Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 13
i‘ 20.MAÍ 1989 Góð sólbaðsaðstaða við vötnin. Borgarkynning Hvað býður Hamborg ferðamanninum? í ár fagnar Hamborg 800 ára afinæli. Hansakaupmenn og höfiiin, sem er helsti viðkomustaður íslenskra skipa á meginlandi Evrópu — hafa tengt Hamborg við ísland um aldabil. I sumar dunar afinælisveislan með glæsibrag. Við skulum aðeins Iíta á hátíðardagskrána og hvað borgin býður upp á að öðru leyti. Hamborg er þekkt sem ein fjör- ugasta hafnarborg í heimi — sem felur í sér bæði gott og illt! Um 19.000 skipum frá um 100 lönd- um er þjónað frá höfninni árlega og um 20% af innflutningi Vest- ur-Þýskalands fara þar í gegn — jafnvel þó borgin liggi 110 km inni í landi, við árósa Elbu. Ennþá býr Hamborg því yfir sérstæðu andrúmslofti og fomri frægð frá tímum hansakaupmannanna, sem stjórnuðu öllum vömskiptum Þýskalands frá hafi. Já, Hamborg býr bæði yfir auðlegð í menningu og skuggahliðum í syndsamlegu líferni — iðandi, ólgandi líf út frá höfn, sem er einstök í sinni röð — 64 km hafnarlengja, umhverfis tvö tilbúin vötn og í gegnum ótal mjó síki. Ytra Alster Járnbrautarstöðin .H0Lit /< Hamborg Iþýskal vesturN * ÞÝSKAL. SANDTORKAI SVISS hOTF. Ríklsóperan SSl’í Hamborg ' ycgl Mi Tónlistarhöllin V ' ST.pauli REEPERBAHN ..ii , IL %.G8n*emarkt ^í£;A£ter£?&?,f' * Listahöiíinr- ts c°^/sr*‘ Kirkja St.Michaelis ■' % Hamborg heillar ferðamanninn kannski mest í dulúðugu kvöld- mistrinu, — þegar sjófuglarnir sveima um í siglutijáaskógi í sof- andi höfn og litlir árabátar renna inn í kvöldhúmið á stöðuvötnunum tveimur — Innra og Ytra Alster, — þegar marglit skrautljósin i miðbænum speglast á blautum gangstéttum og lokka til sín með ótal fyrirheitum. Ferðamaður, sem leitar að merkum byggingum eða minnismerkjum um sögu Hamborgar, finnur gamlar kirkj- ur, fallegt ráðhús í gotneskum stíl og hin sérkennilegu hafnarhús hansakaupmannanna — sem eru því miður öll endurbyggð. Þau voru jöfnuð við jörðu í loftárásum Breta í seinni heimsstyijöld, en höfðu áður verið endurbyggð eftir brunann mikla 1872. Tvisvar hafa því hin frægu hansahús risið úr rústum! Hátíðahöldin í sumar Hamborg er í raun tveimur öld- um eldri en 800 ára afmælið seg- ir. En aldur borgarinnar miðast við 7. maí 1189, þegar heilagur Friðrik fyrsti, keisari Rómveija, lagði grundvöll að hinni fijálsu hansakaupmannaborg. Hátíða- höldin hófust 3.-7. maí, með mik- illi flugelda- og bátasýningu. En hápunktur afmælisins verður helgamar 13.-16. og 21.-23. júlí, þegar 250 skip, af öllum stærðum og gerðum, fylkja liði — fánum prýdd — inn á höfnina. Hátíðar- dagskráin er fáanleg í upplýsinga- miðstöð ferðamanna á Burchard Strasse 14. 30-05-10. Fimmtánda alþjóðlega ballett- hátíðin verður sett 3. júní með frumsýningu á „Magnificat“ eftir John Neumeier, hinn frumlega, ameríska stjómanda ríkisballetts- ins i Hamborg. Ballettinn er við tónlist eftir Bach og var fyrst á sviði í París 1987. Hátíðin stendur fram til 25. júní. Gestasýningar verða í ríkisóperunni, en þangað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.