Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 4
l fniiiiiíuminimmnriTmsírrrjT nnrrrr rnTnrrrrr : I stríði við rök meðalmennskunnar A Rætt við KNUT 0DEGÁRD í tilefni þess að hann lætur nú af starfi forstjóra Norræna Hússins eftir fjögurra ára tímabil. EftirGÍSLA SIGURÐSSON skrifstofu forstjóra Norræna Hússins situr Knut 0degárd og hefur^egnt sér á veggnum lýsingu úr handriti af Olafí helga, en/síri/til hvorrar handar Maríu með hjartað utaná og rússneskan íkon með hinni heilögu Par- askevu. Ef það skyldi ekki duga, þá er inn- an seilingar mikil og vegleg bók, sem hefur meðal annars að geyma dýrlegar yrkingar um heilaga guðsmóður: Lilja Eysteins munks Ásgrímssonar, sem Knut hefur þýtt á norsku. Þetta eru hlutir, sem tengjast áhuga skáldsins á miðöldum og koma ekki beint við embætti hans í Norræna Húsinu. Þeir segja samt sína sögu um manninn og skáldið, sem gegnt hefur forstjórastarfi í Norræna Húsinu undanfarin fjögur ár. Þessu tímabili lýkur nú um mánaðarmótin og þá stendur Knut upp úr stólnum og tek- ur væntanlega Marfu og heilaga Paraskevu með sér ásamt fornlegu harmoníum, sem hann leikur sálmalög á og lætur standa við hlið tölvunnar. Annað verður eftir og vitnar um norrænan menningararf; húsgögnin eft- ir Alvar Aalto og myndir eftir Munch eins og vera ber í slíku musteri norrænnar mehn- ingar. En til hvers er þetta hús? Er það útsýnis- gluggi til hinna Norðurlandanna, eða er það „hluti af varnarlínu" gegn „ameríkaniser- ingu poppmenningar" eins og núverandi menntamálaráðherra kemst að orði í bækí- ingi á tvítugsafmæli hússins á fyrra ári? Eftir orðanna hljóðan virðist því vera til einhverskonar æskileg poppmenning, óa- merísk, sem Norræna Húsið á eftir áliti menntamálaráðherrans að standa vörð um. „Ég á bágt með að sjá, að við þurfum að verjast Ameríku og amerískri popp- menningu frekar en öðrum löndum eða því sem til er af ómenningu hvarvetna í heimin- um, einnig á Norðurlöndum", segir Knut 0degárd. „„Ameríkanisering" er tugga, sem sumir nota hugsunarlaust um hvaðeina, sem neikvætt er í menningarlífinu og gildir þá einu hvaðan það er komið. Aðrir nota þetta orð vísvitandi f pólitísku skyni gegn Banda- ríkjunum. Þegar verst lætur snýst þetta um að notfæra sér fordóma í pólitísku augna- miði. En í bezta lagi - sem einnig er slæmt - er þetta ókurteisi gagnvart nágrönnum okkar f vestri. Á sama hátt er hugtakið popp notað nokkuð gróflega; menn gleyma því oft, að popplist getur haft nýsköpun í för með sér og verið í bezta skilningi nútf ma- leg list. Tökum sem dæmi popplist Andy Warhols; hann tel ég vera meðal framúr- skarandi listamanna á okkar tímum. Ég var svo heppinn að geta komið upp sýningu á myndum hans af Ingrid Bergman 1986, rétt áður en hann féll frá. Listræn gæði tel ég vera grundvallaratriði og hvaða gildi Iist- ín hefur í þeirri siðmenningu og hugmynd- um, sem við búum við hverju sinni. Warhol-sýningin og sýningar okkar á list utan Norðurlandanna eru f samræmi við hugmyndir mfnar um, hvernig norrænt menningarsamstarf eigi að vera. Við megum ekki einangra okkur frá umheiminum, en taka á móti mikilvægum áhrifum allsstaðar að úr veröldinni. Við eigum líka að halda á lofti og kynna veröldinni það bezta úr norr- ænni listsköpun. Við eigum að rækta það bezta frá okkur sjálfum, ástunda menning- arsamskipti og gera Norðurlönd að stærri menningarmarkaði en hvert þessara landa getur orðið eitt sér. En ég vil gjama enda þetta svar mitt við spurningunni uci popp-menningu og „ameríkaniseringu" með því að halda fram, að ísland sé í langtum minni mæli mótað af þessu en hin Norðurlöndin. Kannski er það móðgun við f sland og íslenzka