Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1989, Qupperneq 5
Víkurkauptún 1918 í björtu og fögru veðri, jökullinn í baksýn. Ljósmyndirnar tók faðir greinarhöfundarins, Þorlákur
Sverrisson, kaupmaður í Vík.
tók að myndast við ströndina og jakar tóku
að berast vestur að landi.
Það fyrsta, sem gert var til varúðar, var
að hætta útskipun í mótorbáta þá, sem voru
í kjötflutningum og senda þá burtu sem
skjótast, því menn óttuðust flóðbylgjur og
straumkast sem líka kom á daginn og gengu
flóðöldur þessar svo langt á land upp, sem
í stórbrimum, að vetrarlagi. Höfðu menn
búist við þessu og sett uppskipunarskipin
hærra upp á kambinn en venja var annars
um þetta leyti árs.
í Víkurkauptúni voru menn uggandi um
hvað verða myndi næstu daga. Dæmi voru
til þess, að hlaup höfðu farið vestur með
Víkurhömrum og alla leið til Reynisfjalls
og færi það þá leið nú myndi það án efa
granda þorpinu. Höfðu húsbændur því nokk-
urn viðbúnað, að bjarga því verðmætasta
úr húsum sínum, ef til þess kæmi, en minnis-
stætt er mér, hve allir tóku þessum válegu
atburðum með mikilli ró og stillingu.
Þegar kvölda tók var gosmökkur mikill
um allt íoft, einkum þó austanvert og var
það hin furðulegasta sjón, að sjá hina þykku
gufubólstra hnyklast upp á himininn, eða
velta áfram hver yfir annan. Tignarlegt var
að sjá, þegar kvöldsólin skein á vesturbrún
mökksins og var sem eldbjarmi roðaði him-
ininn. Smám saman varð mökkurinn svart-
ari og er dimma tók bar meira á leiftrum
í hinu svarta þykkni. Voru leiftur þessi
skínandi björt og þutu þessi eldlegu skeyti
með ofashraða frá austri til vesturs og brátt
fóru að fylgja þeim drunur miklar og reiðar-
slög.
Ekki varð fólki í Víkurkauptúni svefnsamt
þessa fyrstu nótt gossins, hættan af hlaup-
inu vofði stöðugt yfir og voru því verðir
settir austur með Víkurhömrum, til þess að
fylgjast með hlaupinu, ef það skyldi fara
vestur með. Áttu þeir að þeyta þokulúðra,
ef hættu bæri að höndum.
Vegna skruggugangs og eldinga urðu
rafljós ekki kveikt í Vík og heldur ekki
haft símasamband. Og svo var ljósagangur-
inn mikill um nóttina, að bjart var stundum
sem um hádag. Næsta dag gengu margir
á nærliggjandi fjöll, þar sem útsýni var all-
gott og sást vel til hlaupsins.
Á Mýrdalssandi mátti sjá miklar jaka-
breiður og vatnagang mikinn. Jakahrönn
var með ströndum fram og stór jakaferlíki
flutu vestur á bóginn, alllangt frá strönd-
inni. Gosmökkur var mikill í lofti og mist-
ur, og öskufalls hafði þegar orðið vart.
Fyrstu dagana fréttist ekkert úr sveitun-
um austan Mýrdalssands og vissu menn því
ekkert, hvað þar hafði gerst, en síðan komu
fréttir að austan, að mestur ágangur hlaups-
ins hefði verið í Álftaveri og töluvert tjón
á skepnum og landspjöll veruleg, en hvergi
hefði manntjón orðið, þótt hurð skylli víða
nærri hælum einkum í Álftaveri, þar sem
smölun sauðfjár í heimahögum stóð einmitt
yfir daginn, sem gosið hófst.
I Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi var þá
byggð, en engin hætta var þar á ferðum,
þar sem bærinn stóð alllangt uppi á höfðan-
um, en hvergi sást betur til hlaupsins en
einmitt þaðan.
Tek ég hér stuttan kafla, er Kjartan L.
