Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1989, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1989, Blaðsíða 6
r i í ( í Var höfundurinn pflagrímur? rætt hefur verið um heimkynni Hávamála. Sumir telja þau vera norsk, enda kemur ýmis- legt betur heim við norska staðhætti en íslenska, en öðrum þykir svo vænt um kvæðið að þeim þykir sjálfsagt að það sé íslenskt. Handan við Hávamál — Lokagrein „Það er í eðli manns að fýsa mjög til farar“ segir í latnesku spakmæli. Höfundur Hávamála hefur ekki einungis verið hugsuðurheldur vafalaust einnig mjög víðförull. Eftir HERMANN PÁLSSON En áður reynt sé að leysa úr þeirri ráðgátu hvar Hávamál séu ort, er nauðsynlegt að athuga hvað ráðið verður um höfundinn af kvæðinu sjálfu. Eins og ég hef þegar drep- ið á, þá hefur hann verið lærður maður, enda leggur hann mikla áherslu á visku og þekkingu. „Fás er fróðum vant“ hljóðar spakmæli í Hávamálum sem kemur raunar heim við ýmsa speki pílagríma, svo sem þessa al- kunnu setningu: „Fróður maður hefur ávallt auðævi í sjálfum sér, hvert sem hann fer.“ En höfundur Hávamála er ekki einungis hugsandi maður heldur einnig farandi mað- ur, og vafalaust mjög víðförull. Útfýsi og víðförli voru rammir þættir í ævi margra manna á miðöldum. „Það er eðli manns að fýsa mjög til farar,“ segir í latnesku spak- mæli. A ferðalagi sínu hefur höfundur Háva- mála aldrei verið alls kostar einn: skynsemi og þekking hafa verið honum tryggir föru- nautar: Vits er þörf þeim er víða ratar. Sá einn veit er víða ratar og hefir fjöld um farið. Hvetju geði stýrir gumna hver. , Sá einn er vitandi vits. Hér er lítið skafíð af: einungis þeir sem hafa ferðast víða ráða yfir nægri þekkingu til að skilja aðra menn til hlítar. Hitt er þó brýn nauðsyn að vera vel búinn undir langt ferðalag. Menn verða að vera vel nestaðir. Byrði betri ber-at maður (ber maður ekki) brautu að en sé mannvit mikið. Auði betra þykir það í ókunnum stað. Orðtakið „ókunnur staður" minnir á fjar- læg lönd og rifjar upp fyrir námsfúsum le- sanda frásögn af Sigurði slembi sem eitt sinn bjargaði sauð vestur í Saurbæ frá bráð- um bana. Sigurður var prestiærður á unga aldri, en eftir að hann fór sjálfur að ráða háttum sínum, „þá afræktist hann klerka- siðu, fór hann þá af landi brott. í þeim ferð- um dvaldist hann langar hríðir; hann fór út til Jórsala, og l^om til Jórdánar, og sótti marga ókunna staði svo sem pálmurum er títt.“ Lítill vafi gefur leikið á því að bæði í Hávamálum og Haralds sögu gilla sé orð- takið „ókunnur staður“ notað um „kaup- staði“ eða jafnvel „borgir", en slíkir staðir þóttu jafnan viðsjárverðirferðamönnum eins og orðskviðurinn segir: „Ókunnur kaupstað- ur stelur margan mann fé.“ Hitt er senni- legra að „ókunnur staður" í Hávamálum eigi við meiri háttar klaustur eða kirkjustaði. Ferðamenn um meginland Evrópu og Jórsalaland á tólftu öld og síðar áttu einkum um þrenns konar gististaði að velja, meðan enn var fátt um gistihús; einkaheimili sem hýstu pílagríma og aðra farandi menn, klaustur og svokallaða spítala sem reistir voru handa pílagrímum, eins og segir í Knýtlinga sögu; „Knútur konungur setti spítala þann er alla menn skyldi fæða um nótt, þá er það kæmi af danskri tungu.“ Heimildir geta um ýmsa íslendinga sem fóru pílagrímsferðir til Jórsala, Rómar Kant- arabyrgis í Englandi, ílansborgar og Com- postella á Spáni: ítarlega leiðarlýsingu til Rómar og Jórsalalands gerði Nikulás ábóti um miðja tólftu öld, og auk þess er ráð fyrir því gert af gömlu handriti að íslending- ar ferðuðust landveg frá Norðurlöndum til Miklagarðs, og var þá gengið um Ungverja- land. Um einn pílagrím, Hall Teitsson í Haukadal, sem lést árið 1150, örfáum miss- erum áður en Klængur Þorsteinsson verður biskup í Skálholti, segir skýrum orðum að hann færi oft af landi brott og væri betur „metinn í Róma en nokkur íslenskur maður fyrr honum af mennt sinni og framkvæmd. Honum varð víða kunnugt um suðurlöndin, og þar af gerði hann bók þá er heitir Flos peregrinationis." Til allrar óhamingju er Fararblóm Halls löngu glatað, en merkilegt mætti það heita ef þeir Nikulás og Hallur hafi verið einu íslensku pílgrímarnir sem fengust við að skrifa eða yrkja. Þótt pílagrímar á miðöldum tækjust á hendur langar og örðugar ferðir um fjöll og firði af ást á Kristi og köppum hans, þá kinok- uðu sumir þeirra sér ekki við að yrkja kvæði sem voru lítt kristileg eða siðsöm í anda og hefðu áreiðanlega ekki fundið griðastað í bókasafni Hólaskóla meðan andi Jóns helga ríkti á staðnum. 14 Með því að enginn veit hver höfundur Hávamála var, hvenær hann var uppi né hvað hann hafðist að á öllum þeim stundum sem hann var ekki að yrkja þetta kvæði, þá þykir mér enginn ósvinna þótt reynt sé að skýra kvæðið í samræmi við þá tilgátu að skáldið hafi verið pílagrímur eða annar ferðalangur á suðurvegum. Hvað sem til- gátu minni líður þá ættu allir lesendur að vera á einu máli um að skáldinu eru ferða- lög og gistingar býsna hugfólgin efni. Og hér skal víkja tafarlaust að þriðja og fjórða erindi sem telja upp þarfir gesta: Elds er þörf þeim er inn er kominn og á kné kalinn. Matar og voða er manni þörf þeim er hefir um fjall farið. Vatns er þörf þeim er til verðar kemur, þerru og þjóðlaðar. Það þarf ekkert sérstakt andlegt átak að láta sér detta í hug að orðið „fjall“ sé notað hér í sömu merkingu og tíðkast í málshætti Rómferla. Að „ganga suður yfir fjall“ var að ferðast suður til Ítalíu, í slíkum samböndum merkti orðið fjall Alpafjöll, rétt eins og orðtakið „suður yfír sæ“ í íslenskum fornritum merkir ávallt suður yfir Erma- sund. Engan þarf að undra þótt ferðamaður Myndskreyting: Gísli Sigurðsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.