Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1989, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1989, Blaðsíða 8
Allt í lagi í Aðalvík í Aðalvík er hvorki sjoppa né sjónvarp. En þar syndir.silungur í vötnum, fjöllin standa á haus og ball á nokkurra ára fresti. Þar er stressið víðsfjarri og við borðum rúsínulummur í morgunmat Texti og myndir: Elísabet K. Jökulsdóttir / rannsóknarferð á eyðibýli víburarnir vakna syngjandi á morgnana og fara aldrei að sofa fyrren á miðnætti. Við erum á hjara veraldar, í Aðalvík á Hornströndum, þar sem fjöllin og veðrin ríkja ein. Þar sem aldrei gerist neitt. - Rétt einsog á grísku eyjunni Castelorizo, þarsem við gistum í fyrra. Það gerist ekkert nema þú gerir það sjálfur. Og þó. Það hleypur tófa í fjörunni og það siglir bátur inn víkina og leitar vars. Sjómennirnir gera að fiskinum um borð og múkkinn sting- ur sér eftir æti. Það er álftahreiður með þrem risastórum eggjum inn við Vatn og svo er harmóníkuball á laugardaginn. Kannski er hér ball á fimm ára fresti. Fjöll á Hvolfi Við förum í fjallgöngu upp ægilega bratt fja.Il. Fikrum okkur eftir nær lóðréttri renni- braut sem breskir hermenn lögðu fyrir áratug- um, svq hægt yrði að koma járnbraut upp fjallið. A leiðinni upp er mjög gott að hvíla sig með því að horfa á fjöllin á hvolfi. „Það er einsog fjöllin séu að koma í áttina til mín," segir Garpur. „Þau eru öll á hvolfí," segir Jökull, þarsem hann stendur á haus. „Þið eruð sjálfir á hvolfí," segir Kristjón og hvetur bræður sína áfram. Þegar komið er á toppinn, hverfur þreytan og útsýnið fylh'r útí líkamann. Og húsin eru svo skrítilega lítil að hægt er að stinga þeim í vasann. Það sést næstum allaleið til Græn- Gefst upp ... aldrei. Hildur Ýr við rannsóknir í Aðalvík lands, þar sem ísbirnirnir búa og út við sjón- deildarhringinn er fragtari á leið með timbur og appelsínur. Mér finnst alltaf að öll skip hljóti að vera full af appelsínum. Það er miklu kaldara uppi á fjallinu en niðri í byggð. Við borðum nestið okkar, en nesti er hápunktur hverrar ferðar. Heimabakað brauð með reyktum silungi eða hnetusmjöri, rúsínulummur og epli og kakó úr litlu tvíburabrúsunum. Kristjón finnur sér strax læk tilað stífla og búa til fossa í. Undarlegt hvað mannskepn- an hefur mikla þörf fyrir að breyta. Lítill ískaldur fjallalækur, sem hefur runnið í þess- um farvegi i áratugi, breytir um svip og hef- ur bætt á sig fossi sem breytir hljóði lækjarins. Drangajökull blasir við, og ótal fjöll og firð- ir svo langt sem augað eygir. Einhversstaðar á að vera leynihellir, þar sem hermennirnir hafa falið riffla. Það er sama hvað ég rek mikinn áróður, byssur eru alltaf jafn spenn- andi. Samt hef ég komist upp með það að gefa þeim ekki byssur. Hvernig væri að fara og finna þennan helli og alla þessa riffla. En það er hvít þoka að læðast um á fja.ll- inu. Ef við gengjum lengra hlytum við að fara fram af Ritnum, sem slútir þverhníptur fram í ísafjarðardjúp og þarsem langafarnir forðum sigu eftir eggjum. Við leggjum því af stað niður fjallið og þokan í humátt á eft- ir. Kristjón, Garpur og Jökull setjast á fjalls- brúnina tilað bíða eftir þokunni, og hverfa inní hana en þokan lætur ekki að sér hæða. Þeir gefast upp og láta sig rúlla niður. Brunað I SPÍTTBÁT Við lögðum af stað í bíti morguns, þar sem allar góðar ferðir hefjast. Þræddum fyrir firði og út firði, leitum uppi örnefni á landakortinu tilað drepa tímann. Finnum Garpsfjörð á leið- inni, sem Garpur finnst mesti munur en Jök- ull er ekki sáttur við. En fékk uppreisn æru þegar hann barði augum fjall Ólafs Kárason- ar, sjálfan Drangajökul. Siluðumst upp á heiðar, sem önduðu fortíð og göldrum og öllum þeim sem hlutu að hafa orðið úti eða tínt grös endur fyrir löngu. Systkinin Garpur, Jökull og Hildur Ýr sitja í aftursætinu. En Kristjón bætist í hópinn á ísafirði. Þau eru orðin þreytt eftir ferðina, búin að syngja allar vísur sem þau kunna og Frúin í Hamborg búin að kaupa allt sem hugurinn girnist. Þegar við loksins komum á ísafjörð um kvöldið, tekur Sigga Ragnars á móti okkur af sinni alkunnu gestrisni og reiðir fram dýr- indis jurtakryddað lambalæri og hvergi er betra að gista en í gamla húsinu á Smiðju- götu 5. Daginn eftir tökum við Fagranesið (Fagg- ann) yfir ísafjarðardjúp til Aðalvíkur. Það eru landar okkar á leið í sumarhúsin sín og túrist- ar auðþekktir á lopapeysum, svo önnum kafn- ir að ljósmynda fuglabjörgin að ég efast um að þeir sjái einn einasta fugl. Sumir ætla að tjalda í einhverri eyðivík eða ganga suður Strandir, enn aðrir eru bara í dags-skoðunar- ferð um Hornstrandir, þetta hrikafagra lands- lag sem miðnætursólin dekrar við yfir há- sumarið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.