Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1989, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1989, Blaðsíða 9
lega- virkað- langdregin- og -aiit- að því -fér án- leg. Kinverksk ópera á sér langa sögu og verður rakin til Shen Tsung keisara á Sungtímabilinu. Hann stjórnaði í Kína frá 997 til 1022. Uppruninn er í tengslum við söngva og dansa sem fluttir voru á ótal mörgum hátíðum og trúarathöfnum og sögum frásagnarmanna sem skemmtu við- skiptamönnum tehúsanna. Kínversk ópera telst því vera að minnsta kosti 600 árum eldri en vesturlandaóperur. Söguþráðurinn í óperunum er tekinn úr vinsælum sögum, sögulegum atburðum og alls konar dulspeki. Yfirleitt er þráðurinn ekki flókinn, öllu nær kannski að umbúð- irnar séu það miklar að betra sé að kunna skil á ýmsum þeim atriðum sem ég nefndi til að þeir geti notið þeirra. Leikmunir eru í minnsta lagi og sviðsbúnaður allur eins einfaldur og verða má. Aftur á móti er klæðnaður flytjenda íburðarmikill og skrautlegur, einkum kvenfólksins. Þó svo ég hefði fengið góða leiðsögn um árið var ég auðvitað ekki með allt á hreinu í sýningunni þetta kvöld, þótt bar- áttan færi ekki framhjá mér. Það er líka ógerningur að ætla leikmanni að skilja hljóðin og táknin öll sem hvert og eitt hefur sína merkingu. En það sem hrífur mig mest í sambandi við kínverska óperu er þessi einstaka listræna ögun og innlifun sem hittir beint í hjartastað. Þegar ég var á Taiwan í júlí 1987 hafði neyðarlögum verið aflétt örstuttu áður. Þau höfðu verið í gildi frá því Shang-kai- shek flúði með heri sína til Taiwan undan kommúnistum. Allar götur síðan hefur Taiwan kallað sig Lýðveldið Kína og lengi vel var Taiwan fulltrúi allra Kínveija á alþjóðavettvangi meðan kommúnista-Kína hélt einangrunarstefnu sinni til streitu. Á þessum fáu áratugum vann Taiwan sig upp í að verða eitt blómlegasta ríki í þessum heimshluta, byggði framan af á akuryrkjunni, en leitað var í æ auknari mæli í iðnaðarframleiðslu og fyrir löngu hefur Taiwan tryggt sér sess sem eitt iðn- væddasta land í álfunni og það virðist naumast vera til sá hlutur, stór eða smár, einfaldur eða flókinn búnaður sem þeir framleiða ekki. Lífskjör fólks teljast óhikað með því besta sem gerist. En stjórnmálalíf- ið og þar af leiðandi mannlífið var í fj'ötr- um hugmynda sem voru að sönnu löngu úreltar en gekk hægt að fá ráðamenn til að breyta..Samt fór svo sumarið 1987 að þessum lögum var aflétt. Um tíma voru í gildi undanþágulög, sem margir sögðu að væru engu skárri en herlögin. Taiwan var þó að byija að feta sig af stað til lýðræð- is og gætti ákveðins raunsæis sem hefði verið óhugsandi fáeinum árum fyrr. Eftir að Chiang-kuo sonur Chiang Kai Sheks lést og innfæddur Taiwani Lee Teng-hui varð forseti fóru breytingamar að rúlla af stað með ótrúlegum hraða. Taiwan telur sig að nafninu til enn hinn eina og sanna fulltrúa Kína þó það hafi orðið að sæta því að tiltölulega fá ríki hafa stjórnmálasamband við það sem slíkt. Enn sitja á þinginu aldurhnignir menn, fulltrúar héraða á meginlandinu og það er ekkert útlit fyrir að þeir ætli að víkja fyrr en þeir safnast til feðra sinna. En nú var starfsemi stjórnmálaflokka leyfð en stjórnarandstaða hafði vitaskuld verið áður þótt hljótt færi. Ritskoðun var afnum- in og ákveðið var að leyfa Taiwönum að fara í heimsókn upp á meginlandið. Að vísu hafði ég ekki verið lengi á Taiwan í hitteðfyrra þegar mér varð ljóst að Taiw- anar voru sýknt og heilagt að fara til Kína. Þeir fóru yfirleitt í gegnum Japan, en all- margir um Hong Kong. En með því að leyfa nú opinberlega ferðirnar breyttist myndin og síðan hefur verið mikill straumur til meginlandsins. í fyrstu var það gert að skilyrði að minnsta kosti á pappírnum að menn fengju aðeins leyfi af mannúðarástæðum, það er að aldr- aðir Taiwanar fengju að heimsækja gamla ættingja sem þeir höfðu ekki séð svo ára- tugum skipti. Blaðamönnum var í fyrstu bannað að fara. Á þessu hefur smátt og smátt verið linað og virðist nú engin fyrir- staða þó það hafi að vísu dregið mjög snögglega úr ferðum Taiwana til megin- landsins eftir atburðina á Torgi hins himn- eska friðar í júní. Svo vildi til að fjármálaráðherra Tai- wan, sem er raunar eina konan í ríkis- stjóminni, var stödd í Peking þegar at- burðirnir áttu sér stað, og auk þess fjöldi gesta frá Taiwan. Þeir gátu því sagt frá þegar heim var komið og þær lýsingar komu um flest heim og saman við það sem var í heimspressunni þessa ljótu daga. Á Herská og óvægin en hjartagóð. Úti fyrir voru litlir krakkar að æfa sig hinn bóginn vakti það athygli mína að þrátt fyrir þetta hefur Taiwan-stjórn verið mjög orðvör í yfirlýsingum um það sem