Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1989, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1989, Blaðsíða 11
Baukar til að baka í brauð. Myndin er tekin á bsénum Grásíðu í Kelduhverfí og standa þeir á gamalli búrkistu sem er enn í notkun. notkun eldavéla út um landið á nokkrum árataugum, fyrst í þéttbýlinu, en síðan út í sveitirnar. Á einstöku stað komu eldavélar þó ekki til sögunnar fyrr en komið var fram á fjórða tug tuttugustu aldarinnar. Tilkoma eldavéla með bakarofnum ásamt aukinni fjölbreytni í innflutningi á hvers kyns bökun- arvörum ollu hér nánast menningarbyltingu. Tertuöldin hélt innreið sina í íslenskt tilhald. Hlóðabakstur Fyrir tíma eldavélanna voru notuð opin eldstæði og þar var allt mögulegt bakað — flatbrauð, pottabrauð, steikt brauð, formbrauð — já, jafnvel tertur og smákök- ur, þó að í litlum mæli væri og aðeins við sérstök tækifæri. Okkur kunna að virðast aðferðirnar sem notaðar voru við þennan bakstur frumstæður og ekki voru hráefnin heldur fjölbreytt á tímum hlóðaeldhúsanna, en ég hef heyrt gamalt fólk segja að það hafi aldrei seinna fengið brauð sem jöfnuð- ust á við hlóðabökuðu brauðin að bragðgæð- um. Enda var það svo, að jafnvel eftir að eldavélarnar með sína þægilegu bakarofna komu á heimilin héldu margar húsfreyjur áfram að seyða, t.d. rúgbrauð í gömlu hlóð- unum, og staðhæfðu að með því móti einu fengist rétta rúgbrauðsbragðið. Bakstur í hlóðum fór fram með ýmsu móti. Flatbrauð var stundum bakað á járn- plötu yfir hlóðaeldinum, en stundum á berri glóðinni og þannig glóðarbakaðar þóttu mörgum þær bestar. Pottakökur voru einn- ig bakaðar á glæðum eða járnplötu, potti var hvolft yfir deigið og síðan skarað að glóð. Þannig sköruðu menn eld að sinni köku í orðanna ljósustu merkingu. Loks var breitt yfir afrak eða aska og kökurnar látn- ar seyðast hæfilega lengi, eða sex til tólf tíma, eftir því hve stórar þær voru. Pottkök- urnar voru oft á stærð við hálftunnubotn og 2-3 þumlunga þykkar. Þær voru gjarnan skreyttar öðru megin með ýmsum rósum sem gerðar voru með stíl eða öðrum yddum hlut, eða þær voru mótaðar á brauðmóti. Það var kringlótt fjöl af sömu stærð og kakan átti að vera og voru skornar rósir þar í og stundum setningar á borð við „maður- inn lifir ekki á einsömlu brauði"; „Guð blessi brauðið vort“; eða „ég vil láta éta mig en ekki geyma“. Þessar kökur voru oft bakað- ar til vinagjafa. BrauðpottarOg Tertupönnur Víða voru tii svokallaðir brauðpottar, stórir sporöskjulaga járnpottar oft á þremur fótum sem betra brauð var bakað í, smákök- ur ýmis konar svo sem gyðingakökur og fínar formkökur. Þetta voru sem sagt nokk- urs konar hlóðaofnar. Þeir voru settir ofan í glóðina og ofan á þá járnplata og glóð breidd yfir. Þá var gott að hafa eld í fleiri hlóðum eins og víða voru á bæjum á hlóða- tímabilinu, því að stöðugt þurfti að skipta um glóð á plötunni til að hitinn héldist jafn. í brauðpottunum var oft bakað formbrauð í bijóstsykursdunkum svokallað dunka- brauð. Það var einnig bakað í eldavélunum eftir að þær komu til sögunnar og jafnvel soðið í vatni. Hverabaksturinn er svo kafli út af fyrir sig, en þar sem bæir voru ná- lægt hverasvæðum, var brauð í dunkum byrgt þar í brauðholum og svo mun vera gert enn sums staðar. Reyndar var frétt í Akureyrarblaðinu Degi fyrir u.