Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 7
fljóti. í staðinn fyrir hvítfuruna hefur síðan vaxið upp blandaður laufskógur, sem var ákaflega fallegur þessa haustdaga — mest hlynur, sem er þjóðartré Kanadabúa. En hlynur er ekki gagnviður. Hann er ekki nýttur nema til sírópsvinnslu. Trén eru þetta 15—20 m á hæð og vaxa í óendanlegri víðáttu. Við ókum um þessa skóga heilu dagana og ekkert lát á. En þessum tegundabreytingum hefur ekki fylgt nein landeyðing að því er ég gat séð. Hins vegar sáum við áhrifamikla eyðingu skóga við borgina Sudbuiy í Suður-Ontarío- fylki. Þar hófst á síðustu öld nikkel- brennsla og við þá vinnslu þurrkaðist skóg- urinn út af völdum loftmengunar á stóru svæði. Enn er þama stór nikkelverksmiðja sem spúir út reyk. Þetta er frægt dæmi í skóg- ræktarheiminum. Sama er uppi á teningnum í Austur-Finnmörk, Rússlandsmegin (í Pas- vik) þar sem mikil nikkelvinnsla er í bænum Nikel. Kanadamenn em líka áhyggjufullir út af loftmengun frá iðnríkjum Bandaríkjanna, sérstaklega Ohio, en vegna hennar fellur súrt regn í Ontarío og víðar. í tveimur rannsóknastöðvum skoðaði ég vettvang fyrir rannsóknir á loftmengun — annar staðurinn var í fjöllunum við Quebec. Þar er allt mælt sem berst inn í vistkerf- ið og allt sem út úr því fer. Þama starfa 20 fastráðnir vísindamenn hver á sínu sviði — sérfræðingur í vatnafræði, annar í vist- fræði o.s.frv. Starfsemin þama kostar 140 þúsund dali á ári og má af því ráða hversu mikilvæg hún er talin. Þarna er auðvitað vandamál af öðmm toga en við eigum við að glíma. Þegar lengra er haldið vestur á bóginn skiptast á skógi vaxin svæði og lönd til akuryrkju eða kvikijárræktar. Skóglendið minnkar ekki að víðfeðmi en breytist að gerð. í því felst alveg gríðarlegur banki iðn- aðarhráefnis eða svokallaðs beðmis (cellu- losa) til pappírsvinnslu." Sigurður Blöndal telur barrskóginn á Nýfundalandi, í Ontarío og Austur-Kanada rýran að gæðum — skógarhirðingu óþekkt fyrirbæri. „Skógurinn hefur verið nýttur einsog hlunnindi og í skógræktarlegu tilliti em menn þar 100 áram á eftir Skand- inavíu," segir hann. „Mér var reyndar sagt að í fylkinu New Bmnswick stæði skógrækt- in á hæsta stigi í Austur-Kanada, en þang- að kom ég ekki. Megnið af skógunum í Kanada em í opin- berri eigu (varla undir 90%) en hið opinbera leigir skóginn fyrirtælqum til nokkurra ára- tuga án nokkurra skuldbindina. Til marks um þessa nýtingu er að þeir kalla skógarhögg „mining“ eða námu- vinnslu. Þeir hafa litið á skóginn sem ótæm- andi auðlind. Á síðustu ámm hefur orðið mikil breyting á og nú era þeir komnir á fullt með plöntu- framleiðslu til endurnýjunar skógarins. Þó em til einstaka fyrirtæki t.d. í Quebec sem hafa ræktað skóg frá því um 1920. Eitt þeirra „Consolidated Bathurst" hefur yfír að ráða 6—7 þúsund hektumm lands. Þar sá ég nýfellt rauðgreni sem gróðursett var upp úr 1920 en rauðgreni vex ljómandi vel þama. Þeir aðilar vora snemma á ferð með endumýjun og hafa rekið gróðrarstöð. í Kanada hefur líka orðið mikil skógar- eyðing af völdum skordýra. Þar hafa geng- ið yfír gífurlegar skordýraplágur og reyndar líka sveppaplágur og mikið gert til að berj- ast gegn þeim. Á öllum 5 rannsóknastöðvun- um sem ég heimsótti vom reknar öflugar skordýradeildir. Frægt dæmi um slíka plágu er frá síðari hluta 19. aldar. Þá barst frá Evrópu svoköll- uð lerkisagarfluga (the larch saw fly) til Norður-Ameríku sem lagðist sérstaklega á mýraleri (tamarac) en það vex um norður- fylki Bandaríkjanna og öll austurfylki Kanada. Þessi fluga gereyddi mýralerkinu í skógum Norður-Ameríku svo hvergi sjást nú gömul og gild tré af þessari tegund. Fyrir síðustu aldamót var hvítfura álitleg- asta tijátegundin í austurfylkjunum. Þá var engin skógrækt í hefðbundnum skilningi í Kanada og engin plöntuframleiðsla. Nokkr- ar plöntur af þessari tegund höfðu verið keyptar frá Þýskalandi og þær bára með sér svokallaðan ryðsvepp. Hann breiddist út eins og eldur í sinu og gekk í lið með manninum við að gereyða hvítfumnni. Þessi sveppur