Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1989, Qupperneq 14
Nefapaforeldrar með barn. Myndin er tekin í Twycross-dyragarðinum.
Teikning af Magellan ungum.
Fornapinn Proconsui, sem eitt sinn var
talinn forfaðir manna. Málverk í British
Museum.
Menn hafa á öllum tímum komið sér upp ein-
hvers konar kerfi til að flokka það sem í
kringum þá er. Það er nefnilega fleira en
landslag sem verður lítils virði ef það heitir
ekki neitt. Kerfíssmiðir Forn-Grikkja, eink-
Hvers vegna ætli
ókvæntir karlar séu
nefndir piparsveinar?
Það er vegna þess að
Hansakaupmenn vildu
eins og kaþólska kirkjan
hafa ókvænta menn í
sinni þjónustu og krydd,
þar á meðal pipar, var
eitt af því sem
Hansaskipin fluttu.
Eftir ÖRNÓLF
THORLACIUS
Ahtillaeyjum, talið vera eftir
Kolumbus.
um Aristóteles, komu reiðu á náttúruna og
gáfu ýmsum deildum dýra og plantna nöfn.
Gríska kerfið dugði fræðimönnum Gamla
heimsins með litlum breytingum út miðald-
ir. En með landafundum nýju aldar bárust
evrópskum náttúrufræðingum allskyns
plöntur og dýr sem hvergi var ráð fyrir gert
í flokkun Aristótelesar. Greinilega var hér
átaks þörf.
SkipanKomiðá
Sköpunarverkið
Vandann leysti að lokum sænskur grasa-
fræðingur og könnuður, Carl von Linné
(1707—1778), eða Carolus Linnaeus, eins
og hann neftidi sig á latínu. Hann setti fram
kerfi til flokkunar á allri náttúrunni í ritinu
Systema naturae, Kerfí náttúrunnar, sem
út kom árið 1735.
Linné skipti lífheiminum í tvö ríki, dýra-
ríki og plönturíki. Hvoru ríki skipti hann í
æ minni deildir: fylkingar, flokka, ættir,
ættkvíslir og loks tegundir. Linné gaf teg-
undum dýra og plantna fræðiheiti, sett
saman úr tveimur nöfnum. Hið fyrra, ætt-
kvíslamafnið, er sameiginlegt öllum teg-
undum ættkvíslarinnar, en síðara nafnið,
viðurnefiiið, aðgreinir þær.
Þótt margt hafi verið endurskoðað í kerfí
Linnés standa nafngiftarreglur hans, raunar
að viðbættum ýmsum ákvæðum, m.a. til að
koma í veg fyrir að sama tegund gangi
undir mörgum nöfnum. Ef fleiri nöfti en
eitt eru í notkun um sömu tegundina skal
það hafa forgang sem elst er, ef fræðiheitið
fullnægir ákveðnum skilyrðum um form og
ljóst er við hvaða tegund er átt.
Heiti sumra tegunda. eiga sér skrýtna
sögu. Eitt sinn barst Linné pinkHl frá Nýju-
Gíneu með leifum fugls sem þurfti að gefa
nafn og fínna stað í kerfinu. Fuglinn hafði
orðið fyrir hnjaski á langri leið og voru af
báðir fætumir. Fullvíst má telja að sá ágæti
náttúrufræðingur hafi farið nærri um að
dýrið: hafí í lifanda lífí gengið á tveimur
fóturii líkt óg aðrir fuglar. Engu að síður
valdi Linné ættkvíslinni heitið Apoda, fóta-
leysingi, og til þessa dags er fræðiheiti teg-l
undarinnar Apoda paradisea, paradísar-
ftigl. I
Oðru sinni var Linné að flokka físka af
varafískaætt, en einar fímm tegundir þeirra
lifa við strendur Svíþjóðar. Einn heitir á
sænsku berggylta en á íslensku bergsnapi.
Líklega hefur andagift meistarans eða
latínuþekking verið á þrotum þegar að því
kom að fínna þessum sjávarbúa nafn því
hann heitir einfaldlega Labrus berggylta!
Mér dettur í hug þegar þeir séra Sæmund-
ur og höfðinginn í neðra voru að kveðast á
á latínu og Sæmundur lét á móti cornu
(hom) ríma „fór nú“ og var svo lærður að
hann gat sannað fyrir þeim gamla að það
væri gild latína.
Proconsul er fræðinafn á fmmmannapa
sem uppi var í Afríku fyrir tugmilljónum
ára — er raunar núorðið flokkaður undir
ættkvíslina Dryopithecus. Um skeið var
Proconsul talinn líklegur forfaðir manna
og mannapa en frekari rannsóknir hafa
þokað honum út á hliðargrein í ættar-
tölunni. Einhvers staðar las ég það að vin-
sæll mannapi í dýragarði, simpansi að mig
minnir, hefði verið kallaður Consul, og
hefðu fræðimenn valið forföður hans og
sínum heiti eftir honum, „forveri Konsúls".
Nafnið höfðar sem sagt ekki til embættis-
manna í Rómaveldi.
„LucyInTheSky
WlTH DlAMONDS"
Þar sem Afar heitir í Eþíópíu gróf leiðang-
ur fommannfræðinga upp ýmsar leifar
fmmmanna á ámnum 1972—77. Meðal
annars fannst nærri hálf beinagrind úr konu,
og mun vera elsta mannveran sem um er
vitað, þriggja til fjögurra milljóna ára.