menning- arhefð - til dæmis málræktina - að tala um, að hún sé í hættu gagnvart útlendri lág- menningu". Knut Ödegárd hefur sfnar hugmyndir um hlutverk hússins eftir fjögurra ára stfórnun. Ég spurði hann að því f upphafi samtals okkar, hvort þessar hugmyndir hefðu breyzt frá því hann tók við starfinu fyrir fjórum árum. Er hann annars sinnis ná, þegar hann lætur öðrum eftir stólinn? „Ég hafði háleitar hugmyndir um það sem ég vildi gera við Norræna Húsið, þegar ég kom hingað fyrir rúmum fjórum árum. Umfram allt vildi ég gera sem mestar list- rænar kröfur til þess efnis sem í boði væri. En ég vildi einnig, að Norræna Húsið yrði virk menningarstofnun, sem ætti frumkvæði í mun ríkari mæli en áður og setti sjálft saman eigin efnisskrá og sýningar í stað þess að taka einungis við þvf sem aðrir buðu. Að við ættum að koma fram með nýjar hugmyndir, sýna myndlist, heyra í rithöfundum og tonlistarmönnum, sem talizt geta fulltrúar þýðingarmikilla strauma í list- menningu samtfmans. Að við ættum að byggja brýr milli Norðurlanda og umheims- ins og draga fram í dagsljósið ýmislegt úr arfi okkar, sem til þessa hafði ekki oft ver- ið sýnt á íslandi. Eg hafði - og hef enn - mikinn metnað vegna hússins, og mér finnst ég hafa haft árangur sem erfiði. Það skal viðurkennt, að þetta starf hefur tekið af mér langtum stærri toll og verið erfiðara en ég hafði ímyndað mér. Oft var Ifka örðugt að skapa skiining á þvf sem ég vildi og f því sambandi hef ég orðið fyrir gagnrýni frá fólki úr norræna menningar- samstarfinu. Það talar með lftilsvirðingu um áherzlu mína á „úrval" eða „hámennta- stefnu". Þessi „úrvalsstefna" mfn á að vera fjandsamleg fólkinu. En hvað þá þegar þús- undir manna streyma f Norræna Húsið til að sjá Munch eða til að hlusta á nútíma- skáld lesa upp ljóð? Er þetta fólk þá ekki fólk? Sannleikurinn er þvf miður sá, að í norr- ænum menningarsamskiptum hefur meðal- mennskan ráðið í of ríkum mæli; allt hefur fengið sama sess fyrir það eitt að vera norr- ænt. En þessu stríði gegn rökum meðalmenhs- kunnar og baráttu fyrir gæðum og frum- kvæði, hefði ég aldrei getað staðið í nema hafa mér við hlið hæfa kunnáttumenn. Þeg- ar ég hóf störf hér, hafði Norræna Húsið ekki á sínum snærum neinn list-ráðunaut; það var sem sé gert ráð fyrir því, að for- stjórinn skyldi vera sérfróður um allt frá nútímatónlist, Ijóðlist og listsögu til fjár- hagslegrar áætlanagerðar. Með öðrum orð- um; það var lagt af stað með fremur metnað- arlausa stefnu og ekki talin þörf á sérfræð- ingum. En ég fékk dr. Ólaf Kvaran til að taka að sér það veigamikla hlutverk sem listráðgjafi er og hann hefur síðan verið sá sem mest á mæðir, þegar Norræna Húsið stendur að listsýningum með þeim metnaði sem vert er. Samvinna okkar Olafs um sýn- ingar er meðal þess úr reynslu minni hér, sem eftirminnilegast verður og sá hluti starfsins, sem ég mun líta á með mestum söknuði. Það var sem sagt ekki nákvæmlega á hreinu, hvert hlutverk Norræna Hússins ætti að vera. Samt fylgir þessu starfi reglu- gerð sem ákvarðar rammann utan um starf- semina. Þessi rammi er rúmur og sam- kvæmt þessari reglugerð getur kynningar- hlutverk Norræna Hússins eins verið utan listanna, til dæmis f verzlun og viðskiptum, varðandi atvinnulíf eða iðnframleiðslu. Ivar Eskeland, fyrsti forstjóri Norræna Hússins, markaði þá stefnu, að starfið skyldi vera aðallega á iistmenningarsviðinu. En honum fannst ekki nóg að fá einhvern vísnasöngv- ara og gítarleikara frá Norðurbotni. Merk- inu skyldi haldið hátt. Fyrir þetta er ég Ivari mjög þakklátur og minnist einnig með þakklæti og virðingu annars fyrirrennara míns, Eriks Sonderholm, sem