hefur kynslóðaskipti á milli ribs- mnna og fimm-nála fumtegunda og þarf báðar tegundimar til að þrífast. í Evrópu gáfust menn að mestu upp á hvítfum af þessum sökum en nú em hins vegar til stofn- ar af henni sem standast sveppinn. Ég sá t.d. mikið af hvítfura í ræktun á gróðrastöð í Quebec og í Petavawa vom leifar af hvítfumskógi, þær einu sem ég sá í ferðinni. Alvarlegasta skordýraplágan núna er vegna grenibramormsins. Fyrsta fórnar- iamb hans er balsamþinur, síðan svartgreni og Joks hvítgreni. Árlega drepur þetta kvikindi 35 milijónir tengmgsmetra viðar 1 5 austurtylkjum Kanada og jafngildir það helmingi þess sem Svíar höggva árlega. Menn standa ráðþrota gegn þessum vágesti. Eg hitti aldraðan prófessor í skógarann- sóknastöðinni í Quebec, Vladimir Smimoff að nafni. Hann var merkur skordýrafræð- ingur. Hann hefur náð árangri gegn vágest- inum með bakteríuhemaði (bacillus turing- iensis). Ég sá áhrifamikinn árangur af notk- un þessarar bakteríu í skógi Laval-háskól- ans í Quebec uppi í fjöllunum vestur af Quebec-borg. Á leiðinni þangað vora gráar skógarhlíðar sem höfðu orðið fyrir barðinu á grenibramorminum — en svo skein allt í einu í grænan skóg þar sem úðað hafði verið með bacillus turingiensis. Ég spurði fylgdarmann minn um orsakir þessa mikla skaða. Hann taldi að upphafíð mætti rekja til þess að vistkerfið hefði rask- ast. Balsamþinurinn væri duglegastur að endumýja sig og því hefði komið upp „mono- kultur" eða næstum hreinn balsamskógur, en eins og áður sagði er balsamþingurinn kjörfæða bmmormsins. Þannig uxu upp gífurlega sterkar kynslóðir sem hafa marg- faldað stofninn.“ Og Sigurður heldur áfram: „Núna er alls staðar verið að vinna að endumýjun skóga í Kanada. Ég heimsótti margar uppeldisstöðvar með óendanlegum flákum af plasthúsum með bakkaplöntum sem einmitt var verið að reisa þetta sumar. í Quebec var plantað 80 milljónum plantna á ári og þar var ætlunin að fara upp í 300 miljónir plantna eftir 4 ár. Ég hef heyrt að því marki hafi verið náð. LJ6sm:Lesbók/Ámi Sœberg. Sigvrður Blöndal skógræktarstjóri. Þar er sá háttur hafður á um framleiðslu plantna að uppeldisstöðvamar era ríkisrekn- ar. Þaðan er útdeilt piöntum til landeigenda sem vi(ja rækta nýjan skóg. Ekkert eftirlit er síðan með því hvað verður um plöntumar fyrr en eftir 5 ár. Ef þá kemur f Ijós að plöntun hefur hefur farið úrskeiðis er við- komandi strikaður út af listanum. Skilyrði þama fyrir að fá plöntur em ekkert í námunda við það sem þau era á Norðurlöndunum og í Þýskalandi og það er óhugsandi að yfirvöld í Kanada geti haft frekari afskipti af meðhöndlun nýskógarins. Þetta er athyglisvert fyrir okkur hér. En þess ber auðvitað að geta að þama em vaxtarskilyrði góð og plöntur til afhending- ar víða stærri en hér tíðkast. En mönnum fínnst málið brýnt. Þeir sjá fram á mikla viðarkreppu í framtíðinni, ekki sfst vegna bramormsins. Reyndar er hægt að nýta tréð þrem til fjóram ámm eftir að ormurinn hefur drepið það — en þó aðeins í iðnvið (massa). Kanadamenn bjóða 3 milljónir tonna af iðnviði á ári til Evrópu. En áfram með ferðasöguna. Við flugum vestur á bóginn frá Winnipeg yfír Man- itoba, Saskatsevan og í hálfan annan tíma yfir óslitið ræktarland sem leit út eins og skákborð ofan frá séð, vestur að Klettaflöll- um. Þama era ræktunarskilyrði afar góð, kaldir vetur, heit sumur. Mér þótti merki- legt að engin skjólbelti sáust. Þessi víðáttu- mikla slétta var áður vaxin greniskóginum sem Stephan G. orti um. Svo komum við til Vancouver sem er afar falleg borg á Kyrrahafsströndinni og þaðan var haldið með feiju út á Vancouver- eyju til borgarinnar Viktoria. Þar fékk ég að sjá eitt merkilegasta lífkerfí sem fyrir- fínnst á jörðinni — stórvaxnasta skóg sem til er — aðaltegundin svokallaður dögglings- viður (British Oregon Pine). Þar var endur fyrir löngu hæsta tréð sem fellt hefur verið f barrskógi, 138 m. Þarna er nú auk döggl- ingsviðarins lífviður (þúja) marþöll og stór- þinur og þessar tegundir mynda þennan risaskóg sem mig hefur alltaf