Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1989, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1989, Qupperneq 4
um ritgerð höfundNjálu Fyrir nokkru var mér sögð sú saga af Sigurði Pálssyni enskukennara við Menntaskólann á Akureyri að hann hefði eitt sinn um sumartíma verið í heimsókn hjá bónda sem hann var kunn- ugur. Franskir ferðamenn komu á bæinn kvöld Rætt við Sigurð Sigurmundsson, bónda, orðabókarhöfund og fræðimann í Hvítárholti í Hrunamannahreppi eitt meðan Sigurður dvaldi þar og fengu þar gistingu. Morguninn eftir sátu frönsku ferðamennirnir og spjölluðu og heyrði Sig- urður á tal þeirra. Hann var góður frönsku- maður. Heyrði hann að Frakkamir ræddu sín í milli í hálfgerðum lítilsvirðingartóni um, hve allt væri frumstætt í íslenskum sveitum. Gekk hann þá til þeirra og tók þá tali. Undruðust þeir mjög að hitta þama frönskumælandi sveitamann og höfðu orð á því. En Sigurður lét lítið yfir og sagði að enginn bóndi á íslandi væri svo aumur að hann talaði ekki frönsku. Mér datt þessi saga í hug þegar ég heim- sótti Sigurð Sigurmundsson bónda í Hvítár- holti í Hmnamannahreppi. Ef útlendir ferða- menn heimsæktu hann yrðu þeir vafalaust hissa. Hann hefur nefnilega unnið það afrek að setja saman spánska orðabók, án þess að hafa notið neinnar kennslu í spænsku nema sjálfsnáms. Hann hafði heldur aldrei komið til Spánar og varla hitt Spánveija að máli þegar bókin kom út fyrir nokkrum ámm. En nú er spánska orðabókin ekki leng- ur mál málanna hjá Sigurði, það sannfærð- ist ég um þegar ég var sest með honum inn í stofu í Hvítárholti. Af hverju ekki ég? „Ég hef undanfarið verið að skrifa ritgerð um höfund Njálu og því verki er nú lokið,“ segir Sigurður og hampar handskrifaðri rit- gerðinni framan í mig. Ég gríp til blaðanna og verður fyrst fyrir að dást að því hve falleg rithönd Sigurðar er, og hef orð á þeirri skoðun minni. „Ég hef alltaf haft það á bak við eyrað að bæta rithönd mína og með ámnum hef ég gert það,“ segir Sigurð- ur. Hann segir mér að áhugi hans á höf- undi Njálu hafí vaknað þegar hann las fyr- ir mörgum ámm ritgerð í Andvara: Stýri- mannanöfn í Njálu eftir dr. Barða Guð- mundsson þar sem hann leiðir getum að því að Þorvarður Þórarinsson frá Valþjófsstað hafí verið höfundur Njálu.„Nágranni minn, Helgi Hrafnkelsson, barðist mikið á móti þessari kenningu og hélt fram Snorra Stur- lusyni sem höfundi Njálu, en sjónarmið Barða urðu mér mjög hugstæð, þó mér fynd- ist við nánari athugun að ýmislegt vantaði í það sem hann hélt þarna fram og ég geti raunar ekki fallist á allt sem hann heldur fram í þessu efni. Lengi vel beið ég eftir að einhver tæki sig til og fullkomnaði þá mynd sem Barði dró þarna upp. Hins vegar leið og beið og enginn slíkur gerði vart við sig. Þá hugsaði ég með mér, „Af hverju ekki ég,“ og svo fór ég að draga saman enn frekari rök fyrir því að Þorvarður Þörarins- son sé höfundur Njálu. Undir þessa kenn- ingu Barða reyni ég að renna enn frekari stoðum í ritgerð minni og vitna í því sam- bandi til fjölda heimilda eftir virta fræði- menn. Ég held því sjálfur fram að mér ta- kist það en hvort svo er, það verður svo hver að dæma fyrir sig, þegar ritgerð mín kemur út, sem verður fljótlega," segir Sig- urður. Um frekara innihald ritgerðar sinnar er hann fáorður, nema hvað hann les fyrir mig eftirfarandi setningar: „Þegar leita skal höfundar er margt sem hafa ber í huga. Hver er uppruni hans og hvar er hann kunn- ugur á sögusviði, um það fjallar staðfræðin. Hvert er málfar hans og stíll? Hvaða sögur eða bókmenntir voru honum kunnar og hver voru áhrif þeirra á verkið? Hver var trú, siðgæðishugmyndir og lífsskoðanir höf- undarins? Hvað vissi hann og gat vitað um atburði þá og persónur sem um var fjallað? Gat eigið aldursskeið samrýmst aldri sög- unnar? Hve fróður var hann í fornum lögum og rétti?