Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1989, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1989, Blaðsíða 11
,þó staðrþðjnn í að rannsaka þau. Hann seg- ir frá því hvernig myndast hafi, fyrir til- stilli miðilsins Gustav Geley, hendur úr út- frymi með spenntar greipar og þetta gerð- ist í viðurvist 34 vísinda- og embættis- manna. Það sem einna furðulegast var í sambandi við útfrymið var að það gat myn- dað ýmist stærri eða smærri líkamsfyrir- bæri, t.d. andlit eða aðra líkamshluta í ör- smáu formi. En þar sem þetta voru áþreifan- leg fyrirbæri sálrænnar, andlegrar orku, áleit Meek hugsanlegt að þau gætu skýrt einhvern þátt andlegra lækninga og annarra þeirra óútskýrðu fyrirbæra sem Meek hafði orðið vitni að á ferðalögum sínum. Það var einnig staðreynd að margir and- legir læknendur með litla sem enga mennt- un og enga læknisfræðilega þekkingu, höfðu náð frábærum árangri í meðferð sjúklinga. í tímaritinu „Time“ birtist eftirfarandi klausa í október 1972 þar sem fjallað vat' um brasilíska lækninn Arigo: „Hann tók að sér að lækna svo að segja alla sjúkdóma og flestir sjúklinganna fengu ýmist talsverð- an eða fullan bata, en mjög fáir létust.“ Fyrir nokkrum árum hefðu frásagnir af slíkum kraftaverkum lítinn hljómgrunn fengið af hálfu vísindamanna en nú eru margir læknar farnir að sýna þessum sál- rænu lækningum og öðrum lækningaað- ferðum meiri skilning þótt ekki sé það kennt í læknaháskólum. Það sem vakti mestan áhuga hjá Meek auk fyrrnefndra líkamn- ingafyrirbæra, var sú almenna skoðun lækn- endanna að þeir nytu aðstoðar framliðinna við lækningarnar. Einn slíkra hjálpenda, Srigos, var sagður vera læknir sem fyrir löngu var látinn, dr. Fritx að nafni. Hann lét í té sjúkdómsgreiningarnar og þá orku sem til þurfti við lækningarnar, auk þess sem hann sá um skurðaðgerðir á sjúkling- um. Eins og áður sagði var aðalmarkmið Meeks að reyna að koma á sambandi milli lifenda og framliðinna með aðstoð rafeinda- tækni. í fyrstu yrði hann að fá til liðs við sig reynda miðla sem gætu komið honum í samband við framliðna vísinda- og tækni- menn til samvinnu og leiðsagnar. Vanda- málið var fólgið í að finna miðil sem ekki einungis hefði mikið næmi til að bera, held- ur væri gæddur þeirri tækniþekkingu að geta komið á framfæri þeim upplýsingum sem fram kæmu. Rannsóknir á Sviði Raf- EINDAVÍSINDA í Evrópu höfðu nokkrir menn verið að vinna að skyldu verkefni sem þeir nefndu „rafeindafyrirbærið" (Electronic Voice Phenomenon) en það var hópur rannsóknar- manna sem vann við að þróa tækni þar sem raddir látinna virtust koma fram á segul- bandi. Sá sem hvað mest hafði unnið að þessum rannsóknum var Friedrich Jurgen- son sem árið 1959 hóf fyrstur að rannsaka þessi fyrirbæri. Á sérstakri bylgjutíðni höfðu náðst raddir sem taldar voru raddir framlið- inna manna en raddirnar heyrðust fremur slitrótt og virtist ekki hægt að þróa neitt samband á þennan hátt. Þessi aðferð var frábrugðin aðferð Meeks að því leyti að hann vildi fyrst reyna að ná sambandi við vísindamenn að handan til að geta síðan hafið samvinnu og gagnkvæma upplýsirigamiðlun fra'báðum sviðum. Á þennan hátt vonaði hann að hægt yrði að koma á sambandi þannig að ekki yrði þörf á beinu miðilssambandi. Einn vina og samstarfsmanna Meeks var Paul Jones, þekktur . eðlisfræðingur, raf- eindafræðingur og framleiðandi tölvubúnað- ar. Fyrir utan áhugann á að koma á betra sambandi milli hinna tveggja heima hafði hann einnig hug á að komast að því hvort uppfinningar og uppgötvanir bærust ómeð- vitað til vísindamanna hér að handan. Þá gerðist það að gegnum miðilssamband kom maður að nafni Francis Swann, fyrrum vísindamaður í geislafræði, og hafði hann starfað sem prófessor við Yale-háskólann. Swann hafði látist tíu árum áður. Einn vina Swanns sagði að þeir hefðu rætt um mögu- leika á framhaldslífi en við rannsóknir sínar í öreindaeðlisfræði hafði dr. Swann orðið áskynja um hve óendanlega smátt það hlut- fall er innan efnisheimsins sem við skynjum sem „fast efni“. Prófessor Swann hafði þá sagst vera sannfærður um að til