Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 6
Svartgreniskógvr á Nýfundnalandi. Svartgrenið er ákaOega frábrugðið öðrum grenitegundum í útliti og er á þessum stað hálfgerður kjarrskógur. Stórskógurinn í Dómkirkjulundi á Van- couvereyju er 70-80 m hár. Gildu stofh- amir með hrjúfum berki eru dögglings- viður (Douglas Fir-Oregon Pine). lenskir skógræktarmenn eru margir vel kunnugir skógræktarmálum á Norðurlöndum og hafa reyndar flestir hlotið menntun sína á þeim slóðum. Minna hefur verið um að íslendingar kynntust skóg- rækt hjá nágrönnum okkar á norðlægum slóðum í Við Sudbury í Suður-Ontariofylki eyddi reykur frá nikkelverksmiðju skógi á stóru svæði um aidamótin síðustu. Hann hefur ekki endumýjast. SIGURÐUR BLÖNDAL skógræktarstjóri segir frá för sinni til Nýfundnalands, um vatnahéruðin í Kanada, vestur í KlettaQöll og til Vancouver. Eftir HULDU VALTÝSDÓTTUR vestri — í Kanada. Þó hafa tveir setið þar á skólabekk og numið fræði. Fyrir nokkrum árum hélt skógræktar- stjóri Sigurður Blöndal vestur til Kanada í boði kanadísku skógstjómarinnar (Canadian Forestry Service) til að kynna sér skógrækt í þessu víðáttumikla landi. Heimboðið sagð- ist hann hafa átt að þakka kanadískum skógvísindamanni, Alexander Robertson, sem hér hefur verið nokkrum sinnum á ferð og heillast af landi og þjóð. Hann var fylgd- armaður Sigurðar allan tímann sem hann dvaldist þar vestra frá 30. september til 15. október 1984. Kynnisferðin hófst með ferð til Nýfundna- lands og var farið um eyjuna. Heimsótt var rannsóknastöð í skógrækt og svipast um víða. Þaðan var haldið til höfuðborgar Kanada — Quebec í Quebec-fylki og ekið þaðan suður og vestur í Vatnahéruðin miklu. „I Quebec skoðaði ég mikla rannsókna- stöð“, sagði Sigurður, „og í Petavawa í Ontarío þar sem eina alríkisrannsóknastöðin er — gríðarstór og vel þekkt og stjómað af dr. Fred Pollett, en á móti okkur tók fræðslufulltrúi stöðvarinnar Dave Stuart, sem heimsótti ísland árið eftir. Þarna er ákaflega fjölbreytt starfsemi og mikil fræðslu- og upplýsingadeild. Þar er t.d. lögð áhersla á einn þátt sem ég tel að við getum lært af, en það er svokallað „public awareness program", sem beinist að því að vekja athygli almennings á skóg- rækt og mikilvægi skóga í umhverfi manns- ins. Hér á landi er mikil þörf á slíkri kynn- ingu og fræðslu. En þetta var mikið ferðalag og erfítt að greina aðalatriði. Ég skal þó reyna að til- taka einhverja meginpunkta.“ Og Sigurður heldur áfram. „Kanada er eitt mesta skógarland heims í barrskógabeltinu og sumargræna beltinu. Kanada er líka stærsti aðilinn í framleiðslu á trjávörumarkaðinum í heiminum. Kanadamenn hafa hins vegar lítt sinnt endumýjun skóga. Þeir hafa stundað rán- yrkju öldum saman. Sú staðreynd hefur þó ekki leitt til skógareyðingar eftir því sem ég fékk séð. En hins vegar eru nú um öðru- vísi skóg þar að ræða en áður var. í Ontaríofylki var hvítfura drottnandi teg- und og var stærsta tré í austurhluta Norð- ur-Ameríku. Menn gengu miskunnarlaust á þá tegund — einkum meðfram st. Lawrence- Gróðrarstöð í eigu skógstjómarínnar í Quebec-fylki í Beraerrílle á bakka SLLawrencefljóts. Nýreist plastdúkshús í endalausum röðum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.