Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 14
Á fiskimarkaðnum í höfhinni er ekki aðeins fiskur á boðstólum — líka geitur og gæsir — blóm og ávextir og allt milli himins og jarðar. Opinn frá kl. 5-9.30 á sunnudagsmorgnum. Dregur til sín gesti og gangandi. Rómantíska, gamla Hamborg við rætur Michaelis-kirkju. í hálf- viðarklæddum húsum frá 17. öld — áður „Mercer’s Guild“ hús fyrir fátækar ekkjur — má finna veitingahús, listaverka- og fom- munaverslanir. koma balletthópar frá Stokk- hólmi, Leningrad og Kanada. Mið- ar og dagskrá í gegnum: Tele- Ticket, Post Offíce Box 761106, 2000 Hamborg. Sími: 27-075- 270. Ef keyptir eru miðar á fleiri en eina sýningu, er 15-20% af- sláttur. Hafið samband við: Ham- burger Staatsoper, Danntor Strasse, 2000 Hamburg 36. Sími: 35-15-55. Meðal meiri háttartón- listarviðburða á afmælinu eru „Mahler-vikumar“, sem verða á dagskrá frá 3. til 19. september — 25 konsertar, með verkum Mahlers, fluttir af innlendum og erlendum hljómsveitum. Upplýs- ingar og miðasala: Musikhalle, Karl-Muck-Platz, 2000 Hamburg 36. Sími:35-32-20. Skemmtilegir lúxusgististaðir Meðal frægustu hótela í Ham- borg er Atlantik-hótelið Kemp- inski við götuna An Der Alster 72 — hvít höll sem horfír yfír Ytra Alster-vatn. Sérstakt af- mælisverð er í gildi fram til 31. ágúst. Þeir sem lqósa heldur minni gististaði, með sögu á bak við sig, ættu að athuga fjölskyldu- hótelið Prem við An Der Alster 9 — stendur líka við Ytra Alster- vatn. Öll herbergin eru búin fom- um listmunum og svítumar em eins og teknar út úr höllum frá endurreisnartímabilinu. Mjög góður veitingastaður er á Prem- hótelinu, sem sérhæfir sig f sjáv- arréttum. Gistiverð á ofangreind- um hótelum er frá 5.300- 7.500 króna fyrir tveggja manna her- bergi. Að borða úti Einu sinni í Hamborg ættu all- ir að prófa hamborgara — þessa heimsfrægu kjötköku sem heitir eftir íbúum Hamborgar. En betra að hafa varan á — kjötkakan er óvenju mikið krydduð í sínum uppmnalegu heimkynnum! Það er hægt að borða „venjulegan" mat í Hamborg, en líka ævintýralega og óvenjulega rétti! Hamborgarar em komnir úr tísku í Hamborg, klassíski þjóðarrétturinn — súr- sæt álsúpa — hefur slegið þá út! Skyldi hún eiga eftir að öðlast heimsfrægð eins og hamborgarar? Og við finnum veitingahús sem sérhæfa sigj síld, lúðu og jafnvel kartöflum! Álsúpan, bæði sæt og súr, smakkast vel á Alt-Hamburg- er Aalspeicher á Deich Strasse 43 — í einu af endumýjuðu, gömlu húsunum, sem endurspegla nota- legheit í handskomum bitum, hallandi gólfí og lofti og litlum bogagluggum, sem horfa út á eitt síkið. Ef álsúpan smakkast vel færðu kannski kjark til að reyna fleiri álrétti — innbakaðan ál eða ál í dillsósu. Góð máltíð kostar þama um 800 krónur. Fyrir fínni máltíðir má mæla með Landhaus Scherrer við Elbchaussee 130. Til dæmis ferskt humarsalat, lúða með sítrónusósu eða nautarúllur og heimatilbúinn ís, ásamt þýsku Franken-víni — kostar um 9.500 krónur fyrir tvo. Borð verður að panta fyrirfram. Búðarölt Ef bjart er yfir, þá ertu tilbúinn til að rölta um opnar verslunargöt- ur Hamborgar — ef rignir, þá eftir yfirbyggðu göngugötunum, sem hafa gert Hamborg að einni vinsælustu verslunarborg í Norð- ur-Evrópu. Yfirbyggðar götur eru ekki færri en níu á milli Ganse- markt og Manckeberg Strasse (Mö) — allar með fallegum sýn- ingargluggum og mjög vönduðum vörum, ekki þær ódýrustu. Öll Samgöngur; Sumaráætlun Heri- ólfs gengin í gildi J Sumarið er að ganga í garð og sumaráætlanir þjá sam- göngiitækjunum