Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1989, Page 8
H O IM N U N
„Ég öfunda Peter Shire af þessu fullkomna frelsi og öryggi í hönnun", segir Michele De Lucchi. Þetta borð, BRAZIL
(1981) er að mati Michele eitt bezta dæmið um þetta frelsi, öryggi og ...hamslega ósvífni.
GLEÐIN I
FYRIRRÚMI
Ekki er hægt að nefna Memphis án þess
að sýna eitthvað eftir Ettore Sottsass, sem
sumir kalla fóður Memphis. Heima hjá hon-
um komu áttmenningarnir saman, sem
slógu í gegn með Memphis-sýningu árið
1981. Þessi dýrlegi blómavasi, ALCOR,
(1983), er meðal þess sem sýnt var hér á
landi í febrúar. Hann er úr blásnu gleri og
kannski em ekki nema tíu manns eftir á
eyjunni Murano við Feneyjar, sem hafa
Iungu og löngun til að fást við þessa erfiðu
iðju í steikjandi hita, ef marka má orð Mic-
hele De Lucchi.
Memphis er hættuleg hönnun,“ segir Michele
De Lucchi sposkur á svip úti í hlýju stofu-
homi á vetrarköldum Reykjavíkurdegi, „til
dæmis fyrir hönnunar- og myndlistamem-
endur,“ bætir hann við þegar hann er búinn
Michele De
Lucchi á
íslenzku síð-
degi viðstólinn
sinn, FIRST
(1983), fyrsta
Memphis-hús-
gagniðsem
náði almennum
vinsældum og
vemlegri
fjöldafram-
Ieiðslu.
Það er mesti mis-
skilningurað
Memphishúsgögn
hæfi ekki eldri
hönnun. Hér erað
vísu djarflega
teflt með Memp-
hissófanum LIDO
(1982), einum
frægasta hlut
Michele De Lucc-
hi, stólum eftirLe
Corbusier frá
1928 í forgmnni
og aldamótahönn-
un, sem birtistí
svörtu stólunum
eftir JosefHoff-
mannogeruí
Vínarstíl(1911).
Efþeir virðast
kunnuglegir skal
upplýst, aðsams
konar stólar, blá-
ir, prýða setkrók
á Alþingi.
Rætt við MICHELE DE
LUCCHI, einn
áttmenninganna úr
Memphis-hópnum, sem
farið hefur nýjar leiðir í
hönnun
Eftir ÖNNU ÓLAFSDÓTTUR
BJÖRNSSON
Ljósmyndir: RAGNAR TH.
SIGURÐSSON O.FL.
að ná fram tilheyrandi furðusvip við fullyrð-
ingu sinni. „Sama má segja um og Le Cor-
busier. Hann hefur gert meiri skaða í hönn-
un en nokkur annar á þessari öld. Hugsaðu
þér bara alla þá sem hafa verið að stæla
hann síðan hann kom fram með sínar nýj-
ungar snemma á þessari öld. Ég vona að
Memphis eigi ekki eftir að hafa sömu áhrif,
en ég óttast að það verði í einhveijum
mæli. Þetta virðist allt svo auðvelt."
Þetta virðist allt svo auðvelt. Rétt er
það. Hönnun Memphis-hópsins, sem fyrst
vakti athygli á samsýningu átta upphafs-
meðlimanna í Mílanó haustið 1981, virðist
svo dæmalaust auðveld að í rauninni hljóti
allir að geta gert eitthvað í sama dúr. Og
það er einmitt það sem Michele De Lucchi,
einum áttmenninganna, líst iíla á. Ekki
vegna þesfe að hann óttist samkeppni, held-
ur vegna þess að hann lítur á Memphis sem
afsprengi ótrúlegrar vinnu, í hugmyndum,
teikningum, tilraunum og margvíslegum
útfærslum, sem hafa þróast innan Memph-
is-hópsins. Hann segir að aðeins brot af
þeim hugmyndum sem upp koma verði
nokkum tíma að nýtilegum húsgögnum eða
munum. Það sem virðist svo auðvelt sé í
raun afrakstur þrotlausrar vinnu. Og hreint
ekkert auðvelt.
DapurYfir
PÓSTMÓDERNISMANUM
Michele De Lucchi var á ferðinni á ís-
landi helgina 18.—19. febrúar síðastliðinn í
tengslum við sýningu á hönnun Memphis;
hópsins í versluninni Mirale í Reykjavík. í
þessari stuttu ferð tókst honum að koma
því við að halda fyrirlestör í húsnæði arki-
tektafélagsins í Ásmundarsal við Freyjugötu
og einnig fékk undirrituð hálfa aðra klukku-
stund í sinn hlut til að fá að vita „allt um
Memphis" milliliðalaust. Memphis-stfllinn í
hönnun er ekki nema liðlega sjö ára gam-
alt fyrirbæri, en hefur á þeim tíma fest svo
ótrúlega í sessi að flest alþjóðleg uppsláttar-
rit í list og hönnun sem út hafa komið síðan
geta Memphis sem sérstaks nýs stíls. Fyrsta
Memphis-sýningin, haustið 1981, vakti
áhuga, andúð, umrót og harkalegar deilur
þótt flestir hafi gripið litskrúðið, frelsið og
leikgleðina í þessari nýju hönnun fegins
hendi. „Ég held að Memphis verði tákn
níunda og tíunda áratugarins í hönnun eins
og Art Noveau var í upphafi aldarinnar og