Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1989, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1989, Blaðsíða 9
<>mi xmKSfíaz m a'JöAOHAOUAi uioaj&vi'jí>;íom a t Að sj'úg'a sirá Landgræðslusjóðs. j Veiði'veiðive/d. Ég- ætla að reyna að taka sjálfur öngul- inn úr. Það er engin höfn í Aðalvík, svo Fagra- nesið kastar akkerum fyrir utan og farþegar eru lóðsaðir í !and. Til þess er lítill trébátur og gúmmíspíttbátur, en spíttbátar eru eftir- sóknarverð farartæki í augum tvíburanna og þeir neita að fara í land, nema í spíttbátnum. Þeir fá björgunarvesti og bruna í land. Eru vafalaust einhversstaðar annarsstaðar í hug- anum á meðan. Veiðibrall Og Drullumall Farangurinn er settur í land, mörg kíló af hveiti og smjörlíki, dósamat, saltkjöti og súpu- pökkum. Ætlum að vera í fjórar vikur og hér eru hvorki sjoppur né krambúðir, en Guðrún kokkur á Fagganum sér okkur fyrir mjólk einu sinni í viku. Við notum hjólbörur tilað selflytja dótið heim að húsinu okkar, Yzta-Bæ. Það er Sæ- bólsmegin, sem kallað er. Þar standa nokkur eyðisumarbýlishús og nýir bústaðir. Við göngum hring í kringum húsið og för- um með galdraþulur tilað bjóða okkur og hulduálfana velkomna. Kveikjum upp í báta- vélinni og tökum hlerana frá gluggum. „Hvar er veiðistöngin mín?" segir Garpur, staddur í ferðatöskuhrúgunm og matvæla- stöflunum á bæjarhlaðinu. „Ég vil fara að veiða silunginn," segir hann ákveðinn. „Garp- ur minn, fyrst verðum við að taka uppúr tösk- unum," segi ég tilað róa veiðigleði hans. Garpur lætur sér ekki segjast og rótar í dót- inu í leit að veiðistönginni. „Þegar eldavélin er orðin nógu heit, bökum við pönnukökur og förum svo' að veiða á morgun." Garpur á erfitt með að skilja þetta. Hann fékk veiðistöng í fimm ára afmælisgjöf og veit ekki betur en hann sé hingað kominn tilað veiða. Þegar á reyndi var hann jafn óþolinmóður við veiðiskapinn og reiddist útí silunginn ef hann beit ekki á og fannst heilla- vænlegra að leita að fuglahreiðrum, en að svekkja sig á silungum. Jökull virtist hinsvegar fæddur veiðimaður, sat heimspekilegur og diplómatískur með stöngina útí loftið og fylgdist samviskusam- lega með flotholtinu fara í kaf. Þannig niok- aði hann silungunum á land. Og þá stirndi á bláu augun hans og andlitið ljómaði, andlitið sem hafði verið gersamlega svipbrigðalaust fyrir augnabliki. Hiidur Yr er þó fisknust eftir að hún hefur sigrast á óþolinmæðinni og slær aflamet föður síns hvað eftir annað. Og hún er ekkert að góna útí loftið eða láta sér leiðast á meðan fiskurinn bítur á eða bítur ekki á. Hún' situr á vatnsbakkanum með „Þjóð bjarnarins mikla", þykkan doðrant um frum- bernsku mannkyns og flettir með annarri hendi en kippir í veiðistöngina með hinni. Og þó Hildur Yr sé ekki nema tíu ára, lærir hún að rota fiskinn og beita ánamaðki. Hún stofn- ar líka bú í gömlu fjárhústóftinni hans lan- gafa. Finnur gamalt borð í kjallaranum ög flöskur undan saft, furðulegar kvukkur og fornminjar. Hún stillir borðinu upp í tóftinni, þarsem það ber við himin og minnir á nútíma- listaverk. Mallar drullukökur og skreytir með sóleyjum og viðheldur sennilega þar með alda- gamalli bökunaraðferð. Prinsessur á Burtreiðum Hildur og Inga Dís, sem er 12 ára og býr á Bóli, dvelja tímunum saman í búinu og dunda sér og„ræða leyndarmál, sem aðeins konum kemur við. Þær verða þessvegna stundum pirraðar ef