Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1989, Page 8
*
k
s
!
;
r
i
y
Sjálfsmynd frá árinu 1915.
Helene Schjerfbeck
List hennar var líkt við skemmda ávexti
- en nú þykja verk hennar dýrgripir í söfnum-
fram að því. Þessar listakonur voru á sínum
tíma í hópi hinna fyrstu kvenna, sem hlotið
höfðu nokkurn veginn jafnmikla menntun
og skólun í málaraiist og þeir karlkyns
málarar, er voru þeim samtíma — fyrstu
konurnar á Norðurlöndum, sem gátu þó lif-
að þolanlega af málaralist sinni, ef þær
ekki höfðu bundið sér of þunga bagga sem
giftar konur, mæður og húsfreyjur á eril-
sömu heimilum með öllum þeim skylduverk-
um sem fylgdu þeirra tíma húshaldi.
KvenlegViðhorf
A árunum kringum 1890 var symbolism-
inn mikils ráðandi í málaralist. Andar af
ýmsu tagi, sem voru á ferli í skógum, birt-
ust á léreftinu, dans álfanna varð sýnilegur
og yfirleitt voi-u hinar ýmsu ráðgátur, sem
lífið býr yfir, leystar að minnsta kosti á
táknrænan hátt. Heil kynslóð málara á
Norðurlöndum lokkaði listunnendur út í þau
undur og sérkenni, sem norræn náttúra býr
yfir, út í hið bjarta landslag sumarnæturinn-
ar, út að glitrandi vatnsflötum og inn í
mosavaxinn helli tröllsins. Helene Schjerf-
beck var engin undanteking í þessum efn-
um. Hún var ein af þeim ungu listamönnum
á árunum um og eftir 1880, sem boðuðu
ný viðhorf í listum. Hún uppgötvaði þá liti
og þau ljósbrigði, sem Bretagne býr yfir —
en það var sjö eða átta árum áður en Paul
Gauguin útfærði á málverkastriga sínum
þau áhrif, sem hann varð fyrir af sýntetísk-
um litaflötum, í verkum frá 1887 og fram
til 1890. En Helene Schjerfbeck var jafn-
framt natúralisti og gerði mikið af því að
draga í verkum sínum upp sannar, trúverð-
ugar myndir af því sem gat að líta að húsa-
baki. Hún fann sér sem sagt myndefni á
stöðum, sem enginn annar málari hafði
áður fundið neitt áhugavert við til að festa
á léreftið: Bláleitir skuggar platanttjánna á
hijúfum múrvegg lítils íbúðarhúss, barn í
tréskóm og hálfsokkum, þvottur, sem
breiddur hafði verið í grasið til þerris.
Það var á þessum fyrstu árum hennar í
Bretagne, rétt eftir 1880 að Helene Schjerf-
beck tók að sleppa smáatriðunum í málverk-
um sínum og fór að beina athyglinni meira
að heildinni í mynduppbyggingu sinni. Þau
málverk, sem hún vann á þennan hátt, lagði
hún þó jafnharðan til hliðar og hélt þeim
út af fyrir sig í málverkageymslu sinni, eft-
ir að góðir vinir hennar í hópi listamanna
höfðu látið þau orð falla um myndirnar, að
þeir skildu ekki hvað hún væri að fara í
þessum verkum. En Helene Schjerfbeck
stóðst samt ekki freistinguna að mála við
og við eitt og eitt verk með þessari myndupp-
byggingu, eingöngu sjálfri sér til ánægju.
I hennar augum var heildarblær litaflatanna
alltof lokkandi til þess að hún vildi leggja
þessa aðferð sína í málverki með öllu á hill-
una.
Heima Og Heiman
Helene Schjerfbeck fæddist í Helsingfors
árið 1862. Hún stundaði fyrst nám við
teikniskóla Finnska myndlistarfélagsins og
Fyrir um það bil tveimur árum stóð yfir mikil
yfirlitssýning á verkum norrænna málara, sem
voru við lýði. um 1880. Fór sýningin á milli
fjögurra hinna stærri höfuðborga Norðurlanda
og var fyrst sett upp í Osló, því næst í Stokk-
Um fínnska málarann
HELENE
SCHJERFBECK, sem
telst nú eitt af stóru
nöfnunum í norrænni
myndlist, en naut
takmarkaðarar velgengni
ámeðan húnlifði.
Eftir LENU HOLGER
hólmi, þá í Helsingfors loks var hún sett
upp í Kaupmannahöfn. Segja má, að þetta
samstillta norræna sýningaframtak hafi
fengið alveg einstaklega góðar undirtektir
hjá bræðraþjóðum okkar — þ.e.a.s. nánar
tiltekið hjá skandinavískum höfuðborgarbú-
um. Hafa hundruð þúsunda gesta komið til
þess að sjá sýninguna í hinum fjórum norr-
ænu höfuðstöðum.
Þetta er raunar í fyrsta skiptið sem sýn-
ingargestir og gagnrýnendur hafa beint
athygli sinni að verkum norrænna kvenlist-
málara í jafn ríkum mæli og að verkum
karlkyns málara. Konurnar, sem verk voru
valin eftir á þessar sýningar, eru líka vissu-
lega mjög frambærilegir fulltrúar listsköp-
unar á þessu tímabili: Sænska listakonan
Hanna Hirsch, tveir kunnir norskir listmál-
arar, þær Harriet Backer og Kitty Kielland,
danska listakonan og Skagenmálarinn Anna
Brondum, og síðast en ekki sízt finnska
listakonan Helene Schjeifbeck. Sýningar-
gestir munu örugglega muna verk þessara
kvenna og sjá þau fyrir hugskotssjónum
sínum löngu eftir að sýningunni er lokið.
Viðfangsefni hinna norrænu listakvenna
í þeim verkum, sem sýnd voru þarna sam-
an, eru dagdraumar, dagsins erfíði og amst-
ur og töfrandi litbrigði miðsumarnæturinnar
— viðfangsefni séð öðrum augum og tekin
öðrum listrænum tökum en tíðkast hafði
Kvöldsól yGr Raseberg, 1890.
8