þ.b. tveimur árum, um að húsmóðir á Akureyri seyddi rúgbrauð í dósum með því að láta renna á þær hitaveituvatn. Fínt brauð var líka bakað í pönnum á svipaðan hátt og í brauðpottunum. Sumir áttu svokallaðar tertupönnur til þessara nota. Eftirfarandi lýsing úr heimildasafni þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns er á veislu- undirbúningi i Þistilfirði árið 1901. , ,„Þá- var ,ég A þrettánda ári og man. það vel. Allar aðstæður voru svo ölíkar því sem nú er að það er engin von að yngra fólk geri sér það í hugarlund. Allt varð að vinna heima, kardimommur, kanell og pipar kom allt óunnið, annað hvort varð að mala eða steita í mortéli, hér var nú reyndar notuð kaffikvörnin. Sykurinn varð að mylja. Það var því mikill undirbúningur áður en hægt var að byija að baka. Þegar brauðið var tilbúið var farið að athuga'eldinn. Það voru til þrenn hlóð, misstór. Stærstu hlóðin voru valin og þurfti helst að vera búið að elda dálítið lengi í þeim við sauðatað og svörð svo allir steinar í kring væru vel heitir og góður eldur kominn. Þá var tekin stór járn- plata og tíndir á hana allir kögglar sem ekki voru alveg brunnir, þá varð glóðin hrein og svo var hún sléttuð vel og komið með stóra pönnu sem kökum var raðað þétt á og hún var sett ofan á glóðina. Járnplatan með eldinum var nú látin yfir pönnuna og síðan stráð yfir einni lúku eða handfylli af þurru moði eða tréspónum blönduðum sagi. Þetta var svo endurtekið þar til bakað var, ýmist bætt eldi undir eða ofan á eftir þörf- um. Hvort þær bökuðu eftir klukku veit ég ekki en það veit ég að þær höfðu hvorki hitamæli á ofninum né mínútuteljara á hrærivélinni til að vita hvort deigið væri fullhrært eða bakað. En brauðið var gott og fallegt, að minnsta kosti fannst okkur það.“ Önnur aðferð við pönnubakstur var að setja kökupönnuna á þrífót í hlóðunum, kynda vel undir og hafa eld á plötu ofan á. Lagkökur voru einnig flattar út á bökun- arplötur af þessu tagi, víðum potti hvolft yfir meðan á bakstri stóð. Töluvert var steikt af brauði, á pönnum eða í feitarpott- um, kleinur, ástarpungar, kleinubrauð, lummur, pönnukökur og dellur að ógleymdu laufabrauðinu sem tæplega var nú bakað nema fyrir norðan í byijun aldar og helst um jól. Þá tíðkaðist að búa til svokallað soðbrauð, en það voru oftast — þó ekki allt- af — kökur úr rúgmjöli á stærð við litla undirskál með svo sem þumalfingurbreiðu gati í miðjunni. Soðbrauð var (og er) soðið í pottinum með kjöti, helst saltkjöti, og borð- að með því. Soðbrauð var líka soðið ineð slátri í sláturtíð og einnig stundum með sviðum og var þá heilinn gjarnan hnoðaður uppí rúgmjölið. Mun þetta vera mesta hnoss- gæti. Ég veit til þess að menn hafi soðbrauð á borðum ennþá, enda prýðis meðlæti t.d. var það soðið með sprengidagssaltkjötinu á dög- unum á heimli hér í bæ þar sem ég þekki til. Hér verður ekki rætt um brauðgerð úr melkorni sem áður fyrr var stunduð í Skafta- fellssýslum og víðar, né heldur aðrar að- ferðir íslendinga til að bæta sér upp mjöl- skortinn. Sem dæmi um það sem menn höfðu til mjöldrýginda í brauð má þó nefna ijallagrös, kornsúrukorn, hrogn og þang. Heimildir eru t.d. á þjóðháttadeildinni um að þang hafi enn verið notað saman við mjög í brauð árið 1918. 