Fræðiheiti tegundarinnar er Australopit-
hecus afarensis, en stúlkan gengur meðal
lærðra jafnt sem leikra undir nafninu Lucy.
Hennar er m.a. getið undir þessu nafni í
Encyclopædia Britannica.
Fornkonan heitir eftir „Lucy in the Sky
with Diamonds". Þetta bítlalag dundi í eyr-
um mannfræðingsins Donalds Johansons
meðan hann var að fást við beinin í Afar.
Bítilfróðir menn herma að upphafsstafir
nafnorðanna í textanum — LSD — höfði til
fíkniefnis.
Annað fíkniefni, hass, kom við sögu þeirr-
ar kynslóðar ungmenna sem vildi elskast
en ekki heyja stríð — „make love not war“
— og mættu aðrir taka sér það til fyrirmynd-
ar. Hassið átti að gera neytendur friðelsk-
andi og rólega, hreint ekki uppstökka og
áflogagjarna eins og brennivínsberserki.
Á elleftu til þrettándu öld fór mikið fyrir
islömskum ofsatrúarmönnum sem töldu það
trúarlega skyldu að myrða óvini sína og
sinntu þeirri skyldu af kostgæfni. Þeir voru
kallaðir hashisi sem mun þýða hassneyt-
andi. Þetta er þannig skýrt að hryðjuverka-
mennirnir hafí í hassvímu kynnst þeirri
himnasælu er biði þeirra eftir píslarvættis-
dauðann.
Sagnir um hasssvall þessara ofstækis-
manna, m.a. komnar frá Marco Polo, munu
stórlega ýktar, en af „hashisi" er dregið
assassin, sem á ýmsum málum þýðir laun-
morðingi, svo að ekki hefur ævinlega farið
friðarorð af hassinu.
Nú skulum við gera smáútúrdúr er snert-
ir þýðingu úr ensku á íslensku (og trúlega
fleiri mál). Vinsælir kapphlaupahundar, ekki
síst á Englandi, eru svo nefndir grey-
hounds, sem á íslensku eru oftast nefndir,
og með réttu, mjóhundar. Ég hef í þýðingu
séð þetta hundakyn kallað „gráhunda", sem
ætla mætti að væri kórrétt þýðing. Hins
vegar les ég í orðabókum að þama þýði
grey einfaldlega grey, það er hundur. Þess-
ar skepnur ættu því frekar að kallast grey-
hundar en gráhundar.
íslensk heiti á erlendum dýrum bera þess
sum merki að kvikindin hafí verið landanum
lítt kunn. Við köllum það dýr td. úlfalda sem
á flestum skyldum málum heitir kaniel eða
camel. Fyrir því er hins vegar gömul íslensk
málhefð að kalla aðra af tveimur úlfaldateg-
undum kameldýr en hina_ drómedara. Þessi
hefð er nú að riðlast og íslendingar hyllast
til að kalla alla úlfalda kameldýr í samræmi
við það sem aðrir gera. Trúi ég að vindlinga-
pakkar merktir Camel en með mynd af
drómedara hafí átt sinn þátt í þessari þróun.
En hvemig er orðið úlfaldi komið inn í
málið? Mér skilst að það sé orðið til við
misskilning, afbökun úr nafni á annarri
skepnu, elefant eða olifant, s_em sé fíl.
Hvað þá um orðið fíll? í langflestum
tungumálum er heiti þeirrar skepnu sótt í
latneska orðið Elephas. Svo var mér sagt
— og hef ekki ástæðu til að rengja það —
að orðið fíll sé af arabískum uppruna.
Skyldu leysingjamir úr tyrkjaráninu hafa
flutt það með sér heim úr ánauðinni?
Af Réttum Hvölum
Ogröngum
Framan af gekk hvalveiðimönnum illa að
ráða niðurlögum reyðarhvala. Þeir syntu of
hratt til að hvalveiðibátar hefðu við þeim,
auk þess sem dauðir reyðarhvalir sukku í
sjó. Lengi var vænlegast að veiða sléttbak.
Hann fór ekki hratt yfír og hræin flutu.
Af þessum sökum hlaut sléttbakurinn á
mörgum málum nafnið „rétthvalur“ (right
whale, rátval), þ.e. sá rétti til að veiða.
Þetta breyttist þegar leið á 19. öldina.
Hraðskreið gufuskip höfðu við reyðarhvöl-
unum og norskur hvalfangari, Svend Föyn,
tók í notkun sprengiskutulinn. Fram kom
einnig tækni til að halda skrokkunum á
floti. Eftir þetta seig brátt á ógæfuhliðina
fyrir reyðarhvölunum og verður sú saga
ekki rakin hér. En í áhöfn Föyns var maður
sem Minke hét (hann stafaði nafn sitt víst
reyndar Meinke eða Meincke). Hann var
einhveiju sinni uppi í tunnu og hrópaði til
félaga sinna að framundan væri vaða af
steypireyði.
Þegar betur var gáð reyndust þama vera
hrefnur á ferð, sem sagt minnstu reyðar-
hvalimir í stað þeirra stærstu. Háðung
Minkes þótti mikil og sagan barst brátt út
14