dreymt um að sjá. Á Vancouvereyju sáum við tvö vemdar- svæði með þessum stórskógi. Þama em þau sérstöku skilyrði frá náttúmnnar hendi að slíkur skógur getur þrifíst, mátulegt hita- stig og gífurleg úrkoma. Þama em rakir vestanvindar ríkjandi sem lenda á Qallahlíð- unum. Raunar má segja að lík skilyrði séu í Bretlandi, í Skotlandi og Vestur-Noregi en í miklu smærri stíl. Þama heimsótti ég „Pacifíc Forestry Research Institut" skógrannsóknastöðina á Kyrrahafsströnd. Þar hitti ég fræsérfræð- inga og fékk margvíslegar upplýsingar og j leiðbeiningar um hvemig ætti að standa að söfnun fræs af ýtnsum tegundum sem við [ höfum áhuga á. Við höfum sótt fræ til norðurhluta Bresku í Kolumbíu inni í landinu og frá nyrstu vaxta- stöðvum þar og eigum sýnishom af döggl- ingsviði á Hallormsstað. Við eigum þar reyndar líka lítinn lund af dögglingsviði, 10—12 m á hasð sem gróðursettur var 1940. En frá þessu svæði er mér minnisstæðast að koma í þennan langþráða stórskóg. í Kanada var í fyrsta sinn gerð úttekt á skógum árið 1981. Til samanburðar má geta þess að slík úttekt var gerð f mestu skógarlöndum Evrópu snemma á þessari öld. Þessi úttekt í Kanada var svokölluð fjar- könnun — gerð úr lofti með Ieisertækjum. Þannig var hægt að greina tegundir og mæla hæð tijáa með því að fljúga lágt. Og þessarri úttekt var allri tölvustýrt. Þama em skógareldar mikið vandamál en eldvömum er líka tölvustýrt. Vörslu er haldið uppi úr flugvélum og menn em hafð- ir á vakt uppi á háum tumum á víð og dreif um skóginn. Og með tölvutækni og reiknilíkani er reiknað út hvar líklegt er að skógareldar bijótist út Síðan er tölvan spurð hvemig eigi að bregðast við ef til slíks kem- ur. Þama er líka haldið uppi erfðafræðirann- sóknum f skógrækt sem er nq'ög mikilvægur þáttur og byijað er á líftækniræktun. Kandamenn eiga það sammerkt með okk- ur að þeir em að endurreisa niðumíddan skóg. Þess vegna getum við ýmislegt af þeim lært. Við gætum líka fengið stuðning og lærdóm af því sem þeir hafa lagt í rann- sóknir á meindýmm sem leggjast á skóg og þurfum bara að taka upp nánara sam- starf við þá. Vonast ég til að það geti gerst á þessu ári. Ég tel lfka að við getum fundið í fjöllum Bresku Kolumbfu tijátegundir sem geta gagnast okkur. Við höfum þegar reynt nokkrar af þessum slóðum. Við þurfum að fá hingað meiri fjölbreytni í tegundum. Ekki sfst með tilliti til vemdar og útivistar- skóga. Hjá okkur em tré sem fella lauf og barr hentugri til slíks vegna þurra landvinda og snjóþyngsla." Sigurður er að lokum spurður hvaða gagn hann telji helst að hafa af slíkum kynnis- ferðum. „Mín reynsla er sú að við sem eram að fást við skógrækt höfum mikið beint og óbeint gagn af að koma til þessara miklu skógarlanda. Þar fáum við ákveðna yfírsýn, kynnumst hvaða þýðingu skógrækt hefur fyrir þjóðimar sem atvinnugrein. Þeir sem era f forystu þessara mála hér verða að fá dálitla heimssýn — kynnast þvf sem er að gerast bæði austan hafs og vestan. Af því má mikið læra og þá verður auðveldara að fylgjast með því sem er að gerast í skógarbú- skapnum í heiminum — ekki bara að því er varðar sjálfa ræktunina heldur líka til að kynnast tækniþróuninni og markaði fyr- ir tijávörar. Þegar þessari kynnisferð minni til Kanada lauk minnist ég þess að ég flaug til Kaup- mannahafnar frá Vancouver til að sitja fund Norrænu samstarfsnefndarinnar um skóg- arannsóknir, sem ísland á aðild að. Ég kom sem sagt beint úr illa leiknum skógum Kanada í beykiskógana í Danmörku en dönsk beykiskógarækt er blátt áfram eins og listgrein. Þar er hægt að sjá hámark ræktunarmenningarinnar. Hvergi held ég að skógrækt sé á jafn háu stigi og þar. Danir eiga sér líka langa hefð í slíkri rækt- un og svo má ekki gleyma því sem þama skiptir máli, að Danmörk er lítið land — með lítið svigrúm. Kanada er aftur á móti stórt land. Hér á því við sú gamla kenning að menn mega aldrei eiga of mikið af neinu.“ H. V. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20.MAÍ 1989 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.