Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1989, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1989, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. SEPTEMBER 1989 5 Steinsstaðir við Klapparstíg, steinbær sem var reistur 1883 en rifinn 1979. Þar bjuggu þau Jarþrúður og Pétur ásamt dóttur sinni Jarþrúði yngri. Seinna var m.a. gljáhýðis-vinnustofa Björns Eiríkssonar í húsinu. Ljósm. Arbæjarsafh. Steinbæimir settu svip sinn á Klapparstíg. Hér eru tveir þeirra sem nú eru horfh- ir. Ofar er Klapparholt (nr.16) en neðar Efri-Tóttir (nr.14). Ljósm. Árbæjarsafh. var mikill tunnuskortur á íslandi en tunnur samt ákaflega mikilvægar vegna lýsisútflutn- ings til stríðsþjóða. Jón Jónsson á Klappar- stígnum keypti þá allt efni sem hann komst yfir og smalaði að sér smiðum. Unnið var í ákvæðisvinnu og mátti heyra glaum mikinn frá húsi hans. Munu hafa verið smíðaðar þar um 7.000 lýsistunnur á ári þegar mest var. Síðar rak bróðursonur Jóns beykis, Siguijón Skarphéðinsson Svanberg, lengi vinnustofu á þessum stað og hét hún Beykivinnustofa Reykjavíkur. Nú er nýtískustórhýsi á Klapp- arstíg 26. Fagurviðir Sem Blómarós- irSpegluðu SigÍ Á Klapparstíg 28 var áður fyrr steinbærinn Bjarghús en nú er þar myndarlegt stórhýsi frá árinu 1929. Þar hefur Heymarhjálp aðset- ur en áður fyrr kom hávaði mikill frá húsinu því það er reist af Hjálmari Þorsteinssyni, einum helsta húsgagnasmið og húsgagnasala Reykjavíkur á sinni tíð. í afmælisgrein um Hjálmar fimmtugan árið 1936 sagði: „Glámskyggn er sá maður sem ekki kemur auga á það að bærinn prýkkar stórum ár frá ári. Bætast þar stöðugt við ný og falleg hús handa Reykvíkingum að búa í. En ekki nægja húsin ein. Til þess að fólk geti verið ánægt í nýju, fallegu húsunum, þarf það að hafa Ein affyrstu spennistöðvum Rafmagns- veitu Reykjavíkur frá 1920 stendur enn við Klapparstíg. Þær eru í klassískum stíl. Ljósm G.Fr. muni innanstokks, þá er hæfi umhverfínu. Þetta geta nú allir, sem einhver ráð hafa, því að hér eru nú orðnar mjög fullkomnar smíðastofur fyrir smíði hvers konar húsmuna. Göngum t.d. upp á Klapparstíg og lítum inn í stórhýsið nr. 28. í kjallaranum sjáum vér stafla af eik, rauðviði, hnot, birki og hvað þeir nú allir heita fagurviðirnir, sem nú á dögum eru hafðir í rúmstæði, borð, stóla, skápa, legubekki og annað slíkra hluta er fólk girnist að hafa á heimilum sínum. Stofu- hæðin er einn stór salur. Hljómar þar radd- mikill söngur og dillar eyranu. Söngkórinn eru trésmíðavélamar, sem saga viðinn, hefla og sníða til. Nú göngum vér upp á næstu hæð, og er hún annar smíðasalur. Þar eru smærri verkfæri og rabba þau saman góðlát- lega. Það eru þau sem leggja síðustu hönd á fallegu húsmunina og fága þá svo, að hver blómarós getur speglað sig í þeim.“ Þessi ljóðræna lýsing á trésmíðaverkstæði Hjálmars Þorsteinssonar á Klapparstíg 28 er dæmigerð um þann framfarahug sem var í íslenskum iðnaði um þær mundir en Klapp- arstígur og reyndar allt Skuggahverfi var eitt helsta iðnaðarhverfið í Reykjavík. Stóð Eldhafið Upp Úr Reykháfnum Á nr. 29 var ríki Danans Valdimars Poul- sen en hann var hingað ráðinn árið 1905 til að veita fyrstu jámsteyypu landsins forstöðu. Árið 1911 keypti hann svokallað Steindórshús sem stóð á þessari lóð og hóf eigið fyrir- tæki, kopar- og járnsteypu, og rak jafnframt verslun. Segir svo um upphafið að þessari starfsemi í frétt frá árinu 1914: „Hafði hann nú rauðablástur mikinn í smiðju sinni og stóð eldhafið alla leið upp úr reykháfnum. Þótti þá mörgum nágrönnum hans ískyggilega að farið og kærðu hann fyrir bæjarstjórn. Var þá nærri því komið að Poulsen yrði bannað að steypa járnið, en þó varð ekkert úr því sem betur fór, því fyrir- tæki þetta er eitt hið þarfasta í bænum.“ I sömu grein er þess getið að verksmiðja Poulsens sé svo vel birg af áhöldum og vélum að hún geti gert við allar skemmdir á botn- vörpungavélum. Árið 1929 byggði svo Valdi- mar Poulsen núverandi stórhýsi á Klapparstíg 29, þar sem rakarastofan er, en gamla húsið var flutt á Bergstaðastrætið og er þar enn. BLÖSKRAÐIKOTAFÓLKINU HVAÐ HÚSIÐ VAR HÁTT. Á nr. 30 var steinbær sem Jónas Jónsson næturvörður og steinsmiður reisti. Hann hafði einnig byggt Klapparhús á nr. 13. Byggingum sínum við Klapparstíg lýsti Jónas í viðtali við Morgunblaðið árið 1934 en þá var hann 85 ára gamall. Lýsing hans er táknræn fyrir ARNÞÓR HELGASON Staka Austur í Peking aldrað lið andúð