Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 11
Saab 9000 CDTurbo Glæsivagn og sportbíl í senn Saab er sem kunnugt er fáanlegur í tveimur aðal- gerðum, 900 og 9000 og hvor gerð síðan í all- mörgum útfærslum. Þar geta sjálfsagt margir fundið ýmislegt við sitt hæfi bæði hvað varðar verð og gerð: Hestaflafjölda frá 118 til 175, með eða án forþjöppu, bílamir em tvennra til fimm dyra, sjálfskiptir eða. fímm gíra beinskiptir og verðið er frá 1.1195 þúsund krónum upp í 2.183 þúsund sem síðan má enn bæta við eftir þörfum með hvers kyns aukabúnaði. Saab á sér langa sögu á ís- landi en nú er það Glóbus í Reykjavik sem annast innflutninginn. Þetta er vel þekkt merki, sænsk gæðavara sem tekur hægum breytingum. í dag er til skoðunar bíll af dýrustu gerðinni, 9000 CD, 16 ventla túr- bóbíll sefti kostar með aukabúnaði nærri 2,4 milljónir króna enda er bíllin engin smá- kerra. Saab 9000 CD er eigulegur bíll. Ekki vegna þess að hann er stór og dýr heldur geysiskemmtilegur í akstri og býður upp á endalaus þægindi. Hann má líka gera það fyrir þetta verð. Sá sem leitar að kraftmikl- um bíl með eiginleika sportbíls fær hann í Aðinnanernóg rými og þargeta aJlir látið fara vel um sig, öku- maður sem far- þegar. 9000 CD túrbó og sá sem leitar að glæsi- vagni fær einnig sitt í þeim sama bíl. Hvor aðilinn sem er getur dregið fram eða laðað fram í bflnum þessi einkenni sín en mér virðist þó að réttara sé að gefa honum fleiri stig sem glæsivagn en sportbíll. Svo haldið sé uppteknum hætti og vitnað til auglýsinga eða slagorða þá hafa Saab verksmiðjurnar m.a. haldið því fram að nú gætu menn hætt langri leit að glæsivagnin- um, sem þó eru margir í boði, hér bjóði Saab þann eina rétta. Nægar upplýsingar Það er í það minnsta óhætt að segja að hér sé allt fyrir hendi sem ökumanni nán- ast geti dottið í hug að biðja um hvort sem varðar sjálfan aksturinn eða þægindi: Næg- ur kraftur og snöggt viðbragð, mjög hljóð- látur bfll, mörg smáatriði varðandi frágang mælaborðs og notkun stjómtækja sem upp- fylla hveq'a ósk, góð sæti og stillanleg ná- kvæmlega eins og hver vill hafa. Og síðan eru það þægindin: Nóg rými hvort sem er í fram- eða aftursætum, rafdrifíð hitt og rafdrifið þetta, vökvastýri að sjálfsögðu, eyðslumælir og fleiri upplýsingar sem kalla má fram á litlum skjá með aðstoð tölvutækn- innar og svo framvegis. Saab 9000 er stór og rúmgóður á alla kanta. Heildarlengd er 4,78 m, breiddin 1,764 m og hæðin 1,42 m. Lengd milli hjóla er 2,672 m og bíllinn vegur 1365 kg. Beygju- hringurinn er 10,9 m, hjólbarðar eru af stærðinni 195/65 15, hámarkshraðinn er uppgefinn 220 km og hröðun í 100 km á sjálfskipta bflnum 8,8 sekúndur. Þá tekur bensíntankurinn 68 lítra. Vélin er 175 hestöfl með beinni innspýt- ingu og í sjálfskiptum Saab 9000 CD Turbo er eftirfarandi staðalútbúnaður: Vökvastýri, upphituð framsæti, ABS hemlar, rafstilling fyrir útispegla, litað rjler, snúningshraða- mælir, sjálfvirk ökuhraðastilling, hnakkap- úðar í aftursætum, lögn fyrir loftnet og ijóra hátalara og armpúðar í aftursæti. Verðið á þessum bíl beinskiptum er 2.183 þús. kr. en sé hann einnig tekinn með leðursætum, rafdrifinni glersóllúgu og sjálfskiptingu er verðið kringum 2,4 milljónir króna. Rétt er þó að taka fram að umboðið á