Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1989, Page 13
I.BgRÉÍg
iiiiSllBSSSffli®
15. APRIL 1989
FERÐ4BMÐ
Hin frönsku kaffihús Parísar-
strætanna hafa mikið aðdrátt-
arafl.
París fagnar 200 ára afmæli
frönsku byltingarinnar með
röð af skrúðgöngum, lista- og
leiksýningum. Og um leið verð-
ur Eiffelturninn — byggður
1889, sem minnisvarði um 100
ára afmælið — 100 ára. Það
verður greinilega margt um
ferðamanninn í Paris í sumar.
Helstu hátíðahöld
sumarsins
17. JÚNÍ. Hátíðahöld við Eiff-
elturninn — hljómleikar, leik- og
skrautsýningar í tónum, litum og
ljósi — verða undir minnisvarðan-
um og allt í kringum hann —
síðdegis og um kvöldið.
25. JUNÍ. Síðdegis verður
skrúðganga til að minnast tilefnis
byltingarinnar — mannréttinda og
jafnréttis. Gangan mun fara með-
fram vinstri bakka Signu og enda
á Champs de Mars. í göngunni
verða 2.500 beinir og óbeinir af-
komendur frægra þátttakenda í
byltingunni, þeirra sem réðust inn
í ráðhús Parísar — sumir jafnvel
komnir alla leið frá Perú. Tólf
kórar og hljómsveitir frá jafn-
mörgum Evrópulöndum munu
spila í skrúðgöngunni.
8. JÚLÍ. Hátíðahöld víðsvegar
um borgina, til að minnast sam-
eiginlegrar baráttu Frakklands og
Ameríku fyrir sjálfstæði og lýð-
ræði. Um morguninn verður „des
Etats-Unis-torgið“ — torg kennt
við Bandaríkin — endurvígt, en
miklar endurbætur hafa átt sér
þar stað. Athöfnin fer fram í 16.
hverfi á bak við „Musée du Cost-
ume“. Síðdegistónleikar verða
haldnir í hallargörðum „Palais de
Margt er að sjá og skoða í París.
Eiffeltuminn, 100 ára minnisvarði um frönsku byltinguna, er myndrænn frá ýmsum sjónarhoraum.
Mikíð um dýrðir í París