gerðist. Ég spurði ýmsa mæta menn á ferð minni nú hver ástæðan væri fyrir því. Öllum bar saman um að það kæmi sér betur að sýna stillingu, ella hefðu kommúnistamir reynt að koma fram með þá ásökun að það sem gerðist hefði verið rannið undan rótum Taiwana. Þetta er náttúrlega góð og gild skýring og Taiwanar vilja heldur ekki hætta á að Kínveijar _stöðvi ferðir þeirra til megin- landsins. Ástæðurnar era bæði af tilfinn- ingalegum toga og praktískum. Eldra fólk leitar upp á meginlandið til að finna rætur sínar eins og Nancy Ing, kunningjakona mín og formaður taiwanska PEN-klúbbs- ins, orðar það. Yngra fólk fer meira af forvitni. Það er alið upp við sögur um líf foreldra eða afa og ömmu í Kína og vill sjá hvað er þar að gerast og hvort komm- í díabló. únistarnir era jafn óttalegir og þeim hefur verið innrætt frá blautu barnsbeini. Nancy sagði að margir hefðu orðið fyrir sárum vonbrigðum eftir heimsóknina. Fólk á meginlandinu byggi við ótrúlegan skort, miðað við það sem gerist á Taiwan og það væri á þessum skamma tíma sem er liðinn frá því Kínaferðir urðu allra, orð- ið ótrúlega gráðugt og frekt. Nancy sagði mér frá bróður sínum sem hafði farið heim eftir fjölda mörg ár; hann hafði á sínum tíma sætt pyndingum og verið rekinn úr starfi þegar menningarbyltingin var í al- gleymi. „Samt fór hann,“ sagði hún. Og varð vonsvikinn í meira lagi. Menn kærðu sig aðeins um peningana hans og létu eins og þeir ættu raunar heimtingu á að þetta ríkisfólk á Taiwan miðlaði þeim af sínu mikla ríkidæmi. Hún sagði að hann myndi ekki fara í bráð í aðra ferð og sjálf segist hún ekki hafa hug á því. Mér finnst athyglisvert hversu bærilega Góða unga stúlkan. Taiwönum hefur tekist að koma í veg fyr- ir að allt færi úr böndunum þessi tvö ár því að menn verða að hafa í huga að breyt- ingarnar í fijálsræðisátt eru ótrúlega mikl- ar. Ýmsir sögðu mér að þó að mönnum þætti mjög skemmtilegt að koma saman á mótmælafundi þó ekki væri alltaf ljóst hveiju væri verið að mótmæla eða hvers að krefjast. Ný dagblöð og vikublöð spretta upp nánast í hverri viku, lifa mörg ekki mjög lengi, en menn hafa þó frelsi til að gefa út biað og það finnst þeim mesti munur. „En núna þurfum við að snúa okkur að öðru uppbyggingarstarfi" sagði dr. Wei-Fan kuo sem er forstöðumaður Menn- ingarráðsins á Taiwan. Hann sagði að varla yrði lengra komist í iðnaði og tækni væri orðin svo háþróuð og allt kapp hefði verið lagt á þá hlið málsins, að menningin hefði líkast til orðið útundan. Þess vegna er nú allt kapp lagt á og miklir fjármunir settir í að efla og ön/a hvers konar menn- ingarstarfsemi, styrkir til listamanna og hvers kyns stuðningur, undirbúningur í hröðum gangi að því að koma upp fleiri skemmti- og menningargörðum bæði í Taipei og víðar og hvatt sérstaklega til listiðkunar bama. Meðal þeirra listgreina sem börn eru sólgin í að tileinka sér er DIABLO, það er eins konar jó-jó dans, þar sem sá er fimastur sem nær mestri leikni í að sveifla keflum hátt og ná þeim á réttan stað á þráðunum samtímis því að sveifla bandinu ótt og títt og gera flóknar fimleikaæfing- ar. Ég fór í heimsókn í skóla í Taipei þar sem nemendur hafa náð meiri árangri en annars staðar í þessari kúnst. Mikil áhersla er lögð á líkamsrækt hvers konar og fim- leika. Elstu krakkarnir voru á ferðalagi um Evrópu og væntanleg heim eftir nokkr- ar vikur. Þau fóra í sýningarferð til Suður- Afríku fyrir tveimur árum við góðar undir- tektir. Það var haldin sérstök dans- og fim- leikasýning fyrir mig í leikfimisalnum og ákaflega skemmtilegt að horfa á hvað krakkarnir vora áhugasamir. Þau byija í eins konar leikfimidansi sjö ára og síðan þyngist námið smátt og smátt. Það voru sýndir fimleikadansar þar sem blævængir vora notaðir eftir sérstökum reglum og borðadansar Taiwana era þekktir fyrir yndisþokka. Jó-jódansinn er skemmtilegur á að horfa en útheimtir mikla þjálfun. Þegar út kom vora yngstu krakkarnir í skólanum að æfa sig í þessari list. Skóla- stjórinn sagði að það væri mikil ásókn í að komast í sýningarflokkinn. Fyrir utan skólann vakti Andrew athygli mína á spjaldi sem hafði verið sett upp og sagði að þar væri letrað: „Vertu velkomin, frú Jóhanna Kristjónsdóttir frá Morgunblað- inu, íslandi með fulltrúa frá upplýsinga- skrifstofunni.“ Ég rýndi í stafinu og tók að sjálfsögðu orð Andrews góð og gild, og fannst þetta ljúfar móttökur. Þær fær maður raunar alls staðar í þessu indæla landi og í næstu grein mætti bregða sér á vit nokkurra listamanna og skreppa til Hualien á austurströndinni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. SEPTEMBER 1989 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.