örfáa 9000 bíla sem seldir eru með 10% afslætti. Vellíðan Ökumaður sem farþegar taka strax eftir því að reynt er að tryggja vellíðan þeirra sem ferðast í Saab 9000 CD. Það fer vel um menn í rúmgóðum leðursætum sem eru að sjálfsögðu stillanleg eins og hver vill hafa þau. Rými í aftursætum er gott þrátt fyrir að framstólar séu hafðir aftarlega. Það eina sem setja mætti út á framsætin er að þeim sem eru rúmlega meðalmenn á hæð hættir til að reka sig upp undir. Mælaborð er vel útbúið og gefur miklu meira en nógar upplýsingar fyrir öku- mann. Ökumaður situr mjög vel og þægilega undir stýri og getur haft góðan stuðning af hurðinni óski hann þess. Mælaborð er ijölbreytilegt og auk allra venjulegra mæla getur ökutölva veitt ýmsar viðbótarupplýs- ingar, svo sem um eyðslu þá og þá stund- ina, meðaleyðslu, hvað menn komast langt á því bensíni sem eftir er og hitastig svo eitthvað sé nefnt. Eyðslumælir sýnir hversu mikil eyðslan er í lítrum miðað við akstur hverju sinni og án þess að ökumaður þurfí í sjálfu sér að binda athyglina of mikið við slíkan mæli hlýtur hann að vera góð leið- beining. Ef hann vill á annað borð eitthvað hugsa um eyðslu er honum í lófa lagið að temja sér sem notadrýgst aksturslag en auðvitað má ökumaður ekki bindast slíkum leiðbeiningum um of - með öðrum orðum það má ekki verða til þess að spilla aksturs- ánægjunni. Eftirtektarvert er hversu armar við stýrið þar sem eru stefnuljósa- og þuirkurofar eru vel staðsettir og nógu langir. Ökmaður með hendur á stýrinu þarf ekki að hreyfa fíng- uma nema örlítið til að ná til rofanna en þó trufla þeir engan veginn. Á sumum bflum eru þessir rofar nefnilega þannig staðsettir að það tekur talsverðan tíma (og jafnvel leit) að venjast notkun þeirra. Sumum kann að fínnast þetta smáatriði en þetta er eitt af því sem sýnir að það hefur verið lögð rækt við frágang á hlutum sem þessum. Fýrir það fær Saab stig. Ánægja við aksturinn Akstur svona bfls er náttúrlega kapítuli út af fyrir sig. Sjálfskiptur túrbóbfllinn virð- ist alltaf eiga nóg í viðbragð og þegar fyrst er tekið í hann þurfa ökumenn nánast að vara sig á því að geysast ekki um of af stað því það þarf svo sannarlega ekki að slá mikið í gæðinginn. Saab 9000 líður hljóð- lega og þægilega áfram í umferðinni og ekki þarf heldur að kvarta yfír mýktinni. Á þessum bíl myndi maður hvenær sem er bjóðast til að skjótast fyrir kunningjana frá Reykjavík vestur í Dali eða austur á Kirkju- bæjarklaustur og til baka og trúlega stíga óþreyttur út úr bflnum eftir slíka ferð. Mætti sendiferðin sjálfsagt vera enn lengri áður en nokkur færi að kvarta. Það sem svona bfll býður einkum upp á eru þessi þægindi og ánægjan við akstur- inn. Vissulega hlýtur það að teljast munað- ur að geta leyft sér þessa fjárfestingu fyrir ánægjuna en hér verður heldur enginn svik- inn ekki síst þegar öryggið fylgir með í kaupunum. Við hönnun Saab bflanna hefur verið lögð gífurleg vinna í rannsóknir varð- , andi útkomu bflsins í árekstrum. Líkt hefur verið eftir margs konar aðstæðum og full- yrða framleiðendur að bíllinn tryggi öryggi farþega eins og frekast er kostur. J.T, wmmm^^mm ■HnBBBHBnam LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20.MAÍ 1989 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.