hafði mikinn metnað í þessa veru, en er nú því miður látinn fyrir aldur fram. Þá má spyrja: Hversvegna þessa áherzlu á listmenningu? Það er svo margt annað, sem mætti hugsa sér að gera við húsið í nafni norrænnar menningar. Mitt svar er svohljóðandi: Vegna þess að þar birtist and- lit manneskjunnar hvað greinilegast. Listin fjallar nefnilega alltaf um manneskjuna og það mannlega - og þá er ég að tala um list- ina en ekki áróðursgildið. Listin er mesta raunsæismál sem við eigum; hún sýnir okk- ur að milljónirnar í hagtölunum og tölvunum eru settar saman af einstaklingum og hver þeirra á sín örlög. Listin leiðir til þess, að maðurinn lifir sem hugsandi, samúðarfull vera. Hve sönn eru þau orð, sem ógnvekj- andi í hreinleika sfnum ýta við okkur, að maðurinn lifir ekki af brauði einu saman. Við sjáum það betur en nokkru sinni. í list- inni eru frjókorn þeirra hugmynda sem við búum við, listin sundrar hugmyndum og list- in skapar nýjar hugmyndir utan um líf okk- ar. Ljóðið gefur manninum vængi. Mestu skiptir þó, að maðurinn sér bróður sinn og systur í öðrum manni. Og er það ekki undur undranna, að sú list sem ef til vill er óhlutlægust allra lista - tónlistin- ein- mitt hún titrar hlutlægast í huga mannsins, frá tónskáldi til flytjanda til áheyranda - en þó hljómar hún fyrst til tónskáldsins úr ókunnum stað - með boðskap sinn um að öll erum við eitt. Hvergi er maðurinn svo augljós sem í list- inni og því er listin fullkomnasti sendiboði mannúðar og bræðralags, hvað sem lfður þjóðerni. Þetta er sama mannúðarstefna og við finnum í því sem ég kalla norræna mannúðarstefnu; það sem við getum verið stoltust af á Norðurlöndum er að sjá með- bræður okkar í þeim sem ekki lfkjast okkur - það er mannúðarstefna Nansens og Hammarskjölds". „Svo við minnumst dálítið nánar á stöðu Norðurlanda í listmenningunni: Hófam við veríð of hógyær og hlédræg? Við vitum, að Norðurlandábúar hafa skapað stórkostleg listræn verðmæti á öllum sviðum. Við erum að sjálfsögðu sammála um að standa vörð um þennan arf, en þyrftum við ekki í ríkarí mæli að skapa eitthvað nýtt, eiga frum- kvæði að nýsköpun. Mér finnst það viðhorf ríkjandi bæði hér og annarsstaðar, að þrátt fyrír staðgóða menningu og almenna vel- sæld, séu Norðurlóndin útkjálki, einhvers- konar Strandasýsla í heiminum og þaðan sé naumast að vænta frumkvæðis í listum. Vantar þessar þjóðir ekki meirí metnað? Er nóg að fylgjast grannt með því sem geríst ÍAmeríku, eða Frakklandi eða Þýzk- alandi? Þegar upp koma nýjar stefnur þar, til dæmis í myndlist, þá erum við Norður- landamenn roknir til og óðar búnir að taka þetta ómelt uppá okkar arma, þótt þessar stefnureigi sér kannski allt aðrar forsendur og djúpar rætur, þar sem þær spruttu upp, samanber ný-expressjónismann ÍÞýzkalandi um 1980." „Það er mikið til í þessu, en hinsvegar er erfitt að kveða upp úrskurð um, hvers- vegna þetta gerist með þessum hætti. Kannski eru það smáþjóða-komplexar, ég veit það ekki. Við höfum samt ekki alger- Iega haldið að okkur höndum og má benda á sýninguna Scandinavia Today, sem fór til Bandaríkjanna og Japan og var að ég held til rnikils sóma og álitsauka, enda er ég viss um, að við eigum margt til að gefa heiminum. Að sjálfsögðu megum við ekki einangra okkur og láta duga að senda skáld og aðra listamenn milli þessara landa, - en láta af- ganginn af veröldinni eiga sig. Við verðum að opna hurðir og glugga út á við og stuðla að gagnkvæmum samskiptum. Það er eins og það bara gerist, stundum hér og stundum þar, að listrænt frumkvæði á sér stað og enginn veit hversvegna. Enginn veit hvers-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.