Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1989, Síða 10
„Eitt mesta sálmaskáld
sem heimurinn hefur eignast44
Hinn 4. september síðastliðinn dreif fjölda að kirkju á Stóra-Núpi til þess
að vera við messugjörð og afhjúpun minnisvarða um sálmaskáldið sr. Valdi-
mar Briem vígslubiskup. Tilefni þess var að 140 ár voru liðin frá fæðingu
hans. Við þetta tækifæri var venju fremur vandað til messugjörðarinnar,
kirkjukórinn á Stóra-Núpi söng sálma sr. Valdimars ásamt Kristni Sig-
Um séra VALDIMAR
BRIEM á Stóra-Núpi í
tilefni þess að honum var
á sl. hausti reistur
minnisvarði á 140 ára
afmælinu. Annað
sálmaskáld, séra
Matthías Jochumsson,
var meðal aðdáenda
Valdimars Briem og
skrifaði honum m.a. svo:
„Hálfdauðar
höfuðsóttarkindur
stökkva upp og lofa Guð,
þegar sálmarnir þínir
hljóma í kirkjunni. Þeir
eu gullið í soranum,
blika í þessari bók í
ruslinu. . .þittandríki
er alveg eins og fenomen,
því þó ég rífi mig í tómar
tuskur, gæti ég ekki ort
þesskonar ljóð, og það
án þess að þreytast. Ó,
hvað gaman er að gáfum
manna og snilld.“
Eftir séra FLÓKA
KRISTINSSON
Séra Valdimar Briem.
mundssyni, óperusöngvara, við undirleik
Steindórs Zóphóníassonar, organista kirkj-
unnar. Að lokinni messugjörð gekk mann-
fjöldinn út í blíðviðrið og safnaðist saman
umhverfis minnisvarðann sem Katrin Briem,
langafabam sr. Valdimars, afhjúpaði.
Aðalhvatamaður að því að þessi minnis-
varði yrði reistur var Ásólfur Pálsson, fyrrver-
andi formaður sóknarinnar að Stóra- Núpi.
Hann sagði í ræðu sem hann hélt að þessu
tilefni, að þeim færi nú óðum fækkandi sem
geymdu enn lifandi mynd í huga sér af hinum
merka skáldpresti. Þó væri elsta fólki í bams-
minni höfðingleg ásýnd hans og sá ljómi sem
stafaði af nafni hans og sú virðing sem fylgt
hefði honum í sveitinni. Það væri því ekki
seinna vænna fyrir sveitunga hans að varð-
veita með traustum hætti minningu hans,
áður en hún gulnaði á blöðum sögunnar. I
framhaldi af því var leitað til myndhöggvar-
ans Helga Gíslasonar og hann beðinn að kveða
til skáldsins á sinn sérstaka hátt. Steinn sá
er hér stendur og Helgi hefur fest ljóð sitt á
er kominn sömu götuna og sr. Valdimar Bri-
em fyrir meira en 100 árum er hann ungur
prestur flutti frá Hrepphólum að Stóra-Núpi
til að dvelja hér æ síðan.
Minnisvarðinn, sem hér um ræðir, er stuðla-
bergsdrangur, u.þ.b. 3 metrar á hæð og feng-
inn úr svokölluðum Hólahnúkum í landi
Hrepphóla, þar sem sr. Valdimar þjónaði
fyrstu prestsskaparár sín. Á tvær slípaðar
hliðar þessa steindrangs hefur Helgi höggvið
með fínlegu mynstri. Einnig hefur hann
skreytt hann á hliðum með ryðfríu stáli og
ofan á hann kemur snigill eins og á biskups-
bagli eða fiðluhálsi.
A minnisvarðanum er eirskjöldur með nafni
sr. Valdimars og 6 ljóðlínur úr sonnettu eftir
hann sem Katrín Briem valdi. Þessar ljóðlínur
hljóða svo:
Einn geisli lýst upp getur myrkan klefa,
einn gneisti kveikt í heilum birkilundi,
einn dropi vatns sér dreift um víðan geiminn.
Ein hugsun getur útrýmt öllum efa,
eitt orð í tíma vakið sál af blundi,
einn dropi líknar Drottins frelsað heiminn.
Minnisvarðanum var valinn staður ofar-
lega í brekkunni neðan og norðan við kirkj-
una og kirkjugestir eiga leið fram hjá honum
er þeir ganga til helgidómsins á stundum
gleði og sorgar.
Umhverfí og aðkoma að Stóra-Núps-
kirkju hefur tekið miklum stakkaskiptum
síðastliðin tvö ár. Þá var Hjörleifur Stefáns-
son, arkitekt húsfriðunamefndar, fenginn
til þess að teikna umgjörð um hana en kirkj-
an hefur verið friðlýst hin síðustu ár. Sam-
kvæmt tillögum hans hefur verið unnið við
að endurreisa forna hestarétt sem stendur
við kirkjuna og reisa gijótvegg úr hraun-
gijóti sem ná á frá bæjarhlaðinu og niður
að réttinni. Göngustígur og þrep liggja svo
upp brekkuna að kirkjunni innan þessa
veggjar. Þetta verk er nú vel á veg komið
og hefur notið stuðnings og fjárframlaga
ýmissa velunnara kirkjunnar, bæði brott-
fluttra og heimamanna, sem hafa haft um-
sjón með verkinu.
