Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 4
Ekki er gott að skáldin séu skyrtulaus Sumarið 1988 átti ég þess kost að hitta nokkrum sinnum Kristján Albertsson. Umræðuefnið var Steinn Steinarr, skáld, og kynni Kristjáns af honum. Þótt Kristján og Steinn væru ólíkir um flest lágu leiðir þeirra samt saman nokkrum Krisiján Albertsson Samtal við KRISTJÁN ALBERTSSON sumarið 1988 um kynni hans af Steini Steinarr. EftirlNGA BOGA BOGASON sinnum og hafa líklega báðir orðið ríkari menn eftir. Það var sérkennileg reynsla að hlusta á fræðasjóðinn spinna sagnavef löngu liðinna atburða. „Kom inn.“ Hörð birtan flæðir í fangið, sídegissólin skín inn um hálf-frádreginn gluggann og herbergið fær á sig annarlega liti. I stól út við gluggann situr maður og ég sé aðeins útlínur hans, blindandi birtan skekkir snöggvast skynjunina og maðurinn er eins og skuggamynd af sjálfum sér. Öldungurinn situr værðarlegur í hægind- inu, í allgóðum holdum þótt hann hafí greini- lega einhvem tíma verið þreknari en núna. Þetta er Kristján Albertsson. Annars hugar ber ég upp erindið, hvort hann geti sagt mér eitthvað frá kynnum sínum af Steini. Kristján spyr nánar hvað ég vilji vita, hlustar og segir öðru hveiju: „Já-há.“ Andlitið endurspeglar þekkinguna sem hann hefur safnað í hugskotið þá rúmu 9 áratugi sem hann hefur lifað. Hann var kominn til vits og þroska þegar ófriðurinn mikli skall yfír, hann hefur dvalið svo ára- tugum skiptir á meginlandi Evrópu og hefur hitt og þekkt marga andans menn, hérlenda og erlenda. Kristján er nú blindur en birtan, sem leik- ur við alla hluti í herberginu, tekur ekki tillit til þess. Kristján horfír til mín hvössu augnaráði, með blik í augum eins og alsjá- andi. Og sjón hans er skýr þegar kemur að því að segja frá fyrri tímum, hann rekur löngu liðna atburði eins og hann væri að raða perlum á festi. Af Skáldastyrk „Ég hitti Stein fyrst 1934. Á þessum tíma bjó ég á Hótel Borg, í tvo vetur. Þessi fyrsti fundur okkar Steins átti sér aðdraganda. Þannig var að Vilmundur Jóns- son, landlæknir, hafði komið að máii við mig og spurt: „Gætuð þér gert eitthvað fyrir hungrað smáskáld á götunni, Stein Steinar, sem hefur nýlega gefíð út sína fyrstu bók?“ Með þessum orðum var Vil- mundur óbeint að æskja þess að Steinn fengi styrk úr menntamálaráði en ég átti sæti í stjóm þess. Ég sagði við Vilmund: „Hann verður þá að byija á því að koma bókinni til mín eða annarra í menntamálaráði svo við getum litið í hana.“ Einn daginn stendur fyrir utan Hótel Borg lágvaxinn og magur maður, fátæklega klæddur og að því er mér sýndist blár af kulda. Maður gat hugsað sér að hann stæði í botnlausum skóm í krapinu á götunni, afskaplega vesældarlegur. Hann stansar mig og segist heita Steinn Steinarr. Síðan spyr hann mig umsvifalaust hvort hann gæti fengið skáldastyrk úr menntamálaráði út á fyrstu bókina sína. Hann segir að Vil- mundur landlæknir hafí sagt sér frá mér. Steinn rétti mér síðan fyrstu ljóðabók sína, Rauður loginn brann, og segist ætla að sækja um skáldalaun út á hana. Ég sagði við Stein: „Hafíð þér einhveija málsmetandi menn sem gætu sent með- mæli með bókinni eða mælt með þessum styrk þér til handa?" Það gat alltaf haft einhver áhrif. Mér hafði dottið í hug Vilmundur landlæknir án þess að ég vildi sjálfur nefna hann. Þá segir Steinn: „Ég gæti kannski fengið meðmæli frá Einari Oigeirssyni og Brynjólfi Bjamasyni." Ég segi brosandi: „Hvemig er það, gætuð þér ekki fengið meðmæli frá miðstjórn Kommúnistaflokksins?" Svo brostum við og kvöddumst og ég tók bókina niður á Hótel Borg og leit yfír hana. Mér fannst ekkert sérstakt við hana þá. Hún var sómasamleg. Virkilegur frumleiki Steins var ekki kominn í ljós enn þá. Þetta var sléttur og felldur skáldskapur og því hefði verið veijandi að veita Steini ein- hverja litla styrkupphæð. Ég lét bókina ganga á milli manna í menntamálaráði. í ráðinu vom Ámi Páls- son, Ingibjörg H. Bjamason og ég frá Sjálf- stæðisflokknum. Barði Guðmundsson var frá Alþýðuflokknum og Ragnar Ásgeirsson var frá Framsóknarflokknum. Þegar kemur að fundi segir Barði að ekki komi til greina að veita þessu skáldi styrk vegna þess að í bókinni sé verið að yrkja níð um einstaka nafngreinda menn. Um var að ræða glósuna til Ólafs Thors í kvæðinu VeruleiM. Þessu breytti Steinn í seinni útgáfum ljóðabókar- innar. Okkur fannst öllum rétt að hafna beiðni Steins. Niðurstaðan varð því sú að Steinn fékk ekki skáldastyrkinn að þessu sinni.