Markússon, bóndi í Hvammi í Mýrdal, ritaði
um hlaupið, en hann átti þá heima í Hjör-
leifshöfða og sá hlaupið geysast fram Mýr-
dalssand og brotna á höfðanum. Fer hér á
eftir lýsing hans, sem er einstök í sinni röð.
„Klukkan tæplega hálffjögur e.h. heyrðist
ólgandi straumniður fyrir austan höfðann.
Gekk ég þá í skyndi upp á fjallið til þess
að sjá, hveiju fram færi. Sjón sú, er þá bar
Gosmökkinn ber ySr fjöllin ofan við Vík.
fyrir augu mér, verður mér ógleymanleg.
Ogurlegt vatnsfall hafði þá brotist fram
milli Hafurseyjar og Selfjalls og ruddist
áfram með ótrúlegum hraða yfir alla hina
gömlu farvegi Sandvatnsins. Var breidd
þess frá Hjörleifshöfða að vestan alla leið
austur að Blautukvísl. Sást enginn þurr
blettur standa upp úr öllu þessu svæði.
Vatnið bar með sér ógrynni jaka, voru sum-
ir feiki stórir en aðrir minni. Þegar fram
kom á sandinn og vatnið dreifðist yfir meira
svæði stóðu margir af jökunum fastir og
veittu straumnum viðnám. Flóðið var mjög
úfið að sjá og svo var ísinn mikill, að ekki
sást í vatnið sjálft, nema þar sem stór-
straumar náðu framrás. Flóðið braust þegar
vestur fyrir Hjörleifshöfða, svo að hann var
umkringdur eftir lítinn tíma. Einnig hafði
flóðið hlaupið fram í farveg Múlakvíslar og
var jafnsnemma að það náði þar til sjávar
og hér austur frá.
Kl. 5 e.h. óx flóðið geysimikið. Kom þá
fram milli Hafurseyjar og Selfjalls svo mik-
ið íshrúgald, að líkast var sem þar brunuðu
fram heilar heiðar snævi þaktar. Ruddist
þessi mikli ís austur með eynni, vestur með
Selfjalli og svo fram yfir allan sandinn,
voru þar hamfarir ægilegar, þegar þessi
miklu jakabákn veltust fram með dunum
og dynkjum. Um það bil, sem flóðið var
mest, gekk ég vestur á suðvesturhorn höfð-
ans. Er þar strandberg alla leið neðan frá
jafnsléttu, 60 m hátt.
Ruddist flóðið með allri sinni fallorku á
þverhníptan hamravegginn og urðu af því
geysimikil boðaföll. Jakamir molnuðu í
smátt, þer þeir skullu á berginu, en vatn
og ísmolar þyrluðust hátt í loft. En þótt ég
stæði lengi þama á hamrasnösinni og horfði
á hrikaleikinn niðri fyrir fótum mér get ég
ekki lýst honum, svo fullnægjandi sé með
orðum einum. Sjón sú var hverri sögu svo
miklu ríkari."
(G. Jóh., Kötlugosið 1918 bls. 25).
Segja má, að næstu daga yrðu ekki mikl-
ar breytingar á gosinu. Gosmökkur steig
stöðugt upp úr jöklinum, skyggni var oft
slæmt til fjalla, öskufall var nokkuð, brenni-
steinsfýla í lofti og þrumur og eldingar um
nætur. Hlaupið á Mýrdalssandi óx ýmist eða
minnkaði, en oftast var þar töluverður
vatnagangur, en breiddist þó ekki meira út,
svo að Víkurkauptún var brátt talið úr allri
hættu.
Smám saman vandist fólk þessum að-
stæðum og tók að gera ýmsar ráðstafanir,
til þess að mæta þeim erfiðleikum, sem
þessar náttúruhamfarir hlutu óneitanlega
að hafa í för með sér.
