Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1989, Page 15
Fréttabréf frá Walt Disney World
Ævintýraheimur
Disney - fyrir
„fullorðin böm“
Allt er svo stórt í Banda-
ríkjunum — líka ævintýra-
heimur Walt Disney, sem er
sífellt að þenja sig út og verða
stærri og viðameiri. Tækninýj-
ungar fléttast inn í ævintýra-
legan hugmyndaheim og ekk-
ert lát virðist vera á sköpunar-
gleði út frá sakleysislegu
teiknimyndunum um Mikka
mús og Minnu. Það getur ver-
ið býsna þreytandi að ganga
um og skoða risavaxinn ævin-
týraheim í „Walt Disney
World“ — og stundum er eins
og búið sé að taka hugarflug
ævintýranna frá manni, þegar
ævintýraheimurinn er kannski
orðinn of sviðsettur — of tilbú-
inn. En vissulega er þar margt
að sjá. Nýjasta tæknibrellan—
Disney-kvikmyndabærinn —
verður opnaður við hátíðlega
athöfh 1. maí nk.
Gestirnir ganga fyrst inn á
„Hollywood-breiðstrætið" — sem
gefur mynd af gullöld Hollywood
og munu mæta furðulegustu
persónum! Sérkennileg veitinga-
hús við breiðstrætið og verslanir
endurspegla Hollywood þriðja og
fjórða áratugsins. Eftirlíking af
Götumyndataka í „stórborginni“ í ævintýraheimi Disneys, sem
státar af eftirlíkingum af þekktustu byggingum í bandarískum
stórborgum.
■
■
| liiil!
Mikki mús og Minna veifa til gestanna
sney-kvikmyndabæjarins 1. maí.
Mótorhjólaferðir, vítt
og breitt um heiminn
Ef þig langar til að ferðast
um heiminn á mótorhjóli, get-
ur leiðbeiningaritið „Mot-
orcycle Touring: An Intern-
ational Directory — 1989-90“
gefið þér góð ráð.
Ritið gefur upplýsingar um
145 mótorhjólaferðir með leið-
sögumanni, bæði í Bandaríkjun-
um og Evrópu. Rætt er um þær
tegundir mótorhjóla, sem standa
til boða eða hvort þú átt að koma
með þitt eigið hjól — dagsetning-
ar og verð á ferðunum. Dæmi
um mótorhjólaferð er til dæmis
tveggja vikna ferð um svissnesku
Alpana. Ferðirnar eru bæði
stuttar helgarferðir, en geta
teygst upp í 43. vikna ferð - frá
Miinchen yfir til Afríku. Sam-
kvæmt útgefandanum, Dan
Kennedy, sem fór í tveggja vikna
mótorhjóiaferð yfir Alpana, get-
ur valið staðið á milli mjög auð-
veldra og þægilegra ferðalaga
upp í býsna erfið — með öðrum
orðum — ævintýralöngun hvers
og eins stjórnar ferðavalinu.
„Motorcycle Touring“ er fáan-
leg hjá: Whitehorse Press, 154
West Brookline Street, Boston,
Mass. 02118. Ritið kostar um
1.200 krónur hingað komið.
-oapibnonn'b aohirM) •jpbHrS mu | md?.hsbasd ro9s isd ,“to!I'fdD
Á hveiju kvöldi eru flugeldasýningar fyrir framan Hótel Kanada,
sem varpa draugalegri birtu á tótem-indíánasúluna.
Gestirnir geta skyggnst á bak við kvikmyndatjöldin i Disney-
kvikmyndaverinu.
hinu fræga kínverska leikhúsi
stendur við enda götunnar — um
dyr þess er gengið inn í „The
Great Movie Ride“ eða ferðalag
um svið nokkurra vinsælustu
kvikmyndanna, sem gerðar hafa
verið. Tölvu- og myndbands-
tækni er notuð, þegar gestum
er leyft að kíkja á bak við kvik-
myndatjöldin, sjá kvikmynda-
stjömur við vinnu og kynnast
öllum hljóð- og sjóntæknibrellun-
um, sem eru á bak við dýrðar-
ljóma Hollywood. Ef þú vilt, get-
urðu líka fengið að sjá sjálfan
þig á tjaldinu, við hlið kvik-
myndastjarnanna — hætt við að
sá samanburður verði harla kát-
broslegur í þínum augum og
annarra viðstaddra!
Meðal annarra nýjunga í
„ævintýraheiminum" eru:
„DRAUMAFLUGFERÐ" inn í
„Konungsríki töfranna", þar sem
gestirnir fljúga í gegnum
stormasama flugsöguna með
Delta, flugfélagi „Wált Disney
World“; VÍKINGABÁTSFERÐ
inn um hlið Skandinavíu — inn
í nýjan Noreg, „elleftu þjóðina í
snjókistu heimsins"; ÆVIN-
TYRAVATNIÐ fullt af öldu-
gangi, vatnaskíðum, seglbrettum
og litríku hitabeltissjávarlífi;
ÆVINTÝRAEYJAN, með diskó-
tek, rúlluskautahallir, skemmt-
ana- og ævintýraklúbba á
strandgötunni.
Upplýsingar um hið 7.000
gistirúma hótel, fjölskyldu-
orlofshúsin og tjaldsvæðið hjá:
Walt Disney World Central
Reservátions, P.O. Box 10100,
Lake Buena Vista. Sími:
32830-1000 eða (407)
824-4531.
Pantið ferðina til
Frakklands fljótt
Þeir sem ætla sér að fara
til Parísar I sumar, ættu að
panta strax, segir franska
ríkisferðaskrifstofan.
Ennþá er hægt að fá hótel-
herbergi, en hætt er við að gist-
ing verði meira og minna bókuð
— einkum í júlímánuði, þegar
aðalhátíðahöldin í borginni koma
heim og saman við leiðtogafund
um efnahagsmal 14.-16. júlf
Herbergi í stærstu hótelunum
eru þegar að verða fullbókuð á
þessu tímabili. Greinilega þarf
að ákveða Parísarferðina strax,
ef einhver hugsar til hreyfings.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. APRÍL 1989 15