Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1989, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1989, Blaðsíða 8
Slæðudans. Eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur Við vorum boðin velkomin í skólann. Nokkrir dagar í ágúst á Tai wan Hugleiðingar um kínverska óperu og pólitík að er óhugsandi annað en að fara kvöldstund og horfa á kínverska óperu hafi maður einu sinni komist á bragðið. Þegar ég var á Taiw- an fyrir tveimur árum var ég svo ljónheppin að fá að fylgjast með uppfærslu elsta bekkjar- ins í Óperuskóla Taipei á Snákakonunni. Svo að nú sit ég mig ekki úr færi þegar ég er hér öðru sinni. Kínversk ópera á afar lítið skylt við hefðbundnar hugmyndir okkar um óperu. Tónlistin skiptir öðru máli, hljóðin eru framandleg og virka í fyrstu afkáraleg, málning leikenda og hreyfingar eru aðalatr- iðið og það sem skilar inntaki óperunnar til áhorfanda. Blævængjadansinn. Að þessu sinni fórum við félagarnir Andrew, Huan og ég að sjá „Strönd við vatnið hvíta.“ Fyrst vorú sýndir þjóðdans- ar og fimleikar og þó mér þætti til um það allt beið ég samt í mestri eftirvænt- ingu eftir lokaatriði kvöldsins, sem var óperan. Þessar sýningar eru einkum fyrir erlenda ferðamenn á Taiwan og svo brá við að eftir því sem leið á óperuna fækkaði í salnum, ellegar menn lögðu sig einfald- lega til svefns ef þeir kunnu ekki við að stika út. Ég minntist þess hvað ég kveið fyrir að fara á Snákakonuna um árið og gat varla ímyndað mér að hún héldi áhuga. Þá varð mér til happs að aðstoðarskóla- stjóri óperuskólans veitti mér fyrir sýning- una tilsögn í því hvernig kínversk ópera væri uppbyggð, hvað hreyfingamar, augnatillitin og síðast en ekki síst hvað málning persóna og gervi þýddu. Ég hygg að það sé nokkurn veginn bráðnauðsynlegt að vita þó ekki væri nema smátt lítið um þetta, því að annars getur óperan áreiðan- Díabló, hið kínverska jó-jó, er hvort tveggja í senn dans og Gmleikar. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.