Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1989, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1989, Blaðsíða 4
rf \ Úr sögu Klapparstígs Forðum tíð í Flosaporti K Fyrri grein EftirGUÐJÓN FRIÐRIKSSON lapparstígur er ein af þessum götum í gamla bænum sem liggja frá ströndinni fyrir austan gömlu Reykjavíkurhöfn og upp í gegnum Skuggahverfi og Skólavörðuholt. Þar sem Klapparstígur er nú var fyrir meira en hundr- að árum grjótgarður mikill sem afmarkaði Arnarhólstún að austan og má því segja að stígurinn sé á mörkum Arnarhóls og Skuggahverfis þó að þau mörk séu mun vestar í hugum flestra nú. Neðsti hluti Klapparstígs hefur á fáum árum gjör- breyst. Þar sem áður svaraði sjór við klett- ótta strönd er komin mikil uppfylling og tanginn sem gamli Klapparbærinn, sem stígurinn er kenndur við, stöð áður á og síðar olíustöð BP eða Olís, er nú með öllu horfinn. Þá er Trésmiðjan Völundur, sem lengi setti svip sinn á Klapparstíg, einnig horfin og á athafnasvæði hennar er verið að reisa heilt íbúðarhverfi. í tveimur grein- um er hér ætlunin að rekja sögu þessarar gömlu og rótgrónu reykvísku götu, einkum á síðustu öld og fyrri hluta þessarar. Eins og vænta má verður þó aðeins stiklað á stóru því að hundrað ára gömul gata býr yfir svo mikilli mannlífssögu að enst gæti í þykkar bækur. GUNNA í SKUGGA ER MESTA MUGGA Upp úr aldamótum 1800 fóru sjómenn eða þurrabúðarmenn að setja niður kot sín meðfram sjónum austan túngarðs Arnar- hóls og stunda útræði úr fjörunni þar milli þess sem þeir unnu tilfallandi vinnu fyrir kaupmenn niðri í kvosinni. Fyrstur allra til að byggja bæ í hverfi því sem við köllum nú Skuggahverfi var Jens nokkur Jensson og kemur hann fyrst fyrir í manntali 1803 og er bær hans þá kallaður Jenshús. í munni almennings var kotið þó kallað Skuggi og dregur hverfið nafn sitt af því. En hvar var þá þetta örreitiskot sem Skuggahverfi dregur nafn sitt af? Um það segir Árni Óla: „Nú á seinni árum hafa komið upp mis- sagnir um hvar býli þetta hafi staðið. En til þess að taka af aljan vafa um þetta, leit- aði ég til Sigurðar Árnasonar fyrrv. íshús- stjóra og bað hann að segja mér hvar Skuggi hefði staðið. Honum sagði svo frá: „Býlið Skuggi var austarlega á tanganum, þar sem nú er olíustöð BP við Skúlagötu, beint á móti Völundi. Á þeim tanga var og býlið Klöpp, sem aldraðir Reykvíkingar muna vel eftir. Þegar ég man fyrst eftir, voru grasigrónar bæjartóftir austan við Klöpp. Sögðu þá foreldrar okkar sex Skugg- hverfinga, sem nú eru á aldrinum 72-90 ára — og tveir af þeim ólust upp á Klöpp — að þar væru leifarnar af býlinu Skugga? Að vestanverðu við tangann hét þá Klappa- vör, en að austanverðu við hann hét Skugga- vör."" í manntalinu 1840 er kominn annar bær rétt við hlið Skuggabæjarins, sem kallaður er Skuggi II en innan sviga stendur bæjar- nafnið Klöpp. Þar kemur Klapparnafnið fyrst fyrir. Um Skugganafnið er það að segja að líklega hefur eitthvað þótt skugga- legt á þessum stað þar sem úthafsaldan gnauðaði við lágar klappir. Litlum sögum fer af íbúum Skugga en þar þjuggu árið 1819 hjónin Gísli Nikulás- son og Helga Jónsdóttir ásamt börnum sínum Þórði og Guðrúnu. Þegar Gísli dó var þetta ort um börnin: Gunna í Skugga er mesta mugga, móður sína vill ei hugga. Þórður nagaði þurran ugga, þegar hann Gísli dó í Skugga. MlKLIR KÁLGARÐAR ÞAR SEM VÖLUNDUR VAR ÁÐUR Bærinn Skuggi fór snemma í eyði en um 1870 kemur nafnið aftur fyrir í manntölum. Þá bjó í Skugga ekkjan Rangheiður Þor- steinsdóttir ásamt tveimur börnum og vinnukonu. Hinn bærinn var jafnan kallaður Klöpp. Beint fyrir neðan Klapparstíginn, fyrir vestan Klöpp, var svokölluð Klappar- vör, eins og áður sagði, og úr henni reru margir af helstu sjósóknurum Skuggahverf- is á síðustu öld og má þar nefna tómthús- menn á Klöpp, Vindheimum, Nikulásarkoti og Tóttum sem allt voru litlir kotbæir þarná rétt fyrir ofan. Einn helsti ábúandi á Klöpp á síðustu öld var Níels Eyjólfsson en faðir hans, Eyjólfur Þorkelsson hafði upphaflega reist bæinn árið 1838. Jón Helgason biskup segir að Níels á Klöpp hafi aldrei látið sér verk úr hendi falla á meðan heilsa og aldur leyfðu. Oddur sterki af Skaganum skrifaði skemmtilegar Reykjayíkurendurminningar í blað sitt Harðjaxl árið 1925 og þar segir hann um fólkið á Klópp: „Þar bjó Níels, duglegur og harðger maður. Helga hét hans kona, skörungur hinn mesti og sívinnandi, átti hún stóra og framúrskarandi góða kálgarða. Hafði heim- ilið af þeim hið mesta bjargræði en nú eru þeir búnir að vera eins og margt annað því verksmiðjan Völundur stendur nú þar sem þeir voru áður. í þennan tíma var svörður eða mór hafð- ur aðallega til eldsneytis, voru nokkrir sem höfðu dálitlar tekjur af því að taka hann upp og selja öðrum auk þess sem haft var til eigin heimilisnotkunar. Helga var ein af þeim sem þetta stund- aði, fór hún ein meðfósturdóttur .