vekur mína. Deng er frekur, frjálsræðið frá hann hrekur núna. Runólfshús á Klapparstíg 44. Bakinn- gangurinn er með upprunalegu móti en svona stíll er orðinn býsna fágætur nú til dags. Ljósm.G.Fr. aðstæður almúgafólks sem flutti til Reykjavíkur fyrir röskum 100 árum: „Ég kom til Reykjavíkur án þess að hafa bæjarleyfi og aleigan var 2 krónur. Fyrst í stað stundaði ég sjóróðra og alla algenga vinnu, sem hægt var að fá, og þetta blessað- ist furðanlega. — Ég byijaði búskapinn með því að leigja í koti í Reykjavík, en á öðru ári keypti ég í skuld hálfan Hyltersbæ á móti öðrum manni. Þetta blessaðist og eftir þijú ár seldi ég minn part í kotinu og byggði mér bæ uppi í holtum þar sem nú er Klapparstíg- ur. Þá voru þar engar götur, aðeins melar og gijótholt og fúamýri rétt fyrir ofan þar sem Völundur er nú. Svo var mýrin ill yfirferð- ar, að við urðum jafnan að fara í skinn- brækurnar heima á bæ, til þess að komast burt yfír hana niður í vörina hjá Klöpp. — Eftir sex ár seldi ég bæinn og byggði mér lítið hús við Klapparstíginn á móti þar sem Vaðnes er nú. Þegar ég hafði reist grind- ina, blöskraði kotafólkinu í kring hvað húsið var hátt og sagði sem svo: „Nú, hann ætlar að geta rétt sig upp í húsinu því arna!“ — Þessa get ég til þess að sýna hver breyting er orðin á hugsunarhættinum. Nú þykir fólki svo sem ekkert til koma þótt hvert stórhýsið öðru meira sé reist. Húsið mitt var ekki hátt við hliðina á þeim.“ Á Klapparstíg 31 kom snemma á öldinni verslunin Vaðnes sem Jón Jónsson frá Vað- nesi stofnsetti og var einhver helsta verslun Reykjavíkur sem sveitamenn skiptu við. Seinna flutti verslunin yfir götuna á nr. 30 í timburhús sem enn stendur og eftir daga Jóns versluðu synir hans, Björgvin og Þor- steinn, í Vaðnesi. Björgvin stofnaði seinna vefnaðarvöruverslunina Grund á gamla staðn- um nr. 31. Um verslunina Vaðnes og verslun Guðjóns Jónssonar á Hverfisgötu 50 sagði Vilhjálmur S. Vilhjálmsson: „Oft fannst mér sem í kringum Vaðnes á Klapparstígnum og við Hverfísgötu 50 væru sérstök þorp í borginni, næstum því lítil kaup- tún utan af landi í miðri borg, og sveitafólk sækti inn í þau úr ýmsum áttum. Jón í Vað- nesi og Guðjón á Hverfisgötunni voru í raun og veru síðustu sveitakaupmennirnir í Reykjavík. Þeir tengdu saman liðna tíð og þá hina nýju.“ FyrstaBifreiða- VERKSTÆÐIÐ Við hlaupum nú upp fyrir Laugaveginn. Fyrir ofan stórt hús, sem hýsir verslunina Hamborg, er autt svæði. Þar var áður stein- bærinn Litla-Klöpp eða Efri-Klöpp á nr. 35. Fyrir innan hann var áður skúr sem kemur mjög við sögu upphafs bíla á íslandi því að í honum var fyrsta almenna bifreiðaverkstæð- ið á landinu. Það var Jón Sigmundsson sem stofnaði verkstæðið árið 1918 og brátt höfðu fimm menn nóg að gera þar við viðgerðir. Á nr. 37 er verslunar- og íbúðarhús sem Nói Kristjánsson reisti árið 1926. Meðal versl- ana sem þar hafa verið eru hattaverslun og barnafataverslun, einnig verslunin Skógafoss og vefnaðarvöruverslunin Fram sem Baldur Þorsteinsson rak. I timburhúsinu á nr. 40 hafa lengi verið verslanir, m.a. um tíma matvöruverslun Þór- unnar Jónsdóttur en bakhúsið á nr. 42 stóð áður í miðri Tjarnargötu og var nr. 11 við þá götu. Runólfur Stefánsson í Litla-Holti (Skólavörðustíg 19) flutti það hingað er það þurfti að vílq'a vegna gatnagerðar. Sá hinn sami Runólfur reisti fagurt timburhús á nr. 44 og var það kallað Runólfshús. Þar var lengi til húsa skósmíðaverkstæði Þorláks Guðmundssonar. Höfundur er sagnfræðingur. Höfundur var formaður Kínversk-íslenska menningarfélagsins 1977-88. SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Ferðum fækkar Nú eru allar götur grónar gekk þar áður frænda lið. Þó til mín berist töfratónar treginn nístir draumasvið. Vepjuliljan vot af tárum vefur að sér gleymmérei. Ðagar verða enn að árum, enginn stöðvar tímans fley. Glymja í lofti háir hljómar heiðasvanur boðar frið. Gisti ég meðal bjartra blóma, björkin angar mér við hlið. Höfundur er 92ja ára frá Stöpum i Tungu- sveit og býr í Reykjavík. GUNNAR HERSVEINN Skuggi A þaki hússins líða fingur hljóðfæraleikara yfir slitna hörpustrengi. í kjallaranum bíður kragaklæddur maður á stofuglugganum stendur ófleygur engill á gægj- um; dökkhærð kona yljar sér við arineld á skugga hennar lifna hendur krepptar um Ijáinn. Höfundur sendi nýlega frá sér Ijóöabók- ina Tré í húsi og er Ijóðið í henni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.