MYRKUR Um Miðjan DAG
Sá dagur þessa Kötlugoss, sem mér verð-
ur alltaf minnisstæðastur er fimmtudagur-
inn 24. október en þá hafði gosið staðið í
12 daga. Skal nú greint frá að nokkru, sem
skeði þennan merkilega dag. í Vík var veð-
ur gott, heiðskírt, logn og sólskin. Þegar
um morguninn sást í austri dökkur skýja-
bakki, er varð smám saman sem svartur
veggur, er náði alla leið frá jökli á haf út.
Smám saman færðist sorti þessi vestur á
bóginn og tók þá strax að dimma í lofti og
laust eftir hádegið var orðið svo dimmt, að
ekki gat talist lesbjart í húsum. Á örskömm-
um tíma féll svo yfir slíkt kolamyrkur að
ekki sáust handaskil, var það svartara en
nokkurt skammdegismyrkur og var þó sól
sem næst í hádegisstað.
Ég gleymi því aldrei, þegar við skólabörn-
in vorum sótt í skólann þennan dag og vor-
um á heimleið í hinu glórulausa myrkri, og
gengum hvað eftir annað út af veginum,
sem lá gegnum þorpið og ekki sást marka
fyrir húsunum fyrr en að þeim var komið
eða daufar ljóstýrur sáust í gluggunum, en
rafmagnsljós var ekki unnt að kveikja,
vegna hættu af eldingum og rafmagnstrufl-
unum. Nú héfst mesta öskufall gossins,
sandi og vikri rigndi jafnt og þétt. Skruggu-
gangurinn var afskaplegur og eldingar
leiftruðu á hveiju augnabliki. Reiðarslögin
dundu á húsunum og bergmáluðu í hömrun-
um og var sem allt ætlaði um koll að keyra.
Var engu líkara en að fjöllin væru að hrynja
og kraftar himinsins hefðu bifast, en í sort-
anum leiftruðu bláhvítar eldingar. Þegar
þessi ósköp höfðu staðið í fulla tvo tíma
rofaði nokkuð til um stund, en brátt syrti
að aftur með ljósagangi og reiðarslögum
og látlausu öskufalli.
Lengst af um daginn hafði verið blíða-
logn, en er kvöldaði hvessti nokkuð um
stund, svo að af varð reglulegur öskubylur.
Eftir miðnætti létti nokkuð upp og sá til
stjama, en næsta morgun birti eðlilega af
degi, þótt enn væri allmikið mistur í lofti.
En nú var ófagurt yfir jörð að líta. í austan-
verðum Mýrdal var 2-4 sm þykkt öskulag
yfir öllu graslendi og haglaust með öllu.
Víða sáust slóðir eftir hross og sauðfé, er
hvergi eyrðu í högum úti, en rásuðu víða.
Þegar rigndi var jörð öll svört yfir að líta,
en við ár og læki voru breiður af allstórgerð-
um vikri og einnig með sjó fram. Með þess-
um degi má telja, að Kötlugosið 1918 hafi
náð hámarki sínu og eftir þetta tók nokkuð
að draga úr gosinu, þótt enn væri nokkur
mökkur, öðru hvoru, yfir Mýrdalsjökli, með
öskufalli í byggðum, og vatnagangi á Mýr-
dalssandi.
Talið er að gosið hafi staðið til 4. nóvem-
ber um haustið. Síðustu dagana þar á und-
an sáust litli reykjarstrókar stíga upp úr
jöklinum, austanverðum. En nú virtist Katla
aftur lögst til hvíldar, því að eftir þennan
dag var hvorki vart mökks né gufustróka
yfir jöklinum, en á Mýrdalssandi hélt áfram
að vera töluverður vatnagangur, óx vatnið
eða minnkaði fram eftir vetri og varð því
að viðhafa alla gætni í ferðalögum yfir
sandinn, því víða voru kafhlaup og sand-
bleytur.
