Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1989, Síða 3
I-ggPáW m ta æ ® s a a e æ s @ a a ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Á myndinni er Vilhjálmur Bergsson listmálari, sem nú hefur sezt að í Diisseldorf í Vestur-Þýzkalandi. Þar hitti Sigurður S. Bjarnason hann að máli fyrir Lesbók og í samtali greinir Vilhjálmur frá uppruna sínum í Grindavík svo og ástandi heimslistarinnar á okkar tímum, sem hann telur að skorti mjög frumleika og hugmyndaflug. Sá skortur birtist bæði í íslenzkri myndlist og ekki síður hjá stórveldunum á þessu sviði, Þjóðveijum og Bandaríkjamönnum. Hverfisgatan þótti ná æði langt út úr bænum og það var ekkert smáræði að fara inn að Norðurpól, sem stendur enn og er innsta húsið við götuna. Þangað fóru bæjarbúar til að kaupa sér veitingar og stundum var svo mikil háreisti við Hverfísgötuna, að keyra þótti um þverbak. Þetta er síðasta grein Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings um Hverfísgötuna. Lisía er eftir Unni Börde Kröyer, íslenzka sendiherrafrú af norskum uppruna og Lisía er raunar nafnið á aðalpersónunni hér, stúlku frá Filipseyjum, sem komin var til Sviss og náði langþráðu takmarki: Að gifta sig og eignast með því svissneskan ríkisborgararétt. Ferðabladið fjallar m.a. um borgarferðir, sem nú eru vinsælar og athugar hvað hægt er að gera í Amsterdam að vetrarlagi. Auk þess er síðari hluti greinar um golf í Florida. SIGURÐUR NORDAL Sólarlag Einni unni ég meyjunni, meðan það var. Nú er sú ástin aska og útbrunnið skar. Nu er sú ástin aska, sem áður vermdi lund eins og júnísól í heiði um hádegisstund. Sól varstu og þíðvindi þungbúnu geði, ylur minn, Ijós mitt, líf mitt og gleði. Svo hættirðu að vinna á hretskýjunum svörtu. Svona fer þeim öllum, sólunum mínum björtu. Svona fer þeim öllum , þótt í suðri hafi þær völd. Dagurinn þeirra á sér áður en varir kvöld. Þú hvarfst mér í norðri, það húmar að kveldi. Á morgun fer önnur úr suðri um sál mína eldi. Sigurður Nordal, f. 1886, d. 1974, skáld, próf- essor við Háskóla ísiands og fræðimaður, var einn mestur áhrifamaður í menningarlífi íslend- inga á löngu tímabili. IMý sýn aftur í tímann Er tískan ekki furðulegur fugl? Allir fjölmiðlar virð- ast einblína á það eitt sem er í tísku hvetju sinni. Allt annað er fánýtt. Tískufötin, tískufólkið og tískulistinu er útmáluð í tímaritum, blöðum, út- varpi og sjónvarpi. Amátlegust birtist tískan í öllum íslensku „skepnu“-tímaritunum (úr dönsku skæbne=örlög), sem flest kenna sig við líf þetta eða hitt. Á hágljáasíðum þeirra birt- ast myndir, greinar og viðtöl við fólkið sem er í tísku, þetta um það bil 15-20 manns, sem pressan hefur tekið ástfóstri við og virðist fúst til að láta gramsa opinberlega í einkalífi sínu fram og aftur. „Þetta selst,“ segja þeir vafalaust, „þetta er það sem fólk- ið vill.“ Og þá fær fólkið það óþvegið. Auðvitað getur manni sámað að komast ekki í tísku, sama hvemig rembst er. Sjálf- sagt er það einskær öfund, sem lætur þetta fara í taugarnar. En þannig er það nú samt. Ástæðan til þess að ég kreisti pennann að þessu sinni er sú, að margra ára saman- söfnuð gremja vegna þessarar einlitu og fábrotnu tískustefnu fjölmiðlanna sauð upp úr um þessi síðustu við-nögl-skornu jól. Þá upphófst í blöðum og þessum lífstímaritum kórinn kunnuglegi: birtar em myndir af tískufólkinu yfír hnitmiðuðum tilsvörum þess við spumingum um hvaða bækur væm bestar — hver er jólabókin í ár? — hvaða höfundur slær í gegn? — hvaða skáld er að „meika það“?. Svörin era auðvitað þau sömu og í fyrra og hitteðfyrra og árið þar áður, enda fólkið það sama og metsöluhöfundarn- ir að mestu leyti þeir sömu. Allir sem vilja tolla í tískunni lesa að sjálfsögðu bækur tískuhöfundanna og tileinka sér umsagnir tískufólksins á nýjustu tískubók nýtískuleg- asta metsöluhöfundarins. Korinn hefst þetta í okt./nóv. og nær hámarki um miðjan des- ember til þess að örva söluna á metsölubók- unum. Um áramót er tískufólkið