Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 9
I tegundar og um þetta leyti skipuðu lög æ mikilvægari sess í þjóðfélaginu. Sterkar hefð- ir mynduðust fljótt. Til dæmis báru kennarar og nemendur sérstakar skikkjur og húfur og höfðu jafnvel sérstaka hárgreiðslu. Spán- veijar voru fyrstu útlendingamir til að stunda nám í háskólanum. Þetta voru spænskir að- alsmenn og urðu vinsælir, kannske einkum vegna þess að þeir höfðu næga peninga, og menn kunnu að nýta sér það. Það lætur nærri, að á hverju heimili í borginni hafi stúd- entum verið leigð aðstaða. Borgarbúar urðu því fljótt íjárhagslega háðir stúdentum. Stúd- entar nutu ýmissa fríðinda. Þeir voru metnir á við löggilta borgara en aðeins í þeim tilfell- um þegar það kom þeim til góða. Þeir þurftu til dæmis ekki að gegna herskyldu, fengu að kaupa mjöl og kom á hagstæðara verði en almennt gerðist. Atvinnustarfsemi gleði- kvenna var viðurkennd, en aðeins þegar stúd- entar áttu í hlut. Erlendum stúdentum vom með lagasetningu gert jafn hátt undir höfði og innlendum og vom þeir verndaðir fyrir pólitískri áreitni. Allt þetta var gert til að laða að stúdenta því Bologna var orðin fjár- hagslega og menningarlega háð Háskólan- um. Stúdentar vom miklir gleðimenn og kusu oft heldur að eyða tíma sínum og fé á bömm eða í pútnahúsum, en til þess að sækja fyrir- lestra. Dósentar, sem vom einfaldlega laun- þegar stúdenta, kvörtuðu sáran undan nísku stúdenta. Kjör þeirra vom oft bág og vom það helst hinir frægu meistarar, sem gátu krafist mikilla peninga fyrir fyrirlestra sína. Þetta leiddi til þess, að dósentar reyndu að beita öðmm brögðum til að ná fé af stúdent- um. í mörgum tilfellum leigðu þeir stúdentum fæði og húsnæði á okurverði og sumir stund- uðu jafnvel okurlánastarfsemi. Margir okur- lánaranna vom meðal hinna frægustu og virtustu prófessora háskólans frá þessum tímum. Sj álfstæðisbaráttan Eins og áður hefur verið minnst á var stjómun skólans öll í höndum stúdenta. Rekt- orar vom tveir og kosnir úr hópi stúdenta. Annar var fyrir ítalska, en hinn fyrir erlendu stúdentana. Vegna mikilvægis skólans reyndu stjómvöld oft að ná stjómartaumun- um af stúdentum og beittu þá þrýstingi af ýmsu tagi. Helsta vopn stúdenta og dósenta gegn yfírráðastefnu stjórnvalda var hótun um að flytjast á brott. Það kom oft fyrir sérstaklega á 12. og 13. öld að dósentar og hópur stúdenta flutti sig til annarra borga og stofnuðu þar sitt eigið „universitas schol- arium“. Oftar en ekki gáfu stjómvöld þá eftir og snem þeir á yfirleitt til baka. Á þenn- an hátt tókst háskólanum að halda sjálf- stæði sínu um aldir. Þrátt fyrir það missti hann fíárhagslegt sjálfstæði sitt fljótlega. Eijis og áður er getið vom kjör dósenta oft bág. Til þess að bæta ástandið og til þess að laða til sín fræga prófessora ákváðu borg- aryfirvöld árið 1280 að greiða laun tveggja dósenta. Hundrað ámm síðar eða árið 1380 greiddu yfirvöld laun allra dósenta háskól- ans. Þar með var háskólinn orðinn ríkis- skóli, en stjómin var þó enn í höndum stúd- enta. Árið 1563 fékk Háskólinn í fyrsta sinn húsnæði sem hýsti hann allan undir einu þaki. Þá vom komnar til miklu fleiri grein- ar, svo