hann liggi um 3.000 ljóð, dagbók, bréf, leikrit ogþýðingar. Steingrímur þýddi mörg ljóða Petöfís úr þýsku, en sagt er 'að hann hafi lagt stund á ungversku til að geta lesið ljóð skáldsins á frummálinu. Steingrímur var kominn á efri ár þegar hann tók til við þetta þýðingar- starf af fullri festu, eftir 1882 þegar farið var að hreyfa þjóðfrelsismálum okkar á ný opinberlega eftir þá værð sem ríkt hafði frá - afhendingu stjómarskrárinnar 1874. Sum hinna þýddu ljóða em ættjarðarljóð og jafn- vel herhvatningar, en Petöfi orti ekki síður ástar- og náttúmljóð, orti þau af þýðleika eða glettni sem hreif Steingrím, ennfremur orti Petöfí af miklum lipurleika um smáat- vik daglegs lífs, um vínföng og tóbaksgögn, og færði Steingrímur sýnishom af öllu þessu til íslensks máls af miklu listfengi. Petöfí ritaði í bréfí til vinar síns: „Þegar ég fæddist lögðu forlögin hreinskilnina í vöggu mína eins og reifa; ég mun líka taka hana með mér í gröfina eins og líkklæði mitt. Hræsnin er auðveld íþrótt og henni getur hver lubbinn bmgðið fyrir sig, en að tala hispurslaust og hreinskilnislega úr djúpi sálarinnar, það geta ekki og það áræða ekki nema drenglynd hjörtu." Skáldskapur Petöfís takmarkast ekki við „hefðbundin" yrkisefni, hann orti líka um tækni síns tíma. Tómleiki og gildishmn menningar urðu honum að yrkisefni á nútíma vísu; án þess að vísa til annarra úrræða en skáldskaparins sjálfs. Einnig þvflík ljóð Petöfis þýddi Steingrímur; prent- að er eftir handritum þýðandans: Hinn vit- skerti Hvað eruð þið að fípa fyrir mér? Pst, burt og allir farið fjandans til þvinú éghefí stórvægt starfmeð höndum, ég er að ríða rauðglóandi keyri úr sólargeislum og ég ætla mér að flengja þeirra veröld sundur og saman. Og þá skal skrekkur verða og vein, en ég skal hlæja sem hlóguð þið þá hljóðaði ég og skrækti. Því svona er lífíð, hlátrasköll og skrækir uns sjálfur dauðinn seinast grípur frammí og segir: Pst! Viti menn að ég var líkt sem dáinn, því drykkjarvatn mitt alveg höfðu eitrað þeirsömu menn og sötrað höfðu vín mitt. Hvað gerðu þessi þrælbein næst? Með djöfulslægð svo dulið fengju morðið þeir oná lík mitt hentu sér með hrinum og tíðum ekka og tár mér felldu í andlit. Þá hefði ég feginn hlaupið upp og flumbrað þá í framan rifíð þá og rispað í bræði minni. Og bitið af þeim nefin. Þó gerði ég það ei íþví að ég var að hugsa; halda eigið þið nefi og nösum svo þið finnið af mér dauninn er drafna ég í sundur og kafnið allir. Ha, ha, ha! Og hvar var ég að ending orpinn moldu? í Afriku. Og það var held’r en ekki happ því hýenunni varð ég kosta kjörbráð. Hún krafsaði upp mitt hræ. Sú bestía mér veitti slíka velgjörð, þá einu, sem um ævina ég hlaut. Það launaði ég með því að hana ég sveik, þvíáður en aðhún eta færi skrokk minn ég hjartanu úr mér henti í hennar klær, og það var beiskt, hún át það og hún drapst. Ha, ha, ha! Og því ei það? Því svo er manna siður, þeir launa þannig það sem vel er gert. En hvað er maður ef á allt er litið? Rót undir jurt — að sagt er — sem að beri í hæstu himinhæðum sína krónu með sakleysisilm. Því Ijúga þeir; hann blóm mun vera að vísu, en rótin, niðri situr neðst í vítis pælu. Einn vísdómsmaður mig á þessu fræddi. Svo heimskurþó að hann úr hungri drapst, það erkiflón! Gat hann ei stolið, gat hann ei rænt? Ha, ha, ha! En æ, æ, æ, hvað er ég að hiæja í einni lotu eins og væri’ ég fífl. Ég ætti að gráta, gráta, gráta, veröld þessi er örg og ill og gjörspillt. Nú þetta grætur góður guð þar efra úr sínum skýjaaugum oft og tíðum og iðrast eftir að hann veröld skóp. En til hvers er það, til hvers renna tárin, þó guðs tár séu? Þau hrynja niður hér í jarðarskarnið og mennirnir þeir traðka á tárum guðs og hart þau troða — hvað mun verða úr þeim? Ei nema þrekkur. Ha, ha, ha! Ó, himinn, himinn, himinn, hvaða grey þú ert, uppgjafadáti gamall, af þér genginn með sólu fyrir dinglumdang á bijósti sem heiðurskross sem ekkert í er varið. Þín tötraföt, þín klæði, tætlur eru skýja. Já, svona fer það fyrir þessum dátum að launum fyrir langa og trúa þjónkun þeir fá að ending agnarbrot af málmi. Ha, ha, ha! Og vitið þið það menn á jarðar mold hvað merking er í ykkar máli það sem lynghænsn á kornmörk úti kveður, þá lætur hún sitt tírri, tírri gjalla? Það segir þetta; Sneyðist þið hjá konum því konan jafnan togar til sín manninn sem vötnin öll um ár í hafíð falla. Hvers vegna? Til að svelgja hann í sig. O, það veit trú mín, frítt er kvennakynið, fagurt og frítt en háskalegt um leið, baneitur veig í bikar skíragulls. Ég hef þig teygað, ást! Einn agnar dropi af þér, já aðeins einn er sælumeiri en sjávarhaf sem væri ei annað hót er einskær hunangslögur. En agnar dropi af þér er líka skæð’ri en hafsjór heill af einu saman eitri. Hvort sáuð þið ei hafíð þá fellibylur ærði það í æði og sáði út sínu hvíta heljar korni? Og hafíð þið hinn svarta sáðmann litið, hinn bráða fellibyl með sinni leiftur-logasigð skera kornið? Ha, ha, ha! Þá aldinið er ofþroskað á trénu þá fellur það á fold. Og eins þú jörð er orðin þroskað aldin og átt að falla. Tíð morgundagsins mun ég bíða samt, þó mun ei þá enn þfn hin efsta stund. Svo gref ég i þitt miðbik gríðar holu og púðurkynstrum niðrí hana hleð og hátt í Ioft upp sprengi þig, 6, jörð! Ha, ha, ha!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.