Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1989, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1989, Blaðsíða 13
LESBOK MORGUNBLAÐS I NS 16. SEPTEMBER 1989 IERMRIAÐ LESBÓKAR Ullin þvegin og þurrkuð.Börnin byrja snemma að hjálpa til. Bandaríkjadollar gengur jafnvel betur í Ekvador en gjaldmiðillinn „sukres". Svarta- markaðsbrask borgar sig yfir- leitt ekki. Þokkaleg hótelher- bergi eru frá 60-180 kr. á mann. Hætt er við að okkur finnist þau skítug. Rottugangur og stífluð salerni! Hótelherbergi í evrópskum gæðaflokki kostar frá 600-1.000 kr. á mann. Góð máltíð kostar um 100 kr. Hrein- læti er mjög ábótavant. Maga- töflur og malaríutöflur eru nauðsynlegar í farangri. Heilsu- gæsla og fæðisval e"r afar tak- markað í þorpunum. Borðið ekki syínakjöt! Afhýðið alla ávexti! Mótmæiahópar safnast saman vikulega til að mótmæla verðhækkunum. Gætið ykkar, þeim er alltaf tvístrað með táragasi! Þjófnaðir eru daglegt brauð! Góð verðtilboð eru alltaf í gangi á ferðum til Suður- Ameríku, til dæmis frá London og Amsterdam. Vanir ferða- menn geta ferðast sjálfstætt með góðum leiðbeiningabókum. Mælt er með „South America on a Shoestring" og handbók um Suður-Ameríku „South America“. Kona að selja baunir í Quito. EKVADOR Það er ekki mikið vitað um sögu Ekvador fyrir 15. öld eða áður en inkarnir komu írá Perú. Þó er vitað að allt frá 1200 f. Kr. hef- ur fólk búið hér. En inkaveldið stóð ekki lengi því Spánverjar voru um það leyti að leggja undir sig lönd Suður-Ameríku. Árið 1533 náðu þeir Ekvador á sitt vald og var það undir þejrra stjórn allt til 1822 þegar Ekvador fékk sjálfstæði eftir langa baráttu. og íbúar Ekvador eru svertingjar, Spánveijar og indíánar. Þessir hóp- ar samfélagsins eru mjög ólíkir og blandast ekki. Þó að Spánveijar séu aðeins 10% þjóðarinnar eru þeir ráðandi í landinu og telja sig yfir aðra liafna. Ekvador er mjög fátækt land, aðaltekjulind er ban- ana- og kakóframleiðsla auk olíu. Skuldir eru miklar og bil milli ríkra og fátækra mikið. Ástandið í þjóð- félaginu veldur því að frumskógar- lögmálið er ríkjandi, hver verður að bjarga sér sem best. hann get- ur. Þó hefur núverandi forseti Greinarliöfundar „pústa“ við sæluliúsið. landsins Rodrigo Boija (kosinn i ágúst sl.), reynt að leysa einhver félagsleg vandamál, t.d. opnað hús- næði fyrir munaðarlaus börn þar sem þau geta leitað skjóls og feng- ið fæði. En óvíst er hversu lengi þessar úrbætur endast, því fé er af skornum skammti. Töframeðul á oflilöðuum mörkuðum Höfuðborgin heitir Quito og er í 2.850 m hæð. Algengt er að ferða- menn fái þar svokallaða hæðar- veiki, mikinn svima og ógleði. Við stúlkurnar sluppum samt nokkuð vel. Borgin skiptist í tvo liluta. Sá nýi er lilaðinn stórhýsum og breið- götum. Gamli hlutinn var mjög heillandi með sínar þröngu stein- lögðu götur fullar af litskrúðugu mannlifi. Feitar og sællegar kerl- ingar selja ýmiskonar baunir með sterkri lauksósu, karlar hieð töfra- meðul æpa: „Slöngujukk og apa- heili er leiðin til betra lífs!“ Fólkið kaupir óspart þessi galdrameðul.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.