Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1989, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1989, Blaðsíða 10
Að segja frá hinu ótrúlega er alltaf erfitt: því trúa fáir. Sé það satt reynist það ennþá erfið- ara, og því erfiðara sem það er ótrúlegra. Þrátt fyrir hið auðuga ímyndunarafl mann- verunnar hefur þó komið í ljós að sannleikur- George W. Meek Hugleiðingar um bók John G. Fuller: Veran á 29 megariðum inn hefur reynst enn furðulegri en ótrúle- gustu frásagnir. Tilveran er í eðli sínu svo stórkostleg að ímyndunarafl mannsins bliknar í samanburði við þann veruleika sem þar birtist. Smám saman hefur þessi veru- leiki verið að koma betur í ljós og vísindin hafa bírt okkur margar uppgötvanir og uppfinningar sem fáir trúðu í fyrstu að væru raunveruleiki. Þegar svo hið sanna kom í ljós um eðli þessara uppgötvana skildu menn að svona hlaut það að vera, lögmál lífsins höfðu enn einu sinni sýnt að ímyndunarafl manna nær oft skammt þegar raunveruleikinn er ann- ars vegar. Og þrá mannsins eftir meiri skiln- ingi á lögmálum tilverunnar hefur knúð hann áfram í leit að leyndardómum lífsins og náttúran hefur þannig afhjúpað þá einn af öðrum leitandi mannkyni. Einn þeirra leyndardóma sem maðurinn hefur verið að glíma við frá öndverðu er spumingin um lögmál lífs og dauða, spum- ingin um hvort dauðinn sé endir alls og hvort jarðlífið sé sá eini veruleiki sem mað- urinn geti bundið vonir sínar við. Er líf eftir dauðann? Rannsóknir á sviði raf- eindavísinda benda til að svo sé. Á öllum öldum hafa menn velt fyrir sér spumingunni um líf sé eftir dauðann og mörgum hefur þótt .erfitt að sætta sig við að manninum sé ætlað að lifa aðeins eitt jafnvel aðeins stutt æviskeið en slokkna svo út að eilífu. Trúarbrögðin hafa þó ávallt haldið því fram að maður sé eilíf vera sem lifi að andláti loknu en hvers konar tilvera það sé hefur hins vegar verið þoku hulið; ýmist hefur því verið haldið fram að maður- inn lifi í einhvers konar óefnislegum anda- heimi eða að hann liggi í gröfínni fram að dómsdegi þegar réttlátir rísi upp. Þá hafa spiritistar reynt að færa fram sannanir fyrir framhaldslífí með aðstoð miðla sem borið hafa boð að handan til eftir- lifandi. Margir telja sig hafa fengið sannan- ir fýrir tilvist vina í öðmm heimi á þennan hátt. HVAÐ SEGJA VÍSINDAMENN? Er Kannski Ekki Allt Sem SÝNIST? Fyrir ijórum áram kom út bók eftir bandaríska blaðamanninn og rithöfundinn John G. Fuller sem nefnist „The ghost of 29 Megacycles" eða: Veran á 29 megariðum. Þar segir frá bandarískum manni, George Meek að nafni, sem eftir áratuga starf sem þekktur uppfínningamaður, ogtækjasmiður, snýr sér að því að smíða tæki sem fyrir til- stilli hárrar tíðni gæti komið á sambandi við heim framliðinna. Þessu áhugamáli helg- aði hann síðan alla krafta sína og fjármuni eftir að hann komst á eftirlaun, sextugur að aldri. Það var ekkert smá verkefni sem hann tók sér fyrir hendur en hann var ekki einn á báti: Hann komst í samband við ein- staklinga og hópa með svipuð áhugamál, þar á meðal vora ýmsir virtir vísindamenn 3vo sem rafeindafræðingar, atómeðlisfræð- ingar, lífefnafræðingar, eðlisfræðingar, læknar, geðlæknar, prófessorar, þekktir menn hver á sínu sviði. Meek ferðaðist um heiminn og kynnti áform sín, um leið og hann kynntist ýmsum rannsóknum sem aðrir vora að fást við. Markmið Meeks var að fínna nýja sambandsleið við heiminn „fyr- ir handan" og máli sínu til framdráttar leiddi hann í ljós margvíslegan vitnisburð úr heimi vísinda, heimspeki og trúarbragða, og sam- einaði hann þetta undir nafninu „metascien- ce“ eða hávísindi, æðra vísindum. Meek minnti á að bæði Edison og Marconi höfðu af miklum áhuga fengist við að reyna að brúa bilið á milli