Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1989, Page 14
! i >; i M )
Í ökuskólanum í LEGOLANDI.
Athugið! Lúðrasveitin er ekki
úr legokubbum!
lausari dýra og fugia. En fyrir
ljónagarðinum er tvöfalt hlið.
Tignarlegt að aka í gegn. Eins
og svipmynd frá Afríku — álfunni
sem er að verða samfellt, friðað
náttúrusvæði. Allt önnur tilfinn-
ing að sjá dýrin ganga um frjáls
en að skoða þau afkróuð í búrum.
Stórar ljónahjarðir ganga þama
um. Dýrin geta komið upp að
bílunum og reist sig upp á aftur-
fæturna við bílrúðurnar. Sérstak-
ar reglur gilda fyrir akstur í gegn-
um Ijónagarðinn. Dyr og
bílgluggar verða að vera lokuð.
Engu má henda út. Og stranglega
bannað að fara út úr bílnum.
Gisting og morgunverður í
Billund kostar um 3.000 krón-
ur. Aðgangseyrir að LEGOL-
ANDI er 320 kr. fyrir full-
orðna, 160 fyrir börn eða 960
kr. fyrir hjón með 2 börn.
Aukagjald er inn á nokkur
svæðin. Legokubbamir em
aðeins ódýrari í LEGOLANDI
en út úr búð. En aðalkostur
við að kaupa kubbana þar, er
að allar kubbategundir em
fáanlegar.
Hvort skyldi vera skemmtilegra — að
skoða kubbadýr í LEGOLANDI — eða
lifandi dýr í ljónagarði?
Mælistikan sýnir
smæð hlutanna í „höll
Títaníu“.
Baðstrendur með slímugri
slepju, eiturnálum og olíubrák
Eru baðstrendurnar að verða heilsuspillandi?
Það er alveg óhætt að sleppa baðfötunum!
Flesta íslendinga dreymir um
sól og sjó. Að minnsta kosti
Sunnlendinga, sem hafa lítið
séð til sólar í sumar. En vinsæl-
ustu baðstrendumar laða ekki
beint til sín. Ferðamenn flýja
ítölsku strendumar vegna
mengunar. Olíubrák er að
leggjast að strönd Portúgals.
Fólk er varað við að baða sig
í sjónum á nokkmm baðströnd-
um við Costa del Sol. Og nýj-
ustu fréttir: Töluverð hætta er
nú talin á að baðstrandargestir
stingi sig á nálum eiturlyfja-
sjúklinga er nota strendumar
sem svefnstað.
Baðstrandargestir við Adríahaf
hafa fengið útbrot og slæman
kláða í stað hinnar eftirsóknar-
verðu sólbrúnku. Margir hafa flú-
ið strendurnar áður en fyrir-
hugaðri dvöl lauk. Þömngar við
strendurnar fjölga sér óeðlilega
og mynda slímuga slepju, sem
leggst á baðfólkið og veldur út-
brotum og kláða. Vandamálið er
ekki aðeins hrollveiqa fyrir hótel-
eigendur. Hér er um alvarlega
umhverfismengun að ræða, sem
á sér ekkert fordæmi. Að ein-
hveiju leyti stafar hún af lofts-
lagsbreytingu. En sérfræðingar
segja að Pó-áin sé alvarlegasti
mengunarvaldurinn. Árlega beri
áin 13.000 tonn af fosfóri og
110.000 tonn af köfnunarefni til
sjávar frá helstu iðnaðarhéruðum
Ítalíu. Þeir segja að gera megi ráð
fyrir hreinSunaraðgerðum að
minnsta kosti næstu 10 árin.
Og á meðan heldur áin áfrani
að menga sjó og strendur. Strend-
ur Júgóslavíu era þegar farnar
að láta á sjá. Súrefni í sjónum er
á þrotum. Fiskar drepast. Krabbar
era farnir að skríða upp eftir
I færam fiskimanna til að ná í súr-
efni. Sjávarlíf við Adríahaf er að
þurrkast út. Yfirvöld á Ítalíu era
að hugsa um að koma fyrir flot-
hindranum vegna þörangaplág-
unnar. Svipaðar fióthindranir
hafa verið settar upp þar sem olíu-
brák ógnar ströndunum. Olíu-
brákin nálgast nú Algarve-strönd-
ina í Portúgal, sem hingað til
hefur verið talin einhver sú hrein-
asta. Olíumengun hefur líka vald-
Ein með 3ja ára
strák á Mallorka
Er ekki fásinna að ætla með
þriggja ára strák í sólarlandaferð
þar sem illmögulegt er að fá af-
leysingu frá barnapíuhlutverkinu?
sögðu þær vinkonur mínar sem
enn muna hvaða kröfur þriggja
ára börn gera. Kemurðu ekki út-
tauguð af þreytu til baka? spurðu
þær.
Raunin varð að vísu önnur. Við
Helgi fóram á Alcudia-ströndina
á Mallorka og gistum þar á fjöl-
skylduhóteli sem heitir Ciudad
Blanca og viti menn: Það reyndist
mögulegt að slaka á og njóta þess,
að vera í sól og sjó þó svo að við
færum vart úr augsýn hvors ann-
ars allan tímann.
Ciudad Blanca (Hvíta borgin)
er heimur út af fyrir sig — í fög-
ram garðinum era tvær sundlaug-
ar — bama og fullorðins; nægir
sólbekkir fyrir alla hótelgesti,
skemmtanir og leikir með börnun-
um á daginn og barnadiskó á
kvöldin undir stjóm belgískrar
stúlku sem minnti á flautuleikar-
ann frá Hasmelin. Sérstaða hót-
elsins felst þó fyrst og fremst í
legu þess — það er bókstaflega á
ströndinni. Oft getur verið heil-
mikið fyrirtæki að koma sér á
strönd, sérstaklega ef fólk er með
ungviði í farteskinu en nú er það
sannkallaður barnaleikur.
í hótelinu er lítil kjörbúð og
aðrar verslanir og matstaði er að
finna hinum megin við götuna.
Þó verðlag á Mallorka sé ekki
alveg eins lágt og það var hér
áður fyrr, era þó ýmsar nauðsynj-
ar meira en helmingi ódýrari en
í landi Steingríms-stjómarinnar.
Fleira en verðlagið hefur
breyst, „á morgun-heimspekin“
Helgi fyrir utan Drekahellana.
er langt frá eins áberandi og áð-
ur, en það sem alltaf er eins er
sólin, sandurinn og sjórinn og til-
finningin að það sé í lagi að vera
aðgerðarlaus og njóta sín. Maður
finnur til samkenndar með mann-
inum sem át ávöxt lótusblómsins
og missti alla heimþrá í sæluví-
munni.
Loftslag er gott á Mallorka.
Þó hitastigið sé hátt kemur haf-
golan til hjálpar og forðar fólki
frá köfnunartilfinningu. Viá eram
heppin með veður, þannig að dag-
arnir líða ýmist við hótellaugina
eða á ströndinni. Alcudia-ströndin
er álitin ein sú besta á Spáni —
hún er hreinleg, ströndin er að-
Barnadiskó hjá Pjakkaklúbbn-
um.
14