sem læknisfræði, stjömufræði, mál- fræði og heimspeki. Nýja húsið var kallað Archiginnasio en þar er nú almennings- bókasafn. Þessi fallega bygging varð fyrir loftárás í seinni heimsstyijöldinni en hefur nú verið endurreist. Veggirnir á göngunum em þaktir skjaldarmerkjum úr steini, en það var til siðs að rektorar settu þar upp skjaldar- merki sín. Það em ótal aðrar minjar í Bol- ogna um gömlu timana í Háskólanum. Fjöl- margar götur bera nöfn minnisverðra per- sóna, dósenta eða stúdenta. Því miður er ekki hægt að tíunda alla þá merku vísinda- menn sem skólinn getur státað sig af. Mig langar þó að nefna nöfn eins og Dante Aligi- eri, Nicolo Copemicus, Marcello Malphigi, Ulisse Aldrovaldi, Luigi Galvani, Augusto Murri. Margir þessara manna vom fremstir á sínu sviði og lögðu fram stóran skerf til vísinda nútímans. Háskólinn nú á tímum Eins og áður er nefnt misstu stúdentar völdin í Háskólanum á tímum Napóleons. Árið 1802 vom gerðar miklar breytingar. Rektor var þá skipaður af yfirvöldum og var hann valinn úr röðum dósenta. Háskólinn í Bologna varð þá ekki lengur „universitas scholarium" heldur „universitas studiomm og fékk það form sem hann hefur að mestu leyti enn í dag. Þegar Bologna sameinaðist ítalska konungsríkinu, vom gerðar enn frek ari breytingar á skólanum og hann var sam ræmdur öðmm háskólum á Ítalíu. Til þess að forvitnast aðeins um Háskólann í Bologna og afmælishátíðina ræddi ég við rektor skólans dr. Fabio Roversi-Monaco. Nú þegar 900 ára afmælishátíðin er liðin 'Sí: 2 Stjírt' .í Úr skólastofu í Bologna á árinu 1482. langar mig að spyrja yður, hver var yfir- skrift hátíðarinnar og eftir hverju var farið til dæmis í vali heiðursdoktora, sem mér sýnist hafa verið mikilvægur þáttur í há- tíðarhöldunum? „Yfírskrift hátíðarinnar var ímynd Háskól- ans í Bologna á alþjóðlegum vettvangi og einnig hér heima. Dagskráin var því miðuð við að kynna ekki aðeins Háskólans í Bol- ogna heldur ímynd háskóla á Ítalíu. Okkur hefur tekist að koma í framkvæmd því sem er mjög mikilvægt fyrir okkur, en það er undirritun frelsisskrár háskóla í Evrópu „Magna Charta". Frelsisskráin var undirrituð af 430 háskólarektomm úr öllum heiminum og er því frelsisskrá allra háskóla heims. Hún minnir einnnig á að Háskólinn í Bologna hefur enn áhrif ekki aðeins á Ítalíu heldur á alþjóðlegum vettvangi. Það sem fylgdi þessu var fíölmargt. T.d. höfum við gert samninga um samvinnu á vísinda- og menningarsviði við aðra stóra háskóla. Samningar um kenn- araskipti og í sumum tilvikum stúdentaskipti vom gerðir við háskólana í Oxford, Sor- bonne, Heidelberg, Yale, Háskóla John Hopk- ins, Leningrad, Moskvu, Prag, Dovanio, Sala- manca, Barcelona og Madrid svo dæmi séu nefnd. Sérstaklega em mikilvægir samningar við háskóla í Asiu svo sem í Kína og Japan. Þetta em þeir þættir sem mestu máli skipta fyrir okkur. Heiðursdoktorsveitingarnar tengjast svo þessum þáttum. Þær hafa verið frekar áberandi en þó ekki mikilvægasti þátt- urinn. Sem dæmi má nefna að á 800 ára afmælinu fyrir 100 ámm, vom heiðursdokt- orsveitingar um það bil 60 eða 70. Núna höfum við ekki veitt mörgum en til mikilla vísindamanna og úr öllum greinum