væru önn- ur tilverusvið þótt ekki kæmi það fram við venjulegar kringumstæður. Strax og Meek fékk að vita þetta hófst hann handa og kom á fót lítilli rannsóknarstöð í Fíladelfíu þar sem hægt yrði að stunda rannsóknir á raf- eindasviði. Á öðrum miðilsfundi kom dr. Swann aft- ur fram og kvað tvo menn vera með sér, þá Lee de Forest og R. Fessenden, sem báðir voru brautryðjendur á sviði útvarps- tækni. Spurningar voru lagðar fram af Meek og félögum og þeir fengu ýmsar tæknilegar upplýsingar varðandi rafeinda- búnaðinn og þeim var sagt að „viðfangsefn- ið lægi á sviði hugarorku fremur en hljóð- bylgjutíðni og sá möguleiki væri að fram- leiða orku úr ákveðnum orkuþáttum í þeim tilgangi að fá fram mannsrödd." En þetta var erfitt og flókið. Allt sem fram kom var tekið upp á segulband þótt uppiýsingarnar sem þeir fengju væru ýmist tæknilegs eðlis eða á heimspekilegum grundvelli. Tæknimennirnir hinum megin höfðu einnig sín vandamál við að etja og virtist það staðfesta að enginn verður alvís við það eitt að „fara yfir um“;.hver og einn verður áfram að feta veg reynslunnar hvort sem hann er hér eða hinum megin grafar. Voru Þetta Sannanir? Ef Ekki Hvað Var Það ÞÁ? Fyrir milligöngu útgefanda tímaritsins Psychic Observer komst Meek nú í samband við rafeinda og útvarpsvirkja, O’Neil að nafni, sem jafnframt var gæddur miðilsgáfu og lækningarmætti. Samstarf þeirra stóð í mörg ár og bar ríkulegan ávöxt. O’Neil fékk samband við látinn lækni sem kallaði sig Doc Nick sem kvaðst hafa látist fimm árum áður. Hann lét O’Neil í té ýmsar gagnlegar upplýsingar um notkun útvarpsbylgna og sagði honum að tengja þær við segulbands- tæki og gæti hann þá komist í samband við hann þannig og gæti heyrt rödd læknis- ins beint án þess að nota miðilshæfileika sína. Brátt kom annar aðili í sambandið að handan, Georg Mueller að nafni, sem einnig lét O’Neil í té tæknilegar upplýsingar. Muell- er hafði verið eðlisfræðingur í lifanda lífi og benti hann á ýmsar sannanir um tilvist sína á jörðinni. Meðal annars sagði hann þeim Meek og O’Neil hvar dánarvottorð sitt væri og gaf upp leynisímanúmer Sem hann hafði meðan hann vann í leyniþjónustunni. Þegar Meek og O’Neil gerðust svo djarfir að hringja í númerið urðu starfsmenn leyni- þjónustunnar harla undrandi og máttu Meek og O’Neil þakka fyrir að vera ekki kærðir fyrir njósnir því að engum var ætlað að vita um þessi númer. Mueller sagði þeim líka frá bók þar sem hann hefði skrifað um ýmsa möguleika á sviði útvarpstækni og kvaðst vilja starfa með þeim í þeim tilgangi að þróa þessa nýju sambandsleið rafeinda- tækninnar. O’Neil varð fyrir óþægindum í fyrstu vegna miðilshæfileika sinna sem líkamningamiðill þegar óboðnar verur fóru að ásækja hann og reyna að yfirtaka per- sónu hans og fleiri óvenjuleg fyrirbæri gerð- ust á heimili hans. O’Neil hafði fram að þessu getað náð röddum inn á segulbandsspólur aðeins á þann hátt að alltaf þurfti að spila segul- bandsspóluna tvisvar yfir en smám saman var hægt að bæta aðferðina og loks kom að því að eitt sinn þegar O’Neil var að stilla tækin kom fram rödd í tækinu þrátt fyrir margvísieg aukahljóð og ískur. Röddin var líkt og í vélmenni og O’Neil bað röddina að endurtaka það sem hún hafði sagt. Hann þóttist viss um að þessi rödd væri frá öðru tilverustigi og það reyndist rétt, þetta var rödd Doc Nicks og nú fór fram fyrsta samtalið gegnum tækin. Doc Nick sagði: „Reyndu aftur, Bill, allt í lagi, heyr- irðu í mér núna, Bill?“ Bill: „Já, en þú hljóm- ar eins og, guð sé oss næstur, já eins og vélmenni í sjónvarpi.“ Og Doc Nick svar- aði, að vísu dálítið sundurlaust en þó skiljan- lega: „Já, við munum alltaf . . . þegar við . . . munum við ... það eina ... heyrðirðu þetta, Bill?