Fyrir lítinn sveitasöfnuð em framkvæmd-
ir af þessu tagi ætíð stór fjárhagslegur biti
að kyngja. En hér hefur komið til aðstoð
margra, bæði einstaklinga og fyrirtækja,
sem hafa sýnt í verki að þar nýtur hún sr.
Valdimars og þeirrar virðingar sem hann
vakti fyrir skáldskap sinn. Staða Stóra-
Núps óx með honum langt umfram það sem
þessu annars rýra brauði hefði verið skipuð.
EITT HELSTA SÁLMASKÁLD
Landsins
Sr. Valdimar lauk embættisprófi frá
Prestaskólanum haustið 1872. Honum var
veitt Hrepphólaprestakall 21. febrúar 1873
og vígðist hann þangað 27. apríl sama ár,
aðeins 25 ára gamall. Þarna í nágrenni við
æskuheimili hans kom fljótt í ljós hver
hæfíleikamaður bjó í honum. Og er hann
var þrítugur árið 1878 steig biskup landsins
það gæfuspor sem þjóðin mun seint þakka
er hann skipaði hann í nefnd þá sem vinna
skyldi að útgáfu nýrrar sálmabókar. Þar í
nefndinni voru sr. Matthías Jochumsson,
Steingrímur skáld Thorsteinsson, sr. Björn
Halldórsson í Laufási, sr. Stefán Thoraren-
sen og sr. Páll Jónsson í Viðvík. Kom sálma-
bókin fyrst út 1886. Með framlagi sínu til
hennar helgaði^ hann sér sæti meðal helstu
sálmaskálda íslands. Af frumkveðnum
sálmum í bókinni átti sr. Valdimar lang-
flesta, eða 106 samtals, en auk þess 36
þýdda sálma. Með útkomu sálmabókarinnar
skaut nafni hans upp á skáldahimininn í
einu vetfangi, hróður hans barst um allt
landið og var á hvers manns vörum. Og það
var ekki að ástæðulausu. Hann hafði þann
hæfíleika sem býr í öllum sönnum lista-
mönnum að geta á skáldlegan hátt tjáð það
sém býr í bijósti hvers manns, og það með
þeim hætti að hveijum og einum finnst að
orðin spretti fram á tunguna eins og af
sjálfu sér. Orð hans og hugsun eru svo ein-
læg og eðlileg að hver maður hlýtur að
geta tekið undir. Enda hafa sálmar hans
orðið óaðskiljanlegir kristnu trúarlífi og
tjáningu meðal þjóðarinnar hvort heldur
þeir eru ortir við stef stórhátíða kirkjunnar
eða áfanga á vegferð mannlífsins.
Hver getur hugsað sér aðventuna án þess
að sunginn sé sálmurinn „Slá þú hjartans
hörpustrengi"? Eða jólin án sálmanna „í
Betlehem er bam oss fætt“ og „í dag er
glatt í döprum hjörtum"? Óaðskiljanlegir
páskum og hvítasunnu eru sálmarnir „Sig-
urhátíð sæl og blíð“ og „Skín á himni skír
og fagur“. Þannig mætti lengi telja og
reynslan hefur sýnt að sálmamir hans hafa
skipað sér þann sess í kirkjunni sem endast
mun. í hinni nýju sálmabók kirkjunnar er
nú 81 sálmur eftir sr. Valdimar.
Gaman er að bera saman ummæli frá
ólíkum tíma um skáldskap sr. Valdimars. í
bréfi sem Matthías Jochumsson ritar honum
1888 segir hann: „Mikill heros ertu orðinn
hjá okkur fyrir þína sálma. Þú berð líka
bókina uppi og átt að gera það.
„ . . . GULLMUÐUR GULL-
HREPPANNA GÓÐU“
Þú ert fæddur skáld og andans maður
af fyrsta flokki. Guð lengi þína daga.“ Vor-
ið 1891 segir hann í öðm bréfí til skálds-
ins: „Þú ert eins konar Crysostomus eða
gullmuður Gullhreppanna góðu. Hálfdauðar
höfuðsóttarkindur stökkva upp og lofa Guð,
þegar sálmamir þínir hljóma í kirkjunni.
Þeir eru gullið í soranum, blika í þessari bók
í ruslinu... Þitt andríki er alveg eins og
fenomen, því þó ég rífi mig í tómar tuskur,
gæti ég ekki ort þess konar ljóð, og það
án þess að þreytast. Ó, hvað gaman er að
gáfum manna og snilld!"
í útvarpsþætti sem fluttur var á hvíta-
sunnu í ríkisútvarpinu nú í vor segir sr.
Sigurbjörn Einarsson, biskup, m.a.: „Hann
átti ríka skáldgáfu, en það er ekki nóg til
að gera góðan sálm. Menn þurfa líka að
skilja það hlutverk sem sálmur gegnir. Hann
er þáttur í helgiþjónustu, sem miðar að því