Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1989, Síða 13
A
R
Nútímateikning af skipi Eiríks rauða.
muni siglt vera tylft fyrir sunnan ísland."
Höfundur Konungs skuggsjár telur auðsæi-
lega að byggðir Grænlands liggi jafnvel norð-
ar en nyrstu héruð Noregs: „Það veistu að
hér er um veturinn með oss lítill dagur og
sólargangur, svo að sólin hefir eigi meiri rás
en veltist um eina átt og þar að einu sem
allgott er sólarmegin, en í mörgum stöðum
er það að hana má eigi sjá mikinn hluta vetr-
ar, en allra helst á Hálogalandi, er vér höfum
eigi aðeins fréttir til haft, heldur oft séð með
eigin augum og reynt.“
Hugmyndir Islendinga um norðrið eru allt
aðrar en þær sem birtast í Konungs skugg-
sjá. Einsætt er að hérlenskir fræðimenn
hugðu að land lægi samfellt frá Grænlandi
til nyrsta hluta Evrópu, og mun þar frosið
haf vera talið land: „Af Bjarmalandi ganga
lönd óbyggð af norðurætt, uns við tekui
Grænland. Suður frá Grænlandi er Helluland,
þá er Markland, þá er eigi langt til Vínlands
hins góða, er sumir menn ætli að gangi af
Afric.a.“ Þótt New York liggi nokkrum þver-
baugum norðar en nyrsti hluti Afríku, þá
má vel vera að hnattstaðan báðum megin
Atlantshafs eigi einhvem þátt í þessari hug-
mynd: Vínland lá svo sunnarlega að því varð
helst jafnað til Afríku. Landaröðin: Grænland
- Helluland - Markland - Vínland mun vera
þegin úr heimanfengnum fróðleik, enda kem-
ur þetta saman við Grænlendinga sögu og
Eiríks sögu rauða. En örðugt er að ráða af
heimildum hve langt var á milli þessara landa,
enda er einsætt að vegalengdir í sögunum
eru mun minni en í veruleikanum sjálfum;
landafræði sagnanna tveggja er ekki hin sama
og nú verður kennt í sæmilegum skólum.
Leifur Eiríksson í Brattahlíð verður fyrstur
Grænlendinga í letrum þessa heims húseig-
andi á meginlandi Vesturálfu, ef treysta má
Grænlendinga sögu, og raunar er ósennilegt
að margir slíkir hafi verið síðan. Sagan herm-
ir svo frá að þeir Leifur og félagar hans hafi
reist sér „hús mikil“ á láglendi við stöðuvatn
eitt, og þaðan fellur á skamman farveg til
sjávar. Eftir að húsagerð er lokið, skiptir
Leifur liði sínu í tvo hópa: annar helmingur
á að vera heima við skála og hinn að kanna
landið; þó skyldu þeir koma heim að kveldi.
Með því að þeir eru svo tjóðraðir við tiltekinn
stað að þeim er ekki leyft að komast nema
svo sem hálfa dagleið að heiman, þá gátu
þeir ekki kynnst nema takmörkuðu svæði.
Það eru því engin undur, þegar heim er kom-
ið, að Þorvaldi Eiríkssyni þykir „of óvíða
kannað hafa verið Iandið“.
í Grænlendinga sögu er það skýrt tekið
fram að Leifsbúðir (en svo kallast fasteign
Leifs) standa í Vínlandi, og þangað leita allir
leiðangursmenn þeirrar sögu úr Eiríksfirði.
Könnunarferðir hefjast í Brattahlíð, og þegar
er til Leifsbúða kemur, er farið að kanna
svæði sem höfðu ekki verið rannsökuð áður.
