Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1989, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1989, Blaðsíða 13
• T'"r" ;|""'-^«j^m4 *>"* iji* I ^Wl M:; • M O RGUNBLAOS I N S 30. SEPTEMBER 1989 FEmmáD LESBÓKAR Hvernig er að skipta á heimili við fjölskyldu í Belgíu? I hverju felast heimilis- skipti? Er Glasgow borg íslenskra ferðamanna? Leigubílstjórinn bjarg- aði málunum fyrir Önnu Bjarnadóttur sem fór — án vegabréfsárit- unar — án þess að eiga bókað hótelpláss með næturlest til Búdapest. Ungir eyja skeggjar. Undrafögur, ósnortin lítil eyja. Kóralrif og fagurlitir fisk- ar í blátærum sjávarbotni. Pál- matré á hvítum, auðum strönd- um. Frumskógur í fjalllendi. Eitt hótel. Ein akbraut. Sam- Paradís í Kínahafinu Hús inni í skóginum fyrir ferðamenn. göngutæki: Bátar, hjól og tveir jafnfljótir. Og gist í litlum hús- um við jaðar frumskógarins. Það er nóg að gera í eldhúsinu þegar ferðamenn gista alla kof- ana, og e.t.v. 6 manns bætast við í mat og drykk hjá fjölskyldunni. En eins til tveggja stunda bið eft- ir glænýjum og listalega mat- reiddum fiski, sem þú hefur valið úr afla dagsins, er hverrar mínútu virði. Máltíðin hefst svo ásamt heimilisköttum og gestum þeirra frá rtæstu bæjum. Auðvitað vilja þeir sinn skerf af kræsingunum. Hún heitir Tioman og er lítil eyja 19 km löng og 12 km breið, en þó stærst af mörgum sjnáeyj- um úti fyrir austurströnd Malasíu. Gamlar sögur segja Tioman, drekaprinsessu í álögum, sem vegna ástarsorgar hafi orðið að steini. Eyjan er lítt byggð, nokkur smáþorp „Kampung" eru á víð og dreif meðfram strandlengj- unni. Það eru fáir bílar á Tioman, enda eini vegurinn á eyjunni, að- eins tveggja km langur. Hann Iiggur á milli fjarskiptastöðvar og flugbrautar, með viðkomu á eina hóteli eyjunnar. Þar hefur nútíma- tæknin skotið rótum, með raf- magni allan sólarhringinn, og símasambandi við umheiminn. Samgöngutæki eyjarskegga hafa verið bátar og tveir jafnfljótir en nú eru mótorhjólin að hefja inn- reið sína. Innfæddir eru múhameðstrúar og bænaómurinn frá moskunni heyrist um kyrrláta eyjuna. Fólk- ið, sem er hlýlegt og mjög vina- legt heim að sækja, lifir róleg- heita lífi og stundar fiskveiðar. Til hjálpar eyjarbúum og til áð viðhalda byggð á eyjunni, veittu stjórnvöld Malasíu innfæddum aðstoð. Byggðir voru tveir til þrír kofar, „bungalowar", við heimili þeirra. Þó fjöldi ferðamanna sé ekki mikill, þá hafa kofarnir gefið ungum sem öldnum atvinnu og bætt lífskjörin. Tioman er undur fögur og ós- nortin, Sjórinn er tær og geymir stórkostlega kórala og ógrynni af fagurlitum fiskum. Pálmatrén bera við himin á hvítum og mann- lausum ströndunum. Stuttan spöl upp frá strandlengjunni tekur óbyggt fjalllendið við þar sem ævintýralegur frumskógargróður og stórkostlegt dýralíf vex og dafnar eins og það hefur gert frá alda öðli. Það tekur u.þ.b. þrjár klst. að ganga þvert yfir eyjuna til Kamp- ung Juara, kattfiskaþorpsins. En flestir koma fyrst til Kampung Tekek, eðluþorpsins, með bát frá meginlandinu, flugi frá Kuala Lumpur eða Singapore, en þaðan er aðeins hálftíma flug til eyjar- innar. Biðin eftir fisknum var hverrar mínútu virði og það var svo sann- arlega dvölin á fallegu Tioman líka. HKONN STUKLA UGSDOTTIK Upplýsingar: þriggja daga dvöl, gisting í tvær nætur í litlu húsi í skóginum kostar frá Kuala Lumpur eða Singapore um 15.000 kr. Flogið er með Pelaugi Air-flugfélaginu. í göngutúr við Kínahafið. Á leið til kattfiskaþorpsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.