1E R L E N D A R B Æ K U R Brauðgerðaráhöld af ýmsu tagi Guðbrandur Siglaugsson Scott Turow Presumed Innocent Penguin Books Þetta er metsölubók. Höfundurinn er happasæll lögfræðingur og við ritun bókar- innar nýtir hann sér vitneskju sína um spill- ingu innan réttarkerfisins. Útkoman er lang- ur og snúinn Perry Mason. Það gerist fyrst að Carolyn, sem er ung og fönguleg kona, finnst hlekkjuð og myrt í íbúð sinni. Hún var saksóknari og tekur samstarfsmaður hennar sér fyrir hendur að rannsaka málið. Hann flækist brátt í net sem hann á erfitt með að losna úr, er sakaður um nauðgun og morð og lendir þannig handan borðsins sem hann er annars vanur að sitja við. Presumed Innocent er aillöng bók, spenn- andi og hana prýðir það em metsölubækur þarfnast: stjórnmál, kynlíf og dauði. Bókin rúmar ijögur hundruð blaðsíður að lengd, en erfitt reynist að leggja hana frá sér óklár- aða. Dóuglas Day Journey of the Wolf Penguin Books Ódysseifur mátti hrekjast landa milli í tíu ár áður en hann náði heim aftur. Þekkti hann að sönnu land sitt og íbúa, ekki hafði tíminn kollsteypt svo mörgu, enda var þetta í gömlum tíma og breytingar ekki svo tíðar né heldur svo miklar sem í seinni tíð. Sebast- ian Rosales yfirgaf ættjörð sína á átjánda ári ævi sinnar til að beijast í öðru stríði en því sem háð var hjá Tróju. Hann vildi verja lýðveldið á Spáni en mátti láta í minni po- kann og varð að flýja land. í ellinni tekur hann sig upp frá Frakklandi og laumast yfir landamærin til Spánar. Hann þekkir sig í landinu en meðal fólksins á hann erfitt með að átta sig. Breytingar hafa orðið á öllum sviðum og hinn aldni maður upp- götvar það að hann er útlagi þar líka. Þessi skáldsaga er frumraun höfundar og verður ekki annað sagt en að hún sé glæsileg og að höfundur vinni björninn sem hann glímir við. John Franklin Bardin Devil Take the Blue-Tail Fly Penguin Books Ellen vaknar og hlakkar til þess að losna úr því umhverfi sem hún hefur mátt dvelja í um langa hríð. Hún er orðin góð og læknir- inn hefur ákveðið að hún verði útskrifuð af hælinu. Eiginmaður hennar, hljómsveita- stjórinn Basil, sækir hana og saman halda þau heim. Hún var árum áður flinkur harpsíkordleikari og hefur sett sér það að ná aftur fyrri færni sinni á því sviði. En martröð kemur í veg fyrir það. Sú martröð tekur nú völdin og verður Ellen jafnt ásótt sem ásækjandi í djöfullegum leiknum sem endar með ósköpum. Þessi bók er ekki nein ofurvenjulegur reyfari með löggum og bóf- um, heldur einhver ískyggilegasti „sækó- þriller“ sem um getur. Höfundurinn, Bard- in, skrifaði þessa bók fljótlega eftir seinni heimsstyijöid og féll með henni í gleymsku sem aldrei hefði átt að verða, því hefði hann haldið áfram á þessu sviðinu, hefði hann áreiðanlega gert mörgum lestrarhestinum mikinn greiða. Dan Kavanagh Fiddle City Penguin Books Duffy er kynhverfur einkaspæjari, hann fær það verkefni að rannsaka smáþjófnað í vöruskemmu nálægt Heathrow-flugvelli við London. Svo sem minnst beri á því að fylgst sé með starfsfólkinu á svæðinu, ræð- ur hann sig sem einfaldan starfskraft en kemst fljótt upp á kant við félaga sína og yfirboðara. Duffy hefur, jú, næmari eyru og skarpari augu en meðaljón einkaspæjar- anna og ratar í umfangsmikið smyglmál sem hann flettir vitaskuld ofan af. Þessi bók er hrein og bein afþreying og ágæt sem slík. Engir englar eru á sveimi um söguna, stíllinn harðskeyttur og léttur. Frásögnin spennandi og það sem mestu ræður, stutt. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. SEPTEMBER 1989 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.