Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 10
Nemendur í Háskólaaum í Bologna frá fyrri öldum - kannski samtímamenn Sæmundar fróða eða Sturiunga. „Það hefur orðið gífurleg fjölgun stúdenta og hefur það skapað vandamál sem þarf að yfírstíga. Háskólinn í Bologna hefur lítið lag- að sig að þessum breyttu aðstæðum á síðustu 20 árum. Það er aðeins nú á síðustu tveimur til þremur árum sem unnið hefur verið að því að bæta ástandið að einhveiju gagni. Á þessum stutta tíma höfum við náð fram mikl- um umbótum og mörg verk verið hafin. Sem dæmi málnefna; nýjan hátíðarsal, fyrirlestr- arsali og rannsóknastofur. Sumt hefur þegar verið opnað en annað verður tilbúið á árunum 1989-1990. Árið 1990 á því ástandið eftir að batna mikið, sérstaklega hvað varðar alla þá þjónustu, sem Háskólinn á að veita. Hús- næðisvandi stúdenta bíður enn úrlausnar." Háskólinn íBologna var upphaflega stofn- aður, sem „Universitasscholarium“þ.e. sam- félag stúdenta, en fyrirbærið samféiag dós- enta kom til löngu seinna. í dag segja stúd- entamir, að þeir hafi lítið að segja og þér hafið einnig sagt að ítalskir stúdentar séu vanmetnir. Hvemig mætti bæta ástandið, er grundvöllur fyrir „universitas scholarium“ í dag? „Það er rétt, Háskólinn í Bologna var stofnaður sem „universitas scholarium" og þetta atriði er eitt það skemmtilegasta í sögu skólans. Höfum í huga að þessir stúdentar ráku stofnunina sem fijálsan einkaskóia. Þeir völdu sjálfir sína prófessora og greiddu þeim einnig launin. Þessi háskóli var stofnun sem hafði það hlutverk að breiða út menn- ingu og þekkingu um Evrópu og var einka- skóli. I dag er Háskólinn í Bologna hluti af opinberri þjónustu og aðstæður því allt aðr- ar. Ég viðurkenni að stúdentar hafa allt of lítil áhrif. Stúdentar á Ítalíu ættu að hafa miklu meiri áhrif á ailt sem varðar skipulag, þjónustu og stjómun, en við höfum ekki möguleika á „universitas scholarium" í dag, þar sem Háskólinn er ríkisrekinn. Ég er ekki að segja að ítalskir stúdentar séu illa með- höndlaðir þvi það er ekki svo, en það ætti að hlusta meira á þá svo þeir hefðu áhrif á hinar ýmsu ákvarðanir. Til þess breyta þessu þarf breyttan hugsunarhátt og þar með lang- an tíma.“ Hvemig fínnst yður stúdentar hafa breyst á síðustu 20 til 30 árum? „Stúdentar hafa breyst mikið á þessum árum. Áður, þar til fyrir 20 til 30 árum, komu stúdentar nær allir úr svokallaðri milli- stétt og voru því mun einlitari hópur en nú er, auk þess sem þeir voru mun færri. Stúd- entauppreisnin og afleiðingar hennar sem voru miklar á Ítalíu í 10 ár, frá 1968 — 1978, ásamt mikilli fjölgun stúdenta gerði það að verkum að ímynd Háskólans breyttist og fólk áleit hann einhvers konar „próf- maskínu“ eh ekki miðstöð þekkingar og menningar. Það þarf mikinn tíma til þess að breyta þessu.“ Um aldir hefur Háskólinn mátt verjast af öllum mætti afskiptum stjómvalda á hverjum tíma. Nú er Háskólinn háður valdhöfum til dæmis fyárhagslega. Getum við sagt að Há- skólinn sé ftjáls? „Háskólinn hefur ekki nægilegt frelsi þar sem hann er alit of háður ríkinu eins og aðrir háskólar á Ítalíu. Sú barátta sem við stöndum í núna, og höfum einnig lagt á áherslu á afmælinu, er baráttan fyrir sjálf- stæði okkar. Frelsisskráin sem var undirrituð hér í Bologna nú í haust er vöm sjálfstæðis- ins. Það er ekki aðeins á ftalíu sem háskólar eru allt of háðir ríkinu, heldur einnig í öðrum löndum, til dæmis í Þýskalandi, Frakklandi, Portúgal og á Spáni og Grikklandi. Baráttan fyrir sjálfstæði háskólanna er einnig barátta fýrir menningunni og varðar allar þjóðir meginlands Evrópu, þar meðtalin Sovétríkin og önnur Austur-Evrópuriki, en einnig þar kreQast háskólamir aukins sjálfstæðis." Haldið þér að Háskólinn fullnægi þeim kröfum sem samfélagið gerir til hans eða hvers vænta menn af háskóla nú? „Ég held að Háskólinn sé á eftir hvað varðar þær kröfur, sem bæði efnahags- og félagslífið gera. Hér er nauðsynlegur betri skilningur og samvinna. Við reynum að auka samvinnu við þessi tvö öfl í þjóðfélaginu en það þyrfti að taka fastar á þessum málum. Háskólar í Frakklandi, á Spáni og í minna mæli í Þýskalandi eiga við sömu vandamál að stríða. Háskólinn er á eftir tímanum og er seinn að fylgja eftir breytingum í þjóð- félaginu. Það vinnur á móti sjálfstæði háskól- ans, ef hann nær ekki að þróast nægilega hratt samhliða öðmm öflum þjóðfélagsins og tengjast því þannig betur.