Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1989, Side 6
Stígamir eru oft mjóir og erGðir yfír-
ferðar.
Vatnið sem við gistum hjá við rætur Kafír Kotals í 4000 metra hæð.
ISLENZKUR
L Æ K N I R
AFGAN I STAN
Ferðast um fjallaskörð
og jarðsprengjubelti
nóvember er tímabært að leggja af stað til Pakist-
an. Við gætum ef til vill dregið það aðeins lengur,
hins vegar er ekki hægt að fá keypt meira hey
handa hestunum og því verðum við að leggja af
stað. Hestarnir komu fyrir viku frá Pakistan hlaðn-
Þriðji og síðasti hluti
Höfundurinn fór til
Afganistan á vegum
franskra læknasamtaka,
sem hafa lagt Afgönum
lið í baráttu þeirra. í
þessum síðasta hluta
frásagnarinnar lýsir
Jóhanna förinni til baka
til Pakistan yfir
fjallaskörð, þar sem hún
varð að sofa í gjótu í
4000 metra hæð og það
var annað en auðvelt að
komast með allt sitt
hafurtask framhjá
vörðunum í
landamærastöðvunum.
Myndir og texti:
JOHANNA
LÁRUSDÓTTIR
ir bóluefni gegn mislingum og lyfjum fyrir
veturinn. Hér eru mislingar sú sótt sem
veldur mestum ungbarnadauða. Talið er að
hingað til hafi allt að helmingur barna að
12 ára aldri látist út þeim. Nú á að bólusetja
í fyrsta sinn.
Við ráðum 20 skæruliða til að fylgja okk-
ur og erum með jafnmarga hesta. Við erum
bara tvö Vesturlandabúamir, ég og Fabien
dýralæknir hópsins. Þegar við kveðjum
þennan dal og íbúa hans hellist yfir mig
tilfínning sem ég þekki svo vel núna: Ein-
hverskonar yfírþyrmandi söknuður. Ég sé
þetta fólk áreiðanlega aldrei aftur.
Lagt er af stað snemma morguns og
gengur ferðin yfír skarðið til þorpsins Sum
Darara vel. Þangað er dagleið. Þorpsbúar
biðja mig að líta á mann sem hafði særst
í loftárás riokkurm dögum áður. „Já, en
bara hann“, segi ég og fer strax í vamar-
stöðu. 1 þessum afskekktu fjallaþorpum vilja
nefnilega allir láta líta á sig, ef fréttist af
lækni. Þessi maður er fárveikur með
sprengjubrot sem hafði farið inn um læri
og sennilega inn í hné. Mikill vökvi er í
hnénu, lærið tvöfalt af bólgu og hann er
greinilega með blóðeitrun. Eg hef það sem
til þarf og næsta morgun er líðan hans mun
betri. Að launum fæ ég hrísgijón að borða
og sér herbergi til að sofa í sem er alger
munaður. Annars hefði ég orðið að sofa í
Moskunni innan um alla skæmliðana eða
úti.
LOFTÁRÁSIR ALLT UM KRING
Daginn eftir leggjum við af stað um leið
og birtir. Þegar við höfum riðið í um það
bil klukkustund birtast herflugvélar og gera
árásir á þorpið, sem við vorum að yfírgefa.
Þetta er önnur árásin á nokkrum dögum.
Óþægilegt að geta ekki snúið við og athug-
að hvort einhver er slasaður. En ég er bara
með lyf og umbúðir fyrir okkur og get ekki
leyft mér neinar hóplækningar. Allan daginn
eru gerðar loftárásir allt í kringum okkur.
Við verðum að gæta þess að hafa gott bil
á milli hestanna.
Seinni hluta dags liggur leið okkar um
sléttan dal. Hér væri gaman að láta hestana
spretta úr spori. Við verðum að spara krafta
þeirra og getum því lítið leyft okkur af
slíkum munaði.
Við komum til Jurm rétt fyrir myrkur.
Þar hittum við frönsk hjón sem eru nýkom-
in tii bæjarins á vegum MSF tii að endur-
byggja spítalann. Jurm er nýfallin í hendur
skæruliðum og þess vegna er leið okkar til
Pakistans mun styttri og auðveldari en ella.
Frönsku hjónin eru ekki öfundsverð af verk-
efninu sem bíður þeirra. Áður en stjórnar-
hermenn fóru lögðu þeir allt í rúst. Spítalinn
er aðeins útveggir og þak, rúðulausir
gluggar og gólfin þakin drasli.
Hér er einkennilegt andrúmsloft eins og
allsstaðar þar sem stjómarherinn og Rússar
hafa nýlega verið. Fólkið sem flúði snýr
aftur. Lítur á alla sem eftir sátu sem stjórn-
arsinna og andstæðinga skæruliða. Þetta
er auðvitað ekki rétt því margir eru aðeins
ópólitískir og kusu að yfírgefa ekki eigur
sínar og heimili. Allt skólastarf liggur niðri
því allir kennarar fóru þegar skæruliðar
tóku völdin. Fyrir stríð var ólæsi og mennt-
unarskortur mikill í Afganistan og ekki
hefur ástandið batnað. Enginn þeirra 20
skæruliða sem fylgja okkur er læs eða skrif-
andi.
Næsta morgun sjáum við herþotur gera
stórfelldar árásir norðan við Jurm. Um sama
leyti og við leggjum af stað kemur sendi-
boði til læknanna. Árás var gerð á leiðina
sem við fórum daginn áður og eru 40 látn-
ir og margir slasaðir. Ég fullvissa hjónin
um að það sé ekki erfitt að taka af hendur
og fætur eftir uppskriftabókum sem við
læknarnir fáum í faramesti. Svo kveðjumst
við og höldum sitt í hvora áttina. Þau til
fyrstu stríðssköðuöu sjúklinganna sinna, við
í átt við Pakistans. „Hvað er ég að gera
heim? Þar sem er hvort eð er engin þörf
fyrir mig.“ Þessar hugsanir sækja á mig. í
þriðja skiptið stend ég frammi fyrir þvi að
stórárás er gerð á svæði, sem ég hef nýlega
Á leið til Pakistan, nálægt Iskaser.