þessara tveggja heima en hvoragum hafði tekist það enda höfðu þeir ekki yfír að ráða þeirri tækni sem nú er vöi á. Þegar höfundur bókarinnar, John G. Full- er, byijar að skýra frá upphafí og atburða- rás þessara rannsókna minnist hann þess sem ýmsir frægir vísindamenn og hugsuðir hafa látið í ljós varðandi líf og dauða. Þýski eðlisfræðingurinn Werner Heisenberg hafði sagt að engin mörk væri hægt að setja á milli orku og efnis. Eðlisfræðingurinn og Útfrymi hafa náðst á myndir Nóbelsverðlaunahafinn Max Planck sagðist hljóta að viðurkenna að til væri annar heim- ur en sá sem maðurinn skynjaði með skiln- ingarvitunum og Alfred N. Whitehead, hinn breski stærðfræðingur og prófessor í heim- speki við Harvard-háskóla, áleit vísindin vera blind og að þau fengjust aðeins við helming þess sannleika sem mannleg reynsla hefði leitt í Ijos. Einstein áleit að hin háleitasta og dýpsta reynsla mannsins væri skynjun á hinu yfírskilvitlega. Uppfínningamaðurinn Arthur Young stóð einnig nærri hugmyndum Meeks. Hann hafði náð frábærum árangri sem uppfínn- ingamaður en sneri sér nú að rannsóknum á hinu yfírskilvitlega því hann áleit að vísindin næðu aðeins yfír takmarkaðan hluta af reynslu mannsins. Benda Eiginleikar Ljóss- ins Á Leit Til Skilnings? Eins og hjá Young beindist áhugi Meeks að eiginleikum ljóssins. Ljósið er án þyngd- ar en getur þó framleitt prótónur og elektr- ónur sem hafa ákveðna þyngd og þótt ljó- sið hafi engan rafstraum getur það fram- leitt efniseindir gæddar rafstraumi. í ljós- fótónu er tíminn ekki til en það sannaði Einstein með því að sýna fram á að klukk- ur hætta að ganga þegar komið er inn í ljóshraða. Hugmyndin er því sú að þyngdar- leysið sé jafnt í öllu og því geti vitundin starfað án heilans. Vitund persónuleikans gæti því verið veik eftir lát líkamans og þannig væri hugsanlegt að Ijósið, í formi útvarpsbylgna, gæti myndað samskipta- tengsl milli tveggja heima. í þessu var fólg- inn lykillinn að kenningu Meeks. Honum virtust fótónumar, frameindir ljóssins, frem- ur óraunveralegar efniseindir en þar sem fótónan er þyngdarlaus og ekki gædd raf- magnsorku, en óendanlegu lífmagni, hefur hún þótt tákna mörkin á milli þess sem talist getur ýmist lifandi eða ekki lifandi: sýnir það sig þegar hægt er að smækka efnið niður í hið óendanlega þar sem hver efnisögn er fær um að fela í sér fræ alls sem er í alheimi, þar með talið mannlega vitund. Við sjáum þetta birtast í því þegar sérhver eining DNA-kjarnaframa inniheldur alla gerð mannverunnar á sama hátt og heimsmynd sem felur í sér alla gerð al- heimsins. Eiginleikar Mannsins í Ljósi „KRAFTAVERKA“ Tilgangur Meeks með því að reyna að sanna framhaldslíf var fyrst og fremst að auka þekkinguna á eðli mannsins en enn- fremur draga úr sorg og eftirsjá eftir látnum ástvinum. Það myndi einnig auka skilning og innsæi og þannig bæta hegðun manna og auka virðingu fyrir lífinu. Einnig myndi það draga úr ótta og auka áhugann á að kanna frekar innri gerð mannsins. Einnig myndu ýmsar kreddur og úreltir siðir trúar- bragðanna brátt heyra fortíðinni til og trúin myndi öðiast sjálfsagðan sess innan vísind- anna. Eins og áður segir var Meek kominn á miðjan aldur þegar hann hóf í alvöra að rannsaka þau fyrirbæri sem tengdust lífí eftir dauðann. Frá unga aldri hafði hann unnið við uppfínningar á tækjabúnaði á ýmsum sviðum, bæði í tengslum við iðnað og aðra framleiðslu. Hann var mjög þekktur og hefði þannig getað lifað góðu lífi það sem eftir var ævinnar. En eftir að hafa sagt upp starfi sínu hóf hann að stunda bókasöfn og afla sér upplýsinga. Hann komst í samband við lækna og sálfræðinga og vísindamenn og hann skipulagði starfs- hópa sem ferðuðust til margra landa til að rannsaka náið