“ Þessu kveðst Sigurður hafa byggt á. „Ég reyni að sýna að allt standist. Eg tel að það hafi tekist, svo að erfítt sé að reka þar fleyg í,“ segir Sigurður. Að öðru leyti kvaðst hann vilja láta verk sitt tala, þegar þar að kæmi. En hvernig getur íslenskur bóndi með stóran bamahóp komið því við að læra er- lent tungumál til þeirrar hlítar að geta sa- mið orðabók og stundað tímafrekar bók- menntarannsóknir í hjáverkum. Ég spyr hvemig þetta sé hægt. Sigurður segir mér að auðvitað hafí þetta ekki gengið átaka- laust. „Auðvitað hefur þetta oft komið niður á búskapnum," segir hann. Undir þetta tek- ur kona Sigurðar, Elín Kristjánsdóttir frá Haukadal, þegar hún kemur inn í stofuna til þess að færa okkur kaffi og meðlæti. Elín hefur orð fyrir að vera mikil dugnaðar- Eftir GUÐRÚNU GUÐLAUGSDÓTTUR Sigurður Sigurmundsson í Hvítárholti. Elín Kristjánsdóttir húsíreyja í Hvítár- holti. kona og hefur meðal annars stundað hrossa- rækt með góðum árangri.„Ég var alin upp til þess að stunda búskap, og ég verð að segja eins og er að mér hefur oft fundist fara of mikill tími hjá Sigurði í skriftimar, segir Elín. „Það er yfirleitt rekinn mikill myndarbúskapur hér í Hmnamannahreppi og ég er nú einu sinni þannig gerð að mér leiðist að vera eftirbátur annarra. Ég fór út í hrossaræktina vegna þess að ég vildi líka eiga verðlaunagripi og mér tókst það. En Sigurði hefur aftur stundum þótt vera full mikið stúss við hrossin." Með það snarast hún fram í eldhús en ég sit eftir og hugsa með mér að mikið langlundargeð hafi þessi hjón þurft að sýna ólíkum áhugamálum hvors annars. En bæði hafa þau greinilega náð góðum árangri, hvort á sínu sviði, og slíkt væri varla gerlegt nema með góðum skilningi beggja aðila. Sjö hamingjuár í Laugarási Sigurður Sigurmundarson fæddist að Breiðumýri í Reykjadal í Suður-Þingeyjar- sýslu. Faðir hans, Sigurmundur Sigurðsson, var þar læknir í 17 ár en móðir Sigurðar hét Anna Eggertsdóttir og var bróðurdóttir Matthíasar Jochumssonar. Á Breiðumýri var Sigurður til 10 ára aldurs. „Þarna mótaðist ég að miklu leyti og ég ber töluvert af þin- geyskum áhriftim í mér, t.d. málfarslega,“ segir Sigurður. „Það voru ýmsir menningar- straumar á ferðinni í Þingeyjarsýslu á þeim árum og vafalaust hef ég eitthvað drukkið í mig af því. Svo árið 1925 sótti faðir minn um Gímsneshérað með aðsetur í Laugarási. Þangað kom ég 10 ára gamall og það voru mikil umskipti. Þó mér þætti leiðinlegt að fara að norðan þá varð ævintýralöngunin öðru yfírsterkari. Ég hafði skapað allt í huganum áður en ég kom, en aðkoman var ekki eins glæsileg og ég hafði ímyndað mér. Þar var gamalt og gisið timburhús. Það hefði ekki verið líft í því nema af því að við höfðum hverahitann. Húsið hafði upphaflega verið reist við Geysi, í tilefni af konungskomunni árið 1907. Það var rifíð og endurbyggt í Laugarási. Fyrstu tvö árin höfðum við engan síma og enginn bílvegur var í Laugarás svo allt þurfti að fara á hestum. í Laugarási áttum við þó sjö ham- ingjuár. Ég held að þau ár hafi verið móður minni mestu hamingjuár hennar ævi. Móðir mín var mikil áhugamanneskja um garð- rækt og í Laugarási fékk hún tækifæri til að sinna að marki því áhugamáli sínu. Pabbi hafði mikinn áhuga á túnrækt og fékk lán- aðan þúfnabana til þess að slétta tún í Laug- arási. Það var stórfenglegt að horfa uppá þær aðfarir þótti mér. I Laugarási festi ég það yndi að það voru mín þyngstu spor að stíga á lífsleiðinni, að fara þaðan. Þegar ég var á sautjánda árinu keyptu foreldrar mínir kúabú að Þóroddsstöðum í Reykjavík sem mamma og við börnin tókum að okkur að sinna en faðir minn fór sem læknir til Flat-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.