Leifur tekur það skýrt fram við hvern leiðang-
ursmann á fætur öðrum að hann sé fús að
ljá húsakynni á Vínlandi, en hins vegar neit-
ar hann að selja Leifsbúðir eða gefa. Þorvald-
ur lætur nokkra menn fara í könnunarferð á
eftirbáti skips frá Leifsbúðum, og á hinn
bóginn siglir hann kaupskipi sjálfur með öðr-
um félögum sínum í því skyni að kanna landið
í aðrar áttir. Þegar Þorfinnur karlsefni og
þeir félagar koma til Leifsbúða hafa þeir
ærið að starfa við að skera hval, fella við og
sinna veiðum og vínberjum. Sumarið eftir
fara þeir að stunda verslun við Skrælingja,
en leist þó ekki betur en svo á Vínlendinga
að þeir gera „skíðgarð rammlegan um bæ
sinn“. Karlsefni og lið hans höfðu nóg að
gera að verja sig gegn ásókn heimamanna
og draga saman nýtilega hluti í skipsfarm,
en ekkert varð af landkönnun í það skiptið,
enda ætlaði þessi grænlenski og íslenski hóp-
ur sér að taka sér bólfestu á Vínlandi. Fjórða
Vínlandsförin í Grænlendinga sögu er auðsæi-
lega farin í gróðaskyni einu; þau Freydís og
austfirsku farmennimir Helgi og Finnbogi
reyna ekkert að svala forvitni sinni með því
að kanna landið, og fyrir starfa sinn á
Vínlandi hlaut Freydís engan frama heldur
ófrægð eina.
Eiríks sögu rauða hermist öðruvísi frá; þar
er Leifsbúða að engu getið, og raunar er
Vínland einungis nefnt tvívegis (í Skálholts-
bók) eða þrívegis (Hauksbók); fyrst í sam-
bandi við leiðangur Karlsefnis: (1) „Á því
léku miklar umræður um veturinn í Brattahlíð
að þeir Karlsefni og Snorri ætluðu að leita
Vínlanids, og töluðu menn margt um það.“
Síðan er lýst förinni suður um haf til ókunnra
landa, en þau reynast auðsæilega ekki vera
Vínland, eins og ráða má af misklíð þeirra
Þórhalls og Karlsefnis: (2) „Vill Þórhallur
veiðimaður fara norður um Furðustrandir og
fyrir Kjalarnes og leita svo Vínlands, en Karls-
efni vill fara suður fyrir land og fyrir austan
og þykir land því meira sem suður er meir,
og þykir honum það ráðlegra að kanna hvort-
tveggja." Vitaskuld finnur Þórhallur ekki
, Vínland, og endalok hans urðu þau að skipið
rak austur um þvert Atlantshaf og þeir skip-
verjar voru þjáðir og barðir á Irlandi. En
Karlsefni „fór suður fyrir land“ þangað sem
staðháttum svipar mjög til Vínlands þess sem,
prýðir Grænlendinga sögu, og kölluðu þeir
þennan stað „í Hópi“. Þar eru þeir heilan
vetur og „kom alls engi snjór, og allur fénað-
ur gekk þar úti sjálfala." Þetta mun að öllum
líkindum vera Vínland. Þó segir um norðurför
þeirra í Hauksbók að þeir héldu frá Straums-
firði sem var miklu norðar: 3) „Þá er þeir
sigldu af Vínlandi tóku þeir suðræn veður
og hittu á Markland". Eiríks saga rauða get-
ur þess í sambandi við Straumsíjörð að mönn-
um komi ekki saman um hvemig leiðangri
var hagað í suðurátt þaðan: „Er það sumra
manna sögn að þau Bjami og Guðríður hafi
þar eftir verið og tíu tugir manna með þeim
og hafi eigið farið lengra, en þeir Karlsefni
og Snorri höfðu suður farið og fjórir tugir
manna og hafí eigi lengur verið í Hópi en
vart tvo mánuði og hafr hið sama sumar aft-
ur komið.“
Þegar Landnáma rekur niðjatal Höfða-
Þórðar minnist hún „Karlsefnis, er fann
Vínland hið góða“. Hér er auðsæilega hlítt
sömu arfsögn og í Eiríks sögu rauða, þar sem
greint er frá siglingu Karlsefnis „suður fyrir
land“. Mikill myndarbragur er yfir Þorfinni
karlsefni hvar sem hann kemur fram, og seint
mun fyrnast frásögn af skagfírskum far-
manni sem heldur ótrauður í suðurátt um
ókunnar slóðir — í leit að nýju landi og sjálf-
um sér um leið.