okkar að streyma inn. Sumaráætlun Herjólfs gekk í gildi 12. maí sl. Áætlun mánudaga til föstu- daga: Frá Vestmannaeyjum kl. 7.30 — frá Þorlákshöfn kl. 12.30.' Áætlun á laugardögum: Frá Vestmannaeyjum kl. 10.00 — frá Þorlákshöfn kl. 14.00. Áætlun á sunnudögum: Frá Vestmannaeyjum kl. 14.00 — frá Þorlákshöfn kl. 18.00. Rútur leggja af stað frá BSÍ einum og hálfum tíma fyrir hveija brottför. Verð aðra leið með bátnum er 1000 krónur — var 800 krón- ur í fyrra. Verð með rútu aðra leið er 300 krónur. Hamborg að næturlagi — er Reeperbahn og St. Pauli! Hér byijar næturlífið undir blikkandi auglýsingaskiltum. Yfirbyggðar göngugötur hafa gert Hamborg að einni vinsælustu verslunarborg í Norður-Evrópu. Sljómandi Hamborgarballettsins, John Neumeier á æfingu. helstu vörumerki og útibú þýskra og evrópskra hönnuða eru héma — eða meðfram Jungfemstieg og Mö. Ef þú vilt reyna ævintýralegan verslunarmáta — svipað og reyna að borða álsúpu — skaltu heim- sækja „Hafnarbasarinn hans Harrys“ við númer 63, 65, 85 á Bemhardt-Nocht-Strasse, nálægt höfninni. Harry Rosenthal er gamall skeggjaður sjómaður, sem byijaði fyrir mörgum ámm að kaupa minjagripi af sjómönnum sem vantaði þýska skiptimynt — ekki seinna en strax! Núna býður Harry forvitnilega hluti til sölu — þurrkaða suður-ameríska manns- hausa, uppstoppaða krókódíla og snáka. Þama sjást líka fomleg spjót og gamlar hljómplötur, djörf málverk eða um það bil allt sem hægt er að hugsa sér frá sjómönn- um, sem sigla um höfín sjö! Árris- ult sunnudagsfólk ætti að bregða sér á „fiskimarkaðinn" við St. Pauli á Elbubökkum — virðist selja allt milli himins og jarðar, jafnvel geitur og gæsir! Hann er opinn þangað til kirkjuklukkumar í St. Pauli hringja inn morgun- messu. Litríkt næturlíf Auglýsingaskiltin blikka næt- urgesti til sín í frægasta (að end- emum) hverfí Hamborgar — Re- eperbahn — heitir eftir körlum sem sátu þar við að hnýta kaðla forðum daga. Núna „rauða hverf- ið“, í skuggalegum hliðargötum, með litríkum diskótekum, krám og dægurhúsum — hverfí mótað af sjómönnum, sem vilja gera sér hér glaðan dag. Gatan „Grosse Freiheit" eða „frelsið mikla“ (nafngift frá tímum meira trú- frelsis á 19. öld) ber nafn sitt með rentu! „Madhouse" við Val- entinskamp 46 er háværasta og villtasta diskótek í Hamborg. „Fabrik" við Barner Strasse 36 er aðeins hógværara og sérhæfír sig í djass- og rokktónlist. Að- gangseyrir á diskótek er frá 250 til 500 króna, fer eftir skemmtiat- riðum. Að fá sér göngntúr Hamborg býður upp á þægilega göngustíga, meðfram ám og vötn- um í fallegum útigörðum. Ótal brýr liggja yfir síki og út á litlar eyjar. Glæsilegar verslunargötur endumýjaðar byggingar í gömlum stíl, rómantíski, gamli borgar- hlutinn við St. Michaelis-kirlqu (gaman að vera þar þegar kirkju- klukkumar taka lagið). Ein fínasta gata Hamborgar er Pös- eldorf, á vinstri bakka Ytra Alster vatns — með miklum tijágróðri, smíðajámslömpum, fínum búðum og fommunaverslunum. Milch Strasse og Magdalenen Strasse sýna líka vel hin miklu auðæfí og ríkidæmi sem höfnin hefur fært þessari norðlægu borg — geymir fleiri miHjónamærjnga en aðrar þýskar borgir. Skemmtileg gönguleið er líka yfir Uber- seebrucke eða „brúna yfír sjóinn" meðfram höfninni, og Speicher- stadt „vöruhúss-borgin“ — byggð um aldamót — blasir við. Síðan til baka eftir Deichstrasse, með gömlu, endurbyggðu Hamborg í sjónmáli. Álsúpa er mjög hress- andi eftir rösklegan göngutúr! Oddný Sv.Björgvins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.