vísind- anna. Tólf nóbelsverðlaunahafar hafa komið hingað á árinu 1988 til þess að halda fyrir- lestra eða taka á móti heiðursdoktorsnafn- bót. Spurning yðar varðar líklega fyrst og fremst pólitískar veitingar, það er til þjóð- höfðingja og stjómmálaleiðtoga. Rökin em þessi; að heiðra þá menn, sem vegna stöðu sinnar eða í einkalífi sínu hafa verið fulltrúar frelsis eða menningar sem við viljum í heiðri hafa. Heiðursdoktorsveitingar til Juan Carlos (Spánarkonungs), Raul Alfonsín (forseta Argentínu) vom til manna sem em fulltrúar ríkja sem nú em lýðræðisríki en vom það ekki áður. Heiðursdoktorsnafnbót veitt Alex- ander Dubcek, var gefin manni, sem í lengstu lög fylgdi eftir hugsjón sinni að koma á tján- ingafrelsi í landi sínu. Maríu Theresu frá Kalkútta var veitt heiðursdoktorsnafnbót, í nafni þess mikilvæga þáttar, sem kærleikur- inn er. Valið á öllum þessum einstaklingum er í samræmi við þau gildi sem Háskólinn í Bologna vill hafa í heiðri." Ég hef lesið að stofnun Háskólans í Bo- logna hafi verið árið 1067 eða jafnvel fyrr. Hvers vegna var ekki tekið mið af þeirri dagsetningu og haldið up á 900 ára afmælið fyrr? „Þetta er rétt frá einu sjónarmiði en ekki öðm. Tii þess að skýra það segi ég þetta; Við skiljum að stofnun eins og Háskólinn í Bologna fæðist ekki á einum degi, heldur er hann ávöxtur mikillar vinnu og eftir einhvern tíma rennur upp fyrir mönnum að slík stofn- un er til staðar. Það er rétt að fyrstu heimild- ir um lagaskóla em frá 1067 en ömggar heimildir fyrir því að rekinn hafi verið há- skóli hér í Bologna em frá síðustu ámm 11. aldar. Árið 1088 var valið en frá því ári em til heimildir um kjama hins gamla skóla sem hefur starfað óslítið síðan í svipaðri mynd og nú þ.e. með dósenta og stúdenta." Þegar á 13. og 14. öld var Bologna álitin heimsborg og þar voru stúdentar frá flestum löndum Evrópu. Háskólinn í Bologna ásamt Sorbonne í París voru álitnir betri en aðrir háskólar. Hvað er hægt að segja í dag, get- ur Háskólinn í Bologna enn verið álitinn „Alma Mater Studiorum“? „Já, „Alma Mater“ að öðm jöfnu, en Há- skólinn í Bologna skipar ekki lengur þann sess, sem hann hafði áður ásamt Sorbonne á 13. og 14. öld og lengur. í dag em til mjög margir góðir háskólar en Háskólinn í Bologna ásamt öðmm í Evrópu til dæmis háskólunum í Heidelberg, París og Sala- manka, gegnir enn sérstöku hlutverki. Þetta er alls ekki spuming um yfirburði Háskólans í Bologna, en hann er tvimælalaust einn þeirra staða sem geymir menningu þá og hefðir, sem aðrir háskólar byggja á. Seinna varð n.k. sprenging og fíölmargir skólar eng- ilsaxneskir og japanskir vom stofnaðir og við viðurkennum að þeir standi okkur framar á sumum sviðum. Við teljum okkur meðal hinna mikilvægari háskóla, en ekki endilega að við séum betri en allir hinir.“ Nú hefur margt breyst á síðustu árum og nægir að nefna að stúdentum hefiir fjölgað úr 26 þúsund árið 1968 í 66 þúsund árið 1988. Hvaða vandamál hefur þetta skapað og hvernig hefur Háskólinn lagað sig að þessum breyttu aðstæðum? Sjá bls. 10. H- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20.MAÍ 1989 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.