Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1989, Blaðsíða 4
il þess að öðlast skilning á starfsemi fyrir- tækja og rekstrarerfiðleikum/möguleikum þeirra er m.a. mikilvægt að beina sjónum að samskiptum einstaklinga innan fyrirtækja og í stærra samhengi. Það er mikilvægt að sam- Eftir óheillaferil í fyrirtækinu og á heimilinu, aukast árekstrar, reksturinn fer að ganga illa, uppsagnir verða algengari og fjárhagsleg afkoma versnar. Að lokum biðja eigendur fyrirtækisins þennan mann að segja af sér áður en honum verði sagt upp. Þá fyrst gerir hann sér grein fyrir því, að eitthvað hljóti að vera stórkostlega rangt við lífsstíl hans og viðhorf. Eftir ÞURIÐI HJÁLMARSDÓTTUR þekkingu um manneskjuna sem slíka, þekk- ingu um samskipti einstaklinga og innsýn í uppbyggingu bæði fyrirtækja og samfé- lags. Greining á samspilinu milli þeirrar manneskjusýnar sem ríkir innan fyrirtækis- ins, þess stjórnunarstíls sem viðhafður er, þeirrar hugmyndafræði sem uppbygging fyrirtækisins einkennist af og langtímaáhrif þessa eru nauðsynleg. í þessari umíjöllun verða þessir þættir hugleiddir. Heimspekingurinn Habermas lýsir nútíma samfélagi sem ber litla virðingu fyr- ir gildi jafnréttis manna á meðal. Samfélag- ið einkennist af því að sumir einstaklingar hafa yfirráð yfir öðrum, sem líða fyrir vik- ið. Slíkt er niðurbijótandi fyrir lífsgildi hvers og eins. En þess háttar drottnun finnum við alls staðar í því samfélagi sem við lifum í að áliti Habermas. Hín vaxandi sjálfumgleði meðal hópa ein- staklinga innan samfélagsins er vel þekkt fyrirbæri. Má í því sambandi nefna „uppa- menninguna". Hinn skynsami maður er sá sem hefur eigin ávinning sem takmark fyr- ir athöfnum sínum á kostnað samneyslunn- ar. Sá sem stefnir að völdum og yfirráðum vegna eigin ávinnings. Hann lítur á lífið eins og spil, þar sem einn aðilinn vinnur samstímis því sem annar tapar. Hættuleg einföldun og afskræming á þeim möguleik- um sem felast í mannlegum samskiptum. En ef komist er að þeirri niðurstöðu að þannig sé nú einu sinni mannvera úr garði gerð er einnig komin afsökun fyrir slíku lífs- munstri. Það er umhugsunarvert að í slíku samfélagi hlýtur sú manneskja sem einkenn- ist af örlæti og vilja til að skipta gæðunum að bera skarðan hlut frá borði. Sú mann- eskja hlýtur að verða álitin bæði heimsk og auðveld bráð. Er hinn skynsami einstaklingur án sið- fræði, án tilfinninga? Sé sú niðurstaðan er framtíðarsýnin skugga blandin. Slík lífssýn hlýtur að leiða til þess að öll þróun og þroski í samfélaginu staðnar. Því miður er það svo að hinn mannlegi þáttur lifir við bágborin kjör innan margra fyrirtækja, a.m.k. þegar skrapað er örlítið í lakkið. Tímaritið „Harward Business Re- view“ (1987) varar við stjórnun fyrirtækja sem byggi algjörlega á fjármálalegum grundvelli. Það er að segja stjórnun með yfirdrifinni áherslu á skammtímahagnað og nánast algjörri vanrækslu langtíma hags- muna með tilliti til mannlegra samskipta og til þess að lifa af í vaxandi samkeppni. Hið fjármálalega spil innan þessara fyrir- tækja gengur oftast út frá völdum og drottn- un sem nauðsynlegum hjálpartækjum við stjórnun fyrirtækisins. En hætta er á að stjórnendur sem grundvalla starf sitt á yfir- ráðum og drottnun og nota aðra í spili þar sem aðaláherslan er lögð á skammtíma (fjár- hagslegan) ávinning komi til með að missa stjórnina-:er tímar líða og grafa undan eigin fyrirtæki. Ástæða þessa liggur í þeirri firr- ingu sem verður milli stjómenda og starfs- manna. Aðilarnir þekkja ekki hver annan, þeir skilja ekki hver annan og þeir bera ekki virðingu hver fyrir öðrum. Þetta veldur því að með tíð og tíma verður starfsfólkið óútreiknanlegt og lætur illa að stjórn. Stjórnandi herðir enn meir tökin til að reyna að halda stjórn og starfsfólkið dregur sig enn meir til baka. Árangur fyrirtækisins lamast síðan smátt og smátt. Öllum líður illa undir þeim aðstæðum sem skapast hafa. Vítahringur er kominn í gang sem erfitt getur verið að brjóta. Sem dæmi um hvaða áhrif valda- og drottnunarhugsun og skortur á nánu sam- bandi við aðra getur haft á einstakling má hugsa sér eftirfarandi: Viðskiptafræðingurinn hefur unnið sig upp í stjórnunarstöðu í stóru fyrirtæki á unga aldri. Hann er ákveðinn og tillitslaus í viðskiptum og fær fljótt orð á sig fyrir að ná góðum árangri. Hann er fær í stjórnun, Hann byrf- araðgruna undirmenn sína um fólsku og herðir stjórnunar- tökin til að fullvissa sig um, að það sé hann sem ráði. Hinn mannlegi þáttur á erfítt uppdráttar innan margra fyrirtækja, a.m.k. þegar skrapað er örlítið í lakkið. samskipti Stjórnun og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.