“ Er ástandið verra hér á ftalíu en í öðrum löndum? „Háskólinn í Bologna stendur betur að vígi en aðrir háskólar á Ítalíu. Það er ekkert vafamál. En almennt er ástandið ekki verra hér en annars staðar. Ég held þó að t.d. sænskir og þýskir háskólar séu betur tengd- ir þjóðfélaginu en t.d. ítalskir, spænskir og franskir. Þeir hafa meira svigrúm til þess að aðlagast bæði fjárhagslega og tæknilega og þeir em ekki eins bundnir ríkinu.“ Hvaða árangri hafið þér náð á þeim þremur árum sem þér hafið verið rektor Háskólans í Bologna? „Fyrst vil ég nefna það að hafa getað komið í framkvæmd hátíðarhöldunum á 900 ára afmælinu á eftirtektarverðan hátt. Síðan vil ég nefna hið mikla byggingarátak. Við höfum núna verk í takinu fyrir 150 miHjarða líra (5,5 milljónir kr.) sem er há upphæð fyrir háskóla. Raunvemlegan árangur af þessu sjáum við á ámnum 1989 og 1990. En þetta em hlutir sem þegar hafa verið gerðir. Ég er ánægður með að Háskólinn hefur fengið aftur hátíðarsalinn („Aula Magna“) sem hann hafði ekki áður. Nú ný- lega hefur Háskólinn í Bologna orðið nokk- urs konar miðpunktur borgarinnar að vissu leyti. Við höfum tengsl við öll svið efnahags- lífsins bæði opinber og einkafyrirtæki. í þessu emm við á undan öðmm hér á Ítalíu. Ég held því að árangurinn hafi verið jákvæður og mörg verkefni em í gangi. Það má segja að uppbygging aðstöðu sé uppbygging rann- sókna og við höfum því gert mikið fyrir rann- sóknir.“ Hvaða ráð hafíð þér að gefa stúdentum nú á tímum? „Það er erfitt að gefa nákvæmar ráðlegging- ar. En auðvitað verða stúdentar að taka mið af atvinnutækifæmm að námi loknu, þegar þeir velja sér svið í háskóla, en þeir verða einnig að skilja að háskóli er ekki bara stað- ur þar sem þeir læra sitt fag heldur einnig staður þar sem þeir mótast sem manneskjur. Menn móta hér viðhorf sitt til heimsins og til greinar sinnar." Hvemig kemur Háskólinn til móts við stúd- enta í þessum efnum? „Ég held að stúdentar þurfi sjálfir að leita. Háskólinn er ekki fullkominn og við höfum áður talað um vandamálin sem við er að etja og það er erfítt fyrir stúdenta að fá allt það frá háskólanum sem hann ætti að veita. Við verðum að vinna vel saman. Auðvitað er ástandið ágætt í sumum greinum og stúdent- ar hafa góða möguleika á að læra vel. í öðmm er það erfitt. Við höfum til dæmis allt of marga stúdenta í lagadeild, viðskipta- deild og stjómmálafræði. Eg held til dæmis að í yðar fagi, efnafræði, sé ástandið fremur gott. Þannig fer þetta eftir deildum." RAGNHEIÐUR ÓFEIGSDÓTTIR Ástin Hún er farin hún sem kom til mín eina vomótt bláklædd og ung út úr fjallinu bláa hún kyssti mig blítt með rauðum vörum Og vakti mig upp af svefni bamsins hún gaf mér gjöf sem hún sagði ég mætti aldrei glata en alltaf geyma gjöfín glóði eins og stjama í blárri þoku hún stakk henni í rauða lokka mína sem flóðu um hvítan koddann einsoghún værigullkambur íævintýri eða gullkórall úr bláu hafi draumsins sem ég gæti skreytt hár mitt með nú ér hún farin gömul kona bogin í baki og hmkkótt svikin vísað á dyr í bláum tötmm Ijósir lokkar hennar orðnir gráir hún staulast niður rykugan veginn í grárri dagrenningunni og lítur aldrei um öxl íjallið er orðið grýttur melur enginn fugl gerir þar hreiður sitt þar rennur enginn lækur gjöf hennar grár steinn einskis virði leikfang barna dóttir mín hendirhenni hlæjandi langt út á vatnið þar sem hann sekkur til botns og myndar marga hringi sem stækka og stækka uns þeir umlykja okkur báðar dóttir mín hlær hún þekkir ekki gömlu konuna sem stendur að baki hennar hmkkótt ogbogin klædd bláum tötmm í útréttri hönd hennar glampar á bláan safír ÁSDÍS JENNA ÁSTRÁÐSDÓTTIR Ég vildi... Ég vildi geta gengið af hverju ekki? einu sinni á ári — bara einu sinni Góði Guð er ég að borga skuld mína frá öðru lífi? Get ég aðeins fengið að ganga einn dag? Fermingar drengur Þú varst lítill ljóshærður hnokki — með augun full af sakleysi og bústnar mjúkar hendur sem vildu snerta allan heiminn. í dag ertu ungherra með hamingju í augum fullur gleði og þakklætis og átt allan heiminn. Höfundur er menntaskólanemi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.