Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1989, Blaðsíða 5
Gamli Klapparbærinn sem Klapparstígur er kenndur við. Klapparvör með bátum Skugghverfínga fyrir framan. Handan
við KIöpp var bærinn Skuggi sem Skuggahverfí er kennt við. Myndin er tekin 1899.
Trésmiðjan Völundur rétt eftir að hún var reist á lóð Klappar og Vindheima
árið 1905. Gufíivélin í kjallara hússins, eimpípan sem blásið var í með „ógurleg-
um ódæma hljóðum“ og skorsteinninn sem í fóru 23 þúsund tígulsteinar voru
mikið furðuverk í augum Reykvíkinga enda einhver fyrstu merki iðnvæðingar á
íslandi.
var til dæmis mikil eimpípa sem blásið var
í með „ógurlegum ódæma hljóðum", eins
og einn bæjarbúa skrifaði í Fjallkonuna.
Ritstjóri blaðsins tók upp hanskann fyrir
verksmiðjurnar og sagði að Reykvíkingar
gætu ekki fremur en aðrir menn búið að
þeim gæðum heimsins sem eru ósamrýman-
leg. Hann sagði að ekki væri hægt að gera
höfuðstaðinn að iðnaðarbæ og jafnframt
halda næði og loftgæðum sveitalífsins.
Rafmagnið Dró
Fleiri Fyrirtæki Að
Fyrsti áratugur aldarinnar var mikill upp-
gangstími í Reykjavík. Yfir 50 skútur, flest-
ar stórir kútterar, voru gerðar út þaðan,
þegar flestar voru og vélbáta- og togaraöld
var að ganga í garð með öllum sínum um-
svifum. Stórútgerð fylgdu alls konar nýmóð-
ins iðngreinar og á hinni stóru Völundarlóð
voru um tíma starfrækt fleiri fyrirtæki en
trésmiðjan. Þar var t.d. skipasmiðastöð á
árunum 1910-1915, sem Magnús Guð-
mundsson, veitti forstöðu. í henni voru m.a.
smíðaðir allmargir vélbátar frá 15-20 smá-
lestir að stærð. Magnús varð hins vegar að
flýja vestur í bæ með starfsemi sína þegar
járnbrautarspor var lagt fyrir framan Völ-
undarhúsin vegna hafnargerðarinnar 1913
til 1917. Klippti það á tengslin milli skip-
astímastöðvarinnar og sjávar.
Þegar skipasmíðastöð Magnúsar var á
bak og burt var á sama stað sett niður
nýstofnað netaverkstæði Siguijóns Péturs-
sonar, sem síðar var kenndur við Alafoss,
og var það upphafið að sjálfstæðum iðn-
rekstri Siguijóns. í þessu netaverkstæði á
Völundarlóðinni voru búnar til botnvörpur
í togara og var það nýjung hér - á landi.
Áður fýrr þurftu útgerðarmenn að panta
þær frá útlöndum. Seinna var netavinnu-
stofa Björns Benediktssonar á Völundarlóð-
ini og enn seinna netavinnustofan Net sem
Hampiðjan átti.
Það var engin tilviljun að ýmis iðnaður
sækti að Völundarhúsunum því að þar var
búið til rafmagn með hinni stóru gufuvél
og nálæg fýrirtæki gátu fengið afnot af því
en það var ekki fyrr en 1921 að vatnsafls-
virkjunin við Elliðaár var tekið í notkun og
rafmagn kom almennt í bæinn.
Forðum Tíð IFLOSAPORTI
Á efra horninu á Sölvhólsgötu og Klapp-
arstíg, beint á móti Völundarlóðinni, voru
til skamms tíma fornleg timburhús sem
umluktu port allmikið. Þetta var hið fræga
Flosaport sem frægt var og umtalað á
stríðsárunum seinni eins og verður vikið að
hér á eftir. Upphaf þessara húsa var það
að Gunnar Gunnarsson kaupmaður reisti
hér sláturhús 1905 og mun hafa rekið það
í 10 ár. Þá keypti Siguijón Sigurðsson tré-
smiður, einn af forystumönnum Völundar,
þessi hús og sama ár flyst Flosi bróðir hans
með starfsemi sína í þau, svokallaða Rúllu-
og hleragerð Reykjavíkur, og naut fyrirtæk-
ið góðs af rafmagninu í Völundi til að byija
með. Bætt var við smiðju og húsum fyrir
verkstæði og vélar. Þessi hús mynda Flosa-
port.