kallað til vitnis á ný og fær tækifæri til að staðfesta spár sínar um höfund bókar ársins, og allir virðast harla ánægðir. í öllu þessu brambolti og írafári með 5-10 bækur og höfunda þeirra koma út aðrar fjögur til fímm hundmð bækur sem seljast eða seljast ekki. Margar þeirra em unnar af stakri vandvirkni og alúð, lögð í þær mikil vinna, jafnvel blóð, sviti og tár. Og fáeinar em ritverk, sem em í kjöl bundin til þess að breyta heiminum, bæta við þekk- ingu manns, opna nýja sín til alheimsins, marka þáttaskil í skilningi okkar á lífinu og tilverunni. En þær em því miður ekki í tísku, hvorki meðal tískufólksins, tískusamtakanna, né tískustöðvanna, sem útvarpa aðeins því sem er í tísku. Jafnvel ótískulegasta stofnun landsins, Háskólinn við Hagamel, lætur sér fátt um finnast — eða í léttu rúmi liggja, nema hvort tveggja sé. Væri ég í tísku og ég spurður hver væri bók ársins (og taktu nú vel eftir, fámenna þjóð!), myndi ég vitaskuld neita að svara svo heimskulegri spurningu opinberlega, því heimskuleg spurning kallar á heimskulegra svar. Þér, lesandi góður, get ég hins vegar tjáð, að merkilegasta bókin, sem út kom á árinu sem leið er nýjasta bindið í ritsafni Einars Pálssonar, Rætur íslenskrar menningar, Stefið, eins og öll hin árin þegar hin bindin sjö komu út. Einar Pálsson er dæmigerður spámaður í sínu heimalandi og hann er ekki í tísku. Án ábatavonar, af hógværð og í trássi við hrópandi fálæti íslenskrar háskælingar, heldur hann áfram ótrauður að rannsaka undirstöður íslenskrar menningar, trúar- bragða forfeðra vorra, íslenskra bókmennta, siðfræði fommanna, heiðins siðar, landnáms og baksvið heimsmyndar og goðafræða. Hann tekur sér fyrir hendur umturnun hugmyndakenninga og skoðana þeirra manna, sem hafa verið í tísku í íslenskum fræðum allt fram til þessa, tekur þá áhættu að móðga jafnvel þá sem setið hafa í hásæt- um fræðanna og geldur fyrir með þögn lærisveina þeirra. Ekki einasta hefur hann veitt mér ómælda ánægju með bókum sínum, ^ heldur opnar hann mér alveg nýja innsýn í íslendingasög- umar og les ég þær nú á ný með enn meiri ánægju en áður. Mörgum stóm spurningunum, sem vökn- uðu við lestúr Njálu, Grettissögu, Hrafnkels- sögu Freysgoða, Droplaugarsonasögu og fjölda annarra íslendingasagna svarar Einar í ritverki sínu og líkt og í lestri góðrar spennusögu veltir maður fyrir sér aftur og aftur spurningunni: Af hveiju kom ég ekki auga á þetta sjálfur? Allt virðist svo einfalt og sjálfsagt þegar búið er að upplýsa það. í fyrstu bókinni, Baksviði Njálu, setur Einar fram tilgátur sem við fyrstu sýn minna helst á galdra, eða töfraþulur. í hveiju bindi á fætur öðm hefur hann síðan fært gild rök að kenningum sínum, studd tilvísunum í fjölda ritgerða og bóka, ævagamalla og spánnýrra, rammíslenskra og útlendra, og niðurstöðum eigin rannsókna. Þetta er æsi- spennandi lesning með ótal spumingum og svömm og stórkostlegum uppljóstmnum. Hvernig var ísland numið, hvaða hlut- verki gegndu öndvegissúlur, hveijir skrifuðu íslendingasögumar og til hvers, em þær einskær skáldskapur eða býr annað og meira að baki þeim? Hver em tengsl Kára við Kaíro, Njáls við Nílarfljót, hundsins Sáms við stjömuna Síríus, Tarot-spila við tímatal? Hvemig í ósköpunum stendur á þeirri þramandi þögn, sem ríkir um skrif og kenningar Einars Pálssonar í sjálfri vöggustofu fræðanna? Væri hér á landi til akademía er ég sann- færður um að fræði Einars Pálssonar væm kmfin, rædd og gagnrýnd meira en nokkur önnur fræði. Mér segir svo hugur, að þverskallist íslensk þjóð við þessum stórmerku kenning- um Einars, eigi hún eftir að iðrast þess' síðar, er erlendir fræðingar hefja hann á stall sem merkasta uppgötvara allra tíma í þessum margslungnu fræðum. Þá verður mörg tískubókin grafin í gleymsku. Því tískan er kynlegur og eirðar- laus fugl. HRAFN harðarson LEGBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. FEBRÚAR 1989 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.