Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1989, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1989, Blaðsíða 2
Perseus og Andromeda Myndin er eítir óþekktan málara, freska, og fannst í Pompei. Hún sýnir þann atburð er Agamemnon ætlar að fórna dóttur sinni, Iphigeneiu. En uppi í skýjun- um sést gyðjan Artemis og líklega Iphigeneia með hindina. Agamemnon og Iphigeneia Oldum saman hafa listamenn sótt við- fangsefni í hina fjöl- skrúðugu goðafræði Grikkja og Róm- verja. Skáld, mynd- höggvarar og málar- ar hafa sótt þangað yrkisefni. Þeir atburðir sem þessi mynd lýs- ir á upptök sín í þessum ævafornu fræðum. Appolón veitti Kassöndru spádómsgáfu ef hann fengi hana fyrir konu. París, sonur Príams konungs í Trójuborg, rændi Helenu hinni fögru drottningu í Spörtu og flutti með sér til Tróju en ástar- gyðjan Afrodíta hafði heitið honum fegurstu konu heims þegar París úrskurðaði hana fegurri bæði Aþenu og Heru. Grikkir urðu ævareiðir þegar um ránið fréttist og söfnuðu miklum flota saman í Aulis, undir stjórn Agamemnons, konungs í Mycene sem var bróðir Menelásar, kon- ungs í Spörtu, sem var kvæntur Helenu hinni fögru. Flotinn beið nú lengi vel eftir byr. Loks skýrði spámaðurinn Kalkas frá því að byr myndi ekki gefast fyrr en Agam- emnon fórnaði fegurstu dóttur sinni, gyðj- unni Artemis, en Agamemnon átti að hafa móðgað hana. Sendi nú Agamemnon eftir Iphigeneiu undir því yfirskini að hún ætti að giftast Akkilesi mesta kappa Grikkja, því hann vissi að móðir Iphigeneiu, Klytaim- nestra, myndi aldrei láta hana fara ef hún vissi hina réttu ástæðu. Þegar Iphigeneia kom til Aulis vildi Akkiles vernda hana því hann reiddist að nafn hans hafði verið not- að í blekkingarskyni. Iphigeneia vildi samt fórna sér fyrir Grikkland. Sumir segja að gyðjan Artemis hafi bjargað Iphigeneiu á síðustu stundu og sett hind í hennar stað. Er Grikkir höfðu unnið Trójuborg, gerði Agamemnon Kassöndru, dóttur Príamosar, að ambátt sinni. Appólon, sem sjálfur var hrifinn af konungsdótturinni, veitti henni spádómsgáfu með því skilyrði að hann fengi hana fyrir konu. En hún rauf heit sitt og refsaði Appóion henni með því að láta eng- an mann trúa henni. Kassandra hafði sagt fyrir um örlög ættborgar sinnar og eins á hún fyrir heimkomu Agamemnons, en hann skeytti því engu. A meðan Agamemnon var að heiman hafði Klytaimnestra, drottning hans, orðið ástkona Egisþosar. Klytaim- nestra lét í fyrstu sem hún væri fegin að sjá hann aftur og útbjó handa honum bað en drap hann síðan í baðinu. Hún myrti líka Kassöndru. Elektra og Orestes, börn hennar og Agamemnons flúðu til Phokis (Fókveija- lands) og ólust upp hjá Strófíasi konungi, ásamt syni hans Pýlades. En þegar þeir voru frumvaxta fóru þeir til Argos og hefndi Órestes föður síns grimmilega, hann vó einn- ig Egisþos og Klytaimnestu og var þá orð- inn sekur um móðurmorð. Um þessa atburði fjalla hinir þekktu harmleikir: „Elektra" eftir Sófokles og „Ip- higeneia í Aulis“ eftir Euripides. Aci’isíus hét konungur sem endur fyrir löngu ríkti á Pelopsskaga í Grikklandi. Hann átti aðeins eina dóttur sem hét Danae. Hann leitaði til Véfréttarinnar og spurði hvernig hann gæti eignast son. „Þú munt ekki eignast son en dóttursonur þinn mun valda þér bana,“ sagði véfréttin. Acrisíus lét þá varpa dóttur sinni í dýflissu og gættu dyranna grimmir hundar. Þrátt fyrir það komst' Seif- ur til Danaé og gat með henni son sem nefndur var Perseus. Acrisíus lagði ekki trúnað á þetta faðerni, en þar sem hann þorði ekki að deyða dóttur sína, lokaði hann Danaé og Perseus í trékistu og varpaði henni i sjóinn. Kistuna rak á land á eyjunni Seriphos og þar ólst Perseus upp hjá kon- unginum Polydectes. Konungurinn vildi neyða Danaé til að giftast sér en Perseus