“ Þótt ekki væru þetta merkilegar sam- ræður í sjálfu sér, var það sögulegt því að þetta var fyrsta samtal sinnar tegundar sem vitað er um þar sem tveir menn, annar á jarðsviði, hinn „fyrir handan,“ geta talað saman fyrir tilstilli rafeindabúnaðar. A) NiðurstöðurnarBirtar B) Rannsóknir Halda Stöðugtáfram ... Eins og geta má nærri var Meek himinlif- andi yfir þessum árangri en næsta skref var þegar O’Neil náði sambandi við Mueller og var hann þá að stilla tækin á tíðnisviðinu milli 29 og 31 MHz. í þetta sinn var sam- bandið allt skýrara og greinilegra og þeir ræddu saman um ýmsa hluti. Og nú var hægt að taka samtölin inn á segulband en þau voru að mestu um tæknileg efni. Þess má geta að hvorki Meek né O’Neil hafa nokkru sinni reynt að hagnast af þess- ari stórkostlegu uppgötvun en hins vegar hefur Meek kostað um hálfri milljón dollara úr eigin vasa til að geta staðið straum af kostnaði rannsókna sinna. Eftir þetta fór Meek að íhuga hvernig hann ætti að kynna niðurstöður rannsókna sinna fyrir umheiminum. Búið var að taka upp á segulband fjölda samtala á milli lif- enda og látinna samstarfsmanna, að vísu mest um tæknileg efni en það skipti heldur ekki máli heldur sá árangur sem náðst hafði. Tæknilegt samstarf hafði átt sér stað og hlaut það að teljast ótrúlegt. Meek óttað- ist að sumu ieyti þær afleiðingar sem slík uppgötvun gæti haft og hann ráðgaðist við tvo vini sína, sem voru prófessorar við há- skóla í London, en þeir höfðu báðir áhuga á andlegum málum. Loks ákvað Meek að halda blaðamannafund í apríl 1982. Hann vonaði að um leið gæti hann vakið athygli stórra rafeindafyrirtækja sem þá e.t.v. myndu leggja fram fé til frekari þróunar á þessu verkefni. Fundurinn var síðan haldinn í National Press Club í Washington og allmargir blaða- menn voru mættir. En eins og við var að búast sýndu fjölmiðlar ýmsar efasemdir um slíka uppgötvun og málið vakti því minni athygli en vonir stóðu til. En ýmsir sýndu þessu máli áhuga og sjónvarpstökumenn og útvarpsmenn frá þekktum sjónvarpsstöðv- um komu á fundinn og spurðu margra áleit- inna spurninga. Margir höfðu setið áfram að fundi loknum og vildu ræða málin enn frekar. Frásagnir af fundinum komu fram á 22 útvarpsstöðvum víðs vegar um Banda- ríkin og Kanada og nokkrar stærstu sjón- varpsstöðvarnar sýndu frá fundinum. Állt þetta var bara byijunin á þeim rann- sóknum og uppgötvunum sem áttu eftir að fara fram síðar og í Evrópu voru hópar sem unnu stöðugt að þróun á þessu sviði. í síðari grein verður fjallað um þróun þessara mála í Evrópu og nýjustu uppgötvunum þar. Ester Vagnsdóttir þýddi og tók saman úr bók- inni The Ghost of 29 Megecycles (útg 1987) SIGURÐUR INGÓLFSSON Adeins um hann Handa Guðmundi Frímann Er fiðlan þögnuð fegurðin týnd hljómurinn horfinn úr strengnum Er boginn týndur og bærist ei meir lyngið í hlíðinni sölnað Er gersemin horfin gullið týnt og yndið að óræðum draumi Nei! því í huganum heyri ég söng hvar fiðlungur leikur í laumi Höfundur er nemi í bókmenntafræði við HÍ. STEFÁN GUÐMUNDS- SON FRÁ STARMÝRI • Vísbend- ingar Allt, sem gerist lífs á leiðum lýtur orðum guðs og manna. Til að fara ei villur vegar vísbendingar þarf að kanna. Sífellt merkar tölur teljar, taka mið af plús og mínus. Leggja á minnið langa dálka, leynislóð að marki velja. Hús í morgunbirtu bjartri beggja megin vegar standa. Blámi himins heillar vilja, hugarflugið leysir vanda: Leiftursýn um loftin blá, litahnettir svífa hjá. Frjáls og laus frá svælu svartri siglir mannsins innsta þrá. Best mér finnst að skynja og skrifa skrautlaus orð við lyktir nætur. í rauðabíti ráðast atvik, reynsluþoli hlær eða grætur. Allt, sem gerist líf á leiðum lýtur orðum guðs og manna. til að fara eigi villur vegar vísbendingar þarf að kanna. Höfundur býr í Kópavogi BENNY ANDERSEN Um sumarmál Baldur Pálmason ísl. Hinn friðsæli freramorgunn fitjar upp blotahljóm. Þagntíðin brátt er þroskuð, þrútnar sem opnist blóm. í loftsölum litir dyljast, lægð þokast kulda nær. Hjaðnar þá háþrýstingur, hopa mun vetrarsnær. Þei-þei-þei! Hægan, hægan! Hreyfing hver dæmist röng. Klökkni einn dropi kyrrðar, kveða við loft af söng. Benny Andersen er danskt skáld, fæddur 1929. Fyrsta bók hans, „Den musikalske ál“, kom út 1960. (Þaðan er Ijóðið hér.) Bækúr hans eru nú orðn- ar meira en þrjátíu að tölu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. SEPTEMBER 1989 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.