Afleiðingar Gossins
Kötlugosið árið 1918 hafði eðlilega mikil
áhrif í Vestur-Skaftafellssýslu. Tjón af
hlaupinu varð allmikið á búfénaði bænda,
sem næst bjuggu hlaupsvæðunum, einkum
í Álftaveri o g Meðallandi, því margt af sauð-
fé og hrossum fórst í hlaupinu. Mikið tjón
varð líka af öskufalli í sveitunum austan
Mýrdalssands og í Mýrdal og reyndar allri
sýslunni, því að mikill grasbrestur varð
næsta ár og nokkrar jarðir lögðust bókstaf-
lega í eyði af þeim sökum.
En bændur voru samtaka að mæta þess-
um erfíðleikum undir ágætri forystu þáver-
andi sýslumanns, Gísla Sveinssonar og ann-
arra forystumanna héraðsins. Þá kom
Skaftfellingum víða hjálp, ekki síst frá góð-
um nágrönnum í Rangárvalla- og Ámes-
sýslu. Ríkisstjómin veitti einnig mikilvæga
aðstoð með því að greiða fyrir samgöngum
og á annan hátt.
Manntjón varð ekki í þessu gosi, þótt
hurð skylli sums staðar nærri hælum'og
má segja, að hér væri hollur sé sem hlífði.
Ferðir um Mýrdalssand voru venjulega
allmiklar um þetta leyti árs, og einmitt þenn-
an fyrsta gosdag voru tveir menn, að aust-
an, á ferð yfir sandinn og voru nýkomnir
yfir Múlakvísl, er hlaupið geystist fram, svo
að segja á hæla þeirra, þótt þeir yrðu einsk-
is varir. í Álftaveri sluppu smalatnenn
nauðulega undan hlaupinu. Ur Skaftártungu
var maður nýkominn yfir Hólmsárbrú, á
leið suður í Álftaver er hann var gossins
var, sneri hann þá strax við og hljóp sem
skjótast í átt til brúarinnar, en er þangað
kom hafði hlaupið náð brúnni og rann vatn
þegar yfir hana en með því að styðjast við
handriðið komst hann yfir brúna. En
skömmu eftir, að hann var kominn yfír
brúna heilu og höldnu fyllti hlaupið Hólms-
árgljúfur og sópaði burt brúnni og geystist
yfír það svæði handan árinnar, þar Sem
hann hafði áður farið, og smalahundinn, sem
hann hafði haft með sér, tók hlaupið.
Á bænum Söndum í Meðallandi var fólk-
ið nýkomið yfír austurkvíslar Kúðafljóts, er
hlaupið ruddist í fljótið.
Má telja það hina mestu Guðs mildi, að
ekki skyldi verða manntjón í hlaupi þessu,
eins og á stóð um smalamennsku í Álfta-
veri og ferðir um Mýrdalssand á þessum
árstíma.
Næsta sumar voru ferðir yfír sandinn
erfiðar og ótryggar. Jakahrannir voru víða
á sandinum og víða voru hvörf eftir ein-
staka jaka og þar sem vatn rann höfðu
myndast sandbleytur miklar og kafhlaup.
Smám saman greru þau sár, sem Katla
hafði valdið í byggðum V-Skaftafellssýslu,
en ekki er því að neita að nokkuð er síðan
að menn fóru að búast við nýju Kötlugosi
og ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til
þess að aðvara fólk, svo að væntanlegt gos
komi því ekki að óvörum. En vart mun þó
Katla gera mikil boð á undan sér fremur
en áður.
Helstu heimildir um Kötlugosið 1918 er
að finna í tveimur samtímaritum: „Kötlugos-
ið og afleiðingar þess“, eftir Gísla Sveins-
son, sýslumann og „Kötlugosið 1918“, eftir
Guðgeir Jóhannsson, kennara.
Myndir þær, sem fylgja þessari grein,
voru teknar af Þorláki Sverrissyni, kaup-
manni, sem þá fékkst nokkuð við ljósmynd-
asmíði og voru þær teknar á fyrstu dögum
gossins og hafa þær ekki birtst áður.
Alls tók hann um 20 myndir af gosinu
og eru myndaplöturnar nú í eigu jarðfræði-
deildar Háskóla íslands.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. JANÚAR 1989 5