ýmis yfírskilvitleg fyrirbæri. Þetta var árið 1970. í fyrstu beindust rann- sóknir hans að andlegum lækningum og hann skipulagði samvinnu við 14 þekkta vísindamenn. Á meðal þeirra vora dr. Will- iam Tiller, við Stanford-háskóla, dr. Norman Shealy prófessor við háskóla í Wisconsin og Minnesota, Sir Kelvin Spencer, yfírmaður í orkumálaráðuneyti Bretlands, líffræðing- urinn dr. Lyall Waton og fleiri mætti nefna. Þessir menn ferðuðust um heiminn í þeim tilgangi að rannsaka bæði andlega læknend- ur,. töfralækna og aðra andalækna, bæði í Vestur- og Austur-Evrópu, allt til Filipps- eyja. Og árangurinn var sannarlega furðu- legur. Sú trú var almennt ríkjandi hjá þess- um læknendum að maðurinn hefði tvo líkama, auk hins efnislega væri annar svo- kallaður ljósvakalíkami en sá síðamefndi var sá sem mestu máli skipti þegar um var að ræða sjúkdóm eða heilbrigði. Rússar kölluðu þennan líkama bioplasma-líkamann, í raun það sama sem aðrir kölluðu andlega líkamann. Annað sem andlegir læknendur almennt trúðu á var að framliðnir læknar væru þeim til aðstoðar við lækningar, sum- ir töldu sig jafnvel hafa notið aðstoðar þeirra um lengri tíma þannig að þeir bæði sáu hina framliðnu Iækna og heyrðu þá tala. RANNSÓKNIN á Miðilshæfi- LEIKUM - ElNN ÞÁTTUR LEIT- ARINNAR Ferð til Brazilíu var sérstaklega athyglis- verð en þar var andlegur læknandi sem nefndur var „skurðlæknirinn með ryðgaða hnífinn". Hann hét Arigo. Fjöldi lækna hafði staðfest hina ótrúlegu hæfileika Arigos en á meðal þeirra var læknir frá Sorbonne- háskóla. Hann upplýsti að hópar sjúkrahús- lækna við stærsta sjúkrahúsið í Suður- Ameríku, Hospital das Clinicas, héldu viku- lega fundi með reyndum miðlum þar sem þeir létu læknunum í té upplýsingar varð- andi sjúkdómsgreiningar sem læknamir síðan notfærðu sér í meðferð sjúklinga. Auk læknamiðlanna var annað sem átti eftir að koma mikið við sögu rannsókna Meeks og samstarfsmanna hans en það vora líkamn- ingafyrirbærin. í Brazilíu fundu þeir eitt slíkt fyrirbæri sem 15 vísindamenn, læknar og geðlæknar höfðu orðið vitni að. Um var að ræða kvenmiðil sem var fær um að fram- leiða efnisfyrirbæri sem nefnt er útfrymi (ectoplasm) með líkama sínum en útfrymið tók síðan á sig gervi framliðinnar persónu. Miðillinn hafði verið látinn í læsta kistu og bundinn þar við stól. Myndir vora teknar og sást að hvítt, fljótandi efni myndaðist út frá líkama hennar og tók á sig fullmót- aða konumynd sem síðan kom út úr kassan- um eins og engin fyrirstaða væri. Miðillinn sat föst í stólnum á meðan á þessu stóð en það kom fram að líkamningurinn var ná- kvæm eftirmynd af systur miðilsins sem látist hafði tveim mánuðum áður. Konu- myndin leystist síðan upp og hvarf. Auk þess sem mörg vitni vora að þessu vora teknar margar ljósmyndir sem rannsakaðar voru og reyndist ómögulegt annað en að viðurkenna að þær vora ófalsaðar. Svona líkamningafyrirbæri vora að vísu ekki al- geng en þó kunn og talsvert hafði verið um þau skrifað. í Póllandi höfðu verið teknar gipsafsteypur af fíngrum líkamnings og svipuð fyrirbæri höfðu átt sér stað hjá miðl- inum Margery Crandon í Boston. í Frakk- landi hafði virtur eðlisfræðingur, dr. Richet, orðið vitni þess hjá ýmsum miðlum að út- frymi streymdi frá líkama þeirra. Þýski geðlæknirinn Baron von Sceeuk-Notxing gerði margar rannsóknir á miðlum og gat athugað þetta undarlega efni áður en það leystist upp, en við smásjárskoðun komu í ljós húðnabbar og smásýni úr slímhimnu ásamt pottösku. Efnið var eins og þoku- kenndur vökvi, litiaus og lyktarlaus og lét eftir sig hvíta örlítið lútkennda skán. Upp- finningamaðurinn fyrrnefndi, Arthur Yo- ung, leit á þessi fýrirbæri með varúð en var 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.