-,ína inn i Fiskhjallar á Klöpp. Ljósmynd Haraldur Johannessen mýri og tók upp. Gamla konan pældi og kastaði af pálnum upp á bakkana en stúlk- an ¦ tók við og hlóð köstinn. Þegar gamla konan varð þreytt í bakinu þá stökk hún upp úr grófinni, velti sér um hrygg, var þegar aflúin og byrjaði aftur." Arið 1890 keypti Steingrímur Jónsson frá Sölvhól bæinn Klöpp og bjó þar lengi og hans fólk. Síðasta íbúðarhúsið á Klöpp stóð úti í miðri Skúlagötu og var rifið árið 1931 en þá var olíustöð British Petroleum Comp- any tekin til starfa fyrir framan á klöppinni fyrir þremur árum. Fyrsta Gatan í Skugga- HVERFI í bréfi dagsettu 29. dag októbermánaðar 1877 beiddust nokkrir íbúar Skuggahverfis þess, að vegur yrði gjörður frá Vegamótum og niður að Klapparvör og lofuðu þeir sínu dagsverki hver við vegargjörðina. Bæjar- stjórn gekk að þessu tilboði og lagði fram 500 krónur til verksins. Klapparstígur var svo lagður um veturinn og var þetta fyrsta vegarlagningin í Skuggahverfi enda var stígurinn til að byrja með kallaður Skugga- hverfisvegur. En árið 1883 er ýmist farið að kalla hann Klapparveg eða Klapparstíg. í upphafi náði hann aðeins upp að Lauga- vegi, sem þá var reyndar kallaður Vega- mótastígur, en árið 1882 var Klapparstígur lengdur upp á Skólavörðustíg. Fyrst í stað voru fyrst og fremst litlir torfbæir og steinbæir við þennan fyrsta veg í Skuggahverfi. Skammt fyrir ofan Klöpp var t.d. bærinn Vindheimar sem síðar lenti inn á Völundarlóðinni. Til gamans má geta þess að fyrsta nafnið á Skúlagötu var Vind- heimagata og er það ærið tilkomumikið nafn og hefði hæft götunni vel, slíkur vind- rass sem þar er oft. Við Vindheima var líka Vindheimakot, einnig nefnt Pálskot eftir Páli Pálssyni sem þar bjó en hann var einn af þekktustu formönnum Skuggahverfis. ElMYRJAN í VÖLUNDI Þegar iðnaður fór að eflast í Reykjavík sótti hann í lóðir sem lágu næst sjónum og höfninni og fór Klapparstígur ekki varhluta af því. Á lóðum Vindheima og Klappar neðst við götuna austan megin reis eitt voldug- asta iðnfyrirtæki landsins. Trésmiðjan Völ- undur. Tildrögin að þessari verksmiðju voru þau að um 40 trésmiðir í Reykjavík stofn- uðu hlutafélag til að reisa hana og var hún eitt af fyrstu merkjum vélvæðingar á ís- landi. Fyrsti framkvæmdastjórinn var Magnús Th. S. Blöndahl en síðar var Sveinn M. Sveinsson framkvæmdastjóri um langan aldur. Trésmíði með vélum var nær óþekkt hér á landi og þótti fyrirtækið hin mesta nýlunda. Þetta var löngu áður en Reyk- víkingar fengu rafmagn en í kjallara Völ- undar var sett niður 60 hestafla gufuvél — furðuverk í augu Reykvíkinga — og gekk frá henni 80 feta langur öxull eftir endi- löngu húsinu og reimar frá honum til hverr- ar einstakrar vélar, bæði á neðri og efri hæð. Til marks um hinn gríðarmikla skor- stein sem þurfti fyrir gufuvélina má nefna að í hann fór hvorki meira né minna en 23 þúsund tígulsteinar. í blaðinu Óðni er sagt frá verksmiðjunni árið 1906, ári eftir að hún tók til starf a, og leynir sér ekki hrifningin: „Smíðavélarnar eru 15 og er snúnings- hraði þeirra frá 1.200-5.200 snúningar á mínútu. Hver þeirra um sig vinnur sitt verk: Ein flettir borðum, önnur skellir sundur planka, þriðja sagar ýmiss konar bugður í tréð, fjórða heflar, fimmta plægir, sjötta borar, sjöunda rennir, ein brýnir verkfærin o.s.frv." Verksmiðjan breytti því m.a. að nú var hægt að fá alla glugga og dyr innanlands í stað þess að áður fyrr þurftu menn jafn- vel að bíða í hálft ár eftir því að fá þetta frá útlöndum. Auk þess tók Völundur að sér smíði margra stórhýsa í bænum og hef- ur örugglega mjög stuðlað að vexti Reykjavíkur. Þá flutti fyrirtækið inn timbur í stórum stíl og hafði um tíma eigin skip í förum til þessara flutninga en beint niður af Klapparstíg var reist bryggja sem notuð var þangað til höfnin kom á árunum 1913- 1917. Með tilkomu Völundar á Klapparstíg 1 og fleiri iðnfyrirtækja breyttist tiltölulega kyrrstæður fiskimanna- og embættismanna- bær Reykjavíkur á stuttum tíma í háværan og reykspúandi verksmiðjubæ. Hjá Völundi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.