Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Blaðsíða 4
Mynd: Pétur Halldórsson F r anz Kafka Hamskiptin og Kafka þjáðist alla tíð af minnimáttarkennd gagnvart föður sínum, sem var harður uppalandi og skipti sér lítið af viðkvæmu tilfmningalífi sonarins. Kafka þráði að þóknast honum, en hans köllun og innri þrá var að skrifa bækur og olli þetta gífurlegri sálarkreppu. Eftir Jón Gnarr Sagan segir frá Gregori Samsa, sölumanni sem vaknar upp í rúmi sínu einn daginn og hefur þá breyst í risavaxna bjöllu. Hann er ákaflega yfirvegaður og borgaralegur venjumaður. Það fyrsta sem hann hugsar um þegar hann vaknar og hefur gert sér ljóst ástand sitt (sem hann vissulega gerir, mjög yfirvegað), er hvort hann komist ekki til vinnu. Honum er ákaflega mikið áhyggjuefni hvað yfirmaðurinn komi til með að segja. Þetta virðist vera það eina sem angrar hann. Sú staðreynd að hann er skyndilega orðinn að risavöxnu, hugsandi skorkvikindi þjakar hann ekki að nokkru leyti: „Eiginlega leið Gregori prýðisvel, ef undan var skilin syfja, alveg ástæðulaus eftir alla þá hvíld sem hann hafði notið, hann langaði meira að segja til að éta eins og hestur..." Það kemur fram' að Gregor er eina fyrirvinna fjölskyldunnar, sem samanstendur af honum, föður hans, móður og systur og hann er ákaflega duglegur og samviskusamur. Þó hatar hann sölumannsstarfið. Og auðvitað fer hann ekkert í vinnuna. Eftir mikið brölt tekst honum að komast fram úr og til dyra, en þá eru allir farnir að hafa miklar áhyggjur af honum og fulltrúi frá fyrirtækinu sem hann starfar hjá, kominn til að athuga með hann: „... Jæja þá,“ sagði Gregor og gerði sér vel Ijóst að hann var sá eini sem haldið hafði ró sinni, „ég fer undir eins að klæða mig, pakka niður sýnishornunum og tek lestina. Viljið þið þá, viljið þið þá að ég fari? Þarna getið þér séð, fulltrúi, að ég er ekki þverlyndur og tel ekki eftir mér að vinna ...“ Gregor er al(ur af vilja gerður til að ræða málin við ljölskyldu sína en það ber lítinn árangur. Faðir hans rekur hann svo aftur inní herbergið, með harðri hendi og þar er hann mestan hluta sögunnar. í hvert sinn sem hann vogar sér fram, rekur faðir hans hann aftur inn af miskunnarleysi. Hann ásetur sér jafnvel að drepa Gregor með því að kasta í hann eplum en móður hans tekst blessunarlega að stöðva það. Eitt eplið fer þó á kaf í síðu hans og á seinna meir einn stærstan þátt í dauða hans. Eftir hamskipti Gregors fer efnahagur l'jölskyldunnar ört versnandi og meðlimirnir neyðast til að fá sér illa launuð hlutastörf og að endingu neyðast þau til að leigja herbergi þrem mönnum sem gera allt til að láta þau skríða fyrir sér. Eina manneskjan sem eitthvað hugsar um aumingja Gregor er systir hans Gréta sem öðru hveiju skutlar inní herbergið úldnum mat á dalli. En að endingu deyr Gregor vannærður og sjúkur og vinnukonan hendir honum í ruslið. Öll sagan er í hæsta máta furðuleg, þrungin yfirvegaðri geðbilun og rósemi. Umhverfið er stórborg, einhvern tíma upp úr aldamótum, má draga þá ályktun af klæðaburði sögupersónanna. Lítið fer fyrir tíma í sögunni, nema þar sem varla verður komist hjá honum. Það kemur ekki fram hve lengi Gregor lifir sem bjalla en það er varla meira en nokkrir mánuðir. Allar persónur eru ákaflega látlausar og yfírvegaðar og enginn efast um það að paddan sé Gregor Samsa. Þetta gerir lesandanum ákaflega erfitt fyrir. Hann verður að spyija sjálfan sig margra spurninga: Hvers konar veröld er þetta, er það draumur eða veruleiki? Okkur er boðið inní heim súrrealísks fáránleika þar sem hlutir og atburðir gerast í samhengi sem er í þversögn við sjálft sig. En vitskertust er þó ísköld yfirvegunin og látleysið sem einkennir persónurnar og reyndar frásögnina alla. Það er líkt og ekkert merkilegt hafi gerst. Maðurinn breyttist í pöddu og er það ekki ósköp eðlilegt? Er fólk ekki alltaf að breytast í hinar ýmsu tegundir af skorkvikindum, hér og þar? Persónur sögunnar eru annars vegar fjölskyldan og hins vegar Gregor. Nokkrar aukapersónur koma einnig við sögu: leigjendurnir þrír, brussuleg vinnukerling og fulltrúinn frá fyrirtækinu. Þótt lítið fari fyrir eiginlegum persónulýsingum hafa þó persónurnar mjög sterkt, táknrænt gildi eins og flest annað í sögunni. Allt er svo hluti af einhveijum óhuggulegum og hversdagslegum raunveruleika eða óraunveruleika, geðbilun sem nær hámarki þegar fjölskyldan — eftir að Gregor er allur — fer í skemmtiferð:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.