“ — VarSteinnþáekkertillurútíþigfyrir? „Steinn hefur a.m.k. ekki ætlað að erfa það við mig og jafnvel skilið að það var ekki hægt. Steinn var greindur og hann gat haft góða dómgreind á eigin gerðir.“ Kostaboð Steins „Ég fer af landi burt 1935 og sé ekki Stein meira í bili. Síðan er ég í 11 ár erlend- is án þess að koma heim. Þá hitti ég Stein í Stokkhólmi. Þangað komu allir íslendingar á meginlandinu strax og ófriðnum var Iokið, 1945. íslendingar óðu í peningum en hvergi var til matur í álfunni nema á Norðurlöndum. Annars stað- ar var óskemmtilegt að koma strax eftir ófriðinn. Þessir voru allir þama í Stokkhólmi: Sig- urður Nordal, Páll ísólfsson, Magnús Ás- geirsson, Jón úr Vör, Steinn Steinarr, Jón Leifs og fleiri. Þá var haldið íslendingamót, stór fundur. Nordal hélt þama ræðu. Þar var etið og dmkkið, bæði fyrir mat og með matnum. Þegar staðið var upp frá borðum vom menn famir að fínna á sér. Þá var Steinn orðinn dmkkinn, sláttur á honum og barði í ein- hvem með sínum kraftlausa bamshnefa. Svo gengur Steinn til min og er hinn besti við mig, verður siðan alvarlegur á svip og segir: „Kristján Albertsson, ég kann bara betur við að láta yður vita af því að þér emð velkominn aftur heim til íslands hvenær sem þér viljið.“ Ég segi undir eins: „Það þykir mér af- skaplega vænt um að heyra, Steinn Stein- arr.“ Ég þakkaði honum kærlega fyrir." Tilparísar Það er liðið á kvöld og allrokkið en Krist- ján heldur frásögninni áfram. Gluggatjöldin em tekin að bærast í kvöldkulinu og öðra hveiju glittir í flúorskært fyrir utan. Glugga- tjöldin sveiflast háttbundið og ýmist hleypa ljósinu inn eða loka það úti. „Á þessum tíma, þegar við vomm úti í Stokkhólmi, hafði ég engin kynni haft af skáldskap Steins því ég hafði verið svo lengi erlendis og ekki getað fylgst nógu vel með í íslenskum bókmenntum. Svo kom ég heim 1946 og var í leyfi frá sendiráðsstörfum mínum í París. Þá leit ég í bækumar hjá Steini og fór að hafa meiri áhuga á honum. Þá hitti ég hann undir eins á Borginni. Oftast töluðum við saman kunn- uglega og kumpánlega og kynntumst lítils háttar þarna og annars staðar. Einn daginn kom Steinn til mín og sagði: „Nú ætla ég að fara til Parísar í haust og þú verður að gera mér þann greiða að taka á móti mér og hjálpa mér að koma mér fyrir því ég kann ekki frönsku.“ Ég sagði að það væri velkomið. Steinn var heilan mánuð eða lengur í París. Þarna urðum við vel kunnugir því Steinn kom oft til mín og vildi fá koníak. Því miður bjuggu Frakkar enn ekki svo vel hvað áfengi snerti að hægt væri að fá það nema á dýrastu stöðum. Steini fannst hann alls ekki fá nóg að drekka. Á hinn bóginn hafði ég þá aðstöðu sem diplomat að geta pantað mér áfengi. Ég bjó þá á Hotel Bristol. Þangað kom Steinn til mín ákaflega oft, annaðhvert kvöld eða oft- ar og þurfti að fá eitthvað að drekka. Steinn drakk koníakið óblandað. Við dmkkum úr staupum og Steinn drakk miklu meira en ég. En Steinn þoldi furðanlega. Hann varð samt yfirleitt aldrei dmkkinn eða leiðinlegur, nema einu sinni eftir að hann hafði verið á vertshúsum allan daginn. Á hinn bóginn átti hann það til að vera ákaf- lega skömmóttur með víni. Steinn gat verið stór upp á sig ef honum fannst á sig hallað. Þegar Steinn kom til Parísar kom ég honum fyrir á miðlungs- hóteli, fremur ódým. Svo kom Páll Melsted, heildsali að ég man. Ég útvegaði honum líka hótelherbergi. Steinn fór til Páls og hitti hann. Síðan kemur Steinn til mín og segir all- höstugur: „Hvemig stendur á því að þú hefur útvegað tveimur mönnum herbergi, mér og Páli Melsted, en hann fær miklu fínna herbergi en ég? Hvernig stendur á því?“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.