tvíburarnir gera stríðni- árás, eða Ásta Lea og Ida Björk vilja fá að vera með. Ásta Lea og Ida Björk urðu okkur sam- ferða á Fagranesinu. Garpur og Jökull kalla þær alltaf tvíburastelpurnar. Þær eru fimm og sex ára, mjög áþekkar og yfirleitt eins klæddar. En þær tala bara dönsku og það þykir þeim verra. Smámsaman þykjast þeir þó læra dönsku. „Mamma, ég er búinn að læra dönsku," segir Jökull einn daginn sigrihrósandi. „Ásta Lea sagði „komm" og benti mér að koma." Tungumálaerfiðleikar koma ekki í veg fyrir að þau leika sér allan daginn, eltast í hvönninni, vaða í fjörunni og tína hundasúr- ur. Og stundum leiðist leikurinn útí slagsmál. Garpur og Jökull virðast í slag upp á líf eða dauða. Asta Lea og Ida Björk sitja lilið við hlið og horfa á einsog tvær prinsessur á burtreiðum. Skyndilega fá þær leið á látunum, sem eru þó greinilega sett á svið þeirra vegna, fara heim til mömmu sinnar og segja mæðulega: „Mamma, það er bara ekkert hægt að leika við þessa tvíburastráka, þeir eru álltaf að slást..." Eru á Ferli Fiskur Og refur Daginn eftir að við erum lent, er haldið inní Vatn. Það tekur tíma að útbúa veiðistan- girnar, sjá um að hjólin séu í lagi, að girnið flækist ekki, tína orma í ormagryfjunni, smyrja nesti, klæða sig vel, því þó hann hangi þurr núna með sólarglætu, gæti verið komið rok og rigning á eftir. Það er líka kalt að standa hreyfingarlaus og bíða eftir því að fiskinum þóknist að bíta á. Það er stundargangur inn að Vatni og margt að skoða á leiðinni. Vegna kuldanna í vetur er gróður og fuglalíf mánuði á eftir áætlun. Fuglarnir eru enn á eggjum, þó kom- inn sé júlí og flögra upp með miklu vængja- blaki þegar við nálgumst. Tófurnar ganga um eins og kettir í Vestur- bænum, hlaupa yfir móana en gefa sér tíma til að stoppa og góna á þessar undarlegu verur, dúðaðar frá hvirfli til ilja, með eitthvað sem líkist loftneti uppúr bakinu. Við hljótum að líta út eins og geimverur. Svo er hafist handa við veiðina. Pabbi krak- kanna hefur nóg að gera við að beita fyrir þau öll og stundum flækist girnið. Óratími líður þar til fyrsti fiskurinn bítur á. Það er Jökull sem hefur orðið var. Hann dregur spriklandi silunginn á land. Þetta er urriði. Nú er eins og ísinn hafi verið brotinn. Þau fiska hvert í kapp við annað og pabbi þeirra dregur önglana útúr fiskkjaftinum. Þau stafla fiskinum uppá bakkann, og setja bleikjur og urriða í sinn í hvorn hópinn. Alls konar ný orð bætast í orðaforðann: Kokgleypa, beita, slaka, flotholt. . . Stundum veiðist of lítill fiskur og þá aumka þau sig yfir hann og segja: „Auminginn, hann er svo lítill. Við verðum að sleppa honum svo hann geti fundið mömmu sína." En það er ekki alltaf hægt, litli fiskurinn hefur kannski meitt sig á önglinum, og hlyti verri dauðdaga við að veslast upp í vatninu, en að vera drepinn á þurru landi og þar get- Ur tófan alltjént gert sér mat úr honum. Fært silunga héim í grenið þar sem litlu og svöngu yrðlingarnir hljóta að norpa og bíða aleinir. Skammt frá uppáhaldsyeiðistaðnum okkar finnum við álftahreiður. Úti á vatninu synda tvær tígulegar álftir og úa. Það hljóta að vera foreldrarnir. Við búum til sögu um þrjá unga, sem bráðum líti heimsins ljós. Það eru Úlli, Trúlli og Búlla. En ekki má koma of LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. SEPTEMBER 1989 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.