Nú skal hverfa aftur að frægustu máls-
grein Grænlendinga sögu sem víkur að legu
Vínlands:
Meira var þar jafndægri en á Grænlandi
eða íslandi. Sól hafði þar eyktarstað og dag-
málastað um skammdegi.
Þessi stutta glefsa gefur okkur gleggri
hugmynd um legu Vínlands en nokkuð atrið
annað í fornum letrum okkar, en þó þykir
hinum fróða snillingi Ólafi Halldórssyni ekki
ýkja mikið á slíkri vitneskju að græða. Hann
telur að „orðalagið Sól hafði þar eyktarstað
og dagmálastað um skammdegi [hafi] ekki
svo nákvæma og afmarkaða merkingu að það
verði notað sem grundvöllur og forsenda
stærðfræðilegra útreikninga". (Grænland í
miðaldaritum, 101). Hér ætla ég þó að svei-
tunga Bjarna Heijólfssonar, hins óforvitna
farmanns í Grænlendinga sögu, hafi að öllum
líkindum skotist yfir atriði sem glöggum
Norðlendingum hafa löngum verið kunn, allt
frá því að Stjömu-Oddi gerði grein fyrir sólar-
gangi „norður á íslandi", svo að notað sé
orðbragð í gamalli skrá. Ölafur Halldórsson
skilur mætavel að orðin dagmálastaður og
eyktarstaður vita að þeim stundum sólar-
hrings sem nú em nefndar klukkan níu að
morgni og hálf-fjögur síðdegis, en hins vegar
virðist bögglast fyrir bijósti hins spaka manns
hveija merkingu eigi að leggja í setninguna
í heild. Hér verða lærdómsmenn ekki á einu
máli, en þó má sennilegt þykja að nú sé ver-
ið að ýja að þvi að sól beri vel yfir sjóndeildar-
hring á tilteknum stundum. Sólargangur vex
og þverr, segir í fornum letmm okkar, en þó
munu menn aldrei hafa sætt sig við þá hug-
mynd að sól hefði „eyktarstað" eða „dagmála-
stað“ nema hún væri nógu hátt á lofti til að
yppa sér yfir þau kennileiti sem miðað var
við. Hér hnígur því allt í sömu átt, eins og
ráðið verður af gleggstu landabréfum þessa
heims: Vínland hið góða getur ekki hafa ver-
ið öllu norðar en þar sem New York stendur
nú, og ástæðulítið er að leita landsins langt
fyrir sunnan New Jersey.
Jóhann Hjálmarsson þýddi
Mynd: Flóki
Nú rotnar
englahjörð Guðs
og varúlfurinn ósýnilegi
vælir
undir gálganum
Töfrandi
og alvörugefin kona
tekur leyndar þrár sínar
með sér í
gröfina
Rotturnar breytast
í blóðugar leðurblökur
og grátandi fugla
Óttinn fær vængi
Þú opnar dyrnar
fyrir vargamyrkrinu
og ógnvænlegri
fegurð
framandi
landslags
Höfundur er skáld og ritstjóri í Dan-
mörku. Ljóðið er í nýrri bók með Ijóða-
þýðingum eftir Jóhann Hjálmarsson og
heitir hún „I skolti levitans". Alfreð Flóki
lézt fyrir aldur fram 1986, en hann
hefði orðið 50 ára 19. desember sl.
Flóki
ULF GUDMUNDSEN
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. JANÚAR 1989 13