I Rúllu- og hleragerð Reykjavíkur þarna
á Klapparstíg 8 voru smíðaðir bobbingar
eða rúllur og toghlerar og var Flosi allra
manna fyrstur til að smíða slíka hluti á ís-
landi. í lýsingu á starfseminni frá 1921
segir m.a.:
„Efnið í rúllumar eru afskaplega gildir
tijábolir. Eru þeir svo þungir og örðugir í
meðferð, að það verður að lyfta þeim á hjól-
sleða til þess að koma þeim fyrir að fyrstu
söguninni, sem sníður þá í rúllur. Næsta
vél, sem tekur við þessum bútum, er bor,
sem borar gat í gegnum þá, og þriðja vélin
er sög, sem sker þá kringlótta og setur
rúllulagið á þá.“
Þetta merka fyrirtæki Flosa Sigurðssonar
.var starfrækt í fleiri áratugi og var mjög
blómlegt þegar best gekk. I frétt um fyrir-
tækið árið 1933 segir t.d.:
„Við þetta fyrirtæki vinna nú 8-14 starfs-
menn. Stundum hafa þeir verið fleiri því
að einu sinni skiptu 35 togarar við Rúllu-
og hleragerðina. Var þá oft unnið bæði
nótt og dag, því að ekki mátti tefja skipin
sem voru að færa björg í þjóðarbúið. Og
þá var Flosi og menn hans bæði mikilvirkir
og hraðvirkir, enda mun útgerðarfélögum
hér bera saman um það, að gott hafi verið
að eiga Flosa að og að vinna hans hafí
verið hin prýðilegasta í alla staði.“
Eins og áður sagði var Flosaport allfrægt
á stríðsámnum. Þannig var mál með vexti
að Jónasi Jónssyni frá Hriflu varð tíðfömlt
framhjá portinu á kvöldin enda átti hann
heima á næstu grösum. í portinu voru tog-
hlerar á víð og dreif og undir þeim var hið
ákjósanlegasta afdrep fyrir ungt ástfangið
fólk í neyð. Þetta varð Jónas var við og
skrifaði grein um ósómann sem viðgekkst
í portinu. Vakti þessi uppljóstran hans um
ástarlíf í Flosaporti óskipta athýgli í bænum
og tóku menn að yrkja um fyrirbærið. Upp
frá öllu þessu gamni spratt svo heil revía
sem þeir Emil Thoroddsen og Indriði Waage
sömdu og hét Forðum í Flosaporti. Var hún
sýnd í Iðnó á því herrans ári 1940 við mikl-
ar vinsældir.
Rúllu- og hleragerðin var upphaflega
sameign bræðranna Flosa og Siguijóns en
síðast rak hana Ólafur, fóstursonur Flosa,
og bar hún hér við lýði alveg til 1970.
Ebeneser Helgasonf f. 1852) sem bjó í litlum steinbæ á Lindargötu 10, gerir að
afla sínum í fjörunni niður af Klapparstíg. Myndina tók Haraldur Johannessen á
kreppuárunum.
MEGAS
rauðar
rútur
bláar rútur þær bæta engu við
fótinn
og bíða ekki eftir neinu því sem
næst þér stendur
þær hafa ekkert flugþol og hefja
sig ekki yfir gijótin
og hirða aldrei um það hver var
sendur
þær tákna aðeins endanlega
runnið skeið
en rauðar rútur
þessar rauðu rútur
já og rauðu rúturnar
aka rétta leið.
bláar rútur þær bæta engu við
skóinn
og beinlínis hefta för þína útí
bláinn
þú hangir og þú heggur ennþá
sama móinn
þó húsbóndinn þinn gamli sé
fyrir löngu dáinn
ætli þú hafir ekki urðað sjálfur
það hræ
en rauðar rútur
þessar rauðu rútur
já og rauðu rúturnar
fara rakleiðis heim á bæ
bláar rútur bera þig óravegu
burt afleið og þangað sem eng-
inn veit um
nema veðrin grimmu vindarnir
ægilegu
það er vænlegra í öllum öðrum
sveitum
og þú þarft að vera þar sem
máninn skín
en rauðar rútur
þessar rauðu rútur
já og rauðu rúturnar
þær rata heim í hérað til þín
það er ekki í þeim nokkur kraft-
ur
til eins né neins þegar til þarf
að taka
þær fara og þær koma aldrei
aftur
þó allar leiðir liggi aðeins til
baka
þær komast aldrei almennilega
af stað
en rauðar rútur
þessar rauðu rútur
já og rauðu rúturnar
aka rakleiðis heim í hlað
steikt hrísgtjón svínakjöt súpa
með rími
saddur muntu svo hreiðra um
þig á ný
meðan akrarnir fljúga framhjá
þér einsog tími
fjallgarðar úr draumum græn-
leit ský
þú fmnur í munninum þennan
fáránlega keim
og rauðar rútur
þessar rauðu rútur
já og rauðu rúturnar
þær rata á endanum heim.
Höfundur er reykvískur
dægurlagasöngvari.
LESBÖK MORGUN6LAÐSINS 16. SEPTEMBER 1989 5