hindraði það. Þegar Polydectes þóttist ætla að biðja sér annarrar konu lofaði PerseuS í fljótfærni að útvega honum hveija þá brúð- argjöf er hann nefndi, jafnvel höfuð Med- úsu. Var Polydectes fljótur að samþykkja það. Medúsa var ein hinna þriggja Gorgóna. Hár hennat' var lifandi snákar og öll var hún svo ógurleg ásýndum að hver sú vera sem leit andlit hennar varð að steini af skelf- ingu. Nú vildi svo vel til að Aþena ákvað að hjálpa Perseus, því Medúsa hafði móðgað hana með því að sofa hjá Sjávarguðinum Póseidon í hofi hennar. Fékk hún Perseusi spegilgljáandi skjöld og sagði honum að líta aldrei framan í Medúsu heldur aðeins á spegilmynd hennar í skildinum. Hermes kom Perseusi einnig til hjálpar og gaf honum hárbeitta sigð, til að höggva höfuðið af Medúsu. En þetta var ekki nóg, Perseus þurfti einig vængjaða ilskó, töfraskjóðu undir höfuðið og huliðshjálm. Allir þessir hlutir voru í vörslum Stygíu-dísanna en enginn vissi hvar þær var að finna nema þijár systur Gorgónanna, hinar svönum líku Græjur (Graeae). Þær áttu sameiginlega aðeins eitt auga og eina tönn sem þær not- uðu til skiptis. Nú leitaði Perseus þær uppi við rætur Atlas-ijalls og stal frá þeim aug- anu og tönninni, og neitaði að skila þessum líffærum aftur nema þær segðu hvar Stygíu-dísirnar væri að finna. Þannig komst Perseus yfir skóna, hjálminn og skjóðuna. Flaug hann svo á vængjuðum skónum til lands Hyperboreanna og fann þar Gorgín- urnar sofandi innan um steinrunnin dýr og menn. Perseus horfði á spegilmynd Medúsu og skildinum og hjó af henni höfuðið. Hon- um til mikillar undrunar sprettur þá upp úr líkama Medúsu hinn vængjaði hestur, Pegasus, og riddarinn Crysaor með gullið sverð í hendi en þetta voru afkvæmi hennar og Póseidons. Perseus lét síðan höfuð Med- úsu í skjóðuna og hafði sig á brott í skyndi. Þegar Perseus hafði flogið alla leið til Filisteu sá hann nakta stúlku hlekkjaða við klett á ströndinni. Þetta var Andrómeda. Hún var svo fögur að Perseus varð sam- stundis gagntekinn af ást. Lenti hann nú þarna á ströndinni og hitti foreldra hennar, Cepheus, konung í Joppa (nú Jaffa), og drottningu hans Cassíopeiu, sem hafði móðgað sjávardísirnar með því að státa af því að bæði hún og dóttir hennar væru dísun- um fremri að fegurð. Þær kvörtuðu yfir þessu við Póseidon, sem sendi sjávarflóð og ógurlegt skrímsli til að eyða landinu. Cephe- us leitaði til véfréttar og var sagt að eina ráðið tif að bjarga landinu væri að fórna dóttur sinni skrímslinu. Perseus samdi nú við konung að hann bjargaði þeim úr þessum ógöngum ef hann fengi Andrómedu. Þegar sæskrímslið kom hjó Perseus af því haus- inn. Þau Andromeda giftust síðan og héldu heim. Þegar Perseus kom með brúðargjöfina handa Polydectes, fékk hann aðeins skamm- ir og svívirðingar, því hann hafði aldrei ætlað sér að biðja Hippódameiu. Sýndi Pers- eus þá konungi og hirðmönnum hans höfuð Medúsu og urðu þeir samstundis að steinum sem enn má sjá standa í hring á eyjunni Seriphos. En spádómurinn, sem áður var sagt frá, rættist þannig að Perseus var að keppa í kringlukasti og stýrðu guðirnir kringlunni þannig að hún hitti Acrisíus sem staddur var á leikvanginum og varð það hans bani. Síðar lét Perseus byggja borgina Mycene og reistu Kýklópar — eineygðir risar — borgarmúranna sem enn standa. „Perseus og Andromeda“ eftir Peter Paul Rubens (1577-1540). Myndin sýnir at- riði úr grísku goðsögninni um Perseus og Andrómedu. A fótunum hefíir hann vængjaða ilskó. Dísir lyfta af honum huliðshjálminum, en Kerúb heldur á hans eigin hjálmi.í spegilgljáandi skildinum sést höfuð Medúsu. Hesturinn Pegasus stendur þarna til hægri en fremst á myndinni